Dagur


Dagur - 09.05.1946, Qupperneq 9

Dagur - 09.05.1946, Qupperneq 9
Fimmtudagur 9. maí 1946 D AGUR I ÞRÓTTASlÐA Golfið þarf að ná útbreiðslu meiri — Síðari grein — (Niðurlag). Hingað til bæjarins barst golfið fyr- ir rúmum 10 árum og viðtökurnar urðu ofur svipaðar og annars staðar, þar sem það kemur að ónumdu landi. I>að eignaðist strax heilan hóp aðdá- enda og velunnara, en miklu fleiri voru þeir þó, er stóðu og standa enn álengdar, þótt þeir að vísu taki að öðru leyti talsvert misjafna afstöðu gagnvart því. Fyrst skal getið þeirra fáu, sem hafa frá upphafi sýnt golfinu fulla andúð. Flestir eru þeir stórhneykslað- ir yfir því, að við íslendingar skulum vera að apa þetta eftir Englending- um, og þá auðvitað aðeins af því, að í Englandi þyki golfið fín íþrótt. Þeim finnst eitthvað yfirstéttar- og auð- v^ldsbragð að golfinu, og flökrar við. Ef til vill er hér að finna ástæðuna til þess, að þegar golfklúbburinn hér hef- ir þurft að leita aðstoðar ráðandi manna bæjarins — aðstoðar, sem fram að þessu hefir ekki haft í för með sér eyrisútgjöld fyrir bæjarfélag- ið — þá hafa fulltrúar verkalýðs- flokkanna verið öðrum fremur erfiðir viðfangs, þótt þeir ef til vill að öðru leyti sýni sanngimi og víðsýni, þegar um íþróttastarfsemi er að ræða. — Sama var sagan í Reykjavík. Til þess að reyna að leiða þessa andstæðinga golfsins í allan sannleika, og jafnframt þeim og öðrum lesend- um til fróðleiks, skal það fyrst og fremst tekið fram, að golfið er engin tízku-dægurbóla, heldur æfaforn íþrótt, svo gömul, að sögulegar heim- ildir benda til, að það hafi verið orðin þjóðaríþrótt 1 Skotlandi áður en ís- land byggðist. En upphaflega kvað leikurinn vera fundinn upp af skozk- um smalamönnum, er tóku upp á því, sér til dægrastyttingar meðan þeir gættu fjár síns, að slá steinvölur eftir jörðinni með smalaprikum sínum. — Oft átti golfið erfitt uppdráttar á um- liðnum öldum í baráttu sinni við alls konar afturhaldsöfl, jafnvel bann konungs og kirkju og ýmsa hleypi- dóma samtíðarinnar, en það bar jafn- an sigur af hólmi í þeim viðskiptum. Nokkru eftir síðustu aldamót kem- ur golfið fram í Englandi í nýrri og fullkomnari mynd. Leikurinn hefir verið skipulagður betur, leikreglur og siðareglur endurbættar og íþrótta- tæknin stórkostlega bætt. En jafn- framt margfölduðust kröfurnar, sem gerðar voru til golfvallanna. Dýr land- svæði voru keypt í útjöðrum borg- anna eða jafnvel inni í þeim, klúbb- hús með öllum þægindum reist á þeim, og yfirleitt ekkert til sparað. Allt þetta brask kostaði vitanlega stórfé, sem tiltölulega fámennur hóp- ur manna varð að standar straum af, svo að golfið várð í sinni nýju mynd afardýr íþrótt og ekki fyrir aðra en efnamenn. En það var aðeins stutt tímabil, sem efnamennirnir einir sátu að hinu nýja og endurbætta golfi. Bæjarfélög- in fóru að láta gera á 'sinn kostnað golfvelli, sem allir gátu fengið aðgang að gegn vægu verði, eða þá að þau útveguðu áhugamönnum hæfilegt landrými með svo vægum skilmál- um, að hverjum bjargálna manni var fært að vera með. Og á örfáum árum breyttist golfið úr dýrri og „eksklusiv“ yfirstéttaríþrótt í tiltölulega ódýra al- menningsíþrótt. Golfið breiðist