Dagur - 30.04.1947, Side 6

Dagur - 30.04.1947, Side 6
DAGUR Miðvikudagur 30. apríl 1947 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR — ROSE FRANKEN j 43. dagur (Frarahald). öllum líkindum hér. Konan aldrei heima, alltaf á eilífu flakki.“ „Það er þó ekki að íurða þótt hann sé einstæðingslegur.“ „Já, hann er einstæðingur, hræddur og áhyggjufullur einstæðing- ur. Læknirinn sagði honum í morgun að hann væri með snert af inagasári.“ Claudíu leizt ekki á þetta. Það mundi þýða meiri ábyrgð og vinnu fyrir Davíð. „Menn eru alltaf að leggja sér til einhverja sjúk- dóma,“ sagði Claudía. „Elsku Davíð, þú mátt ekki gera það .Mundu það.“ „Allt í lagi,“ sagði Davíð, ofurlítið óþolinmóður yfir þessu rausi. „Það er satt, að læknar og grafarar hafa nóg að starfa þessa dagana. En sleppum því. Hvernig lízt þér á, að við borðum í borginni og förum eitthvað út og skemmtum okkur á eftir?" „Þú meinar það ekki, Davíð?“ hrópaði hún himinlifandi, en átt- aði sig íijótt og var rétt komin að því að segja: En við höfum ekki eíni á því. En hún hætti við það og sagði í staðinn: „Það er auðvitað ekki alveg nauðsynlegt, en gaman væri að því. Og heima átti bara að borða leifar." „Ágætt,“ sagði Davíð. „Þarf eg að láta raka mig?“ „Nei, þú lítur ljómandi vel út. En er eg nógu fín?“ „Þú ert ágæt, — það er bara stór blettur framan á kjólnum þín- um.“ „Ó, ó, það eru tómatarnir hennar mömmu. Eg skaf hafa hendina yfir blettinum við borðið. Svona. Hvernig er það?“ „Dónalegt," svaraði Davíð. Þau fóru að hlæja, alveg eins og kreppan væri ekki til. Davíð, sem hafði verið tekinn og þreytulegur varð allt í einu kátur og hress. „Ef fólk gæti bara hlegið," sagði Claudía með sannfæringarkrafti, „þá mundi það gera þeim meira gagn en sitja og núa saman hönd- unum í örvætningu." „Það er ekki alltaf svo auðvelt að hlæja,“ sagði Davíð. „Eða held- urðu að þér yrði hlátur í hug ef eg hefði ekkert starf og sex börn biðu heima?" „Eg gæti alltaf reynt það. Það er að segja, ef þú vildir hlæja með mér. Mundum við ekki vera gáfuleg, að hlæja á meðan sultuimn syrfi að?“ „Heldur betur. En það væri vissulega gott að geta hlegið, jafnvel þótt illa gengi.“ „Við skulum vona, að allt gangi vel fyrir okkur," svaraði Claudía. „Jæja, hvaða leikrit langar þig til að sjá?“ „Eitthvað skemmtilegt, eg á við að það má ekki vera sögulegt — ekki Shakespear." Þau gengu á tánum í gegnum skrifstofu Rogers. Hann lá út af og hafði teppi yfir sér. „Við ætlum í leikhúsið, ef við getum fengið miða. Viltu ekki koma með?“ spurði Claudía. Roger var ákaflega þakklátur, en sagðist ekki treysta sér. Heil'san væri ekki upp á það bezta. „Þið megið til með að sjá Hamlet," kall- aði hann á eftir þeim. Þegar þau vora komin út á ganginn, sagði Davíð: „Það var hug ulsamt af þér að bjóða honum. En hvemig væri nú að bjóða mömmu þinni að slást í hópinn?" „Það væri hugulsamt að gera það. En þú athugar, að það er ekki (Framhald). ASalfundur Flugféfags íslands h.f. verður haldinn í Ooddfellow-húsinu (uppi) í Reykjavík, föstudaginn 30. maí, 1947, kl. 2 eftir hádegi. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Afhending aðgöngumiða og atkvæðamiða fer fram á skrifstofu félagsins í Lækjargötu 4, Reykjavík, dagana 28. og 29. maí næstk. STJÓRNIN. Útför móður minnar, ÓLAFAR SIGURJÓNSDÓTTUR, sem andaðist að heimili mínu, Oddeyrargötu 13, hinn 25. apríl síðastl., fer fram frá Akureyrarkirkju Iföstudaginn 2. maí næstk. og hefst kl. 1 e. h. Elín Einarsdóttir. ■sa Mínar innileguscu og beztu þakkir till alha, sem veittu mér hjálp og 'aðstoð í veikindum og við jarðarför móður minnar, SIGÞRÚÐAR PÉTURSDÓTTUR, Bjarmastíg 6, Akureyri. Sólveig Jónsdóttir. Ibúð vantar mig til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla eftir I samkomulagi. Tilboð óskast send í pósthólf 74. Þorleifur Thorlacius, Ráðhústorg 3. \ IIIMIIMMIMMMMMMIIHMMMIIMMIMIMMIMIIMMIIIHMIIIMIMIIIMIIIMMMIIMmmMMIMHIIMMMMHHMMMMIIMIMIIIIIIMMMÍ Nær 12000 kr. söfnuðust í sumardagheimilissjóð Kvenfélagið Hlíf þakkar bæjar- búum. Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi frá Kvenfélaginu Hlíf: Háttvirtu bæjarbúar! Kvenfé- lagið „Hlíf“ þakkar yður ágætan stuðning við fjáröflunina á sum- ardagiinn fyrsta, með því að þér sóttuð vel þá staði, er félagið hafði sér til tekna — kaffisöluna, bazarinn og kvöldskemmtunina, sem og góðar undirtektir við merkjasöluna. Margur lagði fram ríflegan skerf, og kunnum vér yður öllum þakkir fyrir. Sér- staklega vill „Hlíf“ þakka Klæða- gerðinni Amaro h.f., sem gaf kr. i0.000.00 í sumardagheimilissjóð félagsins, og ennfremur hr. prent- meistara Sigurði O. Björnssyni hans miklu höfðingslundogskiln- ing á starfsemi félagsins, þar sem hann (og einnig faðir hans heit- inn) hafa frá því fyrsta ætíð gefið Hlífarfélaginu helming alls prentkostnaðar við auglýsingar, og eru þær orðnar margar öll ár- in. í þetca sinn gaf hann allan kostnaðinn. Sömuleiðis þakkar félagið hr. Erik Kondrup hótel- stjóra örlæti hans og velvild, er hann lánaði Hótel Norðurland frá kl. 10—19, með hljómsveit í tvo tíma, ásamtöllum áhöldum — endurgjaldslaust. Einnig lék hljómsveitin í sínum tíma án nokkurrar þóknunar, og vill „Hlíf“ hér með færa hinum er- lendu listamönnum kærar þakk- ir. „Hlíf“ þakkar og öllum þeim, sem komu fram á kvöldskemmt- un félagsins í Samkomuhúsi bæj- arins og skemmtu þar með söng, undirleik, upplestri og listræn- um harmonikuleik — allt án end- urgjalds. Fjársöfnun barnadagsins nam að þessu sinni kr. 11.942.11, og er það meiri fjársjóður en Kvenfé- lagið „H'líf" hefir áður séð á ein- um degi. Sumardagheimilissjóð- ur „Hlífar" er nú að upphæð kr. 75.700.00. Heill yður, Akureyringar, í nú- tíð og framtíð! Kvenfél. Hlíf. UM VÍÐA VERÖLD. Danir hafa keypt rafmagnsaflvéla- samstæSu frá SkodaverksmiBjunum í Tékkóslóvakíu. Arósar fá nú á næst- unni 28000 kílówatta lágþrýstiguiu- túrbínu frá þessum verksmiðjum. Það lítur út fyrir að þeir dr. Sigurð- ur Þórðarson og Steinþór Sigurðsson hafi orðið frægir um Noruðrlönd fyrir að ganga upp á Heklu á dögunum og kíkka ofan í gígina. Dönsk blöð birta fregnina um ferð þeirra félaga undir niargföldum fyrirsögnum á fyrstu síðu og heitir hún þar m. a.: To Islændinge kravler ned i Kratere paa Hekla. Dr. Sigurður hefir sjálfur lýst ferðinni í grein í Stokkhólmsblaðinu Dagens Nyheter og segja blöðin að ferðin hafi verið „enestaaende Sportpræstation" og að vísindalegur árangur hafi þar að auki verið geysimikilt. Til sölu 10 hestar stör, ágætt kúafóður. Sigfús Hallgrimsson. Ytra-Hóli. Atvinna Reglusamur og laghentur maður getur fengið árs- atvinnu á smurstöð vorri. B. S. A.-verkstæði h.f. Kr. Kristjánsson. Járnrúm Trárúm Beddar Kaupfélag Eyfirðinga Jám- og Glervörudeild Tii hreingerninga Kvillajabörkur Vim ræstiduft Mubluáburður margar tegxmdir Fægilögur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörud. og útibú. Grape Fruit safi Tómatsafi Cítrónusafi Eplasulta Flómusulta Sveskjusulta Marmelade margar tegundir Þurrkuð Epli Rúsínur með steinum, 2 teg. Rúsínur steinlausar Kaupf. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Golfkylfur nokkur stykki óseld Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Skjalaskúffur fyrir spjaldskrár, 3 stærðir, fyrirliggjandi Skjalaskápar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervarudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.