Dagur


Dagur - 31.01.1946, Qupperneq 8

Dagur - 31.01.1946, Qupperneq 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 31. janúar 1946 tr '■ ' ; ' ...... Úr bæ og byggð I. O. O. F. 127181/2 KIRKJAN. Messað á Akureyri kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Messur í Möðruvallakl.prestakalli. AS Bægisá sunnud. 3. febr., í Glæsi- bæ sunnud. 10. febr., á Möðruvöllum sunnud. 17. febr. og á Bakka sunnud. 24. febr. kl. 1 e. h. — Fermingarbörn komi til viðtals, hvert að sinni kirkju. Sóknarprestur. Knattsyrnufélag Akureyrar heldur árshátið sína að Hótel Norðurland, laugardaginn 2. febrúar kl. 9 e. h. Áskriftarlisti liggur frammi í Bóka- verl. Gunnl. Tr. Jónssonar til föstu- dagskvölds. Félagar! Skrifið ykkur sem fyrst á listann. Fjölmennið! Skemmtinefndin. Barnastúkan Sakleysið heldur fund sunnudaginn 3. febrúar næstk. kl. 10 f. h. — Kosning embættismanna. — Upplestur. — Smáleikir. — Mætið stundvíslega. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund (systrakvöld) næstk. þriðjudag 5 .febrúar, kl. 8.30 síðd. í Skjaldborg. — Systurnar sjá um fundinn og bjóða öllum bræðrum stúkunnar alveg sérstaklega á fundinn. Kaffidrykkja. Skemmtiatriði. Dans. Allir á fund! Hjúskapur. Sl. þriðjudagskvöld voru gefin saman í hjónaband, af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafn ar, vígslubiskup, ungfrú Helga Bald- vinsdóttir, Sigurðssonar bónda í Skóg- um, og Valdemar Halldórsson, Ás- geirssonar, sölustjóra. Kvennadeild Slysavarnafél. Konur! Mætið í kirkjukapellunni kl. 8.30 e. h. mánudaginn 4. febr. Skákþing Norðlendinga hefst í Verzlunarmannahúsinu mánudaginn 4. næsta mán. kl. 8 e. h. Keppt verður í þrem flokkum. Meistaraflokki og fyrsta og öðrum flokki. Öllum skák- mönnum úr Norðlendingafjórðungi er heimil þátttaka í mótinu. Kvennadeild Slysavarnafél. íslands hefir sinri árlega fjáröflunardag sunnudaginn 3. febr. næstk. (á sunnu- daginn kemur). Kl. 2.30 e. h. verður opnaður bazar í „Skjaldborg“. Kl. 3 e. h. hefst kaffidrykkja á Gildaskála KEA og kl. 9 um kvöldið hefst dans- leikur á Hótel Norðurland. — Vænta konur þess, að bæjarbúar líti inn á þessum stöðum, sér til gagns og skemmtunar og deildinni til hróss og hagnaðar. fbúð óskast 14. maí eða seinna. Fyrir- framgreiðsla. — Þeir, sem vilja sinna þessu, leggi nafn sitt í lokuðu umslagi á afgreiðsluna fyrir 10. fe- brúar. Merkt „íbúð“. Manilla fóg ltt, 2 og 21/2” fæst nú hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Herbergi óskast! Reglusaman nemanda vant- ar herbergi í 4—5 mánuði. Upplýsingar í síma 503 frá klukkan 3—6 e. h. Fataefni Igegnir erfiðu embætti Myndin er af LewisB.Schwellenbach, verkamálaráðherra Bandaríkjanna. Hann á erfitt um þessar mundir, því að verkföll geysa í Iandinu og gengur eríiðlega um