Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. maí 1946
D AGUR
i
5
P arísarfundurinn
Samkvæmt opinberum tilkynningum, er það verkefni ráðstefnu
utanríkisráðherranna í París, að undirbúa friðarsamninga í milli
Bretlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands annars vegar
og Ítalíu, Finnlands, Rúmeníu og Búlgaríu hins vegar. Sjaldan
hafa diplomatiskar starfsaðferðir verið fjarlægari hinum pólitísku
raunveruleika, en í þetta sinn. Djúpið, sem utanríkisráðherrárnir
verða að brúa, liggur ekki í milli þessara fyrrverandi stuðningsríkja
Þýzkalands og Bandamanna, heldur í milli Vesturveldanna og
Rússlands.
Rúmenía og Búlgaría hafa nú um skeið verið leppríki Rússa;
Ungverjaland þokast í sömu áttina, en Ítalía, aftur á móti, er de
facto meðlimur hins vestræna þjóðasamfélags.
Menn verða að hafa þessar staðréyndir í huga til þess að átta sig
á hinum raunverulegu deiluefnum á Parísarfundinum. Deilan um
Trieste er raunverulega ekki um manntals-skýrslur ítala og Júgó-
slafa á hinu umdeilda svæði, eða „sögulegan rétt“ þessara þjóða til
þrætueplisins, heldur er kjarni málsins þessi: Á aðalhöfn Mið-Ev-
rópu að tilheyra hinum vestræna eða austræna heimi? Krafa Rússa
um umþoðsstjórn í Tripolitaníu er ekki nema að litlu leyti sprott-
in af hinum lítilfjörlega þætti Ítalíu í árás Þjóðverja á Sovétríkin,
heldur grundvallast hún af ósk Rússa um að fá bækistöðvar við
hinar þýðingarmiklu»samgönguleiðir brezka heimsveldisins. Sömu-
leiðis þýðir krafa Rússar um stórkostlegar skaðabætur „frá Ítalíu"
raunverulega, þegar búið er að leggja hana út á tungumál stað-
reyndanna, yfirfærslu mikilla fjárhæða til Rússlands frá Bretlandi
og Bandaríkjunum. Þegar litið er á hina hlið málsins, kemur í ljós,
að krafa Vesturveldanna um afvopnun Rúméníu, Búlgaríu og
Ungverjalands, lætur í eyrum Rússa eins og krafa um afvopnun
deilda Rauða hersins, og neitun Vesturveldanna að viðurkenna
Búlgaríustjórn — sem leiðir af sér uppörfun fyrir stjórnararidstöð-
una þar í landi — mun að líkindum líta út, í augum Rússa, sem að-
stoð við óánægjuöflin innan einhvers alrússnesks héraðs.
Undirrót þeirrar kyrrstöðu, sem nú virðist ríkja á Parísarfundin-
um er, að raunverulegur sérfriður er ríkjandi í milli Rússa og
Balkanríkjanna þrxggja, annars vegar, en í milli Vesturveldanna og
ítalíu, hins vegar. Öll hin fjölmörgu umræðuefni og spurningar,
sem eru á dagskrá utanríkisráðherranna, eru í rauninni aðeins ein,
stór spurning um það, hvort stórveldin geta viðurkennt staðreynd-
irnar með vinsemd og manndómi eða ekki.
Því að þau komast ekki hjá að viðuikenna þær. Ekkert þeirra
hefir aðstöðu eða tækifæri til þess að breyta orðnum hlut að þessu
leyti. Þegar Rússar biðja um Tripolitaníu og Bretar og Bandaríkja-
menn um fiælsi til handa stjórnarandstöðunni í Búlgaríu, þá eru
báðir að seilast til tunglsins. Hvorug krafan getur raskað ríkjandi
staðreyndum um hársbreidd. Ef samningar takast í París, verða þeir
augsýnilega aíf grundvallast á sameiginlegu samþykki á ríkjandi
ástandi. Vera kann, að einhverjar umbúðir fylgi, en í heild sinni
hljóta samningarnir að verða þefr, að Vesturveldin samþykki skil-
mála Rússa gagnvart þjóðunum í Austur-Evrópu, en Rússar sam-
þykki skilmála Vesturveldanna gagnvart Ítalíu. Ef þetta verður svo,
breytir það litlu fyrir viðkomandi ríki. Þau munu halda áfram á
sömu braut og e. t. v. verða staðfastari í rásinni en áður. Aðaljnun-
urinn liggur í sambandinu rnilli Vesturveldanna og Rússlands.
