Dagur - 20.11.1946, Síða 4

Dagur - 20.11.1946, Síða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 20. nóvember 1946 r,--............' ' ...-. - DAGUR Ritatjórl: Haukur Snorroson Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar „Eina voninM pÁTT ER ENN um mikil tíðindi frá Alþingi. Þingmenn virðast helzt „streitast við að sitja og sveitast yfir smámálum. Munu hinir eldri þeirra og reyndari ýmist una því vel eða fá ekki að gert, þar sem lorystan er einhuga og ákveðin um hcfegiætið og úrræðaleysið. Hinir yngri þing- rnenn og óráðnari munu hilnis vegar una værðinni og mollunni misjafnlega, ogiáta þeir helzt nokk- ur lífsmörk og nýjabrum á sér finna með því að bera fram rökstuddar fyrirspurnir tum gang nokk- urra þýðingarmikilla stórmála og fyrirætlanir stjórnarherrainara í sambandi við þau. Eru marg- ar slíkar fyrirspurnir þegar fram komnar á þing- inu, þ. á. m. liefir verið spurt um afdrif stjórnar- skrármálsins og störf stjórnarskrárnefndar, en fljót og örugg afgreiðsla þess máls var, svo sem kunnugt er, meðal helztu kosningaloforða stjórn- arflokkanlna. Síðan hefir ekkert til þessa stórmáls spurzt, neina helzt það, að sitjórnarskrárnefnd sé — og hafi llengi verið — forystulaus og óstarfhæf, enda muni engin undirbúningur hafa átt sér stað um afgreiðslu þessa örlagaríka framtíðannáls. Það er því sízt furða, þótt nýgræðingarnir á þingi sem elnin eru ekki að fullu orðnir samdauna svik- um og dugleysi stjórnarliðsins, spyrji, lrvað líði slíkum og þvílíkum mállum. En fram að þessu heíir engri þessara fyrirspurna verið svarað. StjórnarheiTarnir hunza bara þegjandi forvitnis- tal og óðagot nýgræðinganna! Kveður svo ramt að þessu, að fyrirspyrjenduijníir hafa séð sig til- neydda að bera fram frumvarp til llaga, þar sem gert er ráð fyrir sérstökum spurningatíma í þing- inu, og stjórnarherrunum gert að skyldu að svara slíkum fyrirspurnum þingmanna með hæfilegum fyrirvara, en stinga þeim ekki algerlega undir stól, svo sem nú er list þeirra og vani! £JKKERT FRÉTTlST heldur um nýja stjórnar- myndun. Kunnugir — þ. á. m. sjálfstæðismál- gagnið „Vísir“ — fulilyrðir, að allt ráð stjórnar- flokkanna og framtíð stjómarsamvinnunnar liangi nú á einum og sarna bláþræði — þeirri von, að afurðasala takist í stórum stíl og fyrir gífur- legt verð til Rússlands. „Vísir“ fullyrðir, að þetta sé „eina von“ stjórnarliðsins — „eina leiðin til þess að Itomast hjá því í eitt ár dnn að snúast gegn böli dýrtíðarinnar.----Ef sallan tekst, mun verða mynduð ríkisstjórn fljótlega.“ — Og blaðið bætir við þessi ummæli sín og aðrar ófagrar lýs- ingar á horfum í fjármálum og atvinnumálum þjóðarinnar undir forystu stjórnarliðsins, svo- felldri ályktun: „Ef ekki 'tekst áðutlnefnd afurða- sala, er þessa stundina ekki annað sjáanlegt en að fyrir dyrum sé atvinnustöðvun, fjárhagsörðug- leikar og pólítískt öngþveiti. Þetta sýnir, að við erum komnir á’yztu snös með allt okkar ráð, og byggjum alla von á því, að óvænt happ beri að höndum, sem verji okkur falli.