Dagur - 06.12.1945, Page 6
6
DAGUR
Fimmtudaginn 6. desember 1945
r#"wwww#wwww~w"ww#w#www#w"wwj'
Lagt á borð fyrir þr já
Saga eftir Virginia Douglas Dawson
CHKHWHKHKHKHKHKHKHKBKH5
íKHKHKHKHKHKHKHKBKHKH
(Framhald).
Eg veit ekki hvað það var, sem hún ætlaði sér. Eg hefi þó brotið
heilann um það aftur og aftur. Eg get þó ekki sagt, að eg hafi orðið
undrandi þegar Waller læknir opnaði skúffuna í náttborðinu
liennar og fann þar nokkrar pillur, senr hún hafði falið þar. Hann
taldi líklegast, að hún hefði stungið einni pillu undan við hverja
inntöku og safnað þeim þangað til hún þóttist viss um, að nóg
væri. En hvers vegna hafði luin tekið þær sjálf? Eg minntist þess,
hvernig hún hafði einu sinni sagt við okkur Davíð: ,,Eg skal aldrei
láta ykkur í friði. Aldrei!" Það brann hatur úr augum hennar í Jrað
sinn.
Líklega hefir hún reiknað með því, að mér mundi verða kennt
um hvernig fór. Og raunar varð eg að svara mörgum spurningum
áður en eg gat sannað sakleysi mitt. Eg veit ekki hvort foreldrar
hennar sannfæiðust nokkurn tíma um það, að eg væri saklaus. Þau
neituðu að kveðja mig, þegar eg fór. Eg tel víst að frú Arden hafi
talið, að eg hafi á einn eða annan hátt orðið orsök í dauða Celíu.
Hún hafði séð okkur Davíð á ganginum og hefir líklega ályktað út
frá því.
Eg reyndi að gleyma þessum liörmulegu dögum, eins og þeir
væru ljótur draumur. Eg reyndi að telja mér trú um, að Davíð væri
horfinn út úr lífi mínu ogfeg mundi aldrei sjá hann framar. Nokkr-
um dögum seinna kom hann heim til mín. Læknirinn hlýtur að
hafa sagt honum hvar eg átti heima. Eg fór sjálf til dyfanna, þegar
hringt var,’ og þá stóð hann þar, eins og lítill drengur, sem hefir
villst og veit ekki livað hann á af sér að gera. Eg vissi ekkert um
hagi hans, um það hafði aldrei verið talað; eg vissi ekki hvort hann
átti foreldra og ættingja á lífi eða hvort hann var einn og yfirgefinn
í lífinu eins og eg sjálf.
Eg sagði ekkert. Hann gekk inn í anddyrið með hattinn sinn í
hendinni og lokaði dyrunum á eftir sér. Hann tók í hendina á mér,
og dró mig til sín og kyssti mig'. Það var heitur og innilegur koss,
eins og við hefðum lengi verið gift og sæumst nú aftur, eftir langa
fjarveru.
Hvorugt okkar sagði það, sem var efst í huga okkar beggja. Eg
vissi, að við gætum aldrei orðið hamingjusöm saman. Þótt mér
fyndist eg loksins komin í örugga höfn i örmum hans fékk sú hugs
un mér trega en ekki hamingju. Celía var í milli okkar og mundi
ævinlega verða það.
Augu okkar mættust og hann hlýtur að hafa lesið það í augna-
ráði mínu, sem eg hugsaði, og fundið þar svarið Við spurningun-
um, sem brunnu á vörum hans. Hann slepþti mér og gekk hægt til
dyranna aftur. Eg horfði á eftir honum. Þessi stóri og herðabreiði
maður 'var lotinn, eins og fyrsta daginn sem eg sá hann við rúm
Celíu.“
Eldurinn á arni gömlu frú Gregory logaði glatt. Rödd ungu
stúlkunnar þagnaði og gamla frúin hrökk við, eins og upp úr
draumi. Hún hallaði sér fram á stáfprikið sitt og lagði lófann
injúklega á handlegg ungu stúlkunnar.
„Vina mín,“ sagði hún. „Eg veit ekki hvað eg á að segja. En þetta
er allt liðið, búið, er það ekki?“
Unga stúlkan leit flóttalega í kringum sig. „Jú, það er búið, en
en eg er alltaf hrædd, eg veit ekki af hverju.“
Frú Gregory leit hvasst á hana. „Þér lítið út eins og þéf eigið.von
á því, að sjá eitthvað," sagði hún. „Eij kæra mín, þér hafið ekkert
að hræðast annað en yðar eigin hugsanir. Þetta allt hefir fengið
mikið á yður. Mér er næst að halda, að hótanir Celíu hafi haft svo
mikil áhrif á yður, að þær hafi vakið falska sektartilfinningu í
brjósti yðar. Ef til vill vitið þér þetta ekki sjálfar. En þó gæti það
brotist um í undirvitundinni. Eg held að þér sjálfar óttist, að á ein-
hvern hátt sé hægt að kenna yður um dauða Celíu. Af því sem þér
hafið sagt mér, þykist eg geta ráðið, að þér hafið ekkert rangt gert,
þvert á móti reynt af fremsta megni að standa vel í stöðu yðar.
Celía var á leið til glötunar og endalok hennar hefðu vissulega
(Niðurlag næst).
Jóla
borðrenningar
serviettur
pappír, 0.30 örkin
^ bögglamerkimiðar
bögglaumbönd
— o. fl. þess háttar
Bókaverzlun Þorst. Thorlacius
Hugheilar þakkir til vina og vandamanna
fjær og nær, fyrir stórgjafir, árnaðaróskir og vinar- /
kveðjur á sjötíu ára afmæli mínu. Heimsókn ykkar
og hlýhugur verður mér ógleymanlegt.
