Dagur - 20.11.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1946, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudagur 20. nóvember 1946 Framan af tveggja ára fjár- stjórnartímabili Péturs Magnús- sonar kvartaði hann oft yfir fjár- málastefnu stjórnarflokkanna og kvað hana hljóta að leiða til óhamingju, ef ekki væri breytt til. Flokksmenn Péturs létu þess- ar aðvaranir fjármálaráðherra síns eins og vind um eyrun þjóta og neyddu hann til að stjórna fjármálunum að vilja stórbrask- ara og fjárglæframanna. Þetta varð fjármálaráðherra að láta sér lynda, því að hann skorti karl- mennsku til að setja hnefann í borðið og segja: Hingað og ekki lengra. Nú er svo komið sögu, að Pét- ur Magnússon lýsir yfir því við fjárlagaumræðu, að hagur ríkis- sjóðs sé loks með blóma. Þegar hann lítur yfir fjármálaástandið, blasa við augum hans „hlæjandi, blómskrýddir vellir“. Mbl. étur það upp eftir honum og smjattar á þeim ummælum hans, að hag- ur ríkissjóðs standi í blóma. Það er ekki amalegt fyrir þjóð- ina að hlusta á þenna boðskap Péturs og Mbl. um blómgun fjár- hagsins, ef hann væri sannleikan- um samkvæmur. Þjóðin ætti því að taka til grandgæfilegrar at- hugunar þessa nýju Blómstur- vallasögu Sjálfstæðifslokksins. — Til leiðbeiningar við þá athugun má benda á eftirfarandi stað- reyndir: Þau tvö ár, sem núverandi rík- isstjórn hefir setið að völdum, hafa tekjur ríkisins numið 340 milj. kr. eða til jafnaðar 170 milj. kr. árlega. Öllu hefir þessu verið eytt og meira en það, því að greiðsluhalla er spáð á yfir- standandi ári. Hve mikill hann reynist, verður ekki um sagt að svo stöddu. En hvað tekur svo við: í fjárlagafrumvarpi Péturs Magnússonar fyrir næsta ár gerir hann ráð fyrir 22 milj. kr. greiðsluhalla. Þó sleppir hann þar stórfelldum útgjaldaupphæð- um, svo viðbúið er að raunveru- legur greiðsluhalli verði allt að 60 milj. kr. Þegar fjármálaráðherra er spurður að, hvernig hann hugsi sér að fjár verði aflað í þessa gíf- urlegu greiðsluhallahít, svarar hann því einu, að þar komi ekki mál við sig, því að hann verði farinn fár ' f jármálastjórninni, þegar fjárlögin fyrir árið 1947 verði afgreidd. Hann ætlar öðr- um að botna þann kafla Blómst- urvallasögunnar. Þá hefir ríkisstjórnin þann tíma, sem hún hefir verið við völd, haft 1200 milj. kr. í erlend- um gjaldeyri til ráðstöfunar. — Þetta er svo mikið fé á íslenzkan mælikvarða að flesta mundi hafa sundlað við á árunum fyrir stríð- ið, og aldrei áður hefir verið ann- að eins tækifæri til glæsilegra framfara, ef vel hefði verið á haldið. Á tveimur árum hefir stjórnin haft lag'á að eyða þessum 1200 milj., þar af hefir farið til kaupa á framleiðslutækjum, en hitt allt, 900 milj. kr„ hefir farið í sjóinn. Mbl. segir, að íslenzkir nárns- menn erlendis séu teknir að svelta vegna gjaldeyrisskorts, en jafnframt gumar það af blómstr- andi fjárhag, sem sé að þakka Sjálfstæðisflokknum og þó alveg sérstaklega viturlegri fjármála- stjórn Péturs Magnússonar. Það er fyllsta ástæða til þess, að þjóðin geri þá kröfu, að fram fari ýtarleg rannsókn á öllu fjár- bruðli stjórnarinnar. Hvað halda menn, að Mbl. og Islendingur hefðu sagt, ef EySteinn Jónsson hefði á tveimur árum komið fyr- ir kattarnef 340 milj. kr. ríkis- tekjum og 1200 milj. kr. í erlend- um gjaldeyri? Efalaust hefðu jæssi málgögn krafizt þess misk- unnarlaust, að Eysteinn yrði lát- inn sæta ábyrgð fyrir verk sín. En af því að Pétur Magnússon og Sjálfstæðisflokkurinn eiga héx hlut að máli, þá er allt með himnalagi, og ástæða til að skrifa Blómsturvallasögu um fjárstjórn Péturs og flokks hans. Hér er fyrir hendi hámark pólitískrar spillingar. Pétur Magnússon og Mbl. halda því fram, að í engu landi hafi verið kreppa í stjórnartíð Eysteins Jónssonar, nema á ís- landi, vilja þau gefa í skyn, að Eysteinn hafi búið til kreppu liér með óviturlegri fjármála- stjórn. En