Samkomulagið hlýtur að batna, ef þessi verður útkoman.
En ósamkomulag á Parísarfundinum mundi hins vegar'verða
óheppilegt fyrir hið diplómatiska samband Vesturveldanna og
Rússlands. Það mundi einnig gera almenna friðarráðstefnu óhugs-
andi í bráðina. En að öðru leyti er munurinn í milli samkomulags
og ósamkomulags naumast sjáanlegur. Því að ef ráðstefnan kemst
ekki að samkomulagi hið ytra, halda stórveldin áfram, hvert á sinni
braut, eins og þau mundu hafa gert hvort sem væri. Rússar munu
áfram verða alls ráðandi í Austur-Evrópu og Vesturveldin munu
halda Tripoli og Tripolitaníu og efla samband við Ítalíu. Of
snemmt er hins vegar að spá, hvort sérstakir friðarsamningar
mundu verða gerðir. En með eða án slíkra samninga munu Austur-
Evrópulöndin sveigjast til austurs, en Ítalía til vesturs. Það er
kjarni málsins.
Af þessum ástæðum m. a„ er naumast ástæða til mikillar svart-
sýni, jafnvel þótt ráðstefnan í París fari út um þúfur á yfirborðinu.
Slíkt ósamkomulag m'undi staðfesta ríkjandi ástand alveg jafnt og
samkomulagið, og þótt undarlegt megi virðast, á sama veg.
Líklegt er, að stjórnmálamennirnir sjálfir sjái þetta og eftir hin-
ar óumflýjanlegu kreppur og deiíur í'áði málunum til lykta með
samkomulagi frekar en ósamkomulagi. (Að mestu eftir Observer).
E><$><$><S><S><$><S><$><$><$><S><S><S><$>^
NÝBÝLIÐ HAMRABORG
i bæjarlandi Akureyrar er til sölu og laust til ábúðar í næstu fardögum, e£
viðunandi boð fæst. Stórt, nýtt íbúðarhús úr steini, raflýst og með öllum
þægindum. Tún og brotið land ca. 20 dagsláttur. Góð skilyrði til kartöflu-
ræktar. í kaupunum geta fylgt ca. 100 hestar af töðu, útsæðiskartöflur og
e. t. v. nokkur búsáhöld og skepnur.
Tilboð í eignina óskast fyrir 15. þ. m.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Hamraborg, 6. maí 1946.
Friðjón Ólafsson.
1
Eimskipafélagið
og samgönguvandræðin
Framhald af 3. síðu
ekki nema eðlilegt að það léti
eitt af skipum sínum fara þang-
að. . . .“. Dagur leyfir sér að
benda framkvæmdastjóranum á
þá staðreynd, að Eimskipafélagið
hélt líka uppi reglubundnum
siglingum til hafna úti um land
fyrir stj'rjöldina, og það ástand
ríkir hér jafnan nú orðið, að
„nokkur hundruð smálestir af
vörum“ liggja í Reykjavík, og að
skortur er á þeirn úti um land og
þess vegna brýn nauðsyn að flytja
þær þangað. Þetta á jafnt við um
þær vörur, sem forstjórinn segir
að legið hafi í Antwerpen, eins
og annan nauðsynjavarning. En
munurinn á þessum tveimur
möguleikum til „reglubundinna
ferða“ er hins vegar augljós.
Annars vegar voru verzlanir í
Reykjavík, sem heimtuðu inn-
flutning varnings frá útlöndum,
hins vegar almenningur úti um
land, sem krafðist þess að félagið
sinnti þöifum hans og flytti til
vörur, sem skortur er á og tæki
framleiðsluvörur á maikað. Það
liggur nú fyrir hvoru kallinu
Eimskipafélagið sinnti í þetta
sinn, og er þá að meta það að
verðleikum.
