Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 14. febrúar 1946
DAGUR
3
Kommúnistar segja Sjálfstœðismenn „landráðahyski" sem
æfli að svikja „nýsköpunina"og selja landið Bandarikjunum
þeirra við Breta, — og þeir vita
Ofriðvænlegt á stjórnarheimilinu eftir að sósíaiútaflokkimnn er ein að-
kosningarnar
Hvaða flokkur yfirgefur fyrst hið sökkvandi
skip stjórnarsamstarfsins og fjárglæfranna?
Landsmönnum er kunnugt hvernig sambúðin var á
stjórnarheimilinu fyrir kosningarnar. Morgunbl. lýsti
því dag eftir dag hvernig kommúnistar væru viljalaus
verkfæri í hendi erlendra vaklhafa, forystumenn þeirra
hæfileikasnauðir braskarar, sem í engu máli væri treyst-
andi og allur flokkurinn gegnsýrður af taumlausri
einræðishneigð og valdagræðgi.
Kommúnistar gáfu að sínu leyti
ófagra lýsingu á peningalýðnum
í Sjálfstæðisflokknum, sem sæti
á svikráðum við frelsi þjóðarinn-
ar, féfletti alþýðuna o. s. frv.
Flestir líta á þetta sem mark-
lausan kosningaþyt, því að í rík-
isstjórninni sjálfri var allt kyrrt
á yfirborðinu. En nú bendir
margt til þess að til tíðinda dragi.
Eftir kosningarnar er sízt frið-
vænlegra á stjórnarheimilinu. —
Verður ekki annað séð af skrif-
um „Þjóðviljans" en að flokk-
urinn sé að undirbúa samvinnu-
slit í ríkisstjórninni og upphaf
harðvítugrar baráttu gegn Sjálf-
stæðisflokknum fyrir að sitja á
svikráðunf við sjálfa „nýsköpun-
ina“ og svo auðvitað sjálfstæði
lands og þjóðar.
í grein, sem tekur mestan
hluta forsíðunnar í blaðinu 2. þ.
m., segir undir fimm dálka fyrir-
sögn, að „afturhaldið sé farið að
sýna tennurnar og heimti slit
stjórnarsamvinnunnar og ný-
sköpunina drepna!“
Síðan segir blaðið:
„Afturhaldið var ekki lengi að
kasta grímunni eftir kosningarn-
ar og sýna hver tilgangur þess
var með níðinu í kosningabar-
áttunni um Sósíalistaflokkinn og
sérstaklega um Sovétríkin.
Heildsalablaðið Vísir krefst
þess í nafni 11000 kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins að stjórnarsam-
vinnunni sé tafarlaust slitið og
þar með nýsköpunin eyðilögð og
árás hafin á alþýðu landsins. Og
lætur blaðið nú allófriðlega og
kveður menn ekki rnúnu una
því í Sjálfstæðisflokknum, ef ekki
sé nú tafarlaust látið að kröfum
þessum. Fyrirskipar blaðið Al-
þýðuflokknum að fara tafarlaust
úr ríkisstjórninni og gerir það
svo röggsamlega sem húsbóndi
væri að skipa lntndi að snauta út.
— Það er eftir að sjá hvort hann
hlýðir.
Það er engum blöðum um það
að fletta hvað hér er að gerast:
I-Íeildsalahyskið — sem ekki
hefir látið sér nægja að arðræna
þjóðina vægðarlaust undanfarin
ár, heldur hefir stolið af henni
þar að auki, — hyggst nú að hefja
allsherjar árás á lífskjör fólksins
og stöðva nýsköpunina, sem þet-ta
liyski hatar eins og pestina. Þessi
forríka, he iínska*gróðasté11 hefir
að dænii annarra lélegra yfir-
stétta ofmtetnast nú svo af varn-
arsigri sínum, að hún hyggur
stundina kornna til þessaðbrjóta
verkalýðshreyfinguna á bak aft-
ur í eitt skipti fyrir öll, — eins og
Vísir hefir heimtað undanfarið.
