Dagur - 01.10.1947, Side 10

Dagur - 01.10.1947, Side 10
10 DAGUR Miðvtkudagur 1. október 1947 iiiiiHiiHiiiuimttiliiuimfÍHiiiiiuiH£ Auglýsing nr. 8r 1947 frá Skömmtunarstjóra. Samk'væmt heimild í 3. grein reglugerðaf frá 23. septenrber 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, liefur Viðskiptanefndin ákveðið þessa skammta af eftirtöldum skömmtunarvörum handa hverjum einstaklingi, á tímabilinu frá 1. október—31. desember 1947, og að reitir iþeir á hinum nýja skömmtunarseðli skuli á þessu tímabili gilda sem lögleg innkaupaheimild samkvæmt því, sem liér greinir: Reitimir merktir A 1—A 10 (bóðir meðtaldir): Gildir hver reitur fyrir 1 kg, af kornvörum. Reitirnir merktir A 11—A 15 (báðir meðtaldir): Gilda á sama hátt fyrir 1 kg. af kbrnvörum, en liver hinna afmörkuðu hluta þessara reita fyrir 200 gr. af kornvörum. Reitirnir merktir B 1—B 50 (bóðir meðtaldir): Gildir hver fyrir tveggja króna verðmæti í smásölu af skömmtuðum vefnaðarvörum (öðrum en tilbúnum ytri ifatnaði),'og/eða skömmtuðuirg búsáhöldum eftir frjálsu vali kaupanda. Reitimir merktir K 1—K 9 (báðir meðtaldir): Gildir hver fyrir i/á kg. af sykri. Reitimir merktir M 1—M 4 (báðir meðtaldir): Gildir hver fyrir hreinlætisvörum þannig, að gegn hverj- um slíkum reit fáist afhent \/ kg af blautasápu eða 2 pk. af þvottaefni eða 1 stk. af handsápu eða 1 stk. af stanga- sápu. Reitimir merktir J 1—J 8 (báðir meðtaldir): Gildir hver fyrir 125 gr. af brenndu og/eða möluðu kaffi eða 150 gr. af óbrenndu kaffi. Stoínauki nr. 14: Gildir fyrir 1 kg af erlendu smjöri. Ennfrem'ur hefur Viðskiptanefndin ákveðið, að stofnauki nr. 13 gildi fyrir tilbúinn ytri fatnað fram til ársloka 1948 þannig, að gegn þeim stofnauka fáist afhent á þessu tímabili 1 -alklæðnaður karla eða 1 yfirhöfn karla eða kvenna eða 2 ytri kjólar kvenna eða 1 alklæðnaður og 1 yfirhöfn á börn undir 10 ára aldri. Reykjavík, 30. september 1947. Skömmtunarstjórinn. iinMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiimmimiiiiiMii 1111111111 M 1111 lllll 1111111111111II lllllll 111111111111111111111111IIIIIIMIIIIII? Auglýsing nr. 6,1947 frá Skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 7. gr. reglugerðar frá 23 .sept .1947 um vöruskömmtun, dreifingu og afhendingu vara, er hér ineð lagt fyrir bæjarstjórnir og hreppsnefndir, hverja í sínu umdæmi ,að afhenda til almennings skömmtunarsseðla þá, er þeim hafa nú verið sendir. Með tilvísun til 6. gr. nefndrar reglugerðar, er hér með lagt svo fyrir, að hina nýju skömmtunarseðla skuli afhenda gegn stofni af núgildandi matvælaseðli fyrir júlí—september 1947, enda sé stofninn greinilega áritaður með nafni, heim- ilisfangi, fæðingardegi og ári þess, er nefndan matvælaseðil á, eins og fonn.hans segir til um. Bæjarstjórnir og hreppsnefndir geta krafist þess, að sá, er óskar að fá afhentan nýjan skömmtunarseðil, geri á ann- an hátt fullnægjandi grein fyrir því, hver hann sé t. d. með því að krafjast staðfestingar á því, hvar viðkomandi sé skráð- ur á síðasta manntali ,og að liann jafnframt færi sönnur á að hann hafi ekki fengið hinn nýja skönnntunarseðil afhentan annars staðar, óski hann að fá afhentan skömmtunarseðilinn utari þess umdæmis, þar sem hann var síðast skráður á mann- tali, áður en afhending hins nýja skömmtunarseðils er óskað. Hina nýju skömmtunarseðla má ekk'i afhenda í stað þeirra sem sagðir eru glataðir eða ónýttir, nema fullgildar sánn- anir séu fyrir því, að rétt sé skýrt frá í því efni. Rísi ágrein- ingur út af afhendingarsynjun á skömmtunarseðii, má leita úrskurðar skömmtunarstjóra um slíkan ágreining, og er úr- skurður hans fullnaðarúrskurður. Reykjavík, 25. sept. 1947. Skömmtunarstjórinn. 