Dagur - 24.09.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1947, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 24. september 1947 DAGUR T---------- Sjálfstæðisllokkurinn er aðalfrumkvöðull dýrtíðarinnar Dýrtíðin er að stöðva útveginn og aðra atvinnuvegi þjóðarinnar i. Árið 1942 gerðust afdrifaríkir atburðir á landi hér. Árið áður hafði Framsóknarflokkurinn gert fyrstu tilraun til að stöðva dýrtíðina, sem þá var tekin að flæða yfir. Sjálfstæðisflokkuriinn tók upphaflega þátt í þeslsari til- raun, en brást á aukaþinginu 1941. Síðan koma gerðardóms- lögin til sögunnar í ársbyrjun 1942 með samstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Komm- únilstar geystust fram til að æsa launafólk gegn gerðardómslög- unum, og Alþýðuflokkurinn þorði ekki annað en fara í fót- spor þeirra.. Óllafur Thors hélt hverja ræðuna á fætur annarri um ágæti gerðardómslaganna og taldi þau „hin þörfustu fyrir al- þýðu manna, sem sett hafa verið síðan styrjöldin hófst“. Mbl. sagði, að þeir stjórnmálaflokkar, 5em snerust gegn gerðardómslög- unum, væru „gersneyddir afllri ábyrgðartilfinningu" og ættu því „engan tilverurétt". Ekki var nú byrjunin ljót. Allir vita um framhaldið. Kommúnistar og jafnaðarmenn ginntu Ólaf Thors og Sjálfstæðis- flokkinn til að samþykkja á Al- þingi -1942 breytingu á kjör- dæmaskipun landsins. í staðinn fékk Ólafur forsætisráðherratign. Þegar Isamið var um gerðardóms- lögin, lofaði Ólafur þeim Her- manni Jónassyini og Eystéini Jónssyni því að viðlögðum drengskap sínum, að breyting á kjördæmaskipuninni skyldi ekki ganga fram á því þingi. Þessu drengskaparloforði brást Ólafur og myndaði stjórn með yfirlýst- um andstæðingum gerðardóins- laganna. Þá varð öllúm ljóst, að framkvæmd gerðardómslaganna var úr sögunmi. Enginn gat vænzt þesis, að þau yrðu framkvæmd með þeim mönnum, sem höfðu sett sér það aðalmark að eyði- leggja þau. Hinn nýi forsætis- ráðherra átti pólitískt líf sitt 'undir kommúnistum, þess vegna varð hann verkfæri í höndum þeirra. Eftir þeslsa atburði réðu kommúnistar og jafnaðarmeinn ferðinnii í dýrtíðarmálunum. II. Framsóknarflokkurinn flutti strax vantrauststillögu á stjórn ólafs Thors og leiddi rök að, hvensu slík stjórn hlyti að vera ó- hæf til að stöðva verðbólguna og framkvæma gerðardómslögin. í umræðunum um vaintraustið staðhæfði Ólafur Thors, að gerð- ardómslögin yrðu framkvæmd. Þetta sagði Ólafur Thors gegn betri vitund, því síðar upplýstist, að stjórn Ólafs Thoils naut stuðnings verklýðsflokkanna með því skilyrði, að aðhafast ekk- ert, sem ágreiningi gæti valdið, en aðalmál verklýðsflokkanna var að koma í veg fyrir fram- kvæmd gerðardómslaganna. Að Ólafur hafi mælt gegn betri vit- und sannaðist með orðum hans sjálfs í eldhúsumræðunum á Al- þingi 3. febr. 1943. Þar segir ól- afur: Það er beinlínis hlægilegt þeg- ar menn, sem þóttust bera sjálf- stæðis- og kjördæmamálið fyrir brjósti, en Samt settu ríkisstjóm- inni þau beinu skillyrði fyrir að firra hana vantrausti, meðan nefndum málum var siglt heilum í höfn, að hún valdi ekki ágrein- ingi, og þá allra sízt í þeim efn- un\, sem viðkvæmust höfðu reynzt, dýrtíðarmálunum, hafa brigzlað henni um úrræða- og athafnaleysi