Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 1
10 SÍÐUR S.I.S. kaupir 2100 smálesta nýtízku llutningaskip trá Italíu HIÐ NÝJA SKIP SA MVINNUFÉLAGANNA r Gunnar Larsen framkvæmdastjóri Á morgun er Gunnar Larsen boriim til moldar. Við vorum jafnaldrar og hittumst fyrst fyrir tæp- urn fjörutíu áruin, þá báðir smádrengir. Við vor- um leikbræður á Akureyri og fór vel á með okk- ur. Síðar skildust Ieiðir um stund. Hann fluttist til ísafjarðar og síðan tif Noregs, lands föður hans. Þar fékk hann menntun sína. Þar vann hann sig áfram hjá útgerðarfélagi upp í það að verða skrifstofustjóri og aðaltrúnaðarmaður fyrir- tækisins. Þegar kreppti að þessari útgerð, eins og svo margri annarri, eftir stríðsárín, var Gunnar sá starfsmaðurinn, sem lengst stóð við hlið aldraðra eigenda. En að lokum kom að því, að ekki var þörf ncuma starfsmanna þar. Þá leitaði Gunnar aftur til íslands. Hann kom í þjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga árið 1929 og starfaði þar siðan. Um 10 ára skeið vorum við þar samstarfs- menn. Þann tíma lærði ég að meta hjá honum góða kosti hins fullvaxna manns. Gunnar Larsen var fáskiptinn og dagfarsprúður. Hann var drengur góður, trygglyndur, ærukær og samvizkusamur. Hver, sem kynntist honum, fékk á honum traust. Hann var afbragðs starfsmaður og svo mikill að afköstum, ár- vekni og áhuga, að fáa hefi ég þekkt honum fremri. Fyrir meira en þremur mánuðum tókst hann á hendur langa ferð' og vanda- sama fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga. Hann rak erindi sín nú, eins og alltaf áður, með skyldurækni, kostgæfni og ágætum árangri. En þegar þessi ferð var rétt á enda, kom dauðinn skyndilega og kvaddi hann á brott. Samstarfsmcnn og vinir sakna hans. Fyrir trygglyndi, samstarf og vináttu flyt ég þakkir. Og sárt finn ég til með syrgjandi ckkju hans og ungum bömum, öldruðum foreldrum og öðrum ættmennum. En huggun sé það öllum, að Gunnar lifir þótt hann dæi og mun „meira að starfa Guðs um geim“. Vilhjálntur Þór. * r Arsþing Iþróttabandalags Akureyrar: ÍÞRÓTTAMENN VILJA REISA SKÍÐA HÓTEL í SNÆHÓLUM r Þátttaka í Islandsmóti í knattspyrnu fyrirhuguð Líklegt að Sjálfstæðis- flokkurinn gangi klof- inn til kosninga í Rvik Dagbiaðið „Vísir“ birti þá Eregn sl. mánudag, að í undir- búningi væri að stofna félag „óháðra Sjálfstæðismanna" í Reykjavík. Almennt er þetta talin vísbending um, að óá- nægðir Sjálfstæðismenn, sem fylgja „Vísir“ að málum, og eru andvígir stjómarsamstarf- inu við kommúnista, muni ætla að bjóða fram sérstakan lista í Reykjavík við Alþingis- kosningamar í sumar, ef ekki fæst tekið tillit til vilja þessa hluta flokksins við framboðið. Frekai' ósennilegt er talið, að slakað verði til af hálfu miðstjórnarinnar, svo að sam- komulag náist og er því líkleg- ast, að flokkurinn gangi klof- inn til kosninganna í sumar. Fyrsti stóri Svíþjóðar- báturinn kemur til Norðurlandsins Nýlega er kominn hingað frá Svíþjóð mótorskipið Andey, og er það fyrsti, stóri Svíþjóðarbát- urinn, sem kemur hingað til Norðurlandsins. Eigendur eru þeir Hreinn Pálsson, útgerðar- maður frá Hrísey, Haraldur Thorlacius skipstjóri og Einar M.' Þorvaldsson, útgm., Hrísey. Komu Hreinn og Haraldur með bátinn heim. Samkvæmt upplýsingum, sem sænska blaðið Kurieren birti 17. f. m., er bátur- inn byggður í Studseröd, 105 tonn að stærð, knúður 215 hest- afla Atlasdieselvél. Báturinn mun lesta um 90 tonn af ísfiski. Hann er búinn öllum nýjustu tækjum og mjög til hans vandað í hvívetna. Báturinn mun kosta fullbúinn um 330 þús. sænskar kr. Ráðgert er að hann hefji fisk- ílutninga nú þegar, en stundi síldveiðar í sumar. Óvenjumikið um skipaferðir Þrjú skip hafa verið hér und- anfarna daga, á vegum Eimskipa- félagsins og Ríkisskips. Er þetta einsdæmi nú í seinni tíð og bend- ír vonandi til þess, að ráðamenn siglinganha hafi í huga réttmæt- ar kröfur um greiðar samgöng- ur í framtíðinni. Þá hafa erlend flutningaskip affermt sement og fleira undanfarna daga. Brezki skákmeistarinn kemur hingað um helgina Brezki skákmeistarinn Mr. B. H. Wood, sem þreytt hefir fjöl- skák við Reykvíkinga áð undan- förnu, mun koma hingað norður um helgina og væntanlega tefla hér f jölskák