sættir. Tala atvinnuleys- ingja er þó 1 millj. Iægri en gert var ráð fyrir að verða mundi um þetta leyti. Nokkur kveðjuorö til frk. Kristjönu Pétursdóttur frú Gautlöndum, skólastýru Hús- mæðráskólans á Laugum. Þú varst eins og ljós um lífsins stig er lýsa öllum vildi, því enga þekkti eg eins og þig, sem öllum veitti svo glæsilig af mætti ástar og mildi. Eg fylgi þér hljóð í hinsta sinn, minn hugur af trega grætur, og ber til þín vináttu blómvöndinn, sem blæljúf fléttar minningin er hjúfrar við hjartarætur. J. S. í faðmi einnar af friðsælustu og fegurstu sveita þessa lands, varst þú borin og barnfædd. Þar var þeim frækornum sáð, sem síðar náðu þeim þroska, að gera þig að einni af mestu og beztu konum þessa lands, eins og þær minningargreinar sýna, er þegar ritaðar hafa verið um þig. Eg átti því láni að fagna, að teljast til vina þinna. Og í ná- vist þinni varð eg fyrir þeim áhrifum, sem og allir aðrir, að n^ér fannst eg verða að meiri og betri manneskjú. Hvað geta þá námsmeyjar þín- ar og aðrir sagt, sem báru gæfu til að njóta áhrifa þinna yfir lengri tíma? Stofnanir þær, sem þú sérstaklega helgaðir krafta þína, minnast síns mikla leið- toga með lotningu um aldir og æfi. Námsmeyjar þínar munu halda merki þínu hátt á lofti, sér og óbornum til ævarandi blessunar. Sú mákla tign og ró, sem hvíldi yfir öllu, er Jrú varst kvödd í hinsta sinni, af fjölda vanda- nranna og vina, sýndi, að þeir voru ekki einungis að kveðja hjartfólgna vinkonu, stoð og styttu þingeyskrar æsku, heldur líka stoð og styttu æsku Jressa lands. Mildur sunnanblær og sólroð- in fjöllin jrín helguðu þér líka minningu sína. . Guð blessi minningu Jrína. — Hjartans Jrakkir fyrir samveruna. Helga Jónsdóttir Kosningarnar lí kaupstöðum og kauptúnum. (Framhald af 1. síðu). Sjálfstæðisflokkur 121 atkv. 2 ftr. Sósíalistar 109 atkv. 2 fulltr. I Olafsfirði fóru bæjarstjórnarkosn- ingar fyrst fram í jan. 1944 og urðu úrslit þá þessi: Framsóknarfl. 76 at- kv. 2 fulltr. — Sjálfstæðisfl. 139 at- kv. 3 fulltr. — Sósíalistar 111 atkv. 2 fulltr. — Framsóknarflokkurinn er því orðinn stærsti flokkurinn þar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað 1 fulltrúa. ÚRSLIT í KAUPTÚNUM. Dalvík. Óháðir borgarar 156 atkv. 3 fulltr. Verklýðsfélagið 141 atkv. 2 fulltr. Óháðir (bændalisti) 42 atkv. eng- inn fuíltr. Eskifjörður. Alþýðuflokkur 76 atkv. 2 fulltr. Framsóknarflokkur 60 atkv. 1 ftr. Sósíalistar 95 atkv. 2 ftr. Sjálfstæðisflokkur 93 atkv. 2 ftr. Húsavík. Alþýðufl., Framsóknarfl. og Sjálf- stæðisfl., sameiginl. listi, 349 atkv. 5 fulltr. Sósíalistar 202 atkv. 2 fulltr. Hvammstangi. Alþýðuflokkur 35 atkv. 1 fulltr. Framsóknarflokkur 33 atkv. 1 ftr. Sjálfstæðisflokkur 32 atkv. enginn ftr. Verkamenn 41 atkv. 1 fulltr. Blönduós. Alþýðufl., Framsókn