Hver sagði að skipin væm
iðjulaus?
Dagur hefir aldrei haldið því
fram, að skip Eimskipafélagsins
væru iðjulaus í höfnum til lang-
fiama og siglingaskortui'inn væri
af þeim sökum. Hinu hefir blað-
ið haldið fram, qð siglingaleysið
stafaði af því, að Eimskipafélagið
metti flest annað mikilvægara en
halda uppi siglingum til hafna
úti um land. Grein forstjói'ans,
þar - sem hann ræðir um eigin
skip félagsins, sannar þetta. Skip-
in voru, segir hann, fest í öðrum
flutningum, sem taldir voru
mikilvægari. Það er hans dómur.
Óvíst er, að Norðlendingar og
Austfirðingar verði þar að öllu
leyti sammála. Þeir líta svo á, að
siglingar séu lífsnauðsyn, eins og
Eimskipafélaginu er tamt að
auglýsafeigi aðeins fyrir Reykja-
vík, heldur fyrir allt landið. Þar
í liggur megin munurinn.
Skrásetning vörunnar og
umhleðslan.
Foistjórinn telur það ekki í-
valdi Eimskipafélagsins að
breyta umhleðslufyrirkomulag-
inu. Það, eins og annað, er „óvið-
ráðanlegt". Dagur leyfir sér að
vera algjörlega á andstæðri skoð-
un. Umhleðslan er ekki óviðráð-
anlegt fyrii'brigði og það er tví-
mælalaust á valdi Eimskipafé-
lagsins að gera verulegar úrbæt-
ur á því ófiemdarástandi.
Ráðið til þess er að taka upp
reglubundnar siglingar frá út-
löndum með beinni viðkomu á
hafnir úti um land. Það er víst,
að meðan slíkar ferðir eru ekki
teknar upp, verða vörur ekki
skrásettar á hafnir úti um land,
af þeirri einföldu ástæðu, að
skipin eiga þar ekki viðkomu, og
oftast ekki nema eina viðkomu
hér við land — í Reykjavík. Og
varan er skrásett til þeirrrar einu
hafnar á landinu, sem vitað er
með vissu að Eimskipafélagið
siglir til. Það er nokkurn veginn
gefið mál, að ef Eimskipafélagið
ætlar að bíða eftir því, að vörur,
skrásettar á aðrar hafnir en
Reykjavík, hrúgist upp í erlend-
um höfnum, áður en það hefur
reglubundnar siglingar t. d.
hingað til Akureyrar, þá losnum
við aldrei við umhleðslufarganið
og aldrei við siglingaskortinn
fyrir tilverknað Eimskipafélags-
ins. Siglingar eru nauðsyn, og
vörur vei'ða ekki ákvaiðaðar til
flutnings löngu fyrirfram á hafn-
ir sem engra siglinga eiga kost.
Tölurnai', sem framkv.stj. birtir
máli sínu til sönnunar, sanna því
raunverulega ekki annað en það,
sem mai'g oft hefir verið staðhæft
hér í blaðinu, að umhleðslufarg-
anið er komið á það stig, að
Reykjavík hefir í sínum höndum
nær því 100% af innflutnings-
verzlun landsins, miðað við rösk
60% fyrir stríðið. Eimskipafélag-
ið hefir sannarlega ekki verið
gagnslaust fyrir heildveizlanir og
kaupmenn Réykjavíkur til þess
að ná þeirri aðstöðu.
Hefir siglingafræðinni hrakað?