og það einmitt í dýrtíðarmálunum." Hún ldfaði að taka ekki upp ágreiningsmál þ. á. m. og allra sízt mestá deilumálið, dýrtíðar- málið. Það efndi hún, að vísu nauðug og af því að hún hafði ekki bolmagn til annars. Það liggja þarna fyrir skjalleg- ar sannanir frá Ólafi Thors um það, að ha'nin hafi unnið það til forsædsráðherratignar að bregð- ast Framsóknarflokknum um stöðvun dýrtíðarinnar og segja jafnframt ósatt í sambandi við þau brigðmæli frammi fyrir öll- um þingheimi, þegar hann lýsti yfir, að gerðardómslögin yrðu framkvæmd, þó að hann væri þá istaðráðinn í að framkvæma þau ekki og hefði gefið loforð þar um. Síðan er svartur blettur á tungu Ólafs Thors. Hver vill revna að þvo þann blett af? Máske ritstjóri íslendiings. Það stæði honum nær en að skrifa heilsíðugrein um það, hvað Ingi- mar Eydal láti illa að skrifa blaða greinar. III. Árið 1942 verða stnaumhvörf í istjórnmálasögu íslendinga. Þá náðu kommúnistar tökum á Ól- afi Thors, og síðan hefir dýrtíð- araldan risið hærra og hærra. Haustið 1944 myndaði meiri h'luti Sjálfstæðisflokksins reglu- legt dýrtíðarbandálag með verka- lýðsflokkunum og gerðist þar með aðalfrumkvöðúll dýrtíðar- innar. Fyrirhyggjuleysi og fjár- bruðí réði gerðum fyrrv. stjórn- ar. Gagnrýni stjórnarandstöðunn ar var nefnd .svartsýni, hrunspá og barlómsvæl. Málgögn stjóm- arinnar brýndu fyrir þjóðinni, að ekkert þyrfti að óttast um fjár- haginni né þróun atvinnuveg- anna, „nýsköpun" stjómarinnar bjargaði öllu. Seinast í vetur hélt Pétur Magnúsison því fram, að fjármálin og gjaldeyfismálin stæðu með mesta blóma, og Ólaf- ur Thörs fullyrti, að útlitið hefði aldrei verið bjartara, gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar á árinu 1947 yrðu 600 — sumir segðu 800 milj- ónir. Allir kannast við sönginn um að vaxandi dýrtíð væri kjara- bót fyrir alla, og hún dreifði stríðsgróðanum til fátækling- anna. Nýju tækin bæm allt uppi og þyldu vel dýrtíðina, svo að engin þörf væri á að færa til- ■kostnað við framleiðsluuna til samræmis við útflutningsverðið. Fólkinu væri svo sem óhætt að lifa í vellystingum og hleypa sér í skul'dir, hin verndandi hönd nýsköpunarinnar sæi fyrir öLlu og öllum. Þessi sönn var látin kveða við í eyrum landsmanna daglega. Fjöldinn trúði gasprinu og þótti þetta þægilegur boðskapur. Framsóknarmenn vöruðu þjóð- ina við, báðn hana að gæta sfn fyrir blæstri falsspámanna, því að bráðum kæmi að skuldadög- unum. IV. Nú er komið að skuldadögun- um. Falsspámenn fyrrv. stjórnar höfðu sagt: Ekkert liggur á að stöðva verðbólguina. En ef sú stund rennur upp að þess gerist þörf, þá munum við bregða við bæði hart og títt og vinda ofan af dýrtíðarhjólinu. Það er e.kki meiri vandi en að vinda ofan af snældu. Treystið okkur bará. — Og mikill meirihluti þjóðarinnar treysti nýsköpumarstjórninni og flokkum hennar. En skyndilega kom svo spreng- ing í allt saman. Fjármálahrun varð ekki lengur dulið, gjaldeyr- riinn upp urinn til agna, útveg- urinn að stöðvast og aðrir at- vinnuvegir riðuðu. Þá hrukku ráðherramir úr stólum sínum með miklum gauragangi og vjnd- strokum, börðu sér á brjóst og æptu hver framan í annan: Sýkn er eg af því livernig komið er, þið hinir