Dagur - 09.05.1946, Page 4

Dagur - 09.05.1946, Page 4
4 D A G U R Fimmtudagur 9. maí 1946 Farfuglar. SL. VETRI, er kosningabardaginn í milli stjórnarflokkanna stóð sem hæst, lét einn af ráðamönnum íhaldsins í Reykjavík og prófessor við Háskóla íslands í ofanálag, sér sæma, að líkja framboði Framsóknarflokksins þar syðra við það, að nazistar byðu fram til þings í Noregi og Pól- landi nú eftir styrjöldina. Þannig fengu margra ára gamlar kenningar Morgunblaðsins um „utan- bæjarmennina" og „útskæklana“ á sig stimpil vís- indamennskunnar af hálfu æðstu menntastofnun- ar landsins og söngurinn um fjandskap Fram- sóknarflokksins, sem á höfuðvígi sitt í dreifbýl- inu, í garð höfuðstaðarins, fékk á sig nýjan blæ. Menn þurfa ekki að skoða þessa smekklegu sam- líkingu prófessorsins lengi til þess að skynja upp- lyftinguna sem orðin er með þessum hætti á þjóð- málavísindum Reykjavíkuríhaldsins. Framsókn- arflokkurinn', sem starfar að málefnum dreifbýl- isins, er ekki aðeins skaðsamlegur fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkurstefnunnar, heldur blátt áfram fjandsamlegur og lífshættulegur, að dómi þessa musterisprests. „Utanbæjarmennirnir" líta út í augum hans eins og morðvargarnir í Póllandi og Noregi og þessum vísindum er haldið að æsku höfuðstaðarins á fjölmennum játningarfundum og textinn síðan birtur í Morgunblaðinu og varð- veittur, frá gleymsku. 1 þANNIG er skynsemin, hófsemin og sanngirnin, þegar flokkur landsfólksins vill fá fulltrúa í bæjarstjórn höfuðstaðarins. En málið hefir líka rétthverfu. Prófessorinn hefir gleymt því í hita bardagans í vetur. Nú er runninn upp tími til þess að bregða henni upp í dagsljósið. Útvarpið tilkynnir nú daglega, að ýmsir Reyk- víkingar vilji gerast fulltrúar landsbyggðarinnar, í frístundum sínum, næstu fjögur ár. Og sjón er sögu ríkari. Þessir virðulegu gestir hafa slegist í för með farfuglunum norður yfir heiðar og leggja nú undir sig þjóðvegi, götur og torg. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verða þessir þjóðflutn- ingar reykvískra þjóðmálaspekinga með mesta móti í ár. Nú fer því fjarri, að almenningur úti um land vilji yfirleitt tileinka sér þjóðmálavís- indi háskólaprófessorsins og snúa þeim upp á höf- undinn og fylgifiska hans, er þeir biðla til lands- fólksins um stuðning við kjörborðið. Menn hafa yfirleitt andstyggð á þeim málflutningi, sem byggist á því, að andstæðingar í stjórnmálum séu í hópi glæpamanna af verstu tegund. Slíkur mál- flutningur mun naumast fá hljómgrunn meðal borgaranna í dreifbýlinu, þótt honum væri vel fagnað í Heimdalli, að því er Morgunblaðið hermir. En hitt munu margir vilja athuga að þessu sinni, hver hagur þjóðfélaginu sé að því, að fela Reykjavík sjálfdæmi um öll helztu þjóðmál og hver vegsauki Alþingi muni að því, að gera stofnunina í raun og sannleika að nokkurs konar bæjarþingi þeirra höfuðstaðarbúa, sem er háð duttlungum þeirra og tómstundum frá margföld- um launastörfum, um alla starfsemi. jyjEÐ HVERJUM kosningum að kalla, hina síð- ustu áratugi, hefir sigið á þá hliðina, að fjölga Reykvíkingum á þingi. Ekki aðeins þann- ig, að bærinn