Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 8
8 D A G U R Fimmtudagur 9. maí 1946 tr 1 Úr bæ og byggð I. O. O. F. — 1285108V2 — KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 11 f. h._(60 ára-minning unglingareglunnar á Islandi). Fermingarmessur í MöðruvallakL- prestakalli: Á Bægisá sunnud. 19. maí, á Bakka sunnud. 26. maí, á Möðruvöllum Uppstigningardag, 30. maí, og í Glæsibæ sunnud. 2. júní. Messurnar hefjast allar kl. 1 e. h. og verða með altarisgöngu. Messað verður á Möðruvöllum í Hörgárdal næstkomandi sunnudag, 12. þ. m., kl. 11 f. h. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri heimsækir staðinn og séra Sigurður Guðmúndsson á Grenjaðarstað prédikar. Zíon. Sunnudaginn 12. þ. m.; Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.3 Oe. h. a— Allir vel- komnir. (Ólafur Ólafsson, kristniboði, talar á samkomunni á sunnudaginn kl. 8.30 e. h.). Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hefir verið haldinn hér í bænum þessa viku. Verður væntanlega lokið í kvöld. Brezka skipið RAMAVA losar her þessa dagana 800 lestir af sementi, á vegum SÍS og KEA. Barnastúkurnar á Akureyri minn- ast 60 ára afmælis Unglingareglunnar á íslandi næstkomandi sunnudag, 12. maí, eins og hér segir: Kl. 10 árd. mæta félagar barna- stúknanna og aðrir templarar við Skjaldborg og ganga í hópgöngu um nokkrar götur bæjarins að kirkju. — Kl. 2 síðd. verður hátíðafundur í Ráðhúsi bæjarins. Fundarefni: Stutt ávörp. Leiksýning. Telpnakór syngur. Upplestur. Sýnd kvikmynd frá bama- skóla Akureyrar (Litlu jólin). Skraut- sýning. Þess er eindregið óskað, að sem allra flestir félagar barnastúknanna mæti bæði við skrúðgönguna, guðs- þjónustuna og á hátíðafundinum, svo og aðrir templarar á staðnum — og' mæti stundvíslega. Félagar úr barna- stúkunni Von í Glerárþorpi eru vel- komnir á fundinn. Stúkan Ísafold-F jallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg næstk. þriðjudag, 14. maí, kl. 8.30 síðdegis. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf..— Skýrsla embættismanna. — Mælt með umboðsmanni Stórtemplars, fræðslustjóra, gæzlumanni löggjafar- , starfs og gæzlumanni ungtemplara. — Kosnir fulltrúar á Stórstúkuþing o. fl. Til skemmtunar: Sjónleikurinn Inn- brotsþjófurinn o. fl. Nýir félagar vel- komnir. Félagar fjölmennið. Áheit á Strandarkh^ju: Kr. 10.00 frá N. N. Leiðrétting. í upphafi frásagnar- innar um aðalfund Kf. Þingeyinga, í síðasta tbl., misprentaðist að þetta væri 60. fundurinn, rétt er 65. aðal- fundur félagsins. Tvær nýjar bækur frá Máli og Menningu eru komnar norður. Eru það skáldsagan „Salamöndrustríðið" og 1. hefti Tímaritsins. Félagsmenn vitji bókanna í bókaverzl. Pálma H. Jónssonar. Sextugur verður á morgun Sigurgeir Jónsson, skipasmiður, frá Vík, til heimilis í Fróðasundi 6 hér í bænum. Húsmæðraskólafélaé Akureyrar heldur aðalfund að Hótel Akureyri mánud. 13. þ. m. Verður rætt um heimavist við skólann, flutt skýrsla um starf félagsins sl. ár, og birtir reikningar. Kaffi á staðnum. Knattspyrnu- og handknattleiksæf- ingar íþróttafélagsins Þórs eru að hefjast. Nánar auglýst í blaðinu í dag. Dansskemmtun og hlutavelta verð- ur í þinghúsi Öngulsstaðahrepps, að Þverá, næstk. laugardagskvöld, að til- hlutun Kvenfél. Aldan. Hefst kl. 9.30 e. h. Veitingar.__________________ VIL SELJA FÓLKSBIFREIÐINA A-33, Studebaker ’36. Bifreiðin er í ágætu lagi, með nýupp- gerðri vél. Upplýsingar gefur STEINÞÓR HELGASON, Sími 253. Ársþing íþróttabandalags Akureyrar. (Framhald af 1. síðu). lega að málinu, en frestaði ákvörðun og kaus nefnd til frek- ari athugana á málinu. í henni eiga sæti þessir menn: Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari, Hermann Stefánsson, íþrótta- kennari og Ármann Dalmanns- son, form. IBA. íþróttamót. Gerð var áætlun um íþrótta- mót hér í sumar. Þessi verða helzt: 25. maí: Knattspyrnumót 3. fl. og 1. fl. 6.-7. júní: Afmælis- mót Þórs. 10. júní: Hvítasunnu- hlaup. 16. júní: Meistaramót í knattspyrnu. 17. júní: 2. fl. mót í knattspyrnu. 22.-23. júní: Handknattleiksmót Akureyrar. Óskað eftir íslandsmóti í hand- knattleiksmóti kvenna. 3.-4. ágúst: Handknattleiksmót Norð- urlands. 16. og 18. júlí: Frjáls- íþróttamót drenga. 24.