Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 10

Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 10
10 DAGUR Fimmtudagur 9. maí 1946 % Barnaskólanum slítið 703 börn stunduðu nám þar í vetur Barnaskólanum á Akureyri var slitið 4. maí sl. að viðstödd- um tveimur elztu árgöngum barnanna, kennurum og fjölda foreldra. Flutti skófastjóri við það tækifæri yfírlitsskýrslu um störf skólans á skólaárinu og margs konar athuganir í sami bandi við það og var þeirn hluta ræðu hans einkum beint til for- eldra og annarra aðstandenda barna í bænum. í skólann settust 703 börn á sl. hausti, og voru af því 118 nýnem- ar. Frá námi og prófi nú forföll- uðust 18 börn, en 3 fluttu burtu á skólaárinu. Undanþágu frá námi fengu 4 börir. Ársprófi luku nú 570 börn, en fullnaðar- prófi með lögmætum aldri 90 börn og 14 með aldursleyfi. Hæsta einkunn í fullnaðarpróf- inu var 9,44. Burtfararskírteini fengu 2 börn, og kom annað þeirra aðvífandi rétt fyrir prófið. 18 fullnaðarprófsbörn eiga eftir að ljúka sundprófi, en 12 börn hafa vottorð frá lækni um, að þau megi ekki synda. Matreiðslunám í skólanum hafa stundað 95 stúlkur úr 6. og 7. bekk, og luku 51 þeirra prófi. Skólinn á nú 140 lesbóka- flokka með 5800 bindum alls, og lesstofusafnið á um 400 bindi bóka, og vantar alveg húsrúm til þess að þessi söfn komi að þeim notum, sem ætlað er. Sþarisjóðsstarfsemi skólans hef- ir mikið dregist saman í peninga- flóði síðustu ára. Áður spöruðu börnin og söfnuðu talsverðri upphæð til fermingaráksins, er oft virtist koma sér vel, en af uppeldislegum ástæðum var þessi starfsemi hafin fyrir 14 ár- um. Taldi skólastjóri líklegt að síðar myndi koma í ljós, að ekki væri rétt að leggja slíka viðleitni niður, þótt hún hefði lítinn byr í bráðina. Lýsi hafa öll börn fengið, sem vildu og eyddust um 280 lítrar. Fengu þau með lýsinu hráar gul- rófur og að síðustu rúgbrauð, er rófurnar þrutu, því að mjólk fékkst ekki vegna pélaflöskuleys- is. Skýrslur lækna og hjúkrunar- konu sýna að heilsufar í skólan- um var í meðallagi yfirleitt. Tannskemmdirnar eru alvarleg- asti þáttur þessara skýrslna. Með óvirka berkla reyndust 9 börn, og einu þeirra varð að banna nám. Óþrifakvilla höfðu 52 börn í haust, en 25 í vor, kokeitlaauka 70 börn og sjóngalla 38. Ekkert barn dáið. Handiðjusýningu hafði skólinn 1. maí, og sýndi hún að börnin vinna geysimikið af alls konar munum, og sauma og prjóna margvíslega hluti og flíkur. Skólinn lagði í vetur sérstaka rækt við að útskýra umferðaregl- ur og aðra framkomtt á almanna- færi fyrir börnunum. Kristilegt starf í sunnudaga- skólaformi höfðu nokkrir kenn- arar með allmörgum deildunr skólans undir stjórn skólastjór- ans. Voru samkomur annan hvorn sunnudag frá því í nóvem- ber til marzloka. Inn í skólann voru nú skráð 102 börn, en nokkur ókomin. Að lokinm skýrslu um skóla- haldið og ávarpi til aðstandenda barnanna flutti skólastjóri kveðjuorð til hinna brautsFráðu barna. Nefndi hann þau börn allsnægtanna og benti þeim á þá miklu hamingju, er það gæti haft í för með sér, en jafnframt þá hættu, er í því felst. Fundirnir í Þingeyjar- sýslu Undanfarna dága liafa alþing- ismennirnir EySteinn Jónsson og Jónas Jónsson mætt á flokks- fundum Framsóknarmanna í Suður-Þingeyjarsýslu og rætt um ágreiningsmál, sem uppi eru meðal flokksinanna þar. Fund- irnir voru að Skógum í Fnjóska- dal, Laugum og Húsavík. Auk jress hafði Eysteinn Jónsson fund í Höfðahverfi. Fundirnir voru allir mjög fjölsóttir og fóru vel fram. Auk alþingismannanna og Steingríms Steinþórssonar, bún- aðarmálastjóra, sem rnætti á sum- um fundanna, töluðu margir innanhéraðsmenn. Andstæðingar Framsóknar- manna breiða nú út alls konar sögur um fundina. M. a. segir Alþýðumaðurinn í fyrradag, að „legið hafi við róstum“. Þessi söguburður blaðsins er ósannur með öllu og svo er