nú út með farsóttarhraða um allan hinn enskumælandi heim, og brátt fór það að stinga sér niður í nágrannalöndun- um. En alls staðar þar var það fá- mennur hópur áhugamanna sem skap- aði því fyrst fótfestu; síðarmeir kom hið opinbera og lagði því lið. Það er því algjörlega vanhugsað og enda með öllu þýðingarlaust að vera að leggjast á móti golfinu öðrum íþróttum fremur. Golfið sigrar alla mótspyrnu hér sem annarsstaðar þar sem frjáls hugsun og frjálst íþróttaval fær að láta til sín taka. Og engum golfleikanda myndi koma það á óvart, þótt golfið yrði eftir 15-20 ár talið sú íþróttin sem sízt allra mætti missast héðan. Fleiri en hinir opinberu andstæð- ingar golfsins eru þeir sem hafa tek- ið algerlega óvirka afstöðu gagnvart því. I • augum þeirra er golfið ekki annað en meinlaus hégómi, sem ein- stöku menn er ekki geta lengur tekið þátt í „almennilegum“ íþróttum hafi fundið upp sér til dægrastyttingar, en sem að öðru leyti sé engin ástæða til að amast við. — Afstaða þessara manna byggist á fullkomnu skilnings- leysi á íþróttagildi golfsins, og er þeim nægilega svarað með framanritaðri lýsingu á því. En flestir þeirra sem útan golfsins standa hafa — að minnsta kosti nú orðið — tekið aðra afstöðu gagnvart því. Þeir líta réttilega á golfið sem holla og skemmtilega íþrótt, en eru annars þeirrar skoðunar að það sé að- eins fyrir sæmilega efnum búna menn, sem auk þess ráði sjálfir yfir sínum tíma. Fyrir allan almenning, sem vinni reglubundna vinnu í þjónustu annara, og hafi ekki mikið úr að spila fram yf- ir brýnustu þarfir, sé golfið hinsvegar bæði of tímafrekt og of dýrt. Báðum þessum viðbárum skal nú svarað, og hvorri fyrir sig. Skal þá fyrst vikið að því, hvort golfið sé svo tímafrekt, að það geti ekki komið almenningi að notum fyrir þá sök. Auðvitað þarf golf sinn tíma eins og aðrar íþróttir. Fæstir nenna að fara í golf nema þeir hafi að minnsta kosti 1 Vá kl.stund alls, til umráða. Og þátt- taka í reglulegum kappleik tekur venjulega 3 klst. En er þetta nú svo ægilegt, að það útiloki menn almennt frá golfinu? Allur þorri manna hefif auk helgi- daga og frídaga, laugardagseftirmið- dagana að miklu leyti til eigin um- ráða. Þessum tíma er upplagt að verja til golfleiks að meira eða minna leyti, og þannig er þacývíðast hvar erlendis. Síðari hlut^ laugardagsins fyllast golf- vellirnir og fram eftir öllum sunnu- deginum er þéttskipað á þeim. En aðra daga vikunnar er þar tiltölu- lega fámennt. Annars vill nú svo vel til, að við Islendingar erum flestum betur sett- ir með tækifæri og tómstundir til golfleiks, því 3 mánuði ársins má leika golf frameftir á kvöldin, en það leyfir birtan ekki víðast hvar erlend- is. Ef unga fólkið hér færi að nota björtu kvöldin til að leika golf, í stað þess að rápa um göturnar, horfa á lé- legar kvikmyndir eða slóra á kaffi- knæpunum fram að miðnætti, myndi það áreiðanlega hafa af því mikla líkamlega og andlega heilsubót. Þegar karlmenn leika golf, einir fjölskyldunnar, er sjálfsagt fyrir þá að nota til þess tímann fram að há- degi á frídögum sínum. Sá tími fer venjulega til lítils hjá þeim hvort sem er, og missir fólk þeirra því einskis í þótt þeir séu fjarverandi