hvernig stóð þá á því, að t. d. í Bandaríkjunum gengu 12 rnillj. manna atvinnlausar á þessum árum, el engin kreppa var þar? Allir, sem komnir eru til vits og ára, vita, að þetta kreppu- leysi í heiminum yfirleitt á ár- unum 1934—38 er tilbúinn heimaiðnaður Péturs og Mbl. Að* öðru leyti verður saman- burður á fjármálastjórn Péturs Magnússonar og Eysteins Jóns- sonar á Jressa leið: F.ysteini tókst, þrátt fyrir lok- un Spánarmarkaðsins, sem or- sakaði gífurlega fjárhagsörðug- leika, að halda ríkisrekstrinum hallalausum frá byrjun til loka fjármálastjórnar sinnar. Meðaltekjur ríkisins á þessum árum voru aðeins rúmlega 17 milj. kr. eða 1/10 af tekjunum í stjórnartíð Péturs. Eysteini tókst að hafa hagstæð- an verzlunarjöfnuð við útlönd, þó að meðalútflutningstekjur væru þá ekki nema rúmlega 50 milj. kr. eða aðeins 1/12 af því, sem Pétur Magnússon hefur haft úr að moða. Á þessum kreppuárum var fiutt inn meira af vélum og efni til framkvæmda en nokkru sinni fyrr. Á þessum árum voru reist 25 frystihús í landinu og afköst síld- arverksmiðjanna aukin um all- miklu meira en helming. Með þessum framkvæmdum var lagður grundvöllur að nokkrum hluta af gróða stríðs- áranna. Pétur Magnússon fékk í fang sér - veltiár og 10—12 sinnurn meira fjármagn en Eysteinn. Þrátt fyrir þessa glæsilegu að- stöðu blasir nú við tuga miljóna kr. greiðsluhalli á ríkisreikn- ingnum og gjaldeyrisskortur svo magnaður, að íslenzkir náms- menn erlendis svelta. Þetta stafar at því að gjaldeyrinum hefur verið varið til glingurinnflutn- ings, skrauthalla ,,stórhöfðingpa“ Sjálfstæðisflokksins, ferðaflakks þúsunda manna út urn heiminn, o. s. frv. Hér við bætist svo sívaxandi dýrtíð, er hefur Jrær afleiðingar, ,.að fallöxi þverrandi getu ríkis- sjóðs og einstaklinga og vaxandi örðugleika á öllum sviðum at- vinnulífsins skilur bol frá höfði“, eins og Ólafur Thors orðaði Jrað áður en hann gerði stjórnar- samninginn við kommúnista. Þannig endar Blómsturvalla- saga forráðamanna Sjálfstæðis- flokksins. UM VÍÐA VERÖLD Póststjómin ameríska heíir nýlega lækkað fluépóstéjald fyrir almenn bréf i 5 cent, fyrir venjuleéa þynéd, á leiðum yfir 300 km. Er búizt við stórauknum fluépóstsendinéum veéna þessara ráðstafana. Bretar hafa nýleéa lokið 'smíði skips, sem notar éastúrbínukraft í stað venjuleés vélakrafts. Er þetta fyrsta skipið, sem fer á flot með þessum út- búnaði. Gastúrbínan tekur miklu minna pláss en venjuleéar vélar, oé hefir skip þetta því stórum meira rúm fyrir vörur oé farþeéa, en vcnjuieg skip svipaðrar stærðar. Reynsluför þessa nýja skips verður farin eftir nýj- ár oé mun vekja mikla athyéli. '—, Stórskipið Normandi, sem brann í New York-höfn á striðsárunum, hefir nú verið selt til niðurrifs, fyrir sem svarar 18 dollurum á smálestina! — Kaupverðið er alls 161,680 dollarar. Alls munu fást 42,500 smálestir af járni úr skipinu. '—. Norska stjórnin íhuéar um þessar mundir tillöéu um 625000 króna fjár- veitinéu til þess að kosta vísindaleið- anéur til Suðurheimskautslandanna. Ætlunin mun vera, að Svíar oé Ené- lendinéar taki þátt i leiðanérinum oé leéé' fram fé, en Norðmenn hafi for- yztuna. Leiðanéurinn á að stunda jökla-, loftslaés-, -veður- oé náttúru- fræðileéar rannsóknir. Kaupum hállllðskur Stjörnu Apótek ÍI$S$$$S$$$Í$SS$$$$S$$S$$$$$$S$$$$$4SS$$S$$SSS$4S$*SSS$$$SSSS$$S4S$$$$S»ÍS^ FRÁ BÓKAMARKAÐINUM &$4S$$$S$$$4$$$$$$$$$$$$$$$S fSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍÍ Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: VILLEFLUG. Þóroddur frá Sandi er, svo sem alkunnugt er, af mikilli skálda- a'tt kominn, þar sem segja má, að f jölda ættmenna hans leiki orð á tungu og Ijóð á vör. Sjálfur er Þóroddur sízt aukvisi ættar sinn- ai að þessu leyti. Smásagnasafn hans, Skýjadans, sem út kom fyr- ir fáum árum, bar orðlist hans og skáldgáfur ónekt vitni, enda hlaut sú bók