Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1946, Blaðsíða 2
2 DAGUR Tt Fimmtudagur 9. maí 1946 Grjótkast í glerhöll Hitler og nazistar hans hofðu þann sið að bregða öðrum um tilhneigingu til yfirgangs og of- beldis, þegar þeir sjálfir bjuggu yfir heimsyfirráðastefnu sinni. Þegar sem mestur stríðshugur var í nazistum Þýzkalands, brugðu þeir Bretum um stríðs- æsingabug. Þetta vav sjónhverf- ingabragð, til þess gert að leiða liuga manna frá eigin áformum nazista. Rússar hafa fært sér kostgæfi- lega í nyt þenna skollaleik naz- ista. Þarf ekki annað en benda á, að þegar einræðisvaldhafar Rúss- lands hafa ríkt í huga að sölsa undir sín yfirráð lönd og lýð, til J^ess að svala landvinningaþorsta sínum, svo að heimsfriðinum stafar hætta af, þá brigzla þeir Churchill um stríðsæsingar, af því að hann varar við hinni frekjulegu landvinningastefnu Rússa, sem brýtur alveg i bága við þá yfirlýsingu, er kommún- istar gáfu eitt sinn, að Jreir á- girntust ekki ,,einn þumlung lands“ frá öðrum þjóðum. Þetta herbragð einvaldanna, að brigzla öðrum um miður góð- ar hvatir, sem þeir sjálfir búa yfir, virðist hafa gagntekið æðstu „höfðingjana“ í Sjálfstæðisfl. Ól- afur Thors og málgagn hans, Morgunblaðið, hafa það jafnan á spöðunum, að stjórnarandstað- an á íslandi byggist eingöngu á sjúklegri valdagirni * þeirra Ey- steins J ónssonar og Hermanns Jónassonar, sem báðir séu altekn- ir af „ráðherrapest", eins og Ól- afur Thors orðaði það í útvarps- umræðunum um vantraustið á stjórnina. Þetta var helzta og beittasta vopnið, sem hann þótt- ist geta borið á Framsóknarfl. í vörn sinni fyrir rökvísum ádeil- um Framsóknarmanna, að þeir miðuðu aldrei stjórnarandstöðu sína við nein þjóðfélagsmálefni, heldur væri hún aðeins sprottin af óviðráðanlegri valdafíkn þeirra Eysteins og Hermanns. Það er sjálfsagt einfaldast og öruggast að láta staðreyndirnar svara þessu gaspri Ólafs Thors og Mbl., og skal það nú gert. Fyrir og um kosningarnar 1942 létust kommúnistar hal'a lagt fyrir ró,ða allan byltinga- og ofbeldishug og þóttust vilja vinna með umbótaöflunum í landinu. Til þess að sannprófa hvort hugur fylgdi hér máli, hófu Framsóknar- og Alþýðu- flokksmenn samningatilraunir við kommúnista um stjórnarsam- vinnu þessara flokka, eða hvort finnanlegur væri grundvöllur fyrir henni, miðaður við um- bótasinnaða framfarastefnu. Við J^essar samningatilraunir varð Framsóknarmönnum fyllilega ljóst, að umbótayfirlýsingar kommúnista voru ekki annað en kosningabeita, en innræti Jreirra var hið sama og áður. Þegar hér var komið sögu, slitu Framsókn- armenn öllum samningaumleit- unum við kommúnista, J>ví að }>eir mátu J>að meira að svíkja ekki þjóð sína, en að setjast að völdum með þjónum erlends stórveldis, þar sem einræði kommúnista er ríkjandi.