þá stundina. Fyrir árrisula menn, er kyrsetu- vinnu stunda er hægðarleikur að fara svo snemma á fætur að þeir hafi tíma til að leika golf 1-2 klst. áður en þeir fara til vinnu sinnar. Hollari morgun- hressingu og betri undirbúning undir dagsverk á verkstæði, skrifstofu og þvíumlíkt er tæplega hægt að fá. Að síðustu er það alveg tilvalið að nota sumarleyfi sitt að meira eða minna leyti til golfleiks. Er hér alveg sérstaklega talað til hinna mörgu, sem ekki hafa önnur úrræði til að eyða sumarleyfinu en að troða sér inn í langferðabílana, og hafast þar við allan daginn í þrengslum og mis- jöfnu lofti, oft innan um dauðveikt fólk, en kúldrast þess á milli á yfir- fullum og misjöfnum gistihúsum. Þetta ætti að nægja til að sýna fram á, að allur þorri manna hefir nægan tíma aflögum til golfleiks, ef áhuginn er fyrir hendi. Þá skal það athugað hvort golfið sé svo dýrt hér í bæ, að ekki sé fyrir aðra en efnamenn að iðka það. Til þess að hafa aðgang að golfvell- inum þurfa menn að vera meðlimir í golfklúbb og greiða allhátt árgjald auk inntökugjalds í eitt skipti fyrir öll. í golfklúbb Akureyrar nema þessi gjöld á yfirstandandi tíma, fyrir full- orðna 100 kr. hvort fyrir sig, og er fé þessu að langmestu leyti varið til þess að standa straum af golfvellinum. Meðan klúbburinn nýtur einskis styrks frá bænum eða öðrum, verður þessi skattlagning á meðlimina alveg óhjákvæmileg. Þá verða menn að fá sér nokkum ýtbúnað. Fæstir þurfa annað að kaupa en nokkrar kylfur og knetti. Fyrst um sinn nægja 3 kylfur, síðarmeir má bæta 1-2 við, en fleiri en 5-6 kylfur þurfa menn ekki að eiga. Með sæmi- legri umhirðu endast þær tugi ára. Hinsvegar vilja knettimir týnast og skemmast, og mun láta nærri að menn þurfi að kaupa tíu knetti árlega. Oft er hægt að fá brúkuð áhöld fyrir miklu lægra verð, og yfirleitt er það ráðlegt fyrir byrjendur að kaupa ekki ný tæki fyr en þeir eru komnir yfir byrjunarörðugleikana. Gömlu tækin má svo losa sig við seinna ef menn kæra sig um. Með núverandi Verðlagi kostar góð golfkylfa ca. 75 kr., en golfknöttur ca^ 6 kr. Þeim sem kynni að vaxa í augum kostnaðurinn við að afla sér golfá- halda, skal ráðlegt að kynna sér hvað sæmilegur skíðabúningur kostar nú, og ættu þeir þá jafnframt að minnast þess, að í meðal árferði falla til eins margar vikur sem hægt er að fara í golf og dagarnir eru, sem komist verð- ur á skíði. Að síðustu er það afar áríðandi fyrir þá sem ætla sér að leika golf, að fá sér nokkra byrjunartilsögn og þá hjá atvinnukennara ef þess er nokkur kostur. Þpssi tilsögn er svg nauðsynleg vegna þess, að fjöldi mikilvægra at- riða í hinni margþættu golrsveiflu verður að framkvæmast þveröfugt við það sem í fljótu bragði virðist eðlilegt og byrjandanum því tamast. Og það eru aðeins útlærðir og vanir kennarar sem treystandi er til að fylgjast með og leiðrétta allar mis- fellur. Samkvæmt ofangreindu má því á- ætla kosnaðinn við golfið hér á staðn- um, með núgildandi verðlagi, ca. 500 kr. fyrsta árið, en eftir það ca. 200 kr. árlega. Vissulega er þetta nokkuð fé, en hvað er það á móti þeirri skemmtun, ánægju og líkamshollustu sem fæst í aðra hönd? Og hvað þurfa nú menn upp og ofah