“ pOSSAR HAFA undanfarnar vikur gert stór- fellda verzlulnarsamninga við hverja Norður- landaþjóðina á fætur annarri, svo að ekki er ólík- legt, að nú sé röðin komnin að okkur íslending- uni í því efni. Póliltískir fréttamenn í I.ondon fn'llyrða, að þessar horfur veki mikla athygli með- al stjórnmálamanlna stórveldanna, og sé þetta al- mennt talið standa í beinu sambandi við tog- streitu Sovétveldanna og Bandaríkjanna um áhrif og ítök á Atlantshafi norðanverðu. Rússar muni abtla sér að kaupa upp framleiðslu þessara þjóða Sýningai' í Skjáldborgar-Bíó. „Bíógestur" skrifar blaðinu: gLOÐIN hér skýra oft frá ýmiss " konar starfsemi, sem bæði er góð og gagnleg, en um starfsemi Skjald- borgar-Bíós hafa þau verið fremur þögul. Við höfum um langt skeið orð- ið að sætta okkur við lélegar áróðurs- kvikmyndir í þágu hernaðar, margar hverjar eru svo ljótar og æsandi fyr- ir unglinga, að ekki hefði átt að sýna þær. En nú fyrir nokkru hefir breytzt mjög til batnaðar í þessu efni síðan Góðtemplarareglan hóf starfsemi sína með kvikmyndasýningar í Skjaldborg. Undanfarið hafa verið sýndar þar úrvalsmyndir, nefni aðeins nokkrar, eins og t. d. Brim, Sigrún á Sunnuhvoli, Ástir skáldsins og Mun- aðarlausi fiðlusnillingurinn. — Þessar kvikmyndir eru hver annarri betri, þó að sú síðast talda skari fram úr. Hún sýnir drengskap, fórnfýsi og sanna list á svo dásamlegan hátt, að eg minnist ekki að hafa séð annað eins á hinu hvíta lérefti. Vonandi á eftir að sýna hana oft ennþá, þó alltaf sé það takmörkum bundið hve lengi myndir geta verið á hverjum stað. Það er leitt hve Skjaldborgar-Bíó rúmar fáa í sæti. — Vonandi tekst þeim, sem að þessari starfsemi standa, að bæta úr því, áð- ur en langt um líður. Þessar línur eru ekki skrifaðar í neinu áróðursskyni, heldur aðeins til að vekja athygli á.því, að hér er haf- inn einn þáttur í menningarstarfsemi fyrir alla, megi það verða, ekki sízt æskunni, til gleði og gagns. Bíógestur“. nú um sinn með yfirboðum og skera þarJhvergi við neglur sér í bili, og gera þannig hagkerfi þessara landa Iháð rússnesku fjár- magni og þar með rússneskri heimsráðastefnu. Þegar svo sé koinið, muni eftirleikurilnn ó- vandaðri og hægurinn hjá, að skammta íbúum hinna nýju yfir- ráðasvæða fjárhagslega afkomu og pólitískt frelsi og sjálfræði eftir sömu skömmtunarreglu og aðrar smáþjóðir í Evrópu austan- verðri, sem þegar eru komnar undir „verndarvæng" Rússa, eiga nú við að búa, endaiverði þá ekki framar um neina markverða íhlutuln eða gagnboð annarra stórve'lda að ræða, þegar „kaup- in“ séu gerð og „kaupverðið greitt út í hönd í beinhörðum rússneskum peningum, hvort sem þeim verður nú skipt að forminu til í erlendan gjaldeyri eða ekki. jyjARGT BENÐIR óneitanlega itil þess, að mikið muni hæft í orðrómi þessum, að eftir dóms- orði Rússa sé beðið í Reykjavík og á hinu háa Alþingi þessa dag- ana. Og á meðan situr rfkis- iStjórnin og ráðamenn stjórnar- flokkanna sem „þular stóli á“ og heldur að sér höndum. — En kaldhæðnisleg virðast þau örllög, sem valda því, að það skuli kqma í lilut Sjálfstæðisflokksins að lialda um stjórnarvölinn, þegar fley hins íslenzka