Dagur


Dagur - 05.09.1946, Qupperneq 6

Dagur - 05.09.1946, Qupperneq 6
6 D A G U R Fimmtudagur 5. september 1946 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSEFRANKEN k—..... 15. dagur = (Framhald). haiði getað skeð, var Claudíu hulin ráðgáta. Hún óskaði, að ein- hver vildi skrifa einfalda sögu um venjulegt fólk, eins og þau Da- víð. 1 svoleiðis bók ættu helzt ekki að vera neinar af þessum há- j fleygu lýsingum, en nóg af samtölum með einföldum og auðskiljan- legum orðum. Nei, svoleiðis bækur fengust víst ekki. Claudía fleygði metsölubókinni frá sér. Henni var ómögulegt að festa hug- ann við efnið. Henni leiddist. 1 fyrsta sinn síðan þau Davíð giftust, leiddist henni heima. Líðanin var ekki góð, henni var ómátt. Davíð hefir líklega séð, að eitthvað var að henni, því að hann var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en hann fór að stjana við liana, en hún fullvissaði hann um að allt væri í lagi. Henni bara leiddist. Það var allt og sumt. Morguninn eftir vaknaði hún með sáran bakverk. Hann var þó ekki verri en það, að þegar lnin sá auglýst í morgunblaðinu, útsölu á barnafatnaði, þá stóðst hún ekki mátið. Hún hraðaði sér af stað að heiman, meðfram til þess að vera á brott áður en móðir hennar hringdi til hennar, en það gerði Iiún á hverjum einasta morgni. Því að Claudía var alls ekki viss unr að hún kæmist í borgina, ef móðir hennar vissi um fyrirætlanir henn- ar. Hún mundi geta taldið tugi ástæðna fyrir því, að ekki væri heilsusamlegt fyrir hana, svona á sig komna, að ferðast um í marg- menninu niðri í borginni. Hún treysti sér samt ekki til þess að fara með strætisvagninum, heldur náði sér í leigubíl. Innan stundar brunaði bíllinn á fleygi- ferð niður Manhattaneyju, en Claudíu leið ekki vel. Hreyfingin hafði ónotaleg áhrif á hana og aldrei lröfðu henni fundist göturnar í New York eins óskaplega langar og í þetta sinn. Hún var því meira en lítið fegin, þegar bíllinn staðnæmdist fyrir framan verzlunarhúsið. Henni fannst bílstjórinn vera óratíma að gefa henni til baka og liún tók loks það ráð að segja honum að eiga afganginn af seðlinum, og hraðaði sér sem mest hún mátti inn í 1 búðina. Það var ekki nema lítil stund síðan búðin hafði verið opnuð, en samt var f jöldi kvenna kominn á vettvang. Það var þröngt við af- greiðsluborðin, pústrar og hrindingar, og Claudía missti allt í einu alla löngun til þess að trana sér fram. Það var heitt þar,na inni og mas kvennanna fyllti loftið. Henni leið alls ekki vel, hélt um sinn að mundi líða yfir sig. Til allrar hamingju kom hún auga á stól og hún náði þangað, áður en nokkuð kom fyrir, og sviminn leið hjá. Afgreiðslustúlka, sem gekk fram hjá, staðnæmdist allt í einu, þegar hún sá Claudíu, og sagði: „Líður yður illa, frú?“ „Já, hálf illa,“ sagði Claudía og brosti dauflega. „Haldið þér ekki að bezt væri, að þér hröðuðuð yður heim?“ spurði stúlkan. „Eg skal ná í bíl handa yður.“ Claudía varð fegin. Heim þurf'ti hún að komast sem allra fyrst. ! Þegar að dyrunum kom, treysti hún sér ekki til þess að nota úti- | dyralykilinn, svo að hún tók það ráð að hringja dyrabjöllunni, því að hún vissi að Berta var heima. „Nei, ertu komin strax, blessunin,“ sagði Berta um leið og hún j opnaði dyrnar og brosti út undir eyru. En brosið stirðnaði á vörum 1 hennar, þegar hún sá andlit Claudíu. „Nei, er það þá svona," sagði hún og tók utan um hana. „Komdu með mér, barnið mitt, eg skal hjálpa þér í rúmið.“ (Framhald). I Val borð j | til þiljunar og 1 fKrossviður j | fyrirliggjandi I 1 Kaupfélag Eyfirðinga j I Byggingarvörudeild I ^^k$^k$>^k$k$>^k^>^k$>^kS>^hS>^k$k$><$>^k$k$k$^><$>^kS><$k$k$kÍkJh$xJ^>^^ IMatar- og kaffistell 1 nýjar tegundir teknar upp í dag | Diskar f djúpir og grunnir | Bollapör § hvít og mislit, verð frá kr. 1,50 | Mjólkurkönnur I hvítar og mislitar | iLeirkrukkur 1 | hentugar til geymslu á ýmis- | I konar matvælum, o. fl. leir- | | vörur nýkomnar | 1 Kaupfélag Eyfirðinga 1 | Járn- og glervörudeild. | KHS<HKHKH5<HKHKH>l«K«HKH5<HKHKH5<H«H>mHWH5Om>0<HKHKWHKHK«H: i'VVVwVVVVVV^iOrO/WVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVMVVVWVWWV'rMVVVVV IP I a s t i c: I KVEHSVUNTUR KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild S CHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Kirkjudagur að Hólum Sunnudaginn 25. ágúst sl. var kirkjudagur haldinn að Hólum í Hjaltadal. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju. Prédikun flutti séra Helgi Kon- ráðsson, sóknarprestur á Sauðár- kró.ki, en fyrir altari þjónaði séra Friðrik J. Rafnar vígslubisk- uj) og séra Gunnar Gíslason, sóknarprestur í Glaumbæ. Söng- inn önnuðust kirkjukórar Glaumbæjar- og Reynistaða- sókna. Stjórnandi þeirra er Jón Björnsson, bóndi á Hafsteins- stöðum. Að lokinni guðsþjón- ustu flutti cand. theol. Pétur Sigurgeirsson snjallt og fróðlegt erindi, þar sem hann lýsti nokkr- um kirkjum og kirkjulíli í Norð- ur-Ameríku. Vestur-íslending- arnir Grettir Jóhannsson ræðis- maður, Einar Páll Jónsson, rit- stjóri Lögbergs, Stefán Einars- son, ritstjóri Heimskringlu og frúr þeirra voru þarna staddir í boði Hólanefndar. Sæmdi hún þá smekklegu merki, er hún hef- ir látið gera. Er það annars selt og rennur andvirðið tii væntan- legs minnisvarða um trúar- og frelsishetjuna Jón biskup Ara- son. Að kirkjuathöfninni lokinni varð nokkuruhlé. Vörðu menn jjví til jress að fá sér hressingu, njóta veðurblíðunnar og skoða tign og fegurð hins fornhelga Hólastaðar. Að nokkrum tíma liðnum söfnuðust samkomugest- ir saman sunnan við skólahúsið. Þjóðkór söng Ó, fögur er vor fósturjörð, en síðan hófust ræðu- höld, sem séra Guðbrandur Björnsson prófastur í Hofsós stjórnaði. Mælti þar fyrstur manna sýslumaður Skagfirðinga, Sigurður Sigurðsson. — Beindi hann orðum sínum einkum til heiðursgestanna og bauð þá vel- komna til Skagafjarðar og „lieim að Hólum“, Því næst töluðu Vestur-lslendingarnir. Ættjarð- arljóð voru sungin milli ræð- anna. Allur var þessi kirkjudagur með ágætum og þeim til sóma, er að honum stóðu. M. H. G. Jósef L. Sigurðsson Torfafelli. Hve örðugt er að skilja þá undarlegu stjórn, er Hel er send að heimta af hópi smáum fórn, -sem er svo helg og höfug að hjartans missi þann fær aldrei bætt sá auður, sem eflir þennan rann. Hve sviplega hér syrti um sumarbjartan dag, er út þitt stef var strikað úr starfsins glaða brag. — Þótt hryggð í hjörtum vina nú hræri dýpstan streng, má gjörvöll byggðin gráta, ’inn göfga, prúða dreng. Er harmi öllum hærra þó heilög birta skín, þig herran kallað hefur í himinveldi sín til margfalt dýrri dáða en drýgt fær nokkur hér. — Sú auðlegð aðeins veitist þeim einum, sem hún ber. Og hér í harmsins rúmi er horft á fagurt ljós, sem hug til lífsins lyftir og læknar særða rós. — Þín göfga, glæsta minning er greypt í hjartastað og veitir unun æðstu þá allt er fullkomnað. Þú varst sá vökumaður, er vannst með heitri ást að dagsins dýru störfum, þín drenglund engum brást. — Með hreinan skjöld þú skilur við skuggum þrunginn heim, svo fölskvalausan frama, þú fékkst á verði þeim. % Þú leizt með ljóma í augum á lífsins víðu höf, þú sendir hverjum sumar og sólskinsbros að gjöf. Þitt mark var aldrei miðað við metorð eða fé, því hismi öllu ofar þú áttir helgivé. í prúðum fjallafaðmi þitt fagra óðal rís, þar varð þér önn að yndi og allra hylli vís, þar var þér vagga búin í von hins unga dags og göfugt hlutverk helgað til hinzta sólarlags. Á Torfafellsins tindi nú táradöggin skín, en sóleyjarnar sveipast í sveig um sporin þín. — Og túnið, áin, engið, sem ástvin misstu sinn nú vefja yl og yndi um æfiferil þinn. Og Hólar mjúkt þér halla að hlýju brjósti sér, þar mun þér beður búinn, sem blómum skreyttur er. Og straumar heitir hnxga að hjartarótum inn, er sveit í sumarskrúða nú signir ástmög sinn. Far heill, þú vorsins vinur, til vorsins sviða nú, þín bíða laun þess liðna við ljóssins Fögrubrú. — Við altari hins æðsta, mun aðall dæmdur þeim, sem auðgað fékk að yndi og elsku — þennan heim. Jírurm. Olafsdóttir, Sörlastöðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.