Dagur - 09.05.1946, Side 3
Fimmtudagur 9. maí 1946
D AGUR
3
Eimskipafélagiö
Guðmundur Vilhjálmsson forstj. Eim-
skipafélags íslands felur „óviðráðan-
leg atvik" valda siglingaleysinu og
umhleðslunum
Fyrri grein Guðmundar Vilhjálmssonar
í „Degi“, sem út kom 28. marz sl„ birtust þrjár greinar um sam-
göngumál. í tveimur af greinunum er kvartað yfir því, að nær
mánuður sé liðinn, síðan skip hafi komið til Akureyrar, og er Eim-
skipafélaginu að vanda kennt um. 1 þriðju greininni er rætt um
„tilraunaferð“ til útlanda, sem Eimskipafélagið gangist fyrir.
Út af þessu viljum vér taka
fram það, sem hér fer á eftir:
Að því er „tilraunaferðina“
snertir, þá er það mál þannig
vaxið, að selt hafði verið talsvert
magn af fiskimjöli til Belgíu og
von um sölu á meiru, ef unnt
væri að fá skip til þess að flytja
það. Jafnframt bárust tilkynn-
ingar frá umboðsmönnum vor-
um í Antwerpen um, að þar lægi
nokkur hundruð smálestir af
vörum, aðallega miðstöðvarofn-
ar, sem ekki hafa fengist mánuð-
um saman, ennfremur ýmsar aðr-
ar byggingarvörur, svo sem gler,
jár'n o. fl. Þar sem Eimskipafélag-
ið hafði haldið uppi reglubundn-
um ferðum til Antwerpen fyrir
styrjöldina, var ekki nema eðli-
legt, að það léti eitt af skipum
sínum („Reykjafoss") fara þang-
að, enda er vegalengdin álíka og
til Hull í Englandi, þannig, að
ekki var um neina sérstaka töf á
siglingunum að ræða, rpiðað við
að fara til Englands. Hér er því
alls ekki um neina „tilraunaferð“
að ræða, heldur viðleitni til þess
að hefja á ný þær siglingar, sem
félagið áður hefir haft með hönd-
um, en fallið höfðu niður vegna
stríðsins. Enda vitum vér ekki til
þess, að neinn hafi hneykslast á
þessu, heldur hafa bæði útflytj-
endur og innflytjendur látið í
ljós ánægju yfir því, að Eim-
skipafélagið skuli ekki ætla að
láta standa á því að beina sigling-
unum þangað, sem markaður
fæst fyrir útflutningsvörur vorar,
og hægt er að fá vörur, sem oss
vanhagar mjög um og ekki eru
fáanlegar annars staðar.
Viðvíkjandi hinu atriðinu, að
slæmar samgöngur hafi verið við
Akureyri, þá viðurkennum vér
það, en fyrir því eru hins vegar
ýmsar ástæður, sem nú skal
greina. Það er langt frá því, að
Eimskipafélagið telji sér hag að
því að þurfa að láta vörur liggja
lengur en bráðnauðsynlegt er
hér í Reykjavík, en því valda at-
vik, sem vér ekki ráðum við.
Skip vort, „Selfoss", sem und-
anfarið ár hefir eingöngu verið í
strandferðum, varð að fara í við-
gerð til Skotlands í desember-
mánði, viðgerð sem átti að taka
3—4 vikur. Skipið er nú búið að
liggja þar í meira en 3 mánuði,
og er viðgerð þess ekki lokin enn.
Hefir oss nú verið lofað að við-
gerðinni verði lokið eftir miðjan
aprílmánuð, en vitanlega getur
það dregist lengur, þar eð mjög
erfitt virðist vera að fá fram-
kvæmdar skipaviðgerðir í brezk-
um höfnum.