eru þeir seku. Þjóðin vaknaði við vondan draum. Nú áttaði hún sig á því, að hún hafði verið ginnt út á glapstigu. Enginn úr fyrrv. stjórn átti aftur kvæmt í ráðherrastólana, að undanteknum einum. Nú tóku þeir, er áður höfðu tónað um blóma og birtu fram umdan, að raula ömurlegt lag um vand- ræði og hmn, en hætt að tala um „barlómsvæl" afturhaldsins í Framsókn. Stjórnarstefna Ólafs Thors og kommúnista hefir breytt góðæri í harðæri, velgengni í veisaldóm og gert auðuga smáþjóð að van- skila- og bónbjargaþjóð á rúm- um tveimur árum. Það vel að verið! V. 1 síðustu viku ver ritstjóri ísl. heilli síðu til þess að verja stefnu stjórnar Ólafs Thoris í dýr- tíðar- og fjárhagsmálum. Þar seg- ir hamn m. a.: „Sjálfstæðisfflokk- urinn þarf áreiðanlega ekki að bera kinnroða fyrir gerðir sínar síðustu árin.“ Ritstjóriún heldur því fram, að hið bágborna ástand sé stjórnarandstöðunini (Fram- sókn) að kenna, en ekki stjóm- arstefnunni. Framsóknarflokkur- inn hafi hleypt verðbólgunni á stað og „svikið" gerðardómslög- in. Það þarf sannarlega mikla hugkvæmni til þess, að fflókkur, sem er í miklum minnihluta, bæri ábyrgð á stjórnarfarinu, eú Frá bókamarkaðinuin Dr. Matthías Jónasson: Athöfn og uppeldi. Hlaðbúð. Rvík 1947. Þetta er önnur bókin í bóka- flokki þeim, er útgáfufélagið Hlaðbúð í Reykjavík gefur nú út og nefnir Hugur og heimur. Fyrsta bókin í röðinni var Mann- þekking eftir Símon Jóh. Ágústs- son. Má um báðar þessar bækur fullyrða, að þær eru merkisrit, sem vemlegur fengur er að á sviði hinna fábreyttu fræðirita okkar. Muúi það vaka fyrir út- gefendum -bókaflokks þessa, að þar birtist eftirleiðis greinargerð- ir um þau efni, sem efst eru á baugi í vísindum, listum og hugs- un samtíðarinnar. Er þess ósk- andi, að áframhald geti orðið á þarfri bókagerð, því að þarna er nýr akur . plægður, er verða mætti Vitaðsgjafi í bókmenntum okkar um langa framtíð. Þess er enginn kostur að rekja efni bóþar þessarar í stuttri blaðafregn, hvað þá heldur að freista þess að gagnrýna hana fræðilega á nokkurn hátt. í eiús- konar greinargerð, er fylgir bók- inni, er þess getið, að hagnýt upp- eldisfræði hneigist nú æ meira í þá átt að notfæra sér betur en áð- ur þekkinguna á sálarlífi barns- ins og unglingsins. 1 þessum anda er bókin samin, og niðurstaða höfundarins er þessi: „List upp- eldisins er í því fólgin að sjá barninu fyrir hæfilegum við- fangsefnum, og fá það til að snúast þannig við þeim, sem þau væm þess eigin.“ — Bókin er samfellt yfirlit yfir helztu vanda- mál uppeldisins. Þar er meðal annars rætt um barnabrek, ein- þykkni, þrjózku og refsingar, leiki barna, störf og viðfangsefni. Þá er fjallað um viðhorf upp- eldis gagnvart stjórnmálum og trúmálum, og loks rætt allýtar- legá um hið viðkvæma kynþroska skeið æskunnar. Bókin er samin á alþýðlegan og hagnýtain hátt, og dæmin rakin úr lífi og reynslu barnanna til skýringar' og Bterkur stjómarflokkur beri enga ábyrgð á því. Hingað til hefir verið talið að sú stjónn, sem sit- ur að völdum á hverjum tíma, beri ábyrgð á stjórnarfarinu, en ekki stjórnarandstaðan. En rit- stjóri ísl. snýr þessu alveg við. Annare er hægt að fuLlyrða, að flestallir muni líta svo á, að rit- stjóri