Þessir huglausu vesalingar, sem
voru nteð hjartað í buxunum og
kölluðu upp þremur dögum
fyrir kosningar: — „Úrslitin geta
oltið á einu atkvæði“, — hafa nú
drukkið í sig kjark hýenunnar,
— en aðgæta jrað bara ekki að
Jteir eru ekki staddir í neinunt
val, heldur gagnvart harðsnúnu
liði: verklýðsstétt Jressa lands.
Nú sést það gegn hverju var
stefnt með sovétníðinu og lát-
lausum lygum fasistalýðsins við
Vísi og Morgunblaðið unt Sósíal-
istaflokkinn.
Það var stelnt gegn stjórnar-
samstarfinu, nýsköpuninni, hinu
markvissa starfi að bættum kjör-
um alþýðunnar.
Hver lýgi Morgunblaðsins og
Vísis um Sovétríkin var rýtingur,
rekinn í markvisst endurbóta-
starf Jrjóðliollustu kraftanna á
íslandi.
Hvert ókvæðisorð um Sósíal-
istaflokkinn var ætlað til þess að
rífa stein úr þeim grunni, sem
stjórnarsamstarfið og nýsköpun-
in byggist á.
Og hver er tilgangur Jressara
þokkapilta, sem þarna eru að
verki, — afdankaðra nazista-
agenta, sem ekki geta þjónað
Hitler lengur, af því völd nazism-
ans eru Jrrotin?
Tilgangurinn er auðsær:
Landráðalýðurinn við Vísi og
Morgunblaðið, sem alltaf hefir
verið reiðubúinn til J>ess að sel ja
landið J>ví stórveldi, sem hann í
svipinn hefir bezt treyst til J>ess
að níðast á íslenzkri aljtýðu, vill
nú frjálsar hendur til að geta
svikið ísland í hendur Banda-
ríkjanna.
Og hann heldur að tírninn sé
kominn, fyrst íhaldið beið ekki
algeran ósigur f bæjarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík:
Þessi heildsalalýður hatar Sós-
íalistaflokkinn af því hann hefir
alhindranin gegn því að land-
ráðafyrirætlanir }>eirra um að
svíkja ísland í hendur Bandav :kj-
anna geti tekizt.
Þeir usu úr skálum þessa hat-
urs síns fyrir kosningar og J>eir
halda því áfrarn nú, því lygaher-
ferð þeirra var gerð í ákveðnum
tilgangi, sem þeir nú hafa birt:
þeim að eyðileggja stjórnarsam-
starfið og stjórnarstefnuna.
Það er eftirtektarvert að Al-
j>ýðublaðið tekur þegjandi þeirn
fyrirskipunum, sem Vísir gefur
því í gær um að hypja sig úr rík-
isstjórninni. Al]>ýðublaðsklíkan
hefir eins og menn vita alltaf
verið fjandsamleg nýsköpuninni
og ríkisstjórn hennar og dreymir
unj þjóðstjórnarsvívirðinguna,
J>egar J>essi hatursfulli hópur
geti aftur fengið að svala sjúk-
legri lund sinni.
Það er ekki síður eftirtektar-
vert, hve greinilega Morgunblað-
ið samþykkir með áframhald-
andi níði og lygum um Sósíal-
istaflokkinn, þá stefnu, sem Vís-
isafturhaldið nú fyrirskipar. —
Morgunblaðið mótmælir ekki
með einu orði því að kjósendur
Sjálfstæðisflokksins hafi með at-
kvæðum sínum krafist sam-
vinnuslita og J>ess að nýsköpun-
in væri drepin. Það er talandi
tákn J>ess hve ájneifanlega fas-
istaskríllinn, — hinir gömlu
hakakrössmerktu ritstjórar naz-
istamálgagnsi'ns „lslands“, —
hafa tekið forustuna fyrir þessu
heildsalablaði nr. 2.
