Dagur - 20.11.1946, Side 8

Dagur - 20.11.1946, Side 8
8 D A G U R Miðvikudagur 20. nóvember 1946 Úr bæ og byggð □ RÚN 594611207 - Frl. I. O. O. F. - 128112281/2-9-0 KIRKJAN. Messað í Lögmanns- hlíð næstk. sunnudag kl. 1 e. h. (Safn- aðarfundur). — Akureyri kl. 5 e. h. Möftruvallakl.prestakall. Sunnud. 24. nóv. kl. 1 e. h. guðþjónusta á Elli- heimilinu í Skjaldarvík. Altarisganga. Sama dag kl. 4 e. h. safnaðarfundur Glæsibæjarsóknar í þinghúsinu. — Sunnud. 1. des. messtað á Möðruvöll- um og sunnud. 8. des. að Bægisá kl. 1 e. h. Zíon. Súnnudaginn 24. þ. m. Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Markús Sig- urðsson talar. — Allir velkomnir. Jólamerki. Kvenfél. Framtíðin hef- ir létið búa til mjög smekkleg jóla- merki, til þess að líma á bréf og bréf- spjöld. Verða þau seld til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Á næstunni verður leit- að til heimilanna í bænum til þess að kaupa merkin og er þess vænzt, að bæjarbúar taki því vel, er þeim verð- ur boðið að slá tvær flugur í einu höggi: Eignast smekkleg merki til þess að skreyta jólapóstinn og styðja málefni, sem er öllum góðum borgur- um hjartfólgið. Munið JÓLAMERKI Framtíðarinnar! Munið minnisvarðasjóð Jónasar Hallgrímssonar! Tekið á móti fram- lögum i Búnaðarbankanum, í KEA og hjá blöðunum á Akureyri. StyðjitS endurreisn sjávarútvegsins! Kaupið skuldabréf Stofnlánadeildar- innar. Þar eru í boði góð kjör og jafn- framt og þér kaupið bréfin, leggið þér hönd að þjóðnauðsynlegu uppbygg- ingarstarfi. Bréfin fást í bönkum og sparisjóðum landsins. Skemmtun heldur félagið „Berkla- vörn“ næstk. sunnudagskvöld að Hó- tel Norðurland, til ágóða fyrir Vinnu- heimilissjóð Kristneshælis. — Auk- margra ágætra skemmtiatriða, svo sem kvikmyndasýningar o. fl. verður auðvitað dans. Akureyringar ættu að fjölmenna á kvöldskemmtun þessa, með því vinna þeir tvennt: þeir eign- ast ánægjuríka kvöldstund, en efla um leið hin merkustu samtök, sem nú eru starfandi hér í þágu heilbrigðis- málanna. K. A.-félagar! Munið aðalfund fé- lagsins kl. 8.30 í kvöld að Hótel Norð- urland. Fjölmennið. Hjúskapur. Sunnudaginn 10. nóv. voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Ragna Gestsdóttir og Davíð Sigurður Kristjánsson, bifreiðarstjóri, Akureyri. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 árd. í Skjald- borg. Fundarefni: Inntaka nýrra fé- laga. Venjuleg fundarstör. Leikþáttur. Skrautsýning. Upplestur o. fl. Félagar fjölmennið! Komið með nýja félaga! Barnastúkan „Bernskan“ heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Skemmtiatriði: Upplestur og kvikmynd. Gullbrúðkaup eiga á morgun hjón- in Steinlauo- Guðmundsdóttir og Benedikt Sigurbjörnsson á Jarlsstöð- um í Höfðahverfi. Þau reistu bú að Grund á Svalbarðsströnd og ræktuðu þar nýbýli skömmu eftir aldamótin, bjuggu síðar að Veigastöðum, en hafa búið að Jarlsstöðum síðan 1916. Heimili þeirra hefur jafnan verið rómað fyrir rausn og myndarskap og bóndinn héraðskunnur fyrir glaðværð og ljúfmennsku. Heima í sveit sinni hefur