lýðveldis stýrir undain brotsjóunum í heimshafi frelsis og háskasamlliegs sjálfsfor- ræðis inn á hina tryggu og logn- sléttu höfn savétvaldsins og rúss- nesku heimsveldishyggjunnar! Sumarið langa. gUMARIÐ 1946 mætti hljóta nafn- ið „sumarið langa“ í annálum, því að hvað sem líður öllum vísdómi almankasins, þá lauk því ekki í raun fyrr enn um síðustu helgi, þegar kom- ið var fram yfir miðjan nóvember- mánuð. Eftir dásamlega sumartíð kom dásamlegt haust, sannkallað „Indiánasumar", eins ogþeirkallahina unaðslegu hausttíð vestur í Ameríku. Það má með sanni segja, að hér hafi „sprottið laukar og galað gaukar“ allt fram á síðustu daga. Vika var af nóv- ember, þegar eg fann nýútsprunginn bellís í garðinum mínum, og margir hafa veitt því athygli, að farfuglarnir hafa verið síðbúnari í ár, en stundum áður; hafa líklega ekki getað slitið sig frá litskrúðinu og hlýindunum hér norður við íshafsrönd. Náttúran og skaplyndið. *p*N NU er þessari dýrð lokið og Vetur konungur seztur að hér mitt á meðal okkar. Umskiptin voru snögg, þótt ekki óvænt, og nú finnst okkur skammdegið leggjast þyngra á okkur en áður. Meðan náttúran lék við okkur, vissum við naumast af því, að komið var fram á vetur, en nú, þeg- ar hin hvíta ábreiða liggur yfir öllu og hraolandalegur norðanvindur lem- ur hold og hús, þá finnst okkur myrkr- ið geigvænlegt og vafalaust setur árs- tíðin nú mót sitt sterklegar á tilfinn- ingar okkar og hugsanir, en meðan grasið var grænt, þótt sólargangur væri stuttur. Og nú er vafalaust, að félagsstarfsemi og skemmtanalíf fær- ist í aukana, eins og nokkurs konar mótvægi gegn ásókn skammdegisins. Það er gömul reynsla þeirra, sem fást við félagastarfsemi, að meðan sólin skín í heiði og grasið grær, eru ís- lendingar þess lítt fýsandi, að setjast inn í drungalegar stofur til fundahalda og umræðna. Þá una þeir sér betur undir berum himni, einstaklingseðlið er ríkara en áður. En þegar syrtir aðj þá er þörfin fyrir samfélag við náung- ann og eitthvað til þess að dreifa myrkrinu, orðin rik, og fundir og skemmtistaðir verða fjölsóttir. Þannig reyna margir að ryðja burt skamm- degismyrkrinu og áhrifum þess og er það hvort tveggja, eðlilegt og hollt, bæði fyrir einstaklingana og samfélag- ið. Hrindum uppburðarleysinu! ÞO ER eins og skammdegis- myrkrið fylgi okkur inn í funda- og skemmtistaðina. Allt of oft tekst okkur að gera félagsfundi og það sem kallað ef „skemmtanir“, leiðin- lega og drungalega, hikandi og hálf- velgjulega. Það er eins og menn, sem annars þekkjast vel i daglega lífinu, verði feimnir og uppburðarlausir, strax og þeir eru sér þess meðvitandi, að fundaform hafi verið sett á samfé- lag þeirra. Af þessu leiðir, að dægra- dvölin, hin andlega uppörvun samfé- lagsins við náungann, verður ekki eins mikil og ánægjuleg og skyldi. Aldrei er meiri þörf á teprulausri og hispurs- lausri umgengni við náunga sinn en einmitt á þessari érstíðl En til þess að samskipti okkar geti kallast svo, verð- um við að vera samtaka um að hrinda af höndum okkar uppburðarleysinu og læra að umgangast hver annan