hefir með vaxandi fólksfjölda hlot- ið fleiri þingmenn. Hann hefir, auk þess, lagt undir sig ný lönd úti um byggðir landsins. Árang- ur þessarar landvinningastefnu er nú orðinn sá, að meirihluti alþingismanna eru Reykvíkingar, Sextugur unglingur. Hannes J. Magnússon skrifar blað- inu eftirfarandi pistil í tilefni af 60 ára afmæli unglingareglunnar í dag. j DAG eru liðin 60 ár síðan fyrsta barnastúkan var stofnuð hér á landi. Gerðist sá atburður 9 maí áiið 1886. Var þá mikill gróandi í Góðtemplarareglunni og forustumenn hennar sáu það réttilega, að félags- skapur með slíku markmiði og slíkum anda, átti einnig brýnt erindi til barn- anna. Því var það, að Björn Pálsson, hvort sem þeir heita að öðru leyti þingmenn einhvers kjör- dæmis úti á landi eða ekki. Þetta er augljóst hverjum manni. Hitt er e. t. v. ekki eins augljóst, en er þó af sömu rót, að af þessum ástæðum liafa áhrif Reykjavíkur í þjóðfélaginu fárið hraðvax- andi. Hin síminnkandi fjárráð og völd sýslu- og bæjarfélaga — héraðsstjórnanna — eru afleiðing af landvinningastefnu Reykja- víkur. Hin löngu, seinlátu og kostnaðarsömu þing, sem nú eru orðin tízka, eru sömuleiðis af- leiðing þessa ástands og því meira sem sígur á þá hliðina, því að ómögulegra verðurfyrirlands- menn, aðra en þá, sem í höfuð- staðnum búa, að sinna þing- störfum og eru ástæðurnar til þess augljósar. I kjölfar þessa ástands siglir svo ófremdar- ástandið í samgöngu- og flutn- ingamálunum, einokun inn- flutningsverzlunarinnar i hönd- um höfuðstaðarins og flótti fjár- magns og fólks frá landsbyggð- inni suður á bóginn. Allt þetta hefir orðið ýmist fyrir beina að- stoð eða afskiptaleysi ríkisvalds- ins. Það hefir staðið utan og ofan við þessa þróun, ef það hefir ekki beinlínis hlynnt að henni, eins og t. d. í flutningamálunum. þESSI viðhorf blasa greinilegar við í dag en nokkru sinni fyrr og þau hljóta að hafa áhrif á ákvörðun kjósendanna um full- trúaval. Þess verður nú greini- lega vart víða um landið, að öfl- ugur vilji er til þess hjá héruð- unum, að velja eigin fulltrúa til þingsetu, en hafna tilboðunum um frístundavinnu Reykvikinga. Veruleg breyting á fulltrúavali á Alþingi mundi gera mögulegt að snúa við á þeirri braut, sem n4 hefir verið farin um skeið og aldrei hraðar en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessi viðhorf þurfa menn að íhuga, nú í sumarbyrj- un, þegar farfuglarnir að sunnan koma fljúgandi og akandi norð- ur yfir heiðar og biðla um kjör- fylgi. Landsmenn yfirleitt munu ekki vilja taka undir þjóðmála- kenningar háskólaprófessorsins. En þeir geta með góðri samvizku vísað þorra þessara gesta til fyrri heimkynna, án þingumboðs. — Reynslan sannar áþreifanlega, að ef vel á að fara, verða fulltrúar byggðanna sjálfra að fara með umboð þeirra á þingi. Á annan hátt næst ekki lífsnauðsynlegt jafnvægi í þjóðfélaginu. sem skömmu síðar varð fyrsti yfir- maður Reglunnar á Islandi, beitti sér fyrir stofnun barnastúku í Reykjavík. Var það barnastúkan Æskan nr. 1, sem starfar enn í dag og er með fjöl- mennustu og blómlegustu barnastúk- um landsins. Nokkrum vikum síðar var svo stofnuð fyrsta barnastúka