og Sjálfstæð- isfl., sameiginl. listi, 175 atkv. 5 fulltr. Sósíalistar 30 atkv. enginn fulltr. Sauðárkrókur. Alþýðuflokkur 142 atkv. 2 fulltr. Framsóknarflokkur 95 atkv. 1 ftr. Sósíalistar 55 atkv. 1 fulltr. Sjálfstæðisflokkur 162 atkv. 3 ftr. Stykkishólmur. Alþýðuflokkur 70 atkv. 1 fulltr. Framsóknarflokkur 76 atkv. 2 tfr. Sós.alistar 33 atkv. enginn ftr. Sjálfstæðisflokkur 173 atkv. 4 ftr. Borgarnes. Sjálfstæðisflokkur 165 atkv. 4 ftr. Framsóknarflokkur 99 atkv. 2 ftr. Sósíalistar 61 atkv. 1 ftr. Alþýðuflokkur 28 atkv. enginn ftr. Bolungarvík. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur 110 atkv. 2 fulltr. Sósíalistar 46 atkv. 1 fulltr. Sjálfstæðisflokkur 159 atkv. 4 ftr. Fáskrúðsfjörður. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur 139 atkv. 4 fulltr. Óháðir 48 atkv. 1 fulltr. Sósíalistar 73 atkv. 2 fulltr. Eyrarbakki. Alþýðuflokkur 172 atkv. 4 fulltr. Sjálfstæðisflokkur 82 atkv. 2 fulltr. Sósíalistar 27 atkv. enginn fulltr. Keflavík. Alþýðuflokkur 323 atkv. 3 fulltr. Framsóknarflokkur 112 atkv. 1 ftr. Sósíalistar 87 atkv. enginn fulltr. Sjálfstæðisflokkur 323 atkv. 3 ftr. Patreksfjörður. Sjálfstæðisflokkur 227 atkv. 5 ftr. Vinstrimenn og óh. 111 atkv. 2 ftr. Stokkseyri. Verkalýðsfél. 127 atkv. 3 fulltr. Framsóknarflökkur 43 atkv. 1 ftr. Sjálfstæðisflokkur 155 atkv. 3 ftr. Suðureyri. Alþýðuflokkur 61 atkv. 1 fulltr. Framsóknarflokkur 69 atkv. 2 ftr. Sjálfstæðisflokkur 70 atkv. 2 tfr. 1 ýmsum öðrum kauptúnum voru ekki flokksframboð heldur listar ,,óháðra“ o. s. frv. og ekki gott að átta sig á hvaða pólitískar línur liggja þar á bak við. Bridgekeppni í fyrsta flokki hefst næstkomatidi þriðjudagskvöld 5. febrúar, kl. 8 e. h. á Gildaskála KEA. Keppendur eru beðnir að snúa sér til formanns um upplýsingar við- víkjandi keppninni fyrir Jrann tíma. Meðlimir B. A., Joeir, er greitt hafa árgjöld hafa ókeypis aðgang. Að- gangur seldur utanfélagsmönnum eftir Jtví, sem við verður komið. Stjórn og keppnisnefnd B. A. 1 /ííííí ItlliÍIIIIIIISIIIIIIIIlllllllllfltllllllllllllllllltltllllllllllltllllllllllSlllllllliailSIICIIISIflllllllltlltlllllltltllltllllllllllllBIAIIIIICIIIIi ■ iiniia^ GÚMMÍ til að líma ofan á stígvél, höfum við nýlega fengið. Sendum gegn póstkröfu. Skóbúð KEA j : imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiii,,; •II KOSNINGIN Á AKUREYRI (Framhald af 1. síðu). Varamenn: Jón Ingimarsson 703 19/22. Tryggvi Emilsson 671 5/22. D-listi. Aðalmenn: 1. Svavar Guðmundsson 722 19/22. 2. Jón G. Sólnes 710 12/22. 3. Indriði Helgason 710 10/22. Varamenn: Helgi Pálsson 703. Guðm. Guðmundsson 641 4/22. DAGUR fæst keyptur í Veril. Baldurshaga, Bókabúð Akureyrar Bókaverzl. Eddu og Verzl. Hrísey skilið eftir í Skódeild KEA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.