„Fjallfoss" þurfti einnig að
fara í viðgerð hér í Reykjavík og
tafðist við það frá siglingum um
rúmar 3 vikur. Að þeirri viðgerð
lokinni (raunar vanzt ekki tími
til að ljúka henni að fullu) varð
skipið að taka nokkur hundruð
smálestir af óverkuðum fiski á
ýmsum höfnum úti um land og
flytja til Englands, og mátti ekki
dragast deginum lengur að koma
fiskinum í skipið, ef salan ætti
ekki að fara út um þúfur. Jafn-
framt varð skipið að taka efni til
bygginga síldarverksmiiðja ríkis-
ins á Skagaströnd og Siglufirði,
þannig, að lítið var hægt að
senda af vörum frá Reykjavík út
á land vegna hinna mjög rúm-
freku vara til verksmiðjanna.
„Brúarfoss" var leigður brezku
stjórninni til febrúarloka, til
þess að flytja frystan fisk, og
hafði félagið því ekki umráð yfir
skipinu þar til í byrjun marz. Þá
fór það með farm af frystum
fiski til Ameríku og er nýkomið
úr þeirri ferð.
„Lagarfoss" hefir verið í ferð-
um til Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar, og þar eð mikið
hefir borizt að af vörum, sem
nauðsynlegt var að kæmust hing-
að fyrir ákveðinn tíma, svo sem
efni og vélar til Síldarverksmiðj-
anna og Andakílsvirkjunarinnar,
vannst ekki tími til þess að láta
skipið fara út á land marzmán-
uði. Ennfremur lágu hér útflutn-
ingsvöiur, sem nauðsynlegt var
að koma til útlanda hið fyrsta.
Eru þá talin eigin skip félags-
ins.
Um amerísku leiguskipin er
það að segja, að þau hafa ein-
göngu fengist leigð til Reykja-
víkur, en enda þótt heimilt væri
að senda þau á aðrar íslenzkar
liafnir, þá kæmi slíkt ekki til
mála, þar sem skip þessi eru 5300
smálestir að stærð. — Skipin eru
því allt of stór og dýr til að fara
á hafnir úti um land og auk þess
venjulega aðeins örfáar smálestir
skrásettar beint út á land í hverri
ferð.
Farmar þessara skipa eru skrá-
settir nálega eingöngu. til
Reykjavíkur og verða vörurnar
því að fara þar 1 land. Reynslan
hefir einnig orðið sú, bæði í
stríðinu og síðan því lauk, að oft
líður langur tími frá því, að skip-
in koma, þangað til innflytjend-
urnir ráðstafa vörunni til send-
ingar út á land.
Ástæða þykir til að taka hér
skýrt fram, að það er ekki á valdi
Eimskipafélagsins að breyta
þessu fyrirkomulagi. Það eru
vörusendendur, eða þeir, sem
vörurnar kaupa, sem ráða því
hvernig sendingu þeirra er hag-
að. Ef þeir biðja um, að vörurn-
ar verði skrásettar til ákveðinn-
ar hafnar úti á landi, þá er það
gert, og' Eimskipafélagið flytur
þær svo viðtakanda að kostnaðar-
lausu á þá höfn. Félagið hefir
engan rétt til að ráðstafa vörum,
sem það tekur till’lutnings, ann-
að en þangað, sem þær eru skrá-
settar og það sem skrásett er til
Reykjavíkur, er flutt áfram
samkvæmt óskum eigenda var-
anna eftir reglum, sem settar
hafa verið um þetta. Þess vegna
er allt tal um það, að Eimskipa-
félagið ráði því, hvernig vörur
eru sendar, og að það vilji ein-
ungis flytja þær til Reykjavíkur
og umhlaða þeim þar, tóm vit-
leysa. I þessu sambandi viljum
vér benda á það, að af rúmum
100 þúsund smálestum af vörum,
sem fluttar voru til landsins á
vegum félagsins árið 1945, voru
aðeins 1564 smálestir skrásettar
beint til Akureyrar í samtals 52
ferðum frá útlöndum.