hér á Norð- urlandi, en það var bamastúkan Sak- leyslð nr. 3, sem starfar enn í dag og hefir haldið uppi meira og minna biómlegu starfi öll þessi ár. Eftir stofnun þessara fyrstu barna- stúkna kom það brátt í ljós, að félags- skapur þessi varð mjög vinsæll, og á næstu árum og áratugum barst þessi hreyfing út um allt land og festi rætur nálega í hverjum kaupstað og kaup- túni og sums staðar einnig í sveitum landsins. Og það kom einnig brátt í ljós, að þessi félagsskapur er meira en stundarfynrbrigði. Honum óx jafnt og þétt fiskur um hrygg. Hinn 1. febrúar árið 1887, eða eftir tæpt ár, voru meðlimir hans 210, 1. febrúar árið 1908 voru þeir orðnir 2200, en 1. fe- brúar árið 1945 eru þeir orðnir 5828 í 56 barnastúkum víðs vegar um land. /"NG ÞESSI öruggi vöxtur var engin ^ tilviljun. Þeir, sem vildu leggja það á sig . ð kynnast starfsemi bama- stúknanna og anda, sáu það brátt, að hér var um hollan og góðan uppeldis- félagsskap að ræða, og hinn bezta skóla í félagslegu uppeldi. Enda var það svo þá og er enn í dag, að foreldr- ar almennt senda börn sín í þennnan félagsskap, og víða er það þannig, að nálega hvert einasta barn í heilum kauptúnum og byggðalögum fyllir þennan félagsskap frá því að þau hafa aldur til og langt fram á unglingsár. I þessu birtist velvilji og traust for- eldranna til barnastúknanna og eiga þar flestir óskilið mál, hvort sem þeir eru drykkjumenn eða bindindismenn, ríkir eða fátækir, lærðir eða leikir. Þetta er og hefir verið hinn vinsælasti félagsskapur barnanna, enda hefir það verið nálega eini félagsskapurinn, sem börn hafa átt aðgang að. Ef eg ætti að nefna einhverja tvo höfuðkosti barnastúknanna, þá myndi eg nefna þetta: Með hinu margþætta starfi sínu og fullkomnu fundarsköp- um, eru þær einhver sá bezti skóli í félagslegum efnum, sem eg þekki, og vegna hins kristilega anda, sem þær eru byggðar á og fundimir mótast af að miklu leyti, búa þær yfir sterkum siðrænum áhrifum. Og ef til vill reyn- ist það svo, að þær verði of alvarleg- ur og yfirlætislaus félagsskapur fyrir okkar nautnaþyrstu og hávaðasömu tíma. Annars ætti ekki að þurfa að taka það fram, að höfuðtilgangur barna- stúknanna er og hefir alltaf verið sá, að ala börnin upp til bindindissemi og heilbrigðra lífshátta. Hvernig þeim hefir tekizt þetta þau 60 ár, sem þær eiga að baki sér, er érfitt að segja. Þó er það grunur minn, að við eigum þessum hljóðláta og yfirlætislausa fé- lagsskap meira að þakka en nokkum grunar. TjESSARA TÍMAMÓTA í sögu unglingareglunnar mun nú verða minnst um allt land, og er þess getið 'á öðrum stað hér í blaðinu, hvernig barnastúkurnar á Akureyri minnast þeirra. Kjörorð unglingareglunnar eru: Sannleikur, kærleikur og sakleysi. Og veit eg ekki, hvort nokkurn tíma hefir verið ríkari ástæða til að rækta þær dyggðir en nú, og það er að minnsta kosti ósk mín og von, að ís- lenzk þjóð sé ekki svo heillum horfin, að hún kunni ekki að meta þann fé- lagsskap, sem hefir að minnsta kosti fullan vilja á að safna börnum lands- ins undir það merki. Húsmóðirin þar að spara kraftana Einu sinni las ég heilræði, sem mér fannst ágætt og einkum eiga