eins og jafnréttháir þegnar frjáls og þvingunarlauss þjóðfélags. Jörðin, sem við göngum á. OLYSIÐ á Fljótsdalshéraðinu um daginn, eitt hið hörmulegasta og hryllilegasta um langan aldur í sögu þessarar þjóðar, minnir okkur á, að það er mjótt bilið milli lífs og dauða á stundum og hættumar leynast víða, jafnvel við næsta fótmál, á jörðinni, sem við göngum á. En til þess eru vít- in að varast þau. Augljóst er, að bónd- inn að Ási og litlu stúlkurnar þrjár, hafa mætt dauða sínum í túnjaðrin- (Framhald á 6. síðu). T í s ka n. Þessi samkvæmis- kjóll er ætlaður hinni háu og grannvöxnu stúlku. Litasamsetning- in er dálítið sér- stæð, þar eð kjóll- inn sjálfur er úr freniur dökkbrúnu „satin“, en erma- slögin fóðruð með ljósbláu efni og blómið í mittinu er einnig ljósblátt. — Pilsið er beint og mjótt með klauf upp undir hné að framan. (Vera Winston). ★ SYKUR TIL MARGRA HLUTA. Það er hægt að nota sykur í fleira en sultu og sætsúpu. Hann er til margra hluta ágætur og værum við illa stödd sykurlaus. Hann er t. d. mjög hressandi og upplífgandi ef um slén er að ræða. Dönsk kona, sem segir frá þessu í blaði, er eg sá nýlega, segir um þetta: „Eg trúði þessu ekki fyllilega fyrt' en eg hafði reynt það sjálf. Sykurmoli getur hresst mann ótrúlega, ef um þreytu eða slén er að ræða. — Það verkar fljótt og getur örfað svolítið, sérstaklega ef hann er borðaður með sítrónusafa, og þannig er það og afar ljúffengt á bragðið. - Ef um styrkj- andi drykk, fyrir mann, sem þarf að ná sér eftir veikindi, er að ræða, er gott að bæta í hann einni eggjarauðu. Þegar þér sjóðið grænmeti, þá setjið örlítið af sykri í vatnið, það þarf ekki nema teskeið, en það gerir það að verkum, að litirnir haldast skýrir og hreinir. Ef þér eruð svo óheppnar að liafa saltað súpuna heldttr mikið er sykurinn ráð til hjálpar. Lag af muldum molasykri í kex- eða smáköku- kassann, heldur' kökunum þurrum og stökkum, og sykurmoli í brauðkassanunr kemur í veg fyrir að brauðið mygli. Ef stífa á lítillega silki eða þunn efni, er gott að nota sykur. Hann er leystur upp í heitu vatni og settur í síðasta skolvatnið. — Ef stráhúsgögn eru strokin úr sykurvatni annað slagið, lraldast þau gljáandi og það brestur ekki í þeirn né brakar, og er það rnikill kostur. Hús- gögn úr eik er gott að hreinsa með köldu, sætu te. Linoleumdúkur heldur lit sínunr vel, ef nokkrir sykurmolar eru settir í þvottavatnið. Ef hendurnar verða ljótar eftir laugardagshrein- gerninguna, er ráð að þvo þær fyrst úr heitu sápuvatni, núa þær síðan með muldum mola- sykri — bara örlitlu — og skola síðan. Þetta gerir hendurnar mjúkar. Og að síðustu: Sykurvatn er afbragðsgott, þegar þér leggið hár yðar. Bylgjurn- ar haldast miklu lengur.“ Svo mörg eru þau orð og væri synd að segja að syk- urinn væri ekki til margra hluta nytsamlegur. — Hitt er annað mél, hvort ráðin eru hentug nú eða tímabær, á þessum sykurfátæku érum, en það skaðar ekki að þekkja ógæti vörunnar — eða hvað? P. Veiztu, að D. D. T. er öruggasta lúsalyf, sem nú þekkizt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.