Dagur - 11.06.1947, Side 6

Dagur - 11.06.1947, Side 6
6 DAGUR Miðvikudagur 11. júní 1947 STEÁN SIGURÐSSON Fcecldur 29. janúar 1918. — Dáinn 29. mai 1941. Hví skjálfct sorgarstrengir, — hví syrtir dag á vori, er sólin hellir geisla-blessun yfir sæ og láð, og lífið brosir við oss með blóm í hverju spori og boðár öllum nýjan dag af sinni ungu náð? Vér eigum allt of fáa með æskuþrek og vilja að efla' í fúsu starfi lands vors nýja gæfudag. því veitist oss svo erfitt að átta oss — og skilja slíkt örlaganna sviplega og þunga reiðarslag. Minn hugur drúpir hryggur, og harmsár elfur flæðir um hjartans gróðurlendur og sefans innstu torg, og yfir dimmum djúpunum napur vindur næðir, og nóttin þögul byrgir mína hafdjúpu sorg. Eg hugsa til þín hljóður, því trega-klökk er tunga, — og tjáning finnur þögnin ein um hjartans dýpstu svið~ Og rödd vor harmsár hljóðnar, er hverfa sjáum unga í hóp — á lífsins sigling um vorsins glæsi-mið. * Eg veit við sjáumst síðar, er lýkur leiðum mínum, þá liggja spor vor saman um starfsins svið á ný. — En þungbært er að morgni að sjá þig hverfa sýnum, — og sorgljúf æ mér fylgir þín minning björt og hlý! Helgi Valtýsson. Sorgarathöfnin í kirkju og kirkjugarði Séra Pétur Sigurgeirsson flytur minningarræðu í Akureyrarkirkju sl.’ föstudag, er þeir, er fórust í flugslysinu, voru jarðsettir frá Akur- eyrarkirkju, Kórinn var fagurlega skreyttur. Skátar stóðu heiðursvörð við Idsturnar. Eiginmaður minn og faðir Sigtryggur Helgason, er andaðist 6. júni síðastl., verður jarðsunginn laugardaginn 14. júní, og hefst athöfnin kl. 1 e. h. frá heimili hins látna, Gránufélagsgötu 28. — Blóm og kransar afbeðið. Sigrún Sigurðardóttir. Hallfreð Sigtryggsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Gunnars Hallgrímssonar, tannlæknis. Vandamenn. Þakkarávarp Hafi Flugfélag íslands h.f., Reykjavík, kærar þakkir fyrir þess dásamlegu framkomu við andlát og jarðarför Þórðar sonar míns. Sömuleiðis hafi allir aðrir innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu. — Guð launi ykkur öllum. Fyrir mína hönd og aðstandenda, Arnaldur Guttormsson. ÞÖKKUM INNILEGA öllum þeim, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar, Sigurrósar Jónsdóttur, og systur okkar Rannveigar Kristjánsdóttur. Matthea Kristjánsdóttir. Ingólfur Kristjánsson Erlingur Kristjánsson. Sigurður Kristjánsson. INNILEGAR HJARTANS ÞAKKIR fyrir auðsýnda samúð og vináttu við hið sviplega fráfall og jarðarför ástkærrar dóttur okkar og systur. Brynju Hlíðar, lyfjafræðings. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og bræður. HJARTANS ÞAKKIR til allra þeirra, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför dóttur okkar og systur, Júlíönu Arnórsdóttur, og litla drengsins hennar, Árna Jónssonar. F. h. systkina og annarra vandamanna, Þórá Sigurðardóttir, Amór Björnsson, Upsum. Öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Steíáns Sigurðssonar. deildarstjóra. vottum við hjartans þakkir. Vandamenn. HJARTANS ÞAKKIR fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og fósturföður okkar, Árna Sigurðssonar. Guðrún Sigurgeirsdóttir. Svava Friðjónsdóttir. Jónína Skaftadóttir. Ágúst Nilsson. Nokkrar stúlkur óskast í hreinlega vinnu. Upplýsingar í verksmiðjunni í hjá verksmiðjustóra (ekki í síma). í Akureyrarkirkjugarði sl. föstudag, áður en jarðsett var. Prestamir þrír á myndinni eru séra Pétur Sigurgeirsson, séra Benjamín Krist- jánsson og séra Sigurður Stefánsson. Niðursuðuverksmiðjan Síld h.f. IMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMIIIinMMMMMMMMMMIUMMMMMMMMMMMMMMMMMMM; 2 stúlkur geta fengið atvinnu í Hress- ingarskálanum. Gott kaup. Upplýsingar í síma 431. Sólrík stofa itil leigu í nýju húsi. A. v. á. Frestað verður að draga í happdrætti Verka- kvennafélagsins „Eining“ til 1. júlí næstkomandi. Kýr til sölu nýlega borin, með hárri nyt og af góðu kyni. Þorsteinn Simonarson, Norðurgötu 33. Get leigt til sumardvalar 2 herbergi, með aðgangi að eldhúsi, í Mið- gérði, Höfðahverfi. Friðbjörn Guðnason, Grenivík. Aðalfundur Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri heldur aðalfund sinn að Gilda- skála K. E. A. föstudaginn 13. þ. m., kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Áríðandi að félagar mæti vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Trillubátur ✓ vélarlaus, til sölu. A. v. á. Jeppa-bifreið . yfirbyggð, með nýrri vél, til sölu, ef samið er strax. A. v. á. Minnispeningur á silfurfesti fundinn í Hrafna- gilsstræti. — Geymdur á af- greiðslu Dags. Orgel til sölu. Uplýsingar í Grund- argötu 4. Góður fataskápur óskast keyptur. — Upplýsingar í sírna 504. Vörubíll, tveggja tonna, Chevrolet, model ’34, með nýjum mót- or, í ágætu lagi, með sann- gjörnu verði, er til sölu nú þegar. Upplýsingar í benzín afgreiðslu KEA eða Geisla- götu 37.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.