1 b Auglýsing nr. 7 19- 17 frá Skömmtunarstjóra. . .Samkvœmt heimild í 3. grein reglugerðar frd 23. septem- ber 1947 um sölu og afhendingu bensins og takmörkun d akstri bifreiða ,1/efur Viðskiptanefndin dkveðið eftirfarandi: Á Címabilinu frá 1. október til 31. desember 1947 skal rnán- aðar bensínskammtur bifreiða vera sem hér segir í þefm flokk- um er að neðan greinir: A-1 Strætisvagnar 1800 lítrar A-2 Aðrar sérleyfisbifreiðar svo og mj ólkurfl u tningabi freiðar 900 lítrar A-3 Leigubifreiðar til mannflutninga, 5-7 manna 400 lítrar A-4 EinkabLfreiðar, 5-7 manna 60 lítrar A-5 Einkabifreiðar, 2-4 manna 45 litrar A-6 Bifhjól 15 lítrar B-1 Vörubifreiðar yfir 5 tonn 600 lítfar B-2 Vörubifi'eiðar 4-5 tonna 500 lítrar B-3 Vörubifreiðar 3-4 tonna' 400 lítrar B-4 Vörubifreiðar 2-3 tonna 350 lítrar B-5 Vörubifreiðar 1-2 tonna 200 lítrar B-6 Vörubifreiðar \/-l tonn 100 lítrar B-7 Vörubitreiðar (sendiferðabifreiðar) minni en l/2 tonn 45 lítrar Úthluta skal til bifreiða, sem taldar eru í A-folkki, bensín- skammti fyrir 3 mánuði í einu, þ. e. til 31. desember 1947, en til bifreiða, serit taldar eru í B-flokki (vörubifreiðanna) til aðeins 1 mánaðar í einu. Rey.kjavík, 30. september 1947. Skömmtunarstjórinn. ^############################^> <^4^^^#vy#########################</ i Auglýsing nr. 3 1947 frá Sköramtunarstjóra. Samkvæmt heimid í 15. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, drefingu og afhend- ingu vara, er hér með lagt fyrir alla þá, er hafa undir hendi skömmtunarvörur þær, sem tilgreindar eru í auglýsingu nr. 2/1927 frá skömmtunarstjóra, dags. í dag, að framkvæma hinn 30. þ. m. birgðakönnun á skömmtunarvörum, áður en viðskipti hefjast liinn 1. október n. k. Utan Reykjavíkur hefur ölum bæjarstjórum og oddvitum verið sent eyðublöð undir birgðaskýrslu, þar sem tilfært er, auk heitis varanna, tilvísanir í 'tollskrána (kafli og nr.), til leiðbeiningar fyrir hlutaðeigendur, og geta þeir fengið eyðu- blað þetta afhent hjá nefndum aðilum. í Reykjavík ber öllum aðilum, sem ekki hafa þegar fengið eyðublaðið sent í pósti, að snúa sér til skömmtunarskrifstofu ríkisins og fá afhent eyðublað. Útfylla ber eyðublaðið rétt og nákvæmlega, eins og form þess segir til um, þannig að magnið sé tilfært í þeim eining- um, er eyðublaðið tilgreinir, en heildarverðmæti hverrar vöru sé tilfært með smásöluverði, eins og það er hinn 1. október 1947. Eftir að eyðublaðið hefur verið útfyllt að öllu leyti eftir því, sem við á, ber eiganda vörubirgðanna að undirrita það, Og afhenda viðkomandi bæjarstjóra eða oddvita eigi síðar en fyrir kl. 12 á hádegi hinn 2. október n. k. í Reykjavík ber að afhenda birgðatalninguna til skömmt- unarskrifstofu ríkisins. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 18. gr. nefndrar reglugerðar er heimilt að leggja við 20—200 króna dagsektir vegna vanrækslu á að gefa umrædda skýrslu á tilsettum tíma. Bréf: 1 Reykjavík, 25. sept. 1947. Skömmtunarstjórinn. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»#########»»##} „Hverju reiddust goðin. . . .?