á vegum Skákfélags Akureyrar. Verður tilhögun og tími auglýstur nánar síðar í út- varpi. Mr. B. H. Wood er ritstjóri brezka skákblaðsins Chess og kunnur meistari í heimalandi sínu. Ársþing íþróttabandalags Ak- ureyrar var háð hér í bænum á tímabilinu 17. apríl til 2. maí. Þingið sátu 28 fulltrúar frá íþróttafélögum bæjarins. Þingið gerði ýrnsar ályktanir um íþrótta- mál og málefni íþróttamanna. — Þessi mál vekja mesta athygli: Skíðahótel. íþróttamenn hafa áhuga fyrir að koma upp skíðahóteli í Snæ- hólum á Glerárdal. Aðstaða til skíðaiðkana þar er með ágætum, fjarlægð frá bænum hæfileg og landslag sérkennilegt og fagurt. Nefnd hefir starfað í málinu að undanförnu. Gerði hún tillögu til ársþingsins í þá átt, að íþrótta- félögin reistu sameiginle^a skíða- hótel, sem væri sjálfseignarstofn- un. Jafnframt yrði undirbúin bygging skíðadráttarbrautar í hólunum. Ársþingið taldi heppi- legt, að félögin stæðu sameigin- (Framhald á 8. síðu). Myndin er aí hinu nýja skipi Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, eins og það verður full- búið. Skipið verður tilbúið til flutninga í júlí. Sjá grein hér á síðunrú. Sýning íslenzkra listaverka í Osló Hinn 8. júní næstk. hefst lista- verkasýning fyrir Norðurlönd í Oslo. íslendingum var boðin þátttaka og ákváðu listamenn hér að þiggja boðið. Þar til kjör- in nefnd þeirra hefir nú valið verk á sýninguna eftir 17 íslenzka listamenn. Það mun vekja at- hygli hér nyrðra, að Örlygur Sig- urðsson mun eiga myndir á sýn- ingu þessari. Framboð ákveðin Framboð af hálfu Framsóknar- flokksins í Barðastrandasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, hafa ný- lega verið ákveðin. Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði, verður í kjöri í Barðastrandasýslu, en Hilmar Stefánsson, bankastjóri, í Vestur- Skaftafellssýslu. Ungur Norðlendingur í heimsfrægri hljómsveit Ungur Norðlendingur, Egill Jónsson frá Húsavík, er um þess- ar mundir þátttakandi í hljóm- leikaför um England, sem hljóð- færaleikari í hinni heimsfrægu Halle-symphony hljómsv. í Man- chester, er Sir Thomas Beecham stjórnar. Egill hefir stundað nám í klarinet-leik við tónlistarskól- ann í Manchester sl. sex mánuði. Vegna forfalla klarinet-leikara í Halle-hljómsveitinni, sneri hljómsveitarstjórinn sér til skól- ans og bað um að efnilegur nem- (Framhald á 8. slðu). Skipið er hlaupið af stokk- unum fyrir nokkru Verður fullhúið í júlí n.k. Kunnugt er nú orðið, að Samband ísl. samvinnufé- laga hefir- gengið frá samn- ingum um kaup á 2100 smál. nýtízku dieselskipi í Genúa á ítalíu. Skipið er nýtt, rétt hlaupið af stokk- unum og verður fullbúið til flutninga í júlí. Gunnar heitinn Larsen framkv.stj., samdi um þessi kaup í för sinni til ítalíu í aprílmán- uði. Þetta eru aðalatriðin í fréttatilkynningu frá Sam- bandinu, sem blaðinu barst í gær. Sambandið skýrir svo frá: „Samband ísl. samvinnufélaga hefir alllengi ráðgert að fá keypt, eða smíðað, flutningaskip, til þess fyrst og fremst að flytja vör- ur samvinnufélaganna beint milli útlanda og þeirra hafna, sem Sambandsfélögin starfa við. Var í þessu augnamiði stofnað til sjóðsmyndunar fyrir nokkr- um árum, en eigi var hægt að hefjast handa, meðan styrjöldin stóð. Á öndverðu þessu ári var ákveðið að leita eftir möguleik- um um kaup, eða byggingu, nýs skips. Var Gunnar Larsen, fram- kvæmdastjóri útgerðardeildar Kaupfélags Eyfirðinga fenginn til þess að fara utan, í þessum er- indum. 1 byrjun apríl gerði hann samning, fyrir hönd Sambands- ins, við ítalskt skipabyggingarfé- lag um kaup á skipi, sem það hafði í smíðum. Skip þetta er: 83,60 mtr. á lengd, 12,30 mtr. á breidd, ca. 2,100 smál. að stærð og 3,000 m3 að rúmmáli. Skipið verður með 1.200 H.K. Ansaldo-Fiat-dieselvél og á að gánga 12 mílur fullhlaðið. Skipið er byggt úr stáli og skal öll vinna vera svo, að fullnægi hörðustu kröfum beztu flokkun- arfélaga. Allur búnaður þess verður hinn vandaðasti. Skipinu er fyrir nokkru hleypt af stokkunum, og er byrjað að koma vél þess fyrir í því. Það skal vera fullbúið og afhent í lok júlí- mánaðar næstkomandi." Með þessum aðgerðum hefst nýtt tímabil í framkvæmdasögu (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.