Dagur - 15.08.1946, Page 8

Dagur - 15.08.1946, Page 8
8 D AG U R Fimmtudaginn 15. ágúst 1946 Úr bæ og byggð k-...r= =====& Mööruvallaklaustursprestakall. — Messað á Bægisá sunnud. 25. ágúst kl. 1 e. h. Gamalmermaheimilið í Skjaldarvík. Fyrst um sinn verða sætaferðir frá BSA á hverjum sunnudegi kl. 13.30 og stanzað eina klukkustund. Stefán Jónsson. Hjánaband. Ungfrú Kristjana Egg- ertsdóttir, Kristjánssonar stórkaup- manns í Reykjavík og Magnús Ingi- mundarson, Árnasonar fulltrúa hjá KEA. Silíurbrúðkaup áttu í fyrradag frú Sigríður Benjamínsdóttir og Ármann ísleifsson, Aðalstræti 2. Sextugur varð í fyrradag Pálmi Þórðarson, bóndi og oddviti í Núpu- felli. Fimmtugur varð í gær Helgi Páls- son, erindreki, Spítalaveg 8. Gjöf til sjúkrahússins frá S. H. og G. B. kr. 200.00. — Með þökkum móttekið. — G. Karl Pétursson. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Aðal- heiður Bjarnadóttir, Jónssonar, skip- stjc'-j á Lagarfossi, og Jónas J. Rafn- ar, lögfræðingur, Kristnesi. Látinn er að heimili sínu, Spítala- veg 9 hér í bæ, Tómas Gunnarsson, Vestfirðingur að uppruna, en hafði átt heima hér nokkur sl. ár, orðinn aldr- aður. Þá lózt nú eftir helgina í Sjúkra- húsi Akureyrar, Árni Sigurðsson frá Þyrnum í Glæsibæjarhreppi, hniginn á efri ár. Leiðréttíng. í kvæðinu „Norður- sýsla“ — í 38. tölubl. Dags þ. á. — hefir 7. Ijóðlína 4. erindis ruglast í prentun. Rétt er hún þannig: „Dumbshaf, gjörðin nyrztu landa“. Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa borizt þessar gjafir: Þingeyskur bóndi kr. 150.00, Fyrrverandi sjúklingur kr. 1000.00. Frá Jónasi Kristjánssyni, Espigrund, og börnum hans, til minn- ingar um mæðgurnar Rannveigu Sveinsdóttur og Nikólínu Jónsdóttur, sem bóðar dóu á Kristneshæli, kr. 1500.00..— Beztu þakkir. J. Rafnar. Bílaskortur í heiminum. (Framh. af 1. síðu). inn, en 450 til útflutnings. Bíla- verðið hefir nýlega hækkað, t. d. kostar Riley-vagn nú 675 pund að viðbættum 188 punda skatti. í stríðsbyrjun voru meira en 2 milljónir bíla í notkun í Bret- landi og þá voru skráðir 7(i0 nýir bílar á dag að meðaltali. Af þess- um 2 millj. eru ennþá 1,5 millj. í ökufæru ástandi og- um hverja helgi er mikil umferð á öllum vegum. Má þá sjá margan bílinn, sem ekki mundi notaður, ef lramleiðslan hefði náð í skottið á eftirspurninni. En á virkum dög- um er umferðin minni, því að benzín er ennþá skammtað í Bretlandi. Einnig þar er svarti markaðurinn starfandi og hægt mun vera að fá nóg benzín ef hátt verð er í boði. Austin-verksmiðjurnar fram- leiða nú 2000 bíla á viku og þær munu geta hækkað þá tölu í -1000, en þá eru meðtaldir vöru- bílar, sem eru í mikilli eftir- spurn. Morris-verksmiðjurnar munu geta aukið framleiðslu sína um a .m. k. 50% á næstu mánuðum. Brezki bílaiðnaðurinn er skuldbundinn til þess að flytja út um það bil helming fram- leiðslunnar og ennjjá hefir sam- keppni af amerískri hálfu ekki verið ntikii. Veldur því hvort tveggja, dollaraskortur flestra þjóða og tafir á framleiðslunni í Bandaríkjunum. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs smíðuðu amerísku verksmiðjurnar sam- tals 800.000 bíla, en árið 1941 var framleiðslan á santa tímabili 2.100.000 bílar. Ennþá flytja Bandaríkjamenn ekki út riema fi% framleiðslunnar, því að áður en veruleg útflutningsverzlun hefst, ætla þeir sér að fullnægja að mestu leyti hinni miklu eltir- spurn innanlands. Af þessum ástæðum fyrst og fremst er það sem Frakkar selja Citroeen og Renault-bíla, Svíai; Volvo, Ítalía Fíat og Lancia og Tékkar Tatra- ln'la, jafnótt og þessar þjóðir geta framleitt. Arið 1949 eða 1950 mun korna að þ\ í, að menn geta snúið sér lteint til bílasalans, skoðað bíl- inn og sagt: „Eg ætla að fá þenn- an,“ og ekið á burt í nýja bíln- um. Fyrr verður það ekki. F.ins og útlitið er nú, verður kapp- hlaup um hvern einasta bíl, a. m. k. til ársloka 1948. Hornsteirininn að nýja sjúkra- húsinu lagður. (Framhald af 1. síðu). norður á túniri og