Dagur - 24.09.1947, Síða 4

Dagur - 24.09.1947, Síða 4
4 Miðvikudagur 24. septembér 1947 DAGUR DAGUR Hitstjórl: Haukur Snorrason Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar Hvorum þeirra trúa menn betur? TfUGSANDI MÖNNUM í öllum stjórnmála- flokkum ,mun koma saman um, að æskilegasta leiðin til þess að ráða bót á vandræðum þeim, sem steðja nú úr öllum átt'um að atvinnuvegum* við- skiptalífi og yfirleitt allri afkomu þjóðarinnar, — sé sú, að atvinnuStéttirnar allar komi sér saman um lækkun afurðaverðs og kaupgjalds og. hvers konar niðurfærslu dýrtíðarinnar að því leyti, sem framast stendur í þeirra valdi. Stéttaráðstefna sú, er nú situr á rökstólum í höfuðstaðnum, var auð- vitað köliluð saman til þess að sannprófa, hvort þessi leið muni reynas't fær eða ekki. Auðvitað eiga verkamenn sízb .minna undir því en aðrir menn, aðieinhver viðhlítandi lausn fáist á þessum vandamálum, og það sem allra fyrst. Líklegt mátti það teljast að óreynd,u, að þeim væri samninga- leiðin hagkvæmari og hugþekkari en aðrar harð- hentari og sársaukameiri- ráðstafanir, og myn'diu því þeir sjálfir og ábyrgir forsvarsmenn þeirra fgana þessari viðleitni og reyna að stuðla að því eftir megni, að stéttaráðstefnan næði tilætluðum árangri, enda var að sjálísögðu á engán hátt fram- hjá þeim eða félagssamtökimi þeirra gengið, þeg- ar boðað var til stéttaþings þessa. IjEIM, sem ljósasta grein hafa gert sér fyrir því, * hvers konar lýður það er, sem náð hefir trún- aði og umboði verkalýðssamtakanna í landinu nú f bili, kom það hins vegar sízt á óvart, að komm- úniátar höfðu ekki fyrr hlerað hið minnsta um undirbúning og tilgang þessarar ráðstefnu en að þeir hófu upp óp mikil að henni og hafa síðan ekki linnt á látunum að svívirða hana og torvelda störf hennar á allan hátt, enda lýðum ljóst, að vinnufriður og samkomulag atvinnustéttanna í landinu er eitur í þeirra heinum nú sem endra- nær. Síðasti og áhrifames'ti þáttur, sem enn hefir veriðsettur á svið í leiksýningu þeirri, sem komm- únistar standa nú fyrir í þessum tilgangi, hefir vafalaust átt að vera fundahöld þau, er forkólfar þeirra hafa að undanförnu efnt til í höfuðstaðn- um og víða úti um land. Eftir fregnum af fund- um þessum að dæma og skrifum kommúnistablað- anna í því sambandi, er svo að sjá, sem leiðtogum kommúnista hafi tekizt það mikla þrekvirki að hrinda þar öllum sínum eigin metum um full- komið virðingarlevsi fyrir dómgreind og rökhugs- un tilheyrenda sinna og áhangenda. Aðalröksemd fundarboðenda virðist nefnilega hafa verið sú, að ríkisstjómin hafi af einskærri illfýsi og skemmda- vilja selt afurðir okkar fyrir miklu lægra verð en hægt sé að fá hjá Rússum öðrum Austur-Evrópu- þjóðum. Samkvæmt túikun „Verkamannsins" á ræðu Þórodds Guðmundssonar hér á Akureyrar- fundinum, taldi hann t. d. fjarstæðu, að fram- leiðsla okkar íslendinga — sem yfirleitt er góð matvæli — sé ekki seljankg fyrir hvaða verð, sem okkur kann að þóknast, því að þjóðirnar skorti matvæli, og nú sé hungursneyð váða um Evrópu. Hugsunin er í senn .mannúðleg og rökvísleg! í fyrsta lagi er sjálfsagt að nota sér neyð náungans til hins ýtrasta, og í