Dagur - 20.11.1946, Blaðsíða 6
6
D AGUR
Miðvikudagur 20. nóvember 1946
CLAUDlA
SAGA HJÓNABANDS
EFTIR
ROSE FRANKEN
i’---- 1 ■ ======= 25. dagur ====== • =y
(Framháld).
ir niðri, þótt liann virtist vera mesta gufa á yfirborðinu. Kannske
Emrna væri eitthvað svipað innréttuð? Claudía dró andann djúpt
að sér og byrjaði á nýjan leik.
„Hvar búa Morrishjónin?“
„1 Flatbush." __
„Ó.“
Claudía fann að hún hafði orðið fyrir vonbrigðum.
Flatbush var vitasku'ld eins góður bær og hver annar og vel gat
verið að Morrishjónin væri yndislegt fólk, en einhvern veginn
fannst henni samt þetta allt minna á mörg börn og bréfservíettur.
Ekki svo að skilja, að nokkuð væri við það að athuga, en Claudía
hafði hálfpartinn gert ráð fyrir, að láta skammta á diskana og bera
þá fram einn í eihu, svona til þess að sýna Júlíu, að þau væri engir
aumingjar, er hún kæmi við hjá þeim næst þegar lnin færi til Bost-
on. Einhvern veginn gat hún ekki hugsað sér Emmu í því embætti.
Það var undarlegt, að umhugsunin um Júlíu komu af stað ógur-
legum samkeppnisáhuga í brjósti hennar, í hvert sinn er henni datt
hún í hug. Davíð hafði sagt, að hann skildi ekki upp né niður í sam-
bandi þeiiTa, en Claudía hafði reynt að gera honum skiljanlegt, að-
þannig væri það oft með tengdafólk, eitt vildi alltaf sýnast meira en
hitt, og þetta þyrfti á engan hátt að sýna lélega skapgerð.
„Sýnist þér umhverfið ekki ólíkt Flatbush,“ spurði Claudía, og
benti á bændabýlin, um leið og þær óku fram hjá. En Emma svar-
aði þessu engu og Claudía var farin að halda, að hún væri eitthvað
biluð innvortis. Þegar þær nálguðust húsið, fann Claudía, að hún
gat ékki frestað því lengur, að spyrja um mikilvægt málefni, sem
hafði legið henni þungt á hjarta síðan hún réði Emmu til sín. „Eg
vona, að vinnumiðlunin hafi nefnt þvotta við þig,“ sagði hún, blátt
áfram, eins og það væri sjálfsagðasti hlutur í heimi: „Þeir töluðu
um létta þvotta,“ svaraði rauðsprettan, og var nú að heyra mun
ákveðnari en áður. Claudía velti því fyrir sér, hvort hinir sífelldu
þvottar á fötum drengsins — hrein eins og þau voru eða hitt þó
heldur — gætu heitið „léttur þvottur“. Hún leit á stúlkuna, en sá að
engin svipbrigði voru á henni, það mundi þurfa eitthvað meira til.
Kannske mundi Emrna reynast ágætasta barnfóstra, eins og Berta,
og ef hún reyndist þannig, þá væri vandalaust að strika yfir smá-
galla. „Þetta eru nú mest rnegnis barnaföt," lrélt hún áfram. „Hef-
urðu gaman af börnum?“ „Nokkuð svo,“ svaraði Emma, alveg
áhugalaust.
Claudíu létti. Henni fannst þó „nokkuð“ gaman að börnum, og
það var meira en hægt var að segja um Önnu, stýlkuna, sem hafði
verið hjá henni áður, og Soffíu, sem hafði verið á undan Önnu.
Líklegast mundi Emrna reynast ágætlega eftir allt saman.
Að vísu var hún ekki tiltakanlega dugnaðarleg að sjá hana, en
það þyrfti ekki að vera neitt verra, að minnsta kotsi ef dugnaður-
inn við að komast að heiman á kvöldin yrði jrá í stíl við hin verkin.
Þess konar dugnaður fór í taugarnar á Claudíu. Það hafði einmitt
verið þetta, sem olli vandræðunum með Kötu, sem var hjá h'enni á
undan Soffíu.
