Dagur - 24.09.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. september 1947
DAGUR 5
..“r - ... .... ' ^
Astandið í Þýzkalandi:
Berlín, þar sem austrið og vestrið mætast
Hernámsveldin heyja áróðursstríð í hinni miklu
rústaborg, en utan Þýzkalands hevrist þess mjög
sjaldan getið að nokkru
Þriðja grein eftir Odd Eidem
í Berlín geysar um þess-
ar mundir eitthvert mesta
áróðursstríð sögunnar. —
Þetta fyrirbrigði er merki-
legt fyrir margra hluta sak-
ir og e. t. v. ekki sízt af
því, að umheimurinn hef-
ur yfirleitt ekki hugmynd
um, að neitt stríð sá háð,
svo einangruð er hún þessi
stóra rústaborg, hinn gamli
höfuðstaður, sem nú er
orðinn eyja í rússnesku
hafi og byggður fólki, sem
lifir í mismunandi ver-
öldum.
Umheimurinn gerir sér heldur
ekki grein fyrir því, að Berlin er
sá staður, sem menn lifa og reyna
flesta árekstrana í milli austurs-
ins og vestursins. Það er eins og
neistarnir fljúgi þar um dag og
nótt. Vissulega kynnast menn
þessum árekstrum annars staðar
í heiminum, en sú kynning er
með öðrum hætti. Hér fer hún
fram í daglega lífinu, á skrilfstof-
um, á heimilum og á götunni,
mitt inni í lífi og starfi venju-
legra miðlungs borgara.
Já, rnenn eru hér vitni að því,
að er tveimur heimum lýstur
saman ií bardaga, og þetta er því
timdarlegra fyrirbrigði, sem
mönnum er það minnisstæðara,
að þessir heimar þurfa að vinna
saman til þess að leysa sameigin-
leg vandamál'. Það er þetta mót-
sagnakennda ástand, sem mörg-
um virðist ekki bera í skauti sínu
neina lausn eða björgun.
Pappírinn — hið áhrifaríka vopn.
Ef sagt væri, að Þýzkatland væri
ríkt af dagblöðum og tímaritum,
væri það ekki sannleikanum sam-
kvæmt, því að Berlín er ekki
Þýzkaland, en Berlín er svo rík af
prentuðu máli, að furðu gegnir
f borg, sem anmars skortir flest
.l'ífsþægindi. Hér má sjá tímarit
um listir, sem prentuð eru á fín-
an, dýran pappír, fimm eða sex
leikhúsmál, sem oftast eru mynd-
um prýdd, fagleg tímarit og
skemmtiblöð af flestum tegund-
um. í Berlín einni ikoma út 15
dagblöð og upplag þeirra mun
samtals vera um 400,000. Bókaút-
gáfa er mikil'.
En umheimurinn fær ekki að
sjá þessi blöð og rit. Að nokkru
■leyti er það póstsamgöngunum
að kenna. Það mundi taka þrjár
til fjórar vikur að koma þessum
blöðum til Norðurlandanna t. d.
En hér grípur ritskoðunin líka
inn í. í sjálfri Berlín geta blöðin
veitzt að hernámsstjórnunum í
furðullega djarflegum tón, en
sllíkt er ekki hægt utan borgar-
múranna. Það eru ekki bara
Rússar, sem gera blöð upptæk, ef
þau hætta sér út fyrir borgartak-
mörkin. •
Nóg skáld — enginn pappír.
Ef maður kemur til Hamborg-
ar er annað uppi á teningnum.
Þar koma aðeins út örfá blöð og
þau eru lítil og koma ekki út
inema tvisvar í viku. Eg hefi talað
við útgefendur á brezka hernmás-
svæðinu og margir hafa þá sögu
að segja, að betur geti þeir ekki
gert, ekki sé t. d. hægt að koma
einni einustu bók út. Já, við eig-
um skáld, segja þeir, en engan
pappír. Þar iiggur pappírinn
ekki eins laus fyrir og’ í Berlín.
A brezka hernámssvæðinu er
að vísu rit, sem fær mikinn papp-
ír. Það heitir „Der Bund“ og
kemur út í Köln. Upplagið er
víst um 2 millj. eintaka. í her-
námssvæðum Frakka og Banda-
ríkjanna er pappírsúthlutunin
eitthvað ríkulegri en hjá Bretum,
en kemst ekki heldur í hálfkvisti
við Rússana.
Astæðan til þess, að Rússar
geta sílegið um sig með pappír er
m. a. sú, að pappírsframléiðsla
Þýzkalands er að verulegu leyti á
þeirra hernámssvæði. Fyrir stríð-
ið komu ekki nema 5—6% af
pappírsframleiðslu landsins frá
þeim landssvasðum, sem nú lúta
Vesturveldunum.
Stórveldi'n, sem nú hemema
Þýzkalánd, hafa líka mjög ólíkar
skoðanir á því, hverja þýðingu
blöðin hafi og hvernig beri að
notfæra sér þau.
»
Blöðin og hernámsveldin.