hann «agnt margvíslegum trún- aðarstörfum oo; notið almennra vin- sælda. Kirkjuklukka. Kristján Halldórs- son & Co., Akureyri, hefir boðið bæn- úm klukku í kirkjuna. Málinu var vís- að til sóknamefndar. Skemmtifund heldur stúkan „Brynja“ næstk. þriðjud. í Skjaldborg kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar verður: Nýjustu atomfregnum útvarpað. Stutt kvikmynd. Dans. Veitingar fást keypt- ar í kaffistofu. Allir félagar á fund. Gestir frá öðrum stúkum velkomnir. Aðalfundur íþróttafélaésins Þór verður haldinn í íþróttahúsinu næstk. föstudag kl. 8 síðdegis. — Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjómin. Ungur Akureyringur kominn heim frá háskóla- námi í Bandaríkjunum Nýlega er kominn hingað til bæjarins Halldór Þorsteinsson, Jónssonar skólastjóra, eftir langa námsdvöl í Bandaríkjunum. — Halldór nam við háskóla Kali- forníuríkis í Los Angeles og voru aðalnámsgreinar hans franska og ítalska. Lauk hann B. A. prófi í þeim báðum, með ágætum vitn- isbuðri. Halldór hyggur nú á för til Frakklands og Italíu til þess að ljúka meistaraprófi í þessum greinum. Grenvíkingar stofna útgerðarfélag Mikil nauðsyn hafnar- og bryggjuendurbóta í Grenivík Útgerðarmenn í Grenivík hafa stofnað hlutafélag til þess að kaupa og reka fiskibáta og hafa með hönduð iðnað í sambandi við fiskveiðar, eftir því sem ástæður leyfa. Ráðgert er að h’lutafé verði 200 þúsund krón- ur. Ætluniin mun vera að kaupa tvo 60 smálesta fiskibáta, en ekki er fullráðið enriþá um það. Jafn- framt mun félagið beita sér fyrir því, að hafizt verði handa um nauðsynlegar hafnar- og bryggju- endurbætur í víkinni. Útgerðin í Grenivfk á við mikla örðug- leika að etja, vegna slæmra hafn- arskilyrða og vöntunar á bryggj- um. Mun félagið vinna að því, að hafizt verði handa um úrbæt- ur á þessu, svo fljótt sem við verður komið. - Heimavistarhús M. A. (Framhald af 1. síðu). þess fylgir stúiknadeild setuskáli 4.2x6 m. Bókasafn er í kjallara undir lesstofu og er sérstakur stigi þar á milli. Ætlast er til að þrír einhleypir kennarar búi í húsinu og hefir hvor þeirra tvö herbergi. Auk þess er íbúð fyrir aðalumsjónarmann ög er hún 5 herbergi, eldhús, bað og geymsla. Fimm herbergi eru ætluð fyrir sjúklinga. Búnaður hvors her- bergis verður: Handiaug með heitu og köldu vatni, tveir klæða- skápar, tveir rúmfataskápar, tveir legubekkir, borð, bókahilla og tveir stólar. Rúmmál heima- Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 20.00 frá N. N., kr. 20.00 frá Ó. D., kr. 25.00 frá J. G., Héraðsdal. — Þakkir. Á. R. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband að Æsustöðum í Eyja- firði, af síra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskupi, ungfrú Guðfinna Óskarsdótt- ir, Sæmundssonar kaupmanns, Ak., og Þorsteinn Pálmason, járniðnaðarnemi, Þórðarsonar oddvita og óðalsbónda í Núpufelli. Þá voru nýlega gefin sam- an hér í bænum, ungfrú Jóhanna S. Kristjánsdóttir frá Flatey og Ragnar Hermannsson sama stað. Áheit á Strandarkirkju frá Á. A. kr. 50.00. Leiðréttiné- Ranghermt