Dagur


Dagur - 22.11.1945, Qupperneq 6

Dagur - 22.11.1945, Qupperneq 6
DAGUR Fimmtudaginn 22. nóvember 1945 I<B»<H»<H»<B»<H»<B»<HS<B»<BS<HS<H»<H»<H»<HÍ<H»<BÍ<H»<B»<H»<H»<HS<BÍ<HÍ<H»<B»)S<il Lagt á borð fyrir þr já Saga eílir Virginia Douglas Dawson «»<H»<H»<H»<B»<H»<H»<HS<B»<B»<H5 <H»<H»<HS<H»<HÍ<B»<B»<H»<H»<H»i (Framhald). fann, að að því stefndi, að upp úr syði af hennar hálfu. Og svo var það kvöld nokkurt, að þau hjónin höfðu farið út. Davíð kom nokkru seinna en hann var vanur og eg hleypti honum sjálf inn í húsið. Þegar við gengum upp stigann sagði hann eitthvað skennnti- legt og við hlógum bæði um leið og eg opnaði hurðina. Hún sat uppi þegar við komum inn og horfði reiðilega á okkur. ,,Hlæjið þið bara,“ sagði h.ún beiskjulega. „Það er ekki ástæðulaust. Því að það er ekki nóg, að eg þurfi að liggja hér ósjálfbjarga dag eftir dag, heldur takið þið at mér lykilinn að einu hirzlunni sem eg á út af fyrir mig.“ Eg flýtti mér til hennar. „Hvað er að, Celía? Hvaða lykil ertu að tala um?“ Mér leið mjög illa, því að eg fann, að það hafði verið ákaflega smekklaust af okkur, að koma hlæjandi inn í herbergið. Eg vissi líka, að hún bafði skúffu í borðinu sínu, sem var læst og mér hafði aldrei flogið í hug, að forvitnast um livað hún geymdi þar. Eg gat vel skilið, að hún óskaði að hafa hirzlu út af fyrir sig. Hún geymdi lykilinn að skúffunni í litlu silfurhylki og lykilinn að því hafði hún í litlu hálsmeni. Þetta hálsmen hafði hún aldrei skilið við sig síðan eg kom í, húsið. Nú sá eg, að kassinn slóð opinn og tómur á borðinu. ' Hún var búin að æsa sig upp í ógurlegt reiðikast. Við Davíð lit- uðumst um á borðinu og í kringum það eftir lyklinum. „Hérna er lykillinn," sagði Davíð. „Hann stóð í einni skránni.“ Hann rétti mér hann, en luin hrifsaði hann úr hendi minni. „Eg vissi það,“ hrópaði lnin. „Þið höfðuð hann. Þið hafið lagt þessi ráð, bæði tvö. Þið eruð að reyna að losa ykkur við mig. En ykkur tekst það ekki. Þið skuluð aldrei fá að vera í friði. Aldrei!“ Það var til einskis að reyna að sefa hana á þessu augnabliki. Okk- ur hlýtur að hafa liðið illa báðum, því að ósjálfrátt færðum við okkur nær hvort öðru, en þegar hendur okkar snertust, hrukkum við hvort frá öðru, eins og við hefðum verið staðin að einhverju óheiðarlegu. Eg vissi af reynslunni, að gráturinn og reiðin mundi sefast von bráðar og hún mundi verða róleg aftur, árt þess að fá nokkur deyfi- meðöl. Ef eg gæfi henni þau nú, mundi hún lítið sofa og svo var þess að gæta, að þau voru ekki farin að hafa eins mikil ahrif á hana og áður, jafnvel þótt læknirinn hefði nýlega gert skammtana sterkari. Hún féll brátt út af á koddann, eins og eg hafði búizt við, og lá með lokuð augun. „Farið þið nú, bæði tvö,“ sagði hún hljóðlega, eftir dálitla þögn. Rödd hennar var þreytuleg, en afsakandi. „Mér þykir leiðinlegt, Davíð, að eg skyldi missa stjórn á mér.“ Hann greip hönd hennar. „Kannske að bezt sé, að eg fari og lofi þér að hvílastí næði,“ sagði liann. Hún lyfti liöfðinu og horfði hvasst á hann: „Nei, farðu ekki,“ sagði hún. „Bíddu ofurlitla stund.