íslendingar!
Verið á verði!
Peningaskríll Reykjavíkur,
sem hyggst að selja landið Banda-
ríkjunum, lætur nú leigusveina
sína við máltaól sín, Morgun-
blaðið og Vísi, undirbúa land-
ráðin af fullum krafti!
Ef þjóðin ekki tafarlaust tek-
ur í taumana, er nýfengnu frelsi
voru hætta búin.
Ljáið landráðalýðnum ekki
meiri tök en hann J>egar liefir
fengið. . . .“
*
Þetta voru orð „Þjóðviljans"
um samstarfsflokka kommúnista
í ríkisstjórninni. Þeir kunna að
koma orði fyrir sig, piltarnir
þeir.
En hver er svo tilgangurinn
með þessum ofboðslegu skrifum?
í síðasta blaði var greint frá
skoðunum ýmsra Alþýðuflokks-
manna um J>að, að stjórnarsam-
starfið væri á fallandi fæti vegna
J>ess, að stjórnin væri búin að
draga dýrtíðar- og fjármálavand-
ræðin saman í hnút, sem ekki
yrði leystur af núverandi stjórn-
arflokkum. Kommúnistum er
ekki síður kunnugt um þetta en
öðrum stjórnarsinnum. Þeir sjá
fram á að stjórnarsamstarfið
muni rofna innan skamms, blátt
áfram af J>ví, að stjórnin getux
ekki leyst þau vandræði, sem
stjórnarstefnan er búin að koma
þjóðarbúskapnum í. Þeir búast
vítugu flokkabaráttu, sem nú
hefir staðið látlaust — í blöðun-
um — síðan í haust. Kommúnist-
ar eru „praktiskir" menn og ]>eir
gera sínar ráðstafanir í tírna. —
Þeir ætla ekki að taka á sig
ábyrgðina af skipbroti „nýsköp-
unarinnar", heldur ætla J>eir að
græða á því — flokkslega. —
Það á að kenna Sjálfstæðis-
flokknum (o'g Alþýðufl.) um
ófarirnar — hann hefir svikið
„nýsköpunina" og til þess að
tryggja framkvæmd stjórnarsátt-
málans frá því í fyrra, verða kjós-
endurnir því að styðja kommún-
ista! . Þetta er kjarninn í Þjóð-
viljagreininni hér að framan.
Kommúnistar vita að stjórn-
arskútan er að sökkva. Þeir eru
þegar „komnir í bátana“ og bú-
ast til ]>ess að róa lífróður frá
flakinu. Þeir ætla ekki að bjarga
skipbrotsmönnum Sjálfstæðis-
og Alþýðuflokksins, heldur sigla
hraðbyri til lands, kenna sam-
starfsmönnum um lekann og
bjóðast til ]>ess að stjórna nýrri
„nýsköpunarskútu" eftir næstu
kosningar.
Hvað lengi -ætla kjósendur
stjórnarflokkanna að láta flokks-
forsprakkana í Reykjavík hafa
sig að ginningarfíflum?
Húsavíkurbréf
Við hréppsnefndarkosningar
þær, sem hér fóru fram 27. jan.
sl„ komu fram tveir listar.
studdu þrír pólitísku flokkarnir
A-listann, en kommúnistar B-
listann.
Jafnframt fór fram kosning á
einum manni í sýslunefnd og
tveimur í skólanefnd. Úrslit
hreppsnefndarkosninganna urðu
þáu að A-listinn fékk 349 atkv.
og fimm, menn kjörna, J>á Karl
Kristjánsson, Einar J. Reynis,
Ingólf Helgason, Jón Gunnars-
son og Júlíus Havsteen. B-listinn
fékk 202 atkv. og tvo menn
kjörna, þá Ásgeir Kristjánsson
og Þór Pétursson.