var það í síðasta blaði, að stóra kartaflan, sem myndin birtist af, væri fré Ytra- Hvarfi; hún var frá Ytra-Holti í Svarfaðardal. vistarhússins er um 11000 m3. Þá er sérstök bygging, sem standa á sunnar og neðar á túninu og er hún ætluð fyrir eðlis- og nátt- úrufræði, söfn og kennslu. Stærð þeirrar byggiingar mun verða um 2000 m3. Að lokinni ræðu húsameistara, lagði Sigurður Guðmundsson síkólameistari hornstein hússins og flutti að því ioknu stutt ávarp, en lúðrasveitin lék. Síðar um daginn hafði skólinn boð að Hótel KEA fyrir kenn- ara, húsameistara og nokkra gesti. Á miðvikudagskvöldið var þessara merku tímamóta í sögu skólaJns minnst með hátíðlegri athöfn í skólanum. Þar flutti skólameistari ýtarlega ræðu um aðdraganda málsins og þýðingu byggingar þessarar fyrir framtíð skólans. Húsameistari ávarpaði nemendur, en Kristján Róberts- son flutti ræðu af hálfu nem- enda. Smíði heimavistarhússins hófst 27. ágúst sl. Teikningar allar eru gerðar af húsameistara ríkisins, en yfirsmiður byggingarinnar er Stefán Reykjalín. Áætlaður byggingakostnaður er 3!/2—4 millj. króna. - Karlakórinn „Geysir“ (Framhald af 1. síðu). dvö'lin hér vel,“ sagði Myrgart, „og starf mitt hefir verið skemmtilegt, því að hér eru yfir- ileitt ágætar raddir, t. d. framúr- skarandi tenórar, og áhuginn fyr- ii söngnum er ótrúlega mikill. En hér, eins og í öðrum lönd- um, er skortur á söngkennurum, sem geta þjálfað söngmennina á vísindalegan hátt. Verkefnin hafa því verið næg. — Og árangurinn? „Mér^ ér ljóst, að til þess að veruleg merki svona kennslu sjáist, hefði tíminn þurft að vera murii lengri en hér er nú raunin á; þo geri eg mér von um, að kórinn hafi haft gott af dvöl minni. Eg tel tvímælalaust, að „Geysir“ sé í hópi beztu kóra landsins. Þið eigið ágæta söng- menn hér norður frá og smekk- vísa söngstjóra. Eg mun jafnan minnast dvalar miínnar hér með ánægju.“ — Og hvert er förinni heitið héðan? „Eg mun dvelja um sinn í Húsavík, en fara þaðan til Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur, en síð- an heim til Eslöv, þar sem starf mitt bíður mín.“ Hljómleikar kórsins verða náin- ar auglýstir á götum bæjarins nú í vikulokin. (Framhald af 1. síðu). reksturs á Krossanessverksmiðj- unni ætti þá að vera af sama toga spunnið. Verður fróðlegt að sjá, hvort fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórninni ætla að taka undir kenningar ,jísl.“, um einkaleyfi ríkisins til fjáröflunar, og reyna að'stöðva fjársöfnun Út- gerðarfélagsins er nú stendur yf- ir og beita sér gegn fjársöfnun til Krossanesskaupanna. Mun bæj- I arbúum þá þykja fara að verða bragð af „nýsköpuninni“ ef þessi verður raunin á. Hitt er þó lík- legra, að Sjálfstæðismenin flestir séu undrandi á þessu frumhlaupi blaðsins og muni þeirrar skoðun- ar, að söguritun þess um fram- kvæmdir Sís sé bezt geymd með vísindunum um Húsavíkursetu Hrafna-Flóka, og öðrum slíkum nýtízkulegum söguskýringum, sem að undanförnu hafa prýtt dálka blaðsins. Dýlgjur „Islöndings“ í garð Framsóknarmanna og Dags, um