Gæfa og blessun fylgi ykkur öllum.
EINAR ÁRNASON.
ALÚÐAR KVEÐJUR OG INNILEGAR ÞAKKIR sendi
eg öllum þeim, er heimsóttu mig, særndu mig gjöfum, sendu
mér hejllaóskir eða sýndu mér á annan hátt hlýhug og vin-
áttuvott á sjötugsafmæli mínu 15. þ. m. Guð blessi ykkur öll.
JÓNÍNA G. JÓNSDÖTTIR, Uppsölum.
Náttkjólar
Undirföt
Nærföt
Bómullar
sokkar
Kaupfélag Eyfirðinga
V ef naðar vörudeild.
III|| 1111111111IIlllIII111111111 llllialll|||||MIIIIMMH,•imiMim, ,|.
Þrjár röskar stúlkur
geta fengið atvinnu við iðnað. Aðeins stúlkur, sem i
vilja ráða sig til lengri tíma, koma til greina.
Eiginhandar umsóknir, með upplýsingum um ald- I
ur-, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Dags, I
Akureyri, merktar „Iðnaður“. I
£m,mi„imm„mm,mmmmimimmi„mmmmimm„„m,m,,m„mim„mmm,mimmi„mm„mmm„imMi„„mimm,mi„mmmim„im„„„„i
| Afmælisdagabókin
með stjörnuspám j
selst svo ört, að hún er bráðlega á þroturn hjá-
forlaginu. Tryggið yður þessa sérstæðu bók
i til gjafa og eignar, áður en það er um seinan.
h í umboðssölu og smásölu i
Bókaverzlun Þ. Thorlacius j
• •,MIMMMiMMIIMIIMMM||imM|||MMI|lll|l|l|,,I,H,II,HlllllllimillllllllHIIIIIIUIIIIIUIIIIIMMMMMudi, 1,111,11,|,||,ll||||||||||||||||>
Notið flóru oo Gula bandiS!
Tóskaparskóli, sem kenn-
ir listiðnað, hefst eftir
áramótin
Tóskaparskóli byrjar að öllu
forfallálusu þann 15. jan n.k.
á Svalbarði á Svalbarðsströnd og
stendur til 1. maí 1946.
Hlutverk þessa fyrirhugaða
skóla eru tvenns konar:
í fyrsta lagi að viðhalda kunn-
áttu í hinum ágæta, íslenzka list*
ullariðnaðar: Verkun ullar,
þvotti, litun, kembingu, prjóni,
vefnaði og hannyrðiun með ís-
lenzkum gerðum og úr ullar-
efni.
Það hefir mikla þjóðmenning-
arlega þýðingu, að hinn ís-
lenzki listtóskapur týnizt ekki
með öllu eða falli í gleymsku
með þeirri kynslóð, sem nú er
miðaldra og eldri.
I öðru lagi mun skólinn leggja
allt kapp á að afla sér jreirra
áhalda og verkfæra, sem létta og
flýta fyrir 'ullarvinnu heimil-
anna og kenna meðferð þeirra.
Það vill svo vel til, að nú fæst til
leigu hentugt húsnæði fyrir skól-
ann á ágætum stað hér norðan-
lands, þar sem samgöngur eru
greiðar bæði á sjó og landi. Stað-
urinn er Svalbarð á Svalbarðs-
strönd.^Þar eru húsakynni mikil
síðan á dögum Björns heitins
Líndal, sem ábúandi jarðarinn-
ar notar ekki nema að nokkru
leyti, og vill lána með vægu
verði.
Til Svalbarðsstrandar verður
á þessu hausti veitt raforku frá
Laxárfossum, og er þegar undir-
búin hitun hússins með rafork-
unni (næturhitun), eins og hún
verður að sjálfsögðu notuð til
suðu, Ijósa og véla.
8—10 nemendur fá skólavist.
Skólinn hefir tryggt sér ágæta
starfskrafta: Sigurbjörg Bene-
diktsdóttir á Amarvatni í Mý-
vatnssveit, alvön tóskap, kennir
tóskapinn og vefnaðinn. Hús-
móðit verður Rannveig Líndal,
og aðstoðarkenanrar verða
fengnir eftir þörfum.
Margir líta svo á, að enginn
haf i tírna til að vinna að sein-
legri ullarvinnu á þessum tím-
um. En það má benda á það í
því sambandi, að mikill tími fer
í alls konar fínar hannyrðir og
telur það enginn eftir, en finnst
það sjálfsagt.
íslenzkur listullariðnaður er
meira virði fyrir okkar þjóð en
allar útlendar hannyrðir. Það
ætti að vera okkur metnaðarmál,
íslendingum, að viðhalda hon-
um, svo sérstæður er hann, svo
fjölbreyttur og svo fagur.
Eg hefi haft sýningar á ís-
lenzkum listtóskap í öllurn
stærstu borgum Norðurlanda og
Lundúnaborg (auk 50 sýninga
hjá löndum vestan hafs) og alls
staðar hefir verið lokið hinu
mesta lofsorði á vinnubrögðin. —
Sérfræðingar í þessum efnum
liafa látið svo um mælt, að við
íslendingar hefðum beztu ullina
og" kynnum bezt að fara með
hana.
Nýbyggingarráð afgreiddi
málið með hinum ágætustu með-
mælum til Menntamálaráðherra
og lagði eindregið til, að ríkis-
stjórnin léði því fylgi sitt.
Halldóra Bjarnadóttir.