erindi til hinnar önnum hlöðnu húsmóður. Heilræðið var svona: Sparið kraftana. Standið ekki, ef þér hafið hentugleika til að sitja. Sitjið ekki, ef þér hafið tíma- til að liggja út af. Það er vissulega úrelt kenning, að það sé merki um leti, ef setið er við verk, einkum hin svoköll- uðu húsverk. Þvert á móti ber það einmitt vott um verksvit hjá húsmóðurinni, ef hún kann að haga hinu margþætta starfi sínu á heimilinu þannig, að hún geti setið við sem flest störfin. Þá slær hún tvær flugur í einu höggi, vinnur verk sitt og hvílir fæturna, sem oft eru lúnir eftir stöður og störf og snúninga á heimilinu, þar sem lítið er um hjálp. Á heimilinu er um ótal mörg störf að ræða, sem auðveldlega má vinna sitjandi, eins og t. d. hræra kökur og deig, þeyta rjóma og eggjahvítu, afhýða kartöflur, strjúka þvott, þurrka upp leir- inn og þannig mætti lengi telja. Nóg er samt af störfum við hið daglega heimilishald, sem ekki verða unnin nema standandi, og skyldur húsmóð- urinnar eru svo margvíslegar, að ekki er vanþörf á, að hún spari kraftana. Þá eru meiri líkur til að hún hafi þrek aflögu að skyldustörfum loknum til eigin þarfa og upplyftingar. APPELSÍNUBÖRKUR Góður svaladrykkur. Sykurlögur er soðinn í 300 gr. sykri og 1 ltr. af vatni og 12 gr. af sítronsýru, ásamt 1 gr. af benzoe- sýru, blandað saman við. í þennan lög er appel- sínubörkurinn lagður og látinn liggja í honum í lengri tíma í vel lokuðu íláti. Á þennan hátt fæst ágætur appelsínudrykkur, en börkinn má nota í kökur. Áður en börkurinn er skorinn af appelsín- unum, eru þær þvegnar vel og þerraðar; og þess skal gætt að sem minnst fari með af hvíta laginu innan í berkinum, því að það gerir drykkinn beiskan á bragðið. Snyrting: NIÐURGRÓNAR NEGLUR. Niðurgrónar neglur, einkum á tánum er kvilli, sem veldur mörgum óþægindum og sársauka. Góð hirðing á nöglunum, dagleg fótaböð, heppi- legur skófatnaður og almennt hreinlæti yfirleitt stuðla að því, að halda nöglunum heilbrigðum og koma í veg fyrir þennan kvilla. Þá er og gott að gæta þess, að klippa neglurnar iðulega og þá ávallt beint fyrir, þannig, að þær séu styztar fyrir miðju. Einnig er stundum gott að sverfa nöglina með þjöl eða skafa ofan af henni, svo að hún þynnst í miðjunni og þrýstingur minnstur á hornunum. Loks er og gott að bera fitu á negl- urnar daglega. HÚSRÁÐ. Ef þér skerið grænmeti, eins og til dæmis hvít- kál, gulrófur, gulrætur o. s. frv. niður í smátt, áð- ur en þér sjóðið það, þarf það styttri suðutíma, og vitaminin varðveitast betur í því. ♦ Ef frárennslið frá vaskinum er tregt, má oft bæta úr því á eftirfarandi hátt: Blandið saman eins og hnefa af sóda og salti og troðið því niður í rörið. Hellið síðan katli af sjóðandi vatni hægt í gegnum það. ♦ Eggjahvítu er aúðveldara að þeyta, ef ofurlítið af salti er sett í hvítuna. ♦ Kristalglösin gljáa betur, ef svolítið salt er sett í uppþvottavatnið. ♦ Málningarbletti úr kjól er bezt að ná með rýju vættri í terpentínu. ♦ Silfurmuni er ágætt að þvo úr kartöfluvatni. Þeir gljá vel af því. Eftir á er skolað af þeim í hreinu, heitu vatni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.