^ Hið sama gerðu Al]>ýðuflokks- menn í það sinn. Þannig talar J>essi 'staðreynd um valdagræðgi Framsóknar- manna, sem Ólafur Tliors og Mbl. segir að sitji í fyrirrúmi allra þjóðmála hjá Eysteini Jóns- syni og Hermanni Jónassyni. Þeir eiga að vísu ekkert lof skilið fyrir þetta, J>ví að J>eir gerðu ekki annað en skyldu sína við málstað }>jóðarinnar, sem hver heiðvirður stjórnmálamaður á jafnan að gera, en því aðeins er staðreyndin dregin hér fram, að hún sannar, að munnfleipur Ól- afs Thors er rakalaust. En lengi eftir að Framsóknar- menn neituðu að ganga að stjórnarsamvinnu á kommúnist- iskum grundvelli, sem ]>eir vit- anlega áttu kost á, spöruðu broddar Sjálfstæðisflokksins og Jónas Jónsson ekki að brigzla Framsóknarmönnum um.komm- únistadekur í sambandi við álas, um valdagræðg þeirra Eysteins og Hermanns. Brígzlyrði yfir- manna Sjálfstæðisflokksins og J.J. voru tengd við þá skelfilegu hugrenningarsynd Framsóknar- manna að láta sér nokkurn tíma detta í hug að prófa, hvort hinir andstyggilegu Rússaþjónar væru hæfir til stjórnarsamvinnu. Er J>etta meira en broslegt, þegar litið er til þeirra örlaga, er síðar biðu meirlhluta Sjálfstæð- isflokksins undir stjórn Ólafs Thors. Er þá komið að síðari stað- reyndinni . um valdagræðgi og ráðherrapest þeirra Eysteins og Hermanns og raunar alls Fram- sóknarflokksins, eftir því sem Ólafi Thors og Mbl. segist frá. Talar hún énnþá skýrar máli en hin fyrnefnda. Það er öllum kunnugt, sem komnir eru til vits og ára og nokkuð fylgjast með málum, að Ólafur Thors og Mbl., og meira að segja öll stjórnarhersingin, hafa margsinnis harðlega ámælt Eysteini og Hermanni fyrir að vilja ekki taka þátt í stjórninni 1944 og jafnvel viljað dæm'a ]>að valdalystarleysi til landráða. Nú hefir Mbl. 17. febr. s. 1. skýrt frá því, af hvaða ástæðum Framsóknarflokkurinn hafi ekki viljað taka þátt í stjórnarmynd- uninni 1944. Blaðið segir, að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar hafi talið, „að ekki væri forsvaranlegt að láta stjórnar- myndunina stranda á dýrtíðar- málununr." Síðan bætir blaðið við: „En J>etta varð til þess, að Frantsókn skarst úr leik. Hún neitaði allri samvinnu í ríkis- stjörn, ef ekki yrði byrjað á því að leysa dýrtíðarmálirl." Þarna hefir maður vitnisburð Mbl. um það, að stjórnarand- staðan var og er málefnaleg. Hún er barátta gegn „fjár- glæfra-“ og dýrtíðarstefnu ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar, sem nú er að koma at- vinnulífinu á kné og þrýsta nið- ur verðgildi kaupgjalds og launa. Stjórnarstefnan er að leiða til ihruns. Um ]>að geta nú allir tek- ið undir „með inum merka og vel virta fjármálaráðherra, Pétri Magnússyni" (síðasti „íslending- ur“), sem spáði þessu hruni fyrir meira en ári síðan að óbreyttri fjármálastefnu. Á framangreindan hátt hefir Mbl. afsannað J>au glannalegu ummæli Ólafs Thors og blekk- ingartilraun, að stjórnarandstað- an sé bara valdastreita Fram- sóknarmanna. Þessi afsönnun kemur raunar úr hörðustu átt. Ölafur T.hors segir, að það hafi einungis verið klaufaháttur forustumanna Framsóknarfl., er varð ]>ess valdandi, að flokkur- inn lenti „utangátta“ við síðustu stjórnarmyndun, og J>essu sama hefir J. J. lengi haldið fram. Þessir tveir vinir kalla það klaufahátt að geta ekki gengið á móti sannfæringu sinni, þegar valdastólarnir séu annars vegar. Kenning þeirra virðist því vera þessi: Völdin eiga að