að neita sér um mikið af bíóferðum, kaffihúsasetum, kvöldskemmtunum, bíltúrum, tóbaki og áfengi, til að hafa upp í þennan kostnað? Geri hver upp við sig. Það verður því, að öllu athuguðu, tæplega sagt, að kostnaðarhliðin við golfið þurfi að fæla menn almennt frá því. , Niðurlagsorð. Golfklúbbur Akureyrar hefir nú starfað í 10 ár, en vegna þess hve ■ þröngt hefir verið um hann hefir hann ekki haft mikið um sig fram að þessu, (og meðal annars lítið hirt um að fjölga meðlimum. Nú er þetta viðhorf nokkuð breytt. Klúbburinn keypti á síðastliðnu ári 16 ha. land á góðum stað 4 bæjar- landinu og tekur það í sumar til af- nota sem golfvöll. Hyggst klúbburinn svo að gera landið að fullkomnum golfvelli á næstu árum — hve fljótt því verður lokið fer fyrst og fremst eftir fjárhagslegri getu hans. En hvað sem því líður, þá hefir landkaupin rýmkað svo mikið um hjá klúbbnum, að hann getur nú bætt við sig nokkr- um nýjum starfandi félögum, án þess að hætta verði fyrst um sinn á baga- legum þrengslum í kappleikjum, en síðustu árin vildi það stundum koma fyrir á gamla golfvellinum. Regluleg golfkennsla hefir engin farið hér fram síðustu 6-7 árin, með því að ekki hefir tekist að nú í kenn- ara, og hefir það komið sér mjög illa, ekki hvað sízt fyrir byrjendurna. Nú verður bætt úr þessu og er um miðj- an maí von á skoskum atvinnukenn- ara, sem dvelur hér í mánaðartíma á vegum klúbbsins'. Loks mun klúbburinn sjá um að hér verði eftirleiðis jafnan fáanleg golf- éhöld við allra hæfi, en síðustu árin hafa verið miklir erfiðleikar á að ná í þau. — Hér í bæ eru allmargir sem hafa ætlað sér undanfarið að gerast meðlimir klúbbsins, en hafa ekki farið af stað, sumpart vegna þess að kennsla hefir enga verið að fá, sum- part vegna áhaldaleysis. Þá eru og ennþá nokkrir klúbbmeðlimir sem aldrei hafa komizt af stað, og þá aðal- lega af fyrgreindum ástæðum. Þessum skal hérmeð bennt á, að nú er gott tækifæri til að byrja, og vafasamt hvort annað eins gefst í bráðina. Meðal annars er alveg óvíst um hvort hægt verður að halda uppi góðri kennslu áruega. Og vitanlega getur klúbburinn ekki tekið við nema takmörkuðum meðlimafjölda. Akureyri, síðasta vetrardag 1946. Golileikandi. Akureyri. Flokkur karla úr Knattspyrnu- félagi Akureyrar sýndi fimleika undir stjórn Haralds Sigurðsson- ar, í Samkomuhúsinu þriðju- dagskvöldið 30. f. m. Er þetta fyrsti veturinn, sem þessi flokkur æfir, og var því varla mjög mikils að vænta, eftir svo stuttan tírna. Þó er víst óhætt að segja, að enginn hafi orðið fyrir vonbrigðum. Árangurinn hefir orðið betri en beztu vonir stóðu til. Staðæfingarnar voru yfirleitt góðar, piltarnir vel samtaka, þótt á stöku stað gætti smá mistaka. „Senan“ er líka of lítil fyrir, þó ■ ekki stærri hóp, og því til mikilla ■óþæginda. Yfirleitt var mildari i blær yfir þessum staðæfingum en jvenjulega er, og kunnu margir j því betur, en slíkt er vitanlega smekksatriði. Um stökkin má segja, að þau tókust að vísu misjafnlega, en mörg þeirra ágætlega. Eru í flokknum mjög efnilegir stökk menn og vantaði þó tvo af þeim beztu, sem ekki gátu sýnt sökurn 'lasleika. Flokkur þessi hefir sýnt að hann samanstendur af ungum tápmiklum