Innkaupunum er þannig hátt-
að vestan hafs, að til þess að
tryggja, að ekki verði vöruskort-
ur í landinu, þá verða innflytj-
endur að kaupa vörurnar í stór-
um slöttum, oft löngu áður en
pantanir liggja fyrir frá kaupfé-
lögum og kaupmönnum út um
land.
Af þessu leiðir, að enginn kost-
ur er að ráðstafa vörum og. skrá-
setja þær beint út á land, þegar
skipin ferma vörurnar.
Þegar vér leigðum danska
skipið „Anne“, lögðum vér fast
að eigéndum með að skipið
mætti koma við á höfnum út um
land, en við það var ekki kom-
andi, að skipið mætti koma ann-
ars staðar við en í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Þegar leiga skipsins var fram-
lengd fyrir rúrnum tveim mán-
uðum endurtókum vér þessa ósk
vora, en svarið var algjörlega
neitandi. Þegar „Anne“ var hér
síðast fórum vér fram á, að skip-
ið mætti fara beint til Akureyr-
ar með vörur og koma hingað
beina leið þaðan, en enn neituðu
eigendurnir.
Sama máli gegndi um áburðar-
skipið „Maurita", sem kom ný-
lega frá Noregi. Þó vitanlega
hefði verið æskilegast, að það
færi með áburðinn á helztu hafn-
ir úti á landi, vildu eigendur
skipsins ekki, að það væri tafið
um einn dag umfram það, sem
þurfti til að afferma skipið hér.
Það er hvort tveggja, að eigend-
ur skipanna þekkja ekki hafnar-
I skilyrði hér á landi, þannig, að
þeir álíta þau verri en þau eru,
Eimskipafélag íslands mefur flesf ann-
að mikilvægara en að halda uppi sigl-
ingum til hafna norðan og austanlands
Svar Dags
Dagur fagnar þvf, að fá tæki-1
færi til þess að ræða við forstjóra
Eimskipafélagsins um samgöngu-
vandræði Norðlendinga og Aust-
firðinga. Yfirleitt mun marga
hér um slóðir nú orðið fýsa að
heyra hvað forráðamenn sigling-
anna hafa að segja um þessi mál.
Nú er það tækifæri fyrir hendi,
þar sem framkvæmdastjórinn
svarar hér í blaðinu í dag (og í
næsta tbl.) ádeilum Dags á Eim-
skipafélagið fyrir þátt þess í sam-
gönguvandræðunum.
Eins og búast mátti við hafn-
ar framkvæmdastjórinn þeirri
skoðun Dags, að Eimskipafélagið
beri verulega ábyrgð á ríkjandi
ástandi. „Óviðráðanleg atvik“ er
uppistaðan í svari hans. Er
ástæða til þess að víkja lítillega
að því.
„Tilraunaferðin".
Dagur hefir bent á, að Eim-
skipafélagið auglýsti, að það fyr-
irhugaði reglulegar siglingar til
Belgíu og hefði skip tilbúið til
þeirra flutninga, á sama tíma og
ekkert skip sigldi norður eða
austur fyrir land, hvorki í reglu-
legum siglingum né á annan
hátt, í heilan mánuð í senn. Þess-
ar siglingar nefndi Dagur til-
raunaferðir, af því að skilja
mátti það á auglýsingu félagsins,
að óvitað væri um flutninga á
þessari leið, enda var auglýst eft-
ir þeim. Ekki þurfti svo langt að
leita um flutningaþörf Norð-
lendinga og Austfirðinga. Á
sama tíma og þessi ferð var ráð-
gerð ,lágu hundruðir smálesta af
vörum, sem hingað áttu að fara,
og biðu flutnings í Reykjavík.