Það er furðulegt hversu tregir
eigendur leiguskipa Eimskipafé-
lagsins eru til þess að leyfa sigl-
ingar á aðrar hafnir en Reykja-
vík og Hafnai'fjörð. „Þeir þekkja
ekki hafnarskilyrði hér á landi“
og „telja hættulegt að sigla hér
krjngum landið að vetrinum
til. . . .“ o. s. fi'v. Þetta virðist
benda til þess að siglingafræð-
inni meðal frænda voria Norð-
manna og fleiri ágætra þjóða,
hafi hrakað, og héldu þó ýmsir
að þar horfði til framfara. Því að
það er alkunna, að fyrir stríðið,
áður en Eimskipafélagið náði
einokunaraðstöðunni um skipa-
leigur, sigldu erlend skip hring-
inn í kringum land, alla mánuði
áisins. Kaupfélag Eyfirðinga
hafði jafnan leiguskip fyrir stríð-
ið og engin tregða var á að fá þau
til þess að sigla á nokkrar beztu
hafnir hér noi'ðan lands og aust-
an. Það sama er upp á teningn-
um nú, eftir að fleirum gefst
kostur á að leigja erlend skip en
Eimskipafélaginu. Þau sigla til
hafna úti urn land. Nú nýlega
hafa tvö erlend skip affermt hér.
Hvað veldur? Skýringin kemur
litlu seinna í grein forstjórans.
Tvö skip, „Horsa" og „Lech“,
hafa leyfi til þess að sigla til
hafna úti um land. Það er af því,
að það er nauðsynlegt til þess að
þau geti lestað frosinn fisk. Það
liggur því fyrir, að hægt er að fá
erlend skip, jafnvel þótt þau séu
á vegurn Eimskipafélagsins, til
þess að korna við á höfnum úti
um land, ef það er nauðsynlegt
og ríkt gengið eftir. Landsmenn,
aðrir en Reykvíkingar, munu á-
reiðanlega telja, að siglingar við
strendur landsins séu nauðsyn-
legar, svo nauðsynlegar, að ekk-
ert ^thafnalíf geti þróazt þar,
nema ]reim sé haldið í viðunandi
horfi. Ríkari nauðsyn er tæpast
til.
Siglingafyi'irkomulag Eim-
skipafélagsins yfirleitt gefur
naumast tilefni til þess að ætla,
að það telji þá nauðsyn svo
mikla. Ef til vill er þav að finna
skýringuna á því, að þessu félagi
Leiðrétting
Þess skal getið, sem gert er.
1 grein minni „Búnaðarmála-
sjóðurinn" í Degi frá 17. apríl sl.
er sú leiðinlega missögn, að Barði
Guðmundsson, þjóðskjalavörð-
ui', hafi setið hjá vfð atkvæða-
greiðslu um Búnaðaisjóðslögin í
neðri deild Alþingis. Þetta er
rangt. Barði Guðmundsson
greiddi atkvæði gegn breyting-
unni, og kann eg honum þökk
fyrir og tek því fúslega aftur um-
mæli mín, í téðri grein, hann
áhrærandi. Ennfremur vil eg
geta þess, að farið hafði fram hjá
mér við atkvæðagreiðsluna í efri
deild, að einn Alþýðuflokksmað-
ur þar, Guðmundur I. Guð-
mundsson, greiddi einnig at-
tvæði gegn breytingunni. Þess
skal getið, sem gert er.
Akureyi'i 6. maí 1946.
Ólafur Jónsson.
Gúmmíbolfar
fyrir börn,
nýkomnir
Verzl. Eyjafjörður h.f.
VIL SELJA
nú þegar tvær kýr, tvo hesta
og árabát.
HJÁLMAR HALLDÓRSSON,
Hallandsnesi.
Nýkomið!
Hrísmjöl
Grahamsmjöl
Púðursykur
vHrökkbrauð
í pökkum, 2 stærðir
Vanilledropar
Kaupfélag Eyfirðinga
N ýlenduvörudeild.
BAHCO
Skiptilyklar
Rörtengur
Prímusar
Ferðaprímusar, chrom.
Mótorlampar
Olíukönnur
Þvingar
Skrúfjárn
o. m. íl.
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild.
gengur öllum öðrum fyrirtækj-
um lakar að fá erlend skip til
þess að koma við á stærri höfn-
um landsins, að því foi'stjórinn
upplýsir nú.