öðru lagi er líkkgast, að svelt- andi fólk geti keypt rándýr matvæli, aðeins ef þau eru ijúffeng og saðsöm! IVOMMÚNISTAR hafa aldrei svo mikið sem reyn't að færa nokkur sæmileg rök fyrir fleipri sínu um greiða maxkaði og hátt afurðaverð í Rússlandi eða öðrum Austur-Evrópulöndum, Nýjar slóðir. ENNÞÁ leikur tíöin við okkur hér nyrðra Enn hefur ekki komið frostnótt hér níðri í byggðinni, enda þótt tindar vesturfjallanna séu orðnir gráir og vissulega sé tekið að kólna í veðri. En hér austur undan er veður- sældin jafnvel ennþá meiri en í Eyja- firðinum. Jafnvel austur á öræfum er jörðin alauð, en árstíðin og hinar svölu nætur hafa klætt lyngmóana og kjarr- ið nýju litskrúði, sem sannkölluð un- un er á að horfa. Þeir, sem eiga þess kost að komast burt úr bænum um helgar — meðan ennþá er sól og sum- ar — ættu að leggja leið sxna hér aust- ur yfir heiðar. Þurrviðrin hafa m. a. bjargað því, að vegurinn er víðast hvar sléttur og skemmtilegur yfirferð- ar og sjálf náttúran er svo unaðsleg og fögur víðast hvar á leiðinni, að seint mun fyrnast. Við enim líka svo heppnir nú, að ný leið hefur opnazt okkur, ágætur bifreiðavegur yfir einn sérkennilegasta og fegurst hluta lands- enda hefir það verið marghrakið og gereamlega afsanhað, og reynslan sýnt, svo ljóst sem verða má, að þar er aðeins um mark- lausan þvætting að ræða. Það sannasta og skynsamlegasta, sem nokkur kommúnisti hefir enn sagt um það mál, er vafalaust svohljóðandi ummæli Ársæls Sigurðssonar, fulltrúa þeirra í ís- lenzku samninganefndinni, er send var til Moskvu. Þeir félagar orða þetta svo í skýrslu sinni til ríkisstjórnarinnar, eftir að hafa gert grein fyrir rökum sínum fyr- ir því, að við þyrftum að fá ábýrgðarverð fyrir afurðirnar: „Ekki hafði þetta mikil áhrif á viðsemjendur okkar. Þeir sögðust sem góðir kaup- menn gera kaupin þar, sem þau væru hagkvæmust. Við yrðum að vera samkeppnisfær- ir í verði, ef við vildum seljít varning okkar. Verðlagsmálin á íslandi þóttu þeim vera vandi stjórnarinnar þar, en ekki ráðstjómaritmar í Moskvu." TjAÐ ÆTTI að vera auðvelt fyr- r ir þá, sem vilja vita hið rétta í þessu máli, að gera það upp við tsig, hvort þeir vilja heldur trúa kommúnistanum, sem skrifar ágreiningslaust undir þessa skýrslu, eða kommúnistanum, sem dró höfuðrök flokksforingja tsinna í þessu máli saman í svo- hljóðandi ályktunarorð síðasta „Verkaman‘ns“: ,,Að þessir mark- aðir voru ekki notaðir," stendur þar, „var ekki um að kenna öðru en pólitísku afstæki ráðherrans (Bjarna Benediktssonar). — — Vera má, að fleira komi hér til, svo sem fyrirskipanir að Wes'tan og frá auðhringum í Bretlandi o. s. frv.“. Á slíkum og þvíMkum forsend'um, góðfýsi og ábyrgðar- kénnd, á svo að koma í veg fyrir samstarf stéttanna til viðnáms að- steðjandi vanda, og efna til nýrra verkfalla, ófriðar og sundrungar, þegar þjóðinni ríður allra mest á samstarfi, vinnufriði og óbrjál- aðri dómgreind til þess að átta sig á því, hvar hún *fcr stödd, og finna færan veg út úr ógöngun- um. ins, sjálf Mývatn9öræfin. Nýja Jökuls- árbrúin gerir því meira en að stytta akstursleiðina milli Norður- og Aust- urlands um tugi kílómetra, hún