“ Hann gekk fram í anddyrið. Eg var kyrr hjá henni, en mér var ekki rótt í skapi. Eg ætlaði að strjúka hár hennar í samt lag, en það hafði ólagast í reiðikastinu, en hún ýtti mér frá rúminu. „Hann bíður eftir þér frammi,“ sagði hún þrjóskulega. „Hvers vegna ferðu ekki til hans?“ Eg skildi, að hún var að reyna að espa mig til reiði og svaraði henni þess vegna ekki. „En gleymið ekki því, sem eg sagði áðan,“ hélt hún áfram. Hún hvíslaði, en þó smaug rödd hennar í gegnum merg og bein. „Eg skal aldrei láta ykkur í friði. Aldrei!" Eg flýði úr herberginu. Einhver innri rödd hvíslaði að mér, að eg yrði að komast burt úr návist hennar. Eg gat ekki varist því, að tár komu fram í augun á mér og þegar eg kom fram í anddyrið hljóp eg einhvern veginn ósjálfrátt í fangið á Davíð. Við stóðum þarna eins og tvö börn, sem eru að reyna að hugga hvort annað. Við heyrðum ekkert nema hjartsláttinn hvort í öðru, og heyrðum þess vegna ekki til frú Adren, sem kom hægt og hljóðlega upp stig- ann, fyrr en hún sagði: „Má eg trufla?“ Eg mun aldrei gleyma næstu augnablikum. Við stóðum í sömu sporum og horfðum hvert á annað, þessi þrjú. Enginn tími gafst til að segja neitt, því að á næsta augnabliki heyrðist skerandi óp úr herbergi Celíu. „Mamma, mamma, þau hafa skilið mig eftir aleina." Hreyfingar frúarinnar, um leið og hún vatt sér fram hjá okkur og inn í herbergið, minntu á bjarndýrið, sem snýst til varnar þegar sótt er að ungunum. Eg las í augum hennar þá orðsendingu, að , hún mundi fyrst sinna barni sínu og tala síðan við okkur. Mig langaði mest til þess að hlaupa burtu frá þessu öllu saman, en eg þröngvaði sjálfri mér til þess að fylgja henni inn í herbergið. (Framhald). Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför konu minnar og móður okk- ir, HERBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, Sigríðarstöðum. Rórbert Bárðdal og börn. Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og’ vinarhug við frá- fall og jarðarför RAFNS SIGURJÓNSSONAR vottum við okkar innilegasta þakklæti. Sérstaklega viljum við þakka hjónunum Guðnýju Hjálmarsdóttur og Lárusi Hin- rikssyni fyrir þá miklu hjálp og hluttekningu, sem þau hafa sýnt okkur. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Anna Jónsdóttir. iiiiiiiiiMiiiiiiiHiiiHfiiiiiiiiiiiiiiiimiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiMiinnHMiMiiiiiiimiiMiiiiniiiiiMiimmmiMiMnmHiiH*; Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Það tilkynnist að umsóknir um námsvist í Húsmæðra- skóla’Akureyrar, veturinn 1946—1947, þurfa að vera komnar til undirritaðiar fyrir 15. janúar, og veitir hún allar nánari upplýsingar milli kl. 1 og 5 e. h. á mið- * vikudögum. | HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, forstöðukona. 7iiiiimmmiim ii i ii iim iimi i iimim miiim ii ii ii m m iii miiimm m iii ii miiimmimmm mMMMMMmmmmMmMmmmiii. Miiiiiimiiiiiiiiimii*iiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiii» Auglýsin I , Almenn hrossasmölun fer fram lí Öngulsstaðahreppi mið- \ | vikudaginn 28. þ. m. — Hrossin verða samdægurs rekin og | | réttuð á skilarétt hreppsins við Þverá. — Þeir hrossaeigend- | | ur, sem ekki hirða hross sín, nefndan dag, mega búast við að | 1 með þau verði