sitja í fyrir- rúmi fyrir velferðarmálum þjóð- arinnar. Framsóknarmenn geta ekki fallizt á J>essi skoðun. Þess vegna var þeim fjarri skapi að taka þátt í þeirri stjórn, sem hef- ir dýrtíðina og „fjárglæfrana" að leiðarstjörnu, til j^ess að þóknast kommúnistum. Framsóknar- menn vildu ekki bregðast J>jóð- inni með því að leiða hana inn á hrunstefnuna, sem Pétur Magnússon f jármálaráðherra hefir varað við, þó að hann hafi síðan reynzt ]>að smámenni að láta kúga sig til að vinna undir merkjum hennar og verja hana. Það er auðséð, að Ólafur Tliors telur það eitthvert sárasta böl, sem fyrir nokkurn flokksfor- ingja getur komið, að verða „ut- angátta" við stjórnarmyndun og að slíkan „klaufahátt“ beri að forðast, livað sem öllu öðru líð- ur. Þessa skoðun hefir hann inn- siglað með verkum sínum. Hann vann það til valdanna 1944 að brytja niður sannfær- ingu sína og stórorðar yfirlýs- ingar um bölvun dýrtíðarinnar og'þá menn, er ekki vildu taka þátt í baráttu gegn henni. Uðdir árslok 1942 sagði hann: „Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá.öndverðu skilið böl vax&ndi dýrtíðar. Hann hefir séð og sagt fyrir hvert stefndi, ef ekki yrði að hafzt." Hið sama áf sagði liann: „Sá, sem berst fyiýr dýrtíðinni, er ekki aðeins fjandmðaur spari- fjáreigenda, gamalmenna, ekkna og múnaðarleysingja og annara, er afkomu#onir hafa byggt á peningaeign og peningakröfum. Nei, hann er einnig böðuJl fram- leiðenda og launamanna og raunar al[>jó()’ar. — Við okkur, Íslendingum4>lasir bölvun fram- tíðarinnar óvenju skýr og ótví- ræð, sé verðbólgan látin óhindr- uð.“ Þá sagði sami Ólafur Thors um afstöðu kommúnista og krata til dýrtíðarinnar, að þeir legðust á sveif hvor með öðrum „í bar- •/ áttu gegn bagsmunum launa- stéttanna, gegn hagsmunum gamalla og munaðarlausra i bar- áttu fyrir öngþveiti í }>jóðfélag- inu.“ » Ól. Thors bætti }>ví við, að í örvinglan hafi }>essi flokkar kast- að „öllu fyrir borð, eigin fortíð í málinu, skoðun sinni, velferð umbjóðenda sinna og hagsmun- um alþjóðar, allt í J>ví skyni að reyna að afla sér kjörfylgis á kostnað alj>jóðar. Silfurpening- arnir urðu að vísu nokkrir. Júd- asarlaunin einhver." Ólafur Thors lagði það á -sig vegna valdanna haustið 1944 að eta öll ]>essi hreystiyrði um bölv- un dýrtíðarinnar ofan í sig í einni svipan og hefja stjórnar- samvinnu með „böðlum fram- leiðenda og launamanna og raunar al]>)óðar.“-Skoðun sinni í dýrtíðarmálinu, velferð iunbjóð- enda sinna og hagsmunum al- ]>jóðar kastaði hann fyrir borð, allt í því skyni að komast til valda, verða forustumaður í dýr- tíðarstjórn. Og þessi innihaldslausi orða- belgúr þykist þess umkomin að brigzla öðrum um valdagræðgi! Það eru gömul sannmæli, að þeim, sem býr í glerhöll, henti ekki að kasta grjóti. Það getur orðið til }>ess, að glerhöllin hrynji og eigandinn grafist und- ir brotunum. En hvað verða silfurpening- arnir margir og Júdasarlaunin há til handa Ólafi Thors og flokki hans í næstu kosningum? Því svara kjósendur á kjör- degi. y Silkisokkar í iniklu úrvali Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.