beinir ferðamannastraumnum á fegurri slóð- ir áður, um Mývatnssveit, Náma- skarð og norðurslóðir Ódáðahrauns. Þegar komið er á austurbrún Náma- skarðs opnast maimi nýr heimur. Þar blasir öræfavíðáttan við og nú *á þess- um haustdögum er litskrúð náttúrunn- ar austur þar undursamlegt. Þarna vex ríkulegur gróður innan um hraunið og á holtum og ásum. Allt er þakið í kjarri, lyngi og öðrum harðgerðum ör- æfagróðri. Litbrigðin eru svo fjöl- breytt að næstum er ótrúlegt .Þama er að finna náttúrudýrð, sem því nafni getur sannarlega kallast. Við Jökulsárbrú. SJÁLF Jökulsárbrúin er mikið og myndarlegt mannvirki. Tumar hennar eru háir og gnæfa upp úr sand- auðninni austur undir fljótinu alllöngu áður en komið er að þeim. Þetta fram- tak hefir leyst mikil vandræði, raun- verulega opnað stórt landsvæði og bægt hættunni frá dyrum þeirra, sem þurfa að sækja yfir ána. Og það er mikil hætta. Um það sannfærast menn er þeir standa á brúnni og horfa á beljandi, mórauðan strauminn. Áin er vissulega ekki árennileg og maður dá- ist að karlmennsku og þori þeirra, sem hafa sótt yfir hana á liðnum öldum á litlum bátskelum, í kláfum eða á hest- um. Nú eru þeir tímar liðnir og koma ekki aftur, sem betur fer. Jökulsá á Fjöllum ætti ekki framar að þurfa að heimta dýrmæt mannslíf fámennisins í austursveitunum. Að þekkja landið. VIÐ erum líka svo heppnir að eiga skemmtilega og stórfróðlega lýs- ingu á þessu landsvæði, sem gott er að hafa í huga, þegar farið er austur að Jökulsárbrú. Það er rit Ólafs Jónsson- ar um Ódáðahraun. Menn ættu að kynna sér lýsingu hans á Mývatnsör- æfum, áður en þeir fara í þessa ferð. Þar er að finna öll örnefni, sem eru mörg og sérkennileg, lýsingu á lands- laginu, jarðlaginu, lögun hraunanna o. s. frv. Ferðin verður ánægjulegri og lærdómsríkari er menn hafa kynnt sér lýsingu Ólafs. Fáir munu þekkja þenn- an landshluta betur en hann eða geta lýst honum á skemmtilegri og lær- dómsríkari hátt. Eftir fyrstu ferðina austur og lestur Ódáðahrauns þyrstir menn blátt áfram eftir að sjá meira af þessari miklu víðáttu, sem þar blasir við í f jarska og greint er svo skemmti- lega frá í bókinni. Hin nýja ferða- mannaleið og bók Ólafs munu verða til þess, að opna augu ferðamanna fyr- ir þessum sérkennilega og undurfagra hluta landsins og sannfæra okkur hér um það, að óþarfi er að leita ákaflega langt að nýjum og sérkennilegum slóðum. Þær eru miklu nær en° við gerum okkur oft grein fyrir. Heima- menn þama austur frá — Mývetning- arnir — gera og sýnilega ráð fyrir því, að nýja brúin muni beina ferðamanna- straumnum um hlaðið hjá þeim meira en áður hefir verið. í Reykjahlíð hef- ir um langan tíma verið rekin mynd- arleg greiðasala. Nú er bóndinn í Reynihlíð að auka við gistihús sitt. Þar er að rísa upp myndarleg nýbygg- ing með mörgum herbergjum. Næsta sumar verður þar aðstaða til þess að taka á móti miklum fjölda ferða- manna. Kaupum Leista háu verði HAFNARBUÐIN H.F. 15 billjón dollarar og tízkutildur Fi' kveniólikið í Ameríku segir ekki NEI, og það áður en langt um Mður, rekur að því, að verðmæti Ifyrir 15 billjónir dollara fara forgörðum, mitt í allri neyðinni og