og hraustum mönn- um, og ef þeim tekst að halda hópinn og æfa að staðaldri, eíga ,þeir áreiðanlega eftir að veita mörgum ánægjustundir. ! Stjórnandi flokksins, Harald ur Sigurðsson íþróttakennari, er prýðilegur kennari, hefir gott valxi á flokknum, og segir vel fyr- ir. Áhorfendur voru færri en ■ skyldi. i ^Etlunin var að kvennaflokkur j K. A. sýndi einnig þetta kvöM, , en af því gat.ei orðið sökum brottfarar kennarans, ungfrú Þórhöllu Þorsteinsdóttur, úr bænum. Var það leitt, því sá flokkur er mjög efnilegur, en þær eiga vonandi eftir að sýna hvað jrær geta, þótt síðar verði. Áhorfandi. íþróttafélagið Þór hefir fengið knattleikakennara frá Reykjavík til kennslu um tíma, Grímar Jónsson, þjálfara úr Val. Æfing- ar eru byrjaðar úti á völlum og virðist áhugi' mikill, enda er nú tækifæri gott til að njóta góðrar tilsagnar. Knattspyrnu- tennari hefir ekki verið hér und- anfarin ár, en líkur til að hér séu efni í góða knattspyrnumenn — fái þeir tilsögn og þjálfun. Rætt er um, að í. B. A. sendi flokk knattspyrnumanna á landsmótið síðast í þessum mánuði. Brél Sýningargestur" skrifar blaðinu nokkur orð um sýningu barna- skólans nú á dögunum. Hann segir m. a.: gTUNDUM hættir mönnum til að " halda, að börn og kennarar slæp- ist við störf sín. En þeir, sem komu á sýningu barnaskólans 1. maí sl., munu áreiðanlega hafa orðið annars áskynja. Mér virtist þessi sýning með ágætum, enda var auðheyrt, að dóm- ar sýningargesta voru á þann veg. Þarna var svo margt vel unnið, alveg furðanlega vel, þegar þess er gætt, að börn eiga í hlut. Margir smíðismunir drengjanna voru mjög vel gerðir, og útskornu munirnir ekki síður. Og handiðja stúlknanna var fjölþætt og svo vel og smekklega af hendi leyst, að unun var á að líta. Það er auðséð að skólinn leggur mikla rækt við handavinnuna og hefir valda kennara. Raunar mun hann alla tíð hafa gjört það, en eg held að þessi sýning taki hinum fy. ri fram. Og það er mikils vert fyrir börn bæjarins, að fá slíka kennslu. Þá voru kennslustofumar opnar og þar sýnd skrift, vinnubækur o. fl. Var þar margt eftirtektavert að sjá. Það er góður siður, sem skólinn hefir tekið upp, að láta börnin skrifa sama efni haust og vor á sama blað. Er þá sam- anburður á skriftinni auðveldur, og glöggt að sjá þann mikla mun á skrift- inni í haust og nú, en hann var víða mikill og framförin því auðsæ. Þarna var og sýndur mikill f jöldi af teikningum barnanna á sal og göng- um, og þótt eg hafi ekki nægilega þekkingu til að dæma um ágæti þeirra, þá þótti mér þær fallegar og skemmtilegt að horfa á þær. Sýningin mun hafa verið mjög fjöl- sótt, enda átti hún það skilið. Hún var skólanum til sóma.“ Norðmenn buðu bænum félag um rekstur Krossa- nessverksmiðjunnar Hinir norsku eigendur Krossa- nesverksmiðjunnar hafa boðið Akureyrarbæ hálfa Krossanes- verksmiðjuna til kaups fyrir hálfa millj. króna, gegn því, að hið erlenda félag og bærinn starfræki verksmiðjuna í félags- skap. Bæjarstjórnin mun ekki óska að taka þessu tilboði, en málinu var vísaáí til bæjarráðs til frekari athugunar. HERBERGI Stórt, sólríkt herbergi, með sérinngangi til leigu nú þegar. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.