Bretar fylgja sínum gömlu sið-
'um. Þeir hafa áhuga fyrir flokks-
Möðunum. Á þeirra hernáms-
svæði eru nú 42 blöð og upplag
þeirra er samtals um 5 millj. ein-
tök. Tólf þessara blaða eru mál-
gögn kristilega demókrataflokks-
ins, 7 eru frjálslyud, jafnaðar-
menn hafa 11 blöð og kommún-
iistar 7. Upplag bláðanna mun
vera stærst 300,000 og síðan
minna. Upplagið fer eftir styrk-
leika flokksins, sem gefur blaðið
út. Undantekning frá þessu er
blaðið „Die Welt“ í Hamborg,
en það er málgagn hernáms-
stjórnarinnar og kemur út í
600,000 eintökum.
Bandaríkjamenn fara öðruvísi
að. Þeir hal'da sér einkum við
þau blöðin, sem ekki eru áhang-
andi hinum pólitísku flokkum.
Ritstjórarnir, oft 2—3, eru ábyrg-
ir. Á svæði Bandaríkjamanna eru
nú 42 blöð með 4,6 millj. eint.
útbreiðslu. Bandaríkjamenn
virðast ekki vera á því hreina
með hina flokkslegu sögu blað-
anna og svo virðist, sem þeir
stefni að því, að skapa þjóðfélag
á hernámssvæði sínu, sem að
verulegu ileyti er sniðið eftir því,
sem þeir þekkja heima hj ásér.
Því verður þó ekki neitað, að
blöðin af amerísika hernámssvæð-
inu bera af öðrum blöðum lands-
ins. Frakkar fara sína leið. Þeir
reka franska pólitík og miða
stuðning við blöðin við að þau
styðji stefnu þeirra í Þýzkalands-
máluirtum. Ritskoðun þeirra er
alfströng.
Það er erfitt að vita hvað gerizt
í blaðaheiminum á rússneska
hernámssvæðinu. En eftirfarandi
er þó upplýst: Gefin eru út 133
blöð ,og tímarit á rússneSka her-
námssvæðinu. Útbreiðslutölur
enu ekki birtar. En um ^tvö
stærstu blöðin er þetta vitað.
„Tagliche Rundscháu“, dagblað
gefið út af rússnesku hernáms-
stjórninni, er prentað í 750,000
eintökum utan Berlínar og 250,-
000 í Berlín. „Neue Deu'tsch-
land“, sem er málgagn samein-
ingarflokksins (ikommúnista) er
prentað í 180,000 eint. I Berlín
og 750,000 utan Berlínar. Þar að
auki hefir sameiningarflokkur-
inn 10 dagblöð á hernámssvæð-
inu, kristilegir demókratar hafa
4 og frjálslyndir 4. Fregnir af rit-
skoðun Rússa eru mjög mót-
sagnakenndar.
Átök stórveldanna í spéspegli.
Það er ekki ofsagt, að Berlín sé
nú eitt af mestu blaðaútgáfumið-
stöðvum veraldar. En hvemig
líta þessi blöð út og um hvað er
ritað í þau?
Eg tel ekki, jafnvel þótt maður
<sé allur af vilja gerður, að hægt
sé að, hælá þeim. „Það er hreint
furðulegt, hversu léleg blöð okk-
ar og tímarit eru,“ sagði kunnur
ritistjóri fyrir nokkru. „Eg sann-
færðist um . þetta á dögunum,
þegar eg var í Sviss og sá blöðin
þar,“ bætti hann við. Þessi rit-
stjóri hafði rétt fyrirsér, en hann
gleymdi því, að þýzku blöðin
hafa alla tíð verið þreytandi lest-
ur, jafnvel fyrir Hitlerstímann.
Þau voru dálkur eftir dálka næst-
um án tilbreytingar, langar
greinar og oft leiðiníegar. Und-
antekningar voru vitaskuld frá
þessu og errt enn, en ekki marg-
ar. Stundum bir.ta blöðin þó
hnittnar háðgreinar um ástand-
ið, einkum gamanbkðið „Ulen-
spiegel", en sá itónn er sjaldgæf-
ur. Algengara er, að blöðin skríði
fyrir því hernámsveldinu, sem
Leyft hefir útgáfuna. Flokksblöð-
in minna oftar á deiiur hernáms-
veldanna en pólitíska óeiningu
flokkanna. Hernámsveldin láta
þýzka blaðamenn bombardera
andstæðingana með óþvegnum
skömmum. Þetta er lítið
skemmtileg viðureign þegar bezt
lætur. Það eru vestrið og austrið,
sem eigast við. Eg spurði einn af
elztu ritstjórum Berlínar að eft-
irfarandi: Við hvaða erfiðlleika
eiga þýzkir blaðamenn helzt að
stríða nú?
Hann svaraði þannig: „Þeir
eru margir og ekki allir pólitísk-
ir. Það er t. d. ekki vandalaust að
fá starfslið. Unga fólkið.er svo
illa að sér í þýzku, að það er erfitt
að nota það. Fleiri vandkvæði
eru á því. Það ér t. d. næstum
ómögulegt að fá það til þess að
ganga inn í sín eigin fagfélög.