“ AÐ KVÖLDI þess 25. sept. hlustaði eg á fréttir brezka útvarpsins. Fréttir frá London mundi ríkisútvarp-- ið kalla það. Þetta kvöld var birt orð- sending brezku ríkisstjómarinnar tit Búlgara vegna aftöku stjómmálafor- ingjans Petkoff. Bretastjórn hélt því fram, að ekkert hefði sannast á Pet- koff af því, sem borið var á hann, nema það, að hann hefði verið á móti ríkisstjóm kommúnista. Þó hefðu dómendur allir verið kommúnsitar og lögfræðingar, er að málinu fengu að koma. Lögfræðingar þeir, sem Pet- koff hafði fengið til þess að verja mál sitt, voru handteknir skömmu áður en réttarhöldin hófust og þeim ekki sleppt fyrr en þeim var lokiðogdauða- dóminum fullnægt. Brezka stjómin lýsti viðbjóði sinum á þessu fram- ferði, minnti á, að það væri brot á friðarsamningum stórveldanna við Búlgaríu og sýndi ljóslega, að komm- únistastjómin svifist einkis til þess að bæla niður gagnrýni og heilbrigða stjómarandstöðu í landinu. Eitthvað á þessa leið var orðsending Breta, efnislega mun þetta rétt, en dtðalagið kann að hafa verið eitthvað annað. Menn skyldu halda, að hér væri um verulegar fréttir að ræða. Ríkisstjóm eins ríkis ber aðra rökstuddum ásök- unum um réttarmorð og kúgun þegn- anna. Og þetta sama land státar af „austrænu lýðræði“ og hefir leppa út um allar jarðir til þess að syngja því lof og dýrð. En í þessu máli brást ís- lenzka ríkisútvarpið undarlega við, þrátt fyrir „fréttir frá London“, sem það svo kallar. Eg hlustaði eftir því hvemig hin íslenzka frásögn af þess- ari orðsendingu Bretastjómar mundi verða. En eg héyrði hana aldrei. Mér er næst að halda, að hún hafi aldrei verið flutt. A. m. k. er víst, að það hefur ekki verið gert eins mikið veður út af henni og þegar Pravda skrifar eitthvað um ágæti hins austræna lýð- ræðis og spillingu og stríðsæsingar Vesturveldanna. Þá er lexían þulin, ekki einu sinni, heldur oft. Nú er mór spum: Hvers vegna gerði íslenzka rík- isútvarpið svona lítið úr þessari frétt, ef það þá stakk henni ekki algerlega undir stól? Sum dagblaðanna birtu hana undir stómm fyrirsögnum. Öll heimsblöðin, sem frjáls eru, gerðu hið sama. Það er að segja, öll, nema kommúnistablöðin. Þau gættu þess vandlega að þegja um þetta. Þjóðvilj- inn eins og önnur kommúnistablöð. Var það af sömu ástæðunni, sem fréttamenn útvarpsins vildu ekkiaðís- lenzkur almenningur fengi að kynn- ast éliti brezku stjómarinnar á fram- ferði kommúnista í Búlgaríu. O. Leiðrétting. Á 1. d. annarar síðu í þessu blaði hafa fallið úr í prentun eða misprentast hin leturbreyttu orð hér á eftir: Jafnhliða því, sem útflutningsverð- mæti saltfiskjarins minnkaði, tók Framsóknarflokkurinn, sem á þessum émm réð stjómarstefnunni, samhliða irmílutningshöftunum forustuna fyrir nýbreytni í útflutningi sjávarafurða og öflunar markaða fyrir þær. Ennfremur á 1. d. sömu síðu: afköst þeirra aukin um 15%, átti að vera 150%. í þessari sömu grein em nokkrar fleiri prentvillur, en sem hægt er að lesa í málið. Tómar flöskur Kaupi 3ja pela flöskur næsta hálfan mánuð, á 40 aura stk. Móttaka 1 flugskýlinu við Hafnarstræti, frá kl. 6—8 á kvöldin. Ari Jóhannesson. Sími 382. Fimmtuéur varð< Karl Ásgeirsson, símritari hér í bænum, sl. mánudag, vinsæll og velmetinn borgari, sem hefir gegnt trúnaðarstörfum fyrir sím- ann um áratugi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.