farið sem óskilafé. Í Þverá, 19. nóvemhber 1945. = { ÁRNI JÓHANNESSON. | rilllllllMllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIHMIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIl" »<H»<H»<H»<H»<H»<B»<BS<H»<H»<H»<H»<H»<H»<Í<H»<H»<B»<B»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<1 TILBOÐ ÓSKAST Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að sorphreins- un í bænum verði boðin út fyrir næsta ár.. — Tilboð- um sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 5. des. næstk. Nánairi upplýsingar um starfið á skrifstofunni. BÆJARSTJÓRI. t<H»<t<H»<H»<H»<H»<H»<HJ<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»< ,<H»<H»<H»<H»<H»<B»<H»<H»<H»<HS<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<H»<B»<H»<H»<H»<H»i Soyabaunaréttir eru ljúffengir og hollir! Úr soyabaunum má m. a. búa til: • Soyabaunahellur, Baunakarbonade, Soyabaunasúpu og Soyabaunabúðing. Uppskriftir pessara rétta fylgja, ef þér kaupið baun- irnar hjá oss. Þetta er ódýr matur. Soyabaúnir kosta aðeins Itr. 2.60 kg. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. íí‘o*o*tj*tj4tyo*tj*tj*tj*tj*tytytytj*tj*tj*tj*tj*tj*tj|*tytytj*ij*tj‘tj*t>*tytj*iyo*o*tj*tj*tj*ti*tj*tj*tytytj*tytj*tj,*tj*tyo*tj*tytj*ty» AdAortMVVVVVVMWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVMVVVIA'VVVVVfWVVVMjf Úr erlendum blöðum Framhald af 3. síðu greiddra atkvæða og svipað hlut- fall þingsæta. í Tékkóslóvakíu hlotnaðist þeim nokkuð hærra hlutfall, eða um 36%. í Buda- pest, sem talin var eitt af höfuð- virkjum þeirra og ennþá er her- numin af Rússum, varð samfylk- ing kommúnista og sósíalista í minni hluta og spáir það því, að smábændaflokkurinn rnuni ganga með sigur af hólmi í þing- kosningum þeirn, sem ’nú eru skammt framundan. Þessi atburðarás verður enn skýrari í gömlu lýðræðisríkjun- um. Kommúnistar fengu aðeins 12% af heildaratkvæðamagninu í Frakklandi, minna en 10% í Noregi og aðeins tvö sæti í brezka þinginu. Það verður jafnframt augljóst, að lýðræðfð, sem er að skapast upp úr unrróti styrjaldarinnar er að ýmsu leyti frábrugðið því, seiír ríkti fýrir stríðið. Árangur- inn af bandalagi þeirra senr stóðu yzt til hægri í flokknum, við fasistaöflin, og hin sameigin- lega barátta hinna óbreyttu borgara við kúgarana, hefir orð- ið þess valdandi, að öll stjórn- nrálin hafa þokast til vinstri. Hið nýja lýðræði er vissulega til vinstri viéj miðju á fyrirstríðs- mælikvarða, en það er engu að síður lýðræði, því að það viður- kennir rétt meirihlutans til þess að stjórna, jafnframt því sem það viðurkennir og virðir rétt- indi og skoðanafrelsi minnihlut- ans. (Lausl. þýtt). SjóvettliDgar Viðskiptamenn okkar eru beðnir að koma með sjó- vettlinga þá, er þeir ætla sér að leggja inn hjá okk- • ur, sem allra fyrst. Verzl. Eyjaf jörður h.f. RJUPUR ♦ Tökum pjúpup fypst um sinn. Verzl. Eyjafjörður h.f. SÍÐASTLIÐIÐ VOR tapaðisi úr hagagöngu, frá Vcillum Djúpadal, brúngrár loli, þriggj; vetra. — Mark: 2 fjaðrir aftar hægra, oddfjaðrað framar vinstra. — Sá er kynni að verðí hans var, vinsamlegast geri að vart. Guðmundur Sigurgeirsson, Klauf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.