Bíllinn ók upp að snotru húsi, sem allt í einu kom í Ijós við
bugðu á veginum. Claudíu fannst jrað alltaf erfitt, að muna eftir
því, að þetta væri sama húsið og gamla skriflið, sern þau höfðu far-
ið að skoða í kuldanum í marz fyrir tæpu ári síðan. Já, Davíð og
Roger höfðu haft á réttu að standa eftr iallt. saman. ■ Þetta gamla
hús átti fegurð og virðuleik í ríkum mæli, þegar að var gáð, en
hvernig í ósköpunum var hægt að ætlast til þess að óupplýstar
manneskjur kæmu auga á það fyrirvaralaust? Það hafði svei mér
verið heppilegt, að hún var þó enginn aukvisi, því að það hefði
eícki verið að allra færi að standa í erfiðleikunum, sem voru sam-
fara vtðgerðinni og endurbótum á húsinu. Ljóta mæðan það allt
saman. Trésmiðirnir höfðu ekki látið sjá sig nema annan og þriðja
hvern dag, miðstöðvarlagningarmennirnir höfðu farið á pólitísk-
an fund í bænum einmitt þegar verst gegndi og múrararnir höfðu
víst áreiðanlega eytt meiri tíma í bjórdrykkju á veitingakránni við
veginn, en heima við húsið. Claudíu fannst. þá, að hún væri að
verða gráhærð af áhyggjum, en Davíð hafði fullvissað hana um
það, að jrað mundi ekki bæta hag þeirra nokkurn skapaðan hlut.
Hann tók öllu með heimspekilegri þolinmæði. „Þetta er Nýja-Eng-
land“, var viðkvæðið hjá honum, þegar verst gekk.
En loksins kom að því, mörgum vikurn eftir tilskilinn tíma, að
smiðirnir og múrararnir tíndu saman dótið sitt og hurfu á brott, og
skildu Naughtonhjónin eftir tii þess að njóta ein friðsældarinnar
og kyrrðarinnar í sveitinni. Claudía saknaði þeirra hálfpartinn.
„Manni bregður við, eins og þegar maður hættir að hafa tannpínu,
{(Framhald).
J'arðarför KRISTJÁNS TRYGGVASONAR, er andaðist
12. þ. m., fer fram föstudaginn 22. þ. m. og hefst með bæn að
heimili hins látna, Viðarholti, Glerárjxnpi, kl. 1 e. h.
Aðstandendur.
Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur sam-
úð og hjálp við andlát og jarð'arför móður okkar, JÓHÖNNU
ÞORKELSDÓTTÚR, Ási.
Fyrir hönd barna og fósturbarns hinnar látnu.
Soffía Sigurjónsdóttir.
^xs><sx®xs><®>3xsx3>s>sx®x®>3x®><®xí><®x®xsx®xe><s><®><s><íxíx®>3xsxsx®x£<®x®x®x^x®>sxs><sx®xs><íx£<sx$x®x^£
HUGHEILAR ÞAKKIR til sveitunga minna og allra ann-
arra, nær og íjær„ iyrir heimsókn, gjaíir og árnaöaróskir í til-
eíni af sjötíu ára afmæli mínu 2. nóv. sl.
Guö blessi ykkur öll.
EIÐUR SIGTR YGGSSON, Steinkirkju.
XS^x$^xí><$>^><S^xS>^>«xíx$><S>^><í><S>«x$>^><^<^x$xS^xí>^x$xíxíx$>^x$>^<Sx$><$><íx$><Sx$xSx»
HJARTANS ÞAKKIR til allra þeirra, sem heiðruðu okk-
ur með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á tuttugu
og fimm ára hjúskaparafmæli okkar og gerðu okkur daginn
ógleymarúegan.
Soffía Jóhannesdóttir. Kristján Jakobsson.
<«, X
£x®x®x®x®x®x3xSxSx$x$x®x®x$x$x®x$x®xíx®x®x®x®x®xSxSx®x®xSx®x$x$x$x$^xSx$xex®KSxSx$xSx®x®xSx®x®x®xSx®x®x
— Fokdreifar
(Framhald af 4 .síðu).
um, þar sem enginn annars átti neinn-
ar hættu von. En hvernig er þá um
okkar eigin túnjaðra? Hér í Eyjafirði
dvaldi fjölmennt setulið árum saman.