góða dóma ritskýr- enda og vinsældir lesenda. Nú sendir bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akureyri fyrstu ljóðabók Þórodds á markaðinn í vandaðri og smekklegri útgáfu með fagurri kápumynd eftir Ás- grím Jónsson listmálara á titil- síðu hlífðarkápunnar. * Villiflug heitir hún, Ijóðabók- in nýja, og gæti nafnið raunar verið betur til fundið, þótt lag- legt sé það og hreimfagurt. Þór- oddur frá Sandi stendur of föst- um fótum á jörð feðra sinna — bæði sem skáld og maður — til þess að för hans um tilveru og hugarheima minni fyrst og fremst á flug villtra fugla. Þetta er sízt sagt honum til lasts, og víst er það kostur — en ekki löst- ur — að efni ljóðanna er fyrst og fremst sótt til mannabyggða í samtíð og sögu. Og það dylst ekki, að góður drengur er þar á forð, heill og sterkur í samúð sinni og andúð, öruggur í trún- aði sínum við hinar „fornu dyggðir" mannlífsins og erfðir íslenzks máls og menningar. Hitt kann svo að orka fremur tvímæl- is, hvort Jrað getur talizt til kosta, að hið unga skáld fetar gjarnan ruddar slóðir um efnisval, form, bragarhætti og tungutak. Hag- mælska Þórodds er ótvíræð, en Ijóðrænn smekkur hans naumast alls staðar jaln óskeikull, og verð- ur þó raunar jafnan um slíka hluti deilt án markverðar niður- stöðu. Bezt þykja mér kvæðin, þar sem tóntegundin er lágvær, kliðmjúk og innileg, orðavalið látlaust og samfellt efni ljóðsins og geðblæ. En til eru þau kvæði í bókinni, Jrar sem mér finnst mælska höfundar gerast full há- vær, orðmörg og tilhaldssöm án tilsvarandi undirstraums efnis og tilfinningaþunga. Mér þykir, að öllu saman- lögðu líklegt, að Þórodds frá Sandi muni bíða það hlutskipti „að eiga orðastað við seinni tíma“, eins og hann kemst sjálfur að orði — ekki þó um sjálfan sig — í kvæði um föður sinn látinn. Og ljóðelskir samtíðarmenn munu einnig leggja eyrun við, er hann kveður sér næst hljóðs á skáldaþingi. J.Fr. Bandaríkin sendu nær 5oo.ooo bíla og 14.5oo flugvélar til Rússlands stríðsárin Láns- og leiguvörur sendar til Evrópu og Asíu fyrir 49 milljarða dollara Um svipað leyti og aðalritari kommúnistaflokksins í Moskvu, ‘ Zhadanov, galf út dagskipun til kommúnista um heim allan, í til- efni af 29 ára afmæli byltingar- innar, Jiar sem skýrt var frá því, að sovét-skipulagið liefði sýnt mikla yfirburði yfir „auðvalds- skipulagið“ á stríðsárunum, var birt í Washington skýrsla um láns- og leiguvöruafgreiðslu Bandaríkjanna til Evrópulanda og Asíu á stríðsárunum. Sýnir hún að Bandaríkjamenn hafa látið af hendi hernaðarvör- ur fyrir 49 milljarða dollara, og þar af verulegan hluta til Sovét- ríkjanna. í Associated Press fregn frá Washingtomsegir svo: Samkvæmt skýrslu, sem for- stöðumaður láns- og leiguvið- skipta Bandaríkjastjórnar hefir lagt fram, létu Bandaríkjamenn bandamenn sína í stríðinu fá 44.810 flugvélar, 33.349 skrið- dreka, skotfæri fyrir 4.086.686.- 000 dollara og 916.183 bifreiðar. Þessar tölur sýna hið risavaxna framlag hergagnaiðnaðarins í Bandaríkjunum til sigursins. — Samkvæmt skýrslunni fengu Sov- étríkin 14.505 orustuflugvélar, eins og tveggja hreyfla sprengju- flugvélar og flutningaflugvélar. Næst mest af flugvélum fengu Bretar, eða 10.658. Til Kína fóru 1158 flugvélar, Indlands 4364, Ástralíu 2741, Egyptalands 3493, Suður-Afríku 1266, Canada 2070 og Suður-Ameríku 2131. Af skotfærum og stórskotaliðs- vopnurn fengu Bretar mest, eða fyrir 1.953.291.000 dollara, Sovét Rússland fékk næst mest, fyrir 814.472.000 dollara Bretar fengu einnig flesta skriðdreka, eða 12.- 755, en Rússar 7537. — Rússar fengu bróðurpartinn af bifreið- unum, eða 478.899, eða meira en helminginn af því, sem Banda- ríkjamenn fluttu út. Allt þetta var afgreitt með láns- og leigu- kjörurn. Staffsstúlkur vantar á Sjúkrahús Akureyr- ar nú Jægar. — Upplýsingar i síma 107.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.