um fleiri sög- ur af svipuðum toga, sem breidd- ar eru út meðal almennings víða um landið. Jarðræktarfél. Akureyrar minnist 50 ára afmælis Jarðræktarfélag Akureyrar varð hálfrar aldar gamalt sl. sunnu- dag, svo sem greint var frá í síð- asta blaði. Afmælisins var minnst með hófi að Hótel KEA. Aðeins einn stofnendanna lifði afmælið. Var það Ólafur Jónatansson, járnsmíðameistari, og var hann heiðursgestur félagsins í afmæl- ishófinu. Stjórn félagsins skipa,: Ármann Dalmannsson. Þor- steinn Davíðsson og Jón G. Guð- mann. Garðleigjendur hjá Akureyrarbæ! Ný garðlönd í Kotárgörðum verða afhent mánudaginn 13. maí kl. 5—7 e. h. Þeir garðleigjendur, sem eiga lnisdýraáburð í hlössum, í görð- unum á Oddeyri, ættu að hreyta honum sem fyrst, því að plægt verður þar næstu daga. F. h. ræktunarráðunauts. f 0 f Bjarni J. Finnbogason, Til viðtals í Skipagötu 1, kl. 1—2, sími 497. Til athugunar Líkur éru til að jarðepli gangi til þurrðar mjög bráðlega. Viðskiptamenn vorir ættu því að birgja sig eftir því sem ástæður leyfa. Höfum nú bæði úrvals- og fyrsta flokks jarðepli. Sendum út um land ef óskað er. Kjötbúð KEA KhkbkhkbkhkhkhkbkhkhkhKhkhkhkhkhkhkhkhkhkbkhkhkbkhkh; fil framleiðenda á félagssvæði KEA Veitum eigi móttöku eggjum, smjöri né kjöti á laugardögum. KjötbúÖ . Jí ú j n t n Fimratudagskvöld kl. 9: Líkn með þraut Föstudagskvöld kl. 9: Bófaborgin í síðasta sinn Laugardaginn kl. 6: Tarzan og skjaldmeyjarnar Laugardaginn kl. 9: Innrásin á Guadalcanal í síðasta sinn Sunnudaginn kl. 3 og 5: Tarzan og skjaldmeyjarnar Sunnudagskvöidið kl. 9: Stríðsfangar 1 Síðasta sinn Góð harmonika til sölu. Upplýs. hjá KARLI ADOLFSSYNI, Krabbastíg 4, eftir kl. 6 á daginn. Sokkaviðgerðarvél til sölu. Afgr. vís,tr á. Bókaskápar til sölu. Stór, vandaður eikarspón- lagður skápur, 10 mtr. hillu- lengd. Lokaðir undirskápar. Stór * hornskápur úr íuru. 10 mtr. hillulengd. Afgr. vtísar á. AÐALFUNDUR HÚSMÆÐRASKÓLAFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn að Hótel Akureyri mánudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Oólfteppi 3,75x2,80, nýtt, til sölu. Upplýsingar í Kaffibrennslu Akureyrar. 8TULKU vantar okkur á Polyfotostof- una. — Framtíðaratvinna. JÓN & ^IGFÚS. Bíll til sölu Chervrolet-vörubifreið 2'/2 tonn, ntodel 1941, í ágætu standi, til sölu nú þegar. Uppl. í benzínafgr. KEA. DAGUR Höfurn fengið fóðurvörur frá Mjólkurfélaginu KÚAFÓÐURBLÖNDU IIESTAFÓÐURBLÖNDU HÆNSNAFÓÐUR, margar teg. Tryggið yður Jieáar viður- kendu fóðurvörur sem fyrst. PÖNTUNARFÉLAG VERK ALÝÐSIN S, Akureyri. PÍANÓ til sölu og sýnis í húsgagna- vinnustofu Þórðar A. Jóhannssonar &: Co. í kvöld og annað kvöld milli kl. 8 og 9. Súkkulaði, í kössum, 1 kg., Yz kg. og kg. — Mikið úrval af sælgæti í pokum. GUÐRÚN FUNCH RASMUSSEN. Auglýsing Það tilkynnist hér með að strangt bann er lagt við því, að flytja inn í Saurbæjarhrepp — án samþykkis dýralæknis og hreppsnefndar — kýr, eða ann- an búfénað, úr þeim sveitum sem garnaveiki hefur geysað, eða grunur leikur á, að hún geti verið komin til. HREPPSN EFN D SAURBÆJARHREPPS fæst keyptur í Verzl. Baldursbaga, Bókabúð Akureyrar Bókaverzl. Eddu og Verzl. Hrísey Friðun bæjarlandsins. Talsvert hef- ir éorið á þvx undanfarið, að skot- menn úr bílum hafi rofið friðun bæj- arlandsins, sérstaklega í nágrenni Eyjafjarðarár, meðfram veginum. — Endur voru farnar að setjast að við ána og kílana, en eru nú fældar burt. Auk þess að vera brot á bæjarreglu- gerðinni, er þessi hernaður brot á landslöéum, því að andategundir þær, sem þarna hafast við, eru alfriðaðar frá 15. apríl ár hvert. — Bæjarmenn ættu að taka höndum saman til þess að halda friðuninni í heiðri og kæra umsvifalaust þá, sem staðnir eru að verki. Hafa ýmsir sjálfboðaliðar þeg- ar lofað að hafa eftirlit með þessu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.