Ekki getur framkvæmdastjóran-
um hafa verið ókunnugt um það,
enda viðurkennir hann, að sigl-
ingarnar hafi verið bágbornar í
marz. En hver er þá ástæðan til
Jressarar ráðstöfunar um sigling-
ar til Belgíu? Forstjórinn upplýs-
ir, að í Antwerpen „lægi nokkur
hundruð smálestir af vörum....
sem ekki hafa fengist mánuðum
saman.“ Og ennfremur, að „Eim-
skipafélagið hafi haldið uppi
reglubundnum ferðum til Ant-
werpen fyrir styrjöldina og því
(Framhald á 5. síðu).
og sérstaklega telja þeir hættu-
legt að sigla hér kringum land að
vetrinum til, svo er hitt, að skort-
urinn á skipum af þeirri stærð,
sem oss hentar bezt, er enn svo
mikill í heiminum, að mjög erf-
itt er að fá leigð skip af þessari
stærð. í rauninni megum vér
þakka fyrir hve vel hefir rætst úr
fýrír oss, að fá leigð skip eftir
þörfum vorum, þegar svo mikil
eftir spurn er eftir skipum, og
Jreir, sem kunnugir eru þéssum
málurn, geta borið um jrað, ef
hirt væri um að leita sér upplýs-
inga hér að lútandi, áður en far-
ið er að skrifa um svona mál í
blöðin.
Þá viljum vér geta þess, að
þótt félagið hafi tryggt sér 13—
14 leiguskip og auglýst þau, með
það fyrir augum, að kaupsýslu-
menn geti gert ráðstafanir um
vöruflutninga sína, þá sést einn-
ig af skipalistanum, að skip þessi
eru ekki öll komin í þjónustu fé-
lagsins enn, enda er þess getið að
sum þeirra eigi ekki að ferma í
erlendri höfn fyrr en í Jressum
mánuði.
í því sambandi viljum vér
benda á, að frystiskipið „Lub-
lin“, sem vér höfum tekið á
leigu, átti upphaflega að afhend-
ast hinn 20. febrúar síðastliðinn.
Sömuleiðis átti leiguskipið
„Horsa“, sem einnig hefir frysti-
rúm, að vera tilbúið að ferma í
lok marzmánaðar. Bæði skipin
hafa tafizt svo vegna viðgerða, að
„Lublin" er fyrst nú að fei;ma í
Leith, en „Horsa" verður senni-
lega ekki tilbúin fyrr en í byrjun
maí. Um þessi skip er þó það að
segja og sömuleiðis um frysti-
skipið „Lech“, sem félagið hefir
á leigu, að fengist hefir leyfi eig-
enda þeirra til þess, að þau geti
farið á hafnir út um land, enda
væri ekki hægt að nota þau að
öðrum kosti, þar eð hraðfrysti
fiskurinn verður eins og kunn-
ugt er, að takast á ýmsum höfn-
um. En það, að leyfi hefir feng-
ist, er eingöngu því að þakka, að
þessi skip hafa siglt hér áður og
eigendurnir þekkja hafnarskil-
yrðin hér á landi. Þó má ekki bú-
ast við því, að unnt verði að gera
áætlanir um ferðir þessara skipa
milli landa eða út á land. Vegna
aðstöðunnar um sölu á hrað-
frysta fiskinum, sem ýmist er
seldur til Bandaríkjanna, Suður-
eða Norður-Frakklands, ef til vill
til Ítalíu, verða skipin að fara til
þeirra staða, sem fiskurinn selzt
til. Hér innanlands verða skipin
að taka fiskinn á ýmsum höfnum
úti um land, eftir því hvar þörf-
in er mest. Ferðirnar taka því
mjög mislangan tíma og geta
ekki orðið reglubundnar meðan
svo háttar, sem nú er og ókleyft
er að semja nokkrar áætlanir um
siglingarnar.
Af því sem að fráman er greínt
er augljóst, að Eimskipafélagið á
ekki sök á því, að ekki hefir tek-
ist að hafa fleiri ferðir út á land
nú undanfarið en raun er á
heldur er hér um óviðráðanleg
atvik að ræða.
(Framhald).