fjandskap við stofnlánadeildina, eru hvort tveggja heimskulegar og illgjarnar- Framsóknarmenn hafa á engan hátt verið eftirbátar annarra um kaup stofnlánadeild- arbréfa og hafa lagt því máli lið af beztu getu, þótt þeir hafi leyft sér að benda á, að fjáröflunin til nýsköpunarinnar hefði átt að hefjast um leið og nýsköpunar- stjórnin settist á ráðherrastólana. Mun það sannast mála, að óstjórnin á fjármálum ríkisins að undanförnu hafi reynst stofn- lánadeildinni þyngst í skauti, því að forysta stjórnarflokkarina hef- ur ekki lengur þá tiltrú hjá þjóð- inni, sem í upphafi stjórnarsam- starfsins. Ef hagur ríkisins og at- vinnuveganna stæði með þeim „blóma“, sem blöð stjórnarflokk- anna sum hver vilja vera láta, væri heldur engirin skortur á til- trú manna og engin tregða á sölu skuldabréfanna. íslendingur leit- ar því langt yfir skammt, er hann þykist sjá orsakir hennar í garði Framsóknarflokksins og sam- virinumanna. Mikill eldsvoði í Reykjavík Snemma sl. sunnudagsmorgun varð eldur laus í húsinu númer 4 við Amtmannsstíg í Reykjavík. Var hús þetta tveggja hæða timb- urhús með risi. Hvasst var af norðri og fékk slökkvi'liðið ekki að gert, að hús þetta brynni til grunna og kviknaði í tveimur öðrum, er eirinig brunnu til ösku. Átta nærliggjandi hús skemmdust meira eða minna. Engu várð bjargað af innan- stokksmunum úr húsunum, sem brumnu og skemmdir urðu af vatni og reyk á innanstokksmun- um í hinum húsunum. Mann- björg varð, en a. m. k. þrír íbúar húsanna meiddust talsvert. Tjón íbúanna er mjög mikið, því að innbú flest voru óvátryggð. Er furðulegt hve trassafengnir margir íslendingar eru um að tryggja húsmuni sína fyrir elds- voða. Skíði Stafir Bindingar Legghlífar Vettlingar Buxur Blússur Kuldahúfur Prjónavesti (alull) Sportvöru- og hl j óðf æraverzlunin Ráðhústorgi 5. Sími 510. Brún kvenlúffa, með gráum loðkanti, tapað- ist á leiðinni frá Gagnfræða- skólanum, að Helga-Magra- stræti 30. Finnandi er vin- samlega beðinn að gjöra að- vart í síma 519. Munið að „Old English „Household Cleaner44 er bezta og fljótvirkasta hreinsunarefni sem þið fáið, á allt sem er málað Fæst í Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Hreinlæfisvörur Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 — og VERZLUN Páls A. Pálssonar. Gránufélagsgötu 4. Kaffi Kaffibætir Kakaó The Melís Strásykur Púðursykur Flórsykur Skrautsykur Kex, o. m. fl. íj VÖRUHÚSIÐ h.f. Skjaldborgar-Bíó Sýnd í kvöld og næstu kvöld. : KLUKKAN KALLAR Stórjengleg litmynd með !; GARY COOPER OG INGRID BERGMAN i: i aðalhlutverkunum. !: !: (Sjá nánar á auglýsingum.) !; Árbók Ferðafélagsins 1946 er kom- in. Félagar vitji hennar til gjaldkera. Kostakjör. Nýir áskrifendur íá Dag til áramóta fyrir kr. 2,00 og í kaup- bæti myndasöguna „Systumar í Höfr- ungastræti“. Einnig vandað jólablað, sem væntanlegt er fyrir jólin. Nú er því sérstaklega hentugt að gerast áskrifandi að Degi. Gerið aðvart í af- greiðslunni, Hafnarstrætí 87, eða í síma 166.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.