ísl. sé enginn maður til þess að velta svo þungu hlassi, sem það er, að hreinsa fyrrv. stjórn af því að hafa skapað það ástand í fjárhags- og gjaldeyrirmálúm, sem nú ríkir, og afmá af henni „kinnroðann", sem hún hefir hlotið fyrir það ástand í augum þjóðarinnar. En eitt gleðiefni er í öllu því myrkursástmdi, sem nú ríkir. Sjálfstæðisflokkurinn hleypti ekki Ólafi Thoiis og Pétri Magn- ússyni aftur upp í ráðherrestól- ana, en valdi nýja menn í þeirra stað. Það hylur fjölda synda, og vonandi tekst núverandi stjóm að bjarga ýmsum verðmætum í land úr syndaflóði fynv. stjórn- ar. skemmtunar. En ritið ætlað til leiðsagnar foreldrum, kennurum og öðrum, er fjalla um uppeldi hiúnar nýju kynslóðar og skiln- ing hafa á þeirri skyldu sinni að veita börnunum þroska til auk- ins manndóms og menningar. Paul Wintherton: Myrkvun í Moskvu. Hersteinn Pálsson ís- lenzkaði. Bókaútg. Ösp Rvlík 1946. Rétt þykir að vekja athvgli á þessari litlu, en skilmerkilegu og fróðlegu bók, sem nýlega hefir verið send blaðinu til umsagnar, þótt útgáfan sé annar-s ársett í fyrra. Höfundur hennar var fréttaritari brezka stórblaðsins Nevvs Chronicle og brezka út- varpsins í Rússlandi árin 1942-46 en var raunar kunnugur þar í landi áður, því að hann hafði dvalizt þar fyrir nálega tuttugu ámm, lært tungu þjóðarinnar og öðlast allnáin kynini af högum lands og þjóðar. Hafði hann á- vallt síðan alið í brjósti samúð með Sovétríkjunum og þeirri þjóðfélagslegu tilraun, sem þar var gerð. Á stríðsárunum gat hainm sér mikinn orðstír sem fréttaritari, og var t. d. oft vitinað til hans í fréttum íslenzkra dag- blaða um gang styrjaldarinnar í Rússlandi. Um tilgang bókarinnar farast höfundi hennar svo orð m. a. í formála: „Þau þrjú ár, sem ég var í Moskvu — frá 1942-1945, — sem fréttaritari Luindúnablaðs, skrif- aði ég eða talaði í útvarp nærri miljón orð um Rússland. Vegna rits’koðunarinnar mátti ég aðeins segja það, sem vel lét í eyrum. Gagnrým var ekki hægt að bera fram. — Það er ekki ætlun mín að snúa aftur með neitt af því, sem eg skrifaði eða sagði frá Moskvu. Eftir því, sem eg vissi bezt, voni allar fregnir minar þaðan sannar. og réttar. En fjarri fór þvi, að í þeim væri fólginn allur samtleikurinn. Tilgangur- inn með þessari bók er að fylla í eitthvað af eyðunum." Höfundur kveðst gera sér Ijóst, að ýmsir munu itielja frásögn hans bjarnargreiða við ensk-rússneska sambúð, og að til hennar muni vitnað af aúdstæðingum Sovét- ríkjanna, sem annars séu honum andlega óskyldir, og muni hann af þeim ástæðum sjálfsagt stund- um verða dreginn í dilk með þeim mönnum, sem honum sé annars lítt gefið um að 'komast í andlegt samneyti við. En hins vegar kveðsit hann líta svo á, að það sé harla skaðlegt, að þeir, sem vita mikilsverðar staðreynd- ir um alþjóðamál, haldi þeim leyndum af þeirri ástæðu, að með þeim fái þeir vopn í hendur möranum,' sem Iséu pólitískir and- stæðingar. „En alþjóðleg samúð og varanlegur friður geta ekki byggzt á neinum öðrum traustari gruradvelli en sanraleika og þekk- ingu.“ Er þetta vissulega hverju orði sannara. Bókin er vel og lipurlega þýdd, og hin skemmtilegasta aflestrar. JFr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.