þar hefjist þ:'t úfihátíð. Verður þar völ á ails konar skemmtunum og dægra- styttingum, dansað á palli, þjóð- dansar sýndir, leikfimi o. m. fl. Kalffisala fer fram í Gagnfræða- skólahúsinu, en ýmiss konar aðr- ar veitingar fást á hátíðasvæðinu sjálfu. Þá rnunti konurnar efna til bazars í Gagnfræðaskólahús- inu. Verða þar seldir alls koriar munir, er konurnar sjálfar hafa unnið ,til ágóða fyrir sjúkrahúss- málið. Merki verða seldbáðadag- ana. Hátíðinni iýkur á sunnu- dagskvöldið með flugeldasýn- ingu. Verði góðviðri um næstu helgi er ekki að efa að bæjarbúar munu verða fjolmennir á hátíða- svæðinu. Hátíðin í fyrra fór fram með miklum myndarbrag og málefni það, sem konurnar helga nú krafta sína, vilja allir góðir borgarar styrkja af fremstu getu. Kvensokkar úr ísgarni, sérstaklega sterkir en ódýrir, nýkomnir Brauns Verzlun Páll .SigurgeirssoTi Tannsmíðanemi óskast á tannlækningastofu Gunnars Hallgrímssonar. Vandaðar, enskar barnakerrur nýkomnar. Brynjólfur Sveinsson, h.f. Sími 129. Að gefnu tilefni skai það upplýst, að enginn utan SVEINN BJARMAN, umboðsmaður vor fyrir Norður- og Austur-ísland, heilir fengið píanó frá OSS á þessu ári. Hornung Sc Möller a/s ' Kgl. Hof-Pianofabrik. Knud Möller, Axel Möller. Bíll lil sölu Austin, Model 1946, með vél- sturtum. Keyrður ca. 5000 km. Upplýsingar í Benzínafgr. KEA eða Geislag. 37 Sænsku smiðjurnar komnar aftur K. E. A. Járn- og glervörudeild. | Verkafólk j x er unnið hefir á sláturhúsi voru undanfarið og ætl’ar S sér að gera hið sama í haust, þarif að láta skrá sig hið 2 S fyrsta. — Skráningin fer fram á skrifstofum verksmiðj- & 5 anna. 5 | KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. 5 CH5<KH!H><H!H><H><H5<H5<H5<H><H!H5<H><H5<H5<H5<H5-<H5<H><H5<H''<H><H5<H5<H5<HCHCH>< Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför JÓSEFS LILJENDALS SIGURÐSSONAR, Torfufelli. Bjarney Sigurðardóttir. Sigrtin Sigurðardóttir. Torfliildur Jósefsdóttir. Sigurður Jósefsson. Hjöi var Hjálmansson. Sigfríður H. Liljendal. Systur og fósturbróðir. Innilega þakka eg öllum þeim, sein sýndu mér hluttekn- ingu með blómum og peningagjöfum til mín og barnanna ntinna og veittu okkur ýmsa aðstoð vegna andláts unnusta rnrns 'L BJARNA G. ARNASONAR. Ósk Arnadóttir. Þökkum inmilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð vegna andláts BJARNA G. ÁRNASONAR og heiðruðu minnirigu hans. Vandamenn. Faðir minn, TÓMAS GUNNARSSON, fyrrv. fiskimatsmaður, andaðist 10. þ. m. — Jarðarförin fer fram laugardaginn 17. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili inínu, Spítalaveg 9, kl. 1.30 eftir hádegi. Fyrir ntína hönd og annarra vandamanna. Theódóra Tómasdóttir. <h?<H5<h5<íikh><h><h5<h5<h><h3<h5<h5<hkh><h}<h><h><h><h><hkh><h><KH><h><h><h .-8. <pB> HORNUNG & M0LLER KGL. HOF-PIANOFABRIK Eitt píanó fyrirliggjandi á staðnum Einkaumboð fyrir Norður- og Austurland; Sveinii Bjarman 6 Akureyri — Sími 369. , 0<H5<H3<H3 <B5<H3<<<H3<H5<H5<H3<H5<H5<H5<H5<H3<H5<H5<H3<H5<H3<H5<H3<H3<H5<H3<HH BIRO-penninn | (knlupenninn) er kominn aftur! Undrnpí'.mnnn, sem engin skrifstofa ætti að vera án X og er öllumrseni kynnzt hafa honum, hið mesta gleði- % efni. — f Vinsumlegast vitjið sern jyrst pdntaðra penna. Bókaverzlun Þorst, Thorlacius ^$><S>^><^xí>^^>^><$>^>^<S^Í>^$>«><M>4>«>4><$«í>4>4>4>4>^>«>««®^><í>^><í>«><S><$>4>^^ H5<H5<H5<H5<H5<H5<H5<H5<H3<H3<H5<H3<H5<H5<H3<H3<H5<H5<H><H5<H5<H5<H5<H5l5<B5<H5. Tilboð óskast í setbekki með bólstruðum setum eða gúmmísetum í stóra sal Samkomuhúss Akureyrarbæjar. Filhoðum sé skilað á skrifstofu hæjarstjóra fyrir 15. september næstkomandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu minni. Bæjarstjórinn á Akureyri, 12. ágúst 1946. Steinn Steinsen. CH5<H5<H5<H5<H5<KHKH5<H5<H5<H5<H5<H5<H5<H5<H3<H5<H5<H5<H5<H3<H5<H5<H5<H5CK5< NOTIÐ SJAFNAR-VORUR Í555555555555555555555555555555555555555if55555955Í55555555555555555555%555Öt*t5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.