Öllum hér mega vera í fersku minni
skotæfingar þess á Glerárdal og víðar
hér nærlendis. Augljóst er nú, af þess-
um hryggilegu atburðum eystra, að
gálauslega hefir verið farið með með
sprengjur og skotfæri á skotæfinga-
svæðum, og má því ætla, að hættur
geti leynst við hvert fótmál hér á
Glerárdalnum og víðar. Sjálfsagt er að
bæjar- og sýsluyfirvöld láti gera
gangskör að því næsta sumar, að
rannsaka fornar skotæfingðastöðvar
hér um slóðir og hreinsa burt allar
leyfar. En á meðan slík rannsókn hef-
ir ekki farið fram, er mikil og rík
ástæða fyrir alla, að gæta þess vand-
lega,’ að hreyfa ekki við annarlegum
hlutum er kynnu að verða á leið
þeirra á þessum slóðum, og helzt að
láta ekki börn og unglinga vera þar á
ferð. Athugun á skotæfingasvæðum
hersins þyrfti nauðsynlega að fara
fram, áður en skíðfaeriðr barna og
unglinga á Glerárdal hefjast, sjálfsagt
er ástæða til að afmarka sérstaklega
þau svæði, þar sem skotæfingar fóru
aðallega fram, ef einhverjir bæjar-
manna muna nókvæmlega, hvar setu-
liðið einkum hélt sig á slíkum æfing-
um.
flíirspuío iil Eyiiröifloa.
B><B><B!B><H!B!B!B!H><B!H><HÍB!B>-0<B!H!H!H>0<H><H!H!rtH!H!H><H!H>0<H!B!B><B!B><B!B><B!H>
Sldðaskór
á börn og unglinga
Yatnsleður skór
á börn og unglinga
• Skóbúð KEA
*
H><H!H!H><H><H!H><H!H>)><H!H><H><H><H>í!H!H!H>í><H!H!H><H!H>í><H!H><H>í!H>í><H><H!H>í!H!tÖ
Olíuvélar
eins, tveggja og þriggja hólfa,
fást ennþá hjá
Verzlunin EyjafjÖrður h/f
^<B>O<H!í<H><H!H!H>)!H><H><H>0<H><H!H!H>)><H!H><H><H!H!H><H><hÍh>)!H!H!H!H!H!H!H>)!H><h!h
Fataskápur
með skrifborðsinnréttingu, til
sölu. Hentugur einhíeypum.
Til sýnis í Holtagötu 10 (neðri
liæð).
Kvenarmbandsúr
hefir tapazt á leiðinni frá
brauðbúð KEA í Hafnarstræti
að Þingvallastræti 2. Skilist á
afgreiðslu Dags.
Tek að mér
♦
vélritun og fjölritun
Guðbjörg Bjarnadóttir,
Holtagötu 7 — Sími 456
Galvaniseraður
pappasaumur
fyrirliggjandi.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Járn- og glervörudeild.
í desember 1916 sendi sýslu-
maðurinn í Eyjafjarðarsýslu
Þjóðminjasafninu mannsbein
og nokkra forngripi frá
heiðni, en ekki fylgdu neinar
upplýsingar um, hvaðan þetta
vaéri. Gripirnir eru: tvær stórar,
kúptar skrautnælur úr kopar, all-
ar með gröfnu verki, kopar-
prjónn með ln ing í öðrum end-
anum, snældusnúður úr blýi og
ryðgaðir járnmolar. Man ekki
einhver Eyfirðingur, hvar og
hvernig þessir gripir fundust? Ef
svo væri, kynni eg honum þökk,
ef hann vildi gjöra slvo vel að
veita mér um það vitineskju.
Kristján Eldjárn,
Kjartansgötu 8, Reykjavík.
. (einhneppt) á háan og grann-
an mann, til sölu. — A. v. á.
emailleruð, fæst keypt í
Brekkugötu 25.
Kvefl-arflibandsiir
með leðuról, tapaðist í mið-
bænum föstudaginn 8. þ. m.
Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila því gegn fund-
arlaunum á skrifstofu Flug-
félags íslands h.f.
Aðalfendur
Knattspyrnufélags Akureyrar
verður haldinn miðvikudag-
inn 20. þ. m. k'l. 8.30 e. h. að
Hótel Norðurland. — Auk
venjulegra aðalfnndarstarfa
liggja fyrir fundinum mjög
áríðandi mál, er því nauð-
synlegt að hann verði fjöl-
sóttur.
STJÓRNIN,