Við sýslunefndarkosninguna
fékk A-listinn 330 atkv. og einn
mann kjörinn, Karl Kristjáns-
son. Við skólanefndarkosning-
una fékk A-listinn 330 atkv. og
tvo me'nn kjörna, þá séra Friðrik
A. Friðriksson og Sigurjón Ár-
mannsson. B-listinn fékk 160 at-
kv. og engan niann kjörinn.
Nokkru fyrir kosningarnar
hófust umræður milli allra
flokka um sameiginlegan lista og
eina stefnuskrá, sem hrepps-
nefnd skyldi öll vinna fyrir
næsta kjörtímabil. Samkomulag
náðist stra>omeð tölu fulltrúa frá
liverjum; flokki á listann. Skyldu
kommúnistar hafa þrjá, Fram-
sóknarmenn tvo, Sjálfstæðis-
menn einn og jafnaðarmenn
einn. Um flest virtist gott sam-
konnilag, og útlil fyrir að engar
kosningar færu hér fram.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís.
Á síðustu stundu rufu konnn-
únistar J>etta samkomulag og
báru fram sinn lista. Má vel vera
að }>eir hafi aldrei meint neitt
með þessu, en gengið bara til
]>essara samninga á refaklóm.
Daginn fyrir kosningarnar
létu kommúnistar blað sitt
„Þingey“ koma út og gáfu hverj-
um sem hafa vildi. Af yfirlögðu
ráði var blaðið láta koma svona
seint til kjósendanna, svo að eng-
inn gæti borið hönd fyrir höfuð
sér, hvað þungum sökum sem
hann væri þar borinn.
Minnir þessi aðferð komrnún-
istanna hér vel á vinnubrögð
kvenkápubraskarans frá Siglu-
lirði, J>egar liann notaði ræðu-
tímja sinn í útvarpinu sl. haust til
að ráðast með svívirðingum á
menn sem enga aðstöðu höfðu
til að svara þar fyrir sig.
Blað þetta, sem kommúnistar
báru hér út og gáfu laugardag-
inn 26. jan. var hvort tveggja í
senn ógeðslegt áróðursplagg og
eitt stórt neyðaróp til kjósend-
anna að duga nú vel á morgun.
Og allstór hópur kjósenda fór og
kaus eins og „Þingey“ sagði fyrir.
Úrslit kosninganna hér kom
öllum á óvart. Kommúnistar
töldu sér meirihlutann vísan, en
allir hugsandi menn töldu aftur
á móti að A-listinn mundi fá 4
menn en B-listinn 3. Sennilega
hefir þetta blað af „Þingey“ átt
drjúgan ]>átt í }>ví að gera sigur
A-listans jafn glæsilegan og raun
varð á.
Á mánudagsmorguninn 28.
jan., þegar landssíminn var opn-
aður, barst A-listanum í Húsavík
eftirfarandi símskeyti frá merk-
uin bónda: „Hryntu heimsvanda
hetjur slyngar. Njótið heilir
handa, Húsvíkingar!"
1. febrúar 1946.
Sjónaukar
Skipsklukkur
Skriðmælar (logq)
og margt fleira
til skipa
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild.
XH><H!H!H!H!H!H!H><HJHÍHIH!HÍH><H!H!H3<H!H!HCH
CHKB>mH><H><H><HKH><HKHKH><H><H>mKHS<HS<H><HKHKH><B><H><H><H!HK«HWH:
Húsmæðraskóli Akureyrar
áður fyrr aflijúpað- þjónustu ,því við áframhaldi þeirrar harð-
heldur skemmtikvöld að Flótel Norðurland sunnudag-
inn 17. }>. m„ kl. 8.30 e. h„ til ágóða fyrir ferðasjóð
skólans. — Aðgöngumiðar seldir á staðnum sama dag,
frá kl. 3—5 e. h. og við innganginn.
KKHK1<HKHKHKBKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKH3<HKHKHKHKHKHKHS<HKK