Eitt sinn var meðlimskort blaða-
mannasambandsins hlutur, sem
þótti eftirsóknarverður. En í dag
er fólkið orðið isvo hrætt við allt
sem heitir félagsskapur, að það
fæst ekki tili þess að taka þátt í
hónum. „Það verður misnotað
aftur“, segja ménn og hrökkva
frá. Þetta fólk skilur ekki hið lýð-
ræðislega fagfélagaskipulag. Eg
hefi stundum reynt að útskýra
þetta fyrir samstarfsmönnum
miínum og maður verður þá að
byrja alveg frá grunni, tala við þá
,eins og börn. Þér getið e. t. v.
skilið það af þessu hvert risaverk-
efni bíður þýzku blaðanna m. a.:
að ala upp fóLk, sem lítið veit, er
hungrað og sinnulaust, og gera
það að starfandi lýðræðisborgur-
um.“
Já, það er langt í land, að því
takmarki sé náð, og það er hægt
að efast um, að ávextirnir af þess-
ari 'uppeldisbaráttu falli þessari
kynslóð í skaut.
(Lausl. þýtt og endursagt).
/
— Iþróttaþátturinn
Framhald af 3. síðu
lófisverðan dugnað, bæði með því
að leggja í þetta ferðalag og svo í
viðureigninni við K. A., sem
hafði öll isín beztu tromp á hendi
og unnu líika spilið. En fengi lið
þeirra Austfirðinga tilsögn um
tíma og góða samæfingu, gæti
það vissulega sýnt Akureyrarfé-
lögunum í tvo heimana. — Héð-
an fóru þeir til Húsavíkur og
kepptu við „Völsunga". Þaðan
isendi einn Austfirðingurinn mér
eftirfárandi kafla um ferðina:
„Við erum nú á heimleið,
Austfirðingar, eftir iskemmtilega
og lærdómsríka tferð til Akureyr-
ar. A Akureyri lékum við við K.
A. og töpuðum þeim leik með 2
mörkum gegn 0. Þessa leiks höfð-
um við beðið með mikilli eftir-
væntingu og jafnvel ótta, én allt
fór betur en við höfðum búizt
við, tapið varð minna en okkur
liafði grunað. K. A. hafði greini-
lega yfirburði og var vel að sigr-
inum ikomið. Lið þess var vel
samstillt og hafði léttan og ör-
uggan samleik, en vantaði snerpu
og misnotaði mörg tækifæri upp
við mark okkar og liðið vantar
góða skotmenn. Frá Akureyri
héldum við til Húsavíkur og lék-
um við „VöLsunga". Þeim leik
töpuðum við með 4 : 1 marki. —
„Völsungar“ eru mjög duglegir
og sterkir leikmenn, harðskeyttir
en drengilegir. Leikur þeirra var
oft mjög harður og mörg upp-
hlaup þeirra voru vel uppbyggð
og lítið bar á fumi upp við mark
okkar. Flest upphlaup þeirra
enduðu með hörðum skótum á
markið. Lið okkar var nú miklu
Lakara en á Akureyri. Samleik
hjá framlínu vantaði alvegog
upþdekkingar og staðsetning
varnarliðsins voru allar í mol-
um.
Þessi ferð okkar hófir ekki ver-
ið nein sigurför, enda vissurn við
fyrir að svo mundi ekki reynast,
en við teljum okkur hafa séð all-
mikið og numið af þeim félög-
um, sem við lékum við og sú er
von okkar, að fljótlega muni
Norðlendingar fá sterkara lið að
austan til að etja við.
Við þökkum fyrir góðar mót-
tökur og dnengilega leiki. Hitt-
uirtót heilir síðar knatbspyrnu-
menn.“
Tvær stúlkur
vantar að Kristneshæli 1. okt.
n. k. — Upplýsingar gefur yfir-
hjúkrunarkonan og skrifstof-
an, sími 292.
Orgel
óskast leigt eða keypt. — Upp-
lýsingar í síma 262.
Stúlka
óskast í formiddagsvist, nú
þegar eða frá 1. október.
Helgi Skúlason,
Möðruvallastr. 2.
Sírni 106.
Vantar mann
til að kynda miðstöð í vetur.
Uþplýsingar í síma 580.
Nokkrir - skólapiltar
■eða menn í þrifalegri vinnu,
geta fengið fæði í vetur.
A. v. á.
Stúlka óskast
í vist nú þegar eða síðar, eitt-
hvað fram á veturinn, eftir
samkomulagi. Sérherbergi.
Arthur Guðmundsson,
Austurbyggð. Sími 312.
Sláturtíðin
er byrjuð. — Eins og fyrr verða haustkaupin
hagkvæmust hjá oss.
Söltum fyrir þá, er þess óska, pæklum kjöt,
saumum rúllupylsur.
Sendum heim. — Símar 306 og 556.
Sláturhús K. E. A.