skortinum, sem þjáir fLest ríki jarðarinnar. Hvere vegna? Vegna þess, að fjár- plógsmennirnir, sem ráða í tízkuverzLununum eru að undirbúa algjöra tízkubreytingu, sem á að hefjast nú í haust og á næsta ári. Tízkuverzlanirn- ar í Bandaríkjun'um nota hvert tækifæri, sem gefst, stóru og dýru kvennablöðin og tízkudálk- ana, til þess að prédika alveg nýja tízku í kven- fatnaði, sem hefir það í för með sér, að kápur, kjólar, dragtir og yfirlei'tt annar kvenfatnaður, sem notaður ihefir verið í ár, verður lagður á hill- una, og ný föt keypt. Innihaldið í klæðatskápum amerískra kvenna er talið v.era 15 billjón 'dollara virði. Það eru þvií engar smá'upphæðir, sem hér er um að ræða, ef kvenþjóðin gerizt svo leiðitöm að hlaupa eftir ráðleggingum tízkushérfræðinganna. Og því miður eru nokkrar horfur á, að breytingin sé hafin. * Þetta fyrirbrigði er ekki nýtt í sögunni. Árið 1929 'komu tízkuverzlanirnar álgjörri tízkubreyt- ingu til leiðar. Káp'ur, kjólar, dragtir og annar kvenfatnaður var síkkaður að mun. Tízkuhúsin græddu milljónir og aftur milljónir á þessu og nú eru þau að fara fram á það aftur, að kvenþjóð- in veiti þeim mililjónagróða enn á ný. Þetta var ekki eins skaðlegt árið 1929 eins og það verður núna. Öll Evrópa þjáist af fataskorti. Vetur fer í hönd, kannske kaldur vetur, og hlýr fátnaður er mikil nauðsyn fyrir milljónir manna í mörgum löndum. í ljósi þessarar staðreyndar er hræðilegt að liugsa til þess, ef fleygja á dýrmætum fatnaði og grípa ný efni til handa fólki, sem nóg á fötin fyrir, í stað þess að nú ættu allar þjóðir að kapp- kosta að lifa sparlega og .miðla þeim, sem ekkert hafa. En .máttur tízkunnar og þeirra, sem þar hafa völdin, er mi'kill. Þess vegna kann að fara svo hörmulega, sem nú horfir. * En það verður ekki mótspyrnulaust. í sum'um amerískum blöðum er hafin herferð gegn tízku- herrunum og tízkutildri þeirra. Þar er skorað á kvenþjóðina að láta ekki blekkjast til þess að sóa verðmætum einmitt þegar mest ríður á að farið sé vel með þau. Og sfum þessara blaða halda því fram, að það væri engin akkur í því fyrir kven- ifólkið að fá þessa nýju tízku með síðu kjólunum og kápunum, sem ná niður undir ökla, yfir sig. Þær yrðu ekki hötinu útgengilegri í aúgum karl- mannanna fyrir það, nema síður væri. Mörgum konum finnst hin nýja tízka, sem minnir á árin 1929—1930, blátt áfram ljót, karlmennirnir hafa að vísu lítið sagt ennþá, -en ólíklegt er, að þeir séu hrifnir af síðu kjólunum, þeim er þá brugðið! * Islenzkar konur ráða ekki því, sem gerist í tízkuheimin'um. En víst væri það óráð á þessum tímum, að láta tízkutal og tízkumyndir utan úr heimi ráða því, að konur leggi fallegiar, dýrar og gagnlegar fMkur á hilluna bara af því að þær eru ofurlítið styttri en flfkur tízkudrósanna í New York og París. Vonandi verður sú heldúr ekki raunin. íslenzkar konur eru yfirleitt vel klæddar og smekklega. Fatnaður þeirra er vandaður og hefur verið dýr. Hann á að nota á meðan hann dugar, hvað sem öllu tízkutali líður. Ástándið í heiminum í dag er vissúlega ekki þannig, að létt- úð í meðferð verðmæta sé viðeigandi. P.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.