-25. ágúst: Sundmót Akureyrar. í september hefjast síðan haust- mótin í knattspyrnu í öllum flokkum. Líklegt má telja, að tvö kapp- lið á vegum ÍBA fari á íslands- mótið í knattspyrnu í þessum mánuði, í Reykjavík. Þá er og gert ráð>fyrir að ísfirzkir íþrótta- menn heimsæki bæinn í iúní. Þingið ræddi og gerði ályktan- ir í íþróttavallarmálunum, um íþróttahúsið o. fl. Stjórn bandalagsins skipa: Ár- mann Dalmannsson, form., Bjarni Halldórsson, Hermann Stefánsson, Tryggvi Þorsteinsson og Árni Sigurðsson. Ungur Norðlendingur í heimsfrægri hljómsveit. (Framhald af 1. síðu). andi yrði lánaður hljómsveitinni til þátttöku í fyrirhugaðri hljómleikaferð. Skólinn út- nefndi Egil til fararinnar. Er þetta mikil viðurkenning á hæfi- leikum Egils og dýrmæt reynsla fyrir hann á listamannsbraut- inni. ------ ■ ■ ■ ""-i SÍTRÓNUR Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Skipakaup Sambandsins. (Framhald af 1. síðu). samvinnufélaganna: vöruflutn- ingar með eigin skipum. Víst má telja, að hið nýja, glæsilega skip, verði aðeins upphaf þeirrar starf- semi og að samvinnufélögin muni brátt verða áhrifamikill aðili um flutningamál landsins til ómetanlegs gagns fyrir þjóð- ina í heild og þó sérstaklega fólk- ið úti um byggðir landsins. Sigl- ingáleysið undanfarin ár og fyr- irkomulag hefir verið fjötur um fót öllu athafnalífi landsmanna. Viðreisnin, sem koma þarf, verð- ur ekki framkvæmd nema með sameiginlegu átaki. Skipakaup Sambandsins mun verða fyrsti og þýðingarmesti þátturinn í því starfi. Akureyringar fara til Italíu. Tveir Akureyringar eru þegar farnir héðan áleiðis til ítalíu til þess að vera við niðursetningu véla og síðasta frágang hins nýja skips. Eru það þeir Sverrir Þór, skipstjóri, og Ásgeir Árnason, vélstjóri. Sx$xSx$x$xíxS>3><MxS>«*®*M*S*S>«><í*SxS><S><í^^ | Teppahreinsararnir sænsku eru komnir. iBÓNKÚSTAR væntanlegir, tekið á móti pöntunum. IÁSBYRGI, Skipagötu fjg Söluturninn HAMARST. <S>3*M^*$>3^3>3x$x$x3xSxJxJ>^3>^<$x$x^>^>4> N KKHKBKHKBKBKBKh:tíBKBSttíBÍÍHÍtt ^BOLTAR, RELLUR, FLUGVÉLAR, HRINGLUR Éo.fl. handa börnunum. [ÁSBYRGI, Skipagötu >g Söluturninn HAMARST. WKHWW>mKH«KHKH><HKm<H«HKHÍÍ TILKYNNING Þeir rafmagnsnotendur, sem hafa bústaðaskipti 14. maí, eru beðnir að tilkynna það á skrifstofu rafveitunnar. Nýkomið Þvottavindur Gormaklemmur VeFat ve N, ÚÚÚÍHKBKHKHKBKHKBKBKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKBKBKBKBKK Knattleikaæfingar Pors verða fynst um sinn, sem hér segir: Mánud., miðvikud., föstud.: Handknattleikur kl. 7.30, I,—II. fl. kvenna, kl. 8.30 III. fl. kvenna, kl. 9 I. fl. karla. Þriðjud., fimmtud.: Knattspyrna kl. 7.30, III. fl., kl. 8.30, I.— II. fl. Á laugard.: Knattspyrna, kl. 5, III. fl., kl. 6, I—II. fl. Kennari er Grímar Jónsson. íÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR. KBKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKHKHKBKHKHKBKBKBKHKHKBKHKHKK m<HKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK«BKBKt* Aðvörun Að gefnu tilefni eru menn minntir á, að eggjataka í hólmunum og landi bæjarins, er stranglega bönnuð, sbr. 6. gr. lögreglusamþykktar kaupstaðarins. Ennfrem- ur er allt bæjarlandið og Pollurinn friðað fyrir skotum. Akureyri, 8. maí 1946. BÆJARSTJÓRI. ÓtKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBK Nýbyggingarráð út- hlutar Akureyri einum togara Fyrir nokkru úthlutaði Ný- byggingarráð 20 togurum af þeim 30 skipum, sem ríkisstjóm- in samdi um smíði á í Bretlandi. Úthlutunin er þannig, að Reykjavík og Hafnarfjörður (bæ- irnir og einstakl.) hlutu 19 skip, en Akureyrarbær 1 skip. Aðrir staðir komu ekki til greina. Ak- ureyrarbær hafði sótt um tvö skip. Um afdrif síðara skipsins er því óvíst ennþá, en þessi eini tog- ari á að afhendast 28. febr. 1947. Ungir Framsóknarmenn stofna blaðaklúbb Á fundi í félagi ungra Fram- sóknarmanna nú nýlega, var ákveðið að stofna blaðaklúbb. — Fyrsti fundur klúbbsins er í Rotarysal Hótel KEA n.k. mánu- dagskvöld, kl. 8.30 síðd. — Þar munu liggja framrni flest íslenzk blöð og tímarit og auk þess brezk-, amerísk- og Norðurlanda- blöð. Umræður verða á eftir. — AUir félagsmenn, og nýjir félag- ar, velkomnir. Jafnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, þegar þér notið Gula bondiS og Flóru! Gula bandið steikir bezt — brúnar bezt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.