Dagur - 29.10.1947, Síða 3

Dagur - 29.10.1947, Síða 3
Vfiðvikudagur 29. október 1947 DAGUR S Frá Grímsey Árið 1947 hófst með einmuna veðurblíðu. En á útmánuðum snjóaði nokkuð og lagði mikla skafla fram af bökkum og hæð- um. Vorið var umhleypingasamt frarn um miðjan maí. Þá batn- aði, og var hretviðralítið úr því. Sauðburður gekk vel og fénaðar- höld voru yfirleitt mjög sæmi- leg. Hrognkelsaveiði var nær engin í vor og fiskafli lítill þar til í júní. Þá aflaðist dável, og hefir svo verið í sumar, þegar á sjó hefir gefið, en gæftir í stopulla lagi. Frystihús veitti fiskinum móttöku. Heyskapur hófst með júlí. — Tíðin var góð til þeirra starfa og spretta sú mesta, sem hér hefir verið síðan 1929. Tún .voru tví- slegin með mesta rnóti og úthag- inn vafinn gfasi, svo að flatt liggur sums staðar, þrátt fyrir mikinn ágang búpenings. Á hverjum bæ eru 1—3 vot- heysgryfjur, og ávallt í þær látið Jrverju sem viðrar um sláttinn. — Reynist það vel til gjafar og flýt- ir fyrir heyskapnum, því að taða hér er þurrkvond með afbrigð- um. - Hey munu venju fremur góð hér, eftir þetta hagstæða hey- skaparsumar. Þó dregur það úr, að víðast var nokkuð af töðunni ofsprottið. — Sláttuvél er hér engin, né heldur aðrar heyvinnu- vélar, en sjósókn þá veður leyfir og dregst slátturinn því lengur en æskilegt er. Kartöfluuppskeran er misjöfn, sums staðar góð, en þar sem garð- ar nutujddd skjóls, léku stórviðri grasið svo illa að undirvöxtur varð lítill eða nær enginn. Þrátt fyrir ágæta haga og hlýtt veður- far er sauðfé ekki vænt, og hefir ekki verið það undanfarin ár, hvað sem veldur. Gestkvæmt er hér á sumrum, þegar veiðLskip leita lags við eyna. Ganga sjómenn þá oft á land í stórhópum. Taka þá á stundum höndum til meira en þarft þykir qg er furða hvað þeir leggja á sig við slíka sjálfboða- vinnu .Þá er ekkert um það feng- ist hvenær kaffitíminn er, né heldur þrefað um hvort dag- vinna er eða eftirvinna. En þetta eru nú sjómenn. Rekatrjám hafði.verið bjargað úr aðkrepptri vík, og þau færð alveg upp á bakka. Sá staður við víkina var til þess valinn þar sem bjarg .var lægst og auðveldast uppgöngu. En komumönnum hefir ekki fundist svo búið mega vera, heldur höfð.u þeir flutt trén góðan spöl og.velt þeim nið- ur í víkina aftur þar sem hæst var og þverhnýpt, og viðamikil og þung hliðgrind hvarf úr sínum stað, og fannst hún í víkinni hjá spítunum. Nú víkur sögunni að mannlaus- um bæ. Þar voru allar dyr ólæstar nema að baðstofuhúsi, er sneri stafni fram á hlað. Þar á var stór fjögurra rúðna gluggi. Komu- mönnum var ekki nóg að sjá þar inn. Þeir fundu sleðameið og höfðu haft hann að barefli á gluggann, brutu þannig póstinn ojj rúðnabrotin höfðu þyrlast um þvert gólf yfir í skiirúmsþilið hinum-megin. En þótt inn mætti komast í húsið eftir þessar að- gerðir, var það samt ekki nóg. Einnig varð að sprengja upp hurðina. Utihús létu gestkomuna held- ur ekki án vitnisburðar. Þar hafði árahlunn verið beitt á þilstafn og hann rekinn inn úr á nokkrum stöðum. Hjólbörum þar voru gerð sömu sk.il. Hver sá,. er halda vill sínö, þarf að hafa gætur á er slíkir gest- ir koma. Bússur, stígvél og veið- arfæri eru ekki óhult fyrir þeim, nema undir varðgæzlu eða örugg um lás, Sarna er um rófugarða. Þeir, sem útkjálka byggja, eða afskekkta staði, fagna jafnan gestkomu, ef .vænta má þess að með friði sé farið.. En vonbrigð- um veldur, ef gestirnir taka að bekkjast til við heimamenn, án sakar. ' Ofsagt væri, að telja alla að- komusjómenn eiga hér sam- merkt. Svo er ekki. En furðulega eru þeir margir, sem hafa þann hátt á, að koma fram eins og sið- litlir séu, svo ástæða er til að spyrja: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Kristján Eggertsson. ’NÝJA BÍÓ Nœsta mynd: Hjartaþjófurinn (Heartbeat) Amerísk kvikmynd, tekin af Robert og Raymond Hakim. Leikstjóri: Sam Wood. Aðalhlutverk: GINGER ROGERS JEAN PIERRF. ANMONT (Bönnuð yngri en 1(5 ára.) „ALLIR EITT“ Munið: Næsti dansleikur er 1. nóvember n. k., á sáma stað og tíma. STJÓRNIN. Stúlka óskast á heimili í Reykjavík til áramóta eða lengur, ef um semst. Flugfar báðar leiðir. A. v. á. Vantar góða stúlku til heimilisstarfa nú þegar. Arni Guðmundsson lœknir. Tilkynning til verzlana og iðnfyrirtækja, varðandi stofnauka nr. 13. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að stofnauki nr. 13, gildir ekki sem innkaupaheimild í heildsölu fyrir öðrum vörum en tilbúnum ytri fatnaði. Þær verzlanir, sem selt hafa mtravöru, þ. e. efni og tiilegg í ytri fatnað, sem seldur er gegn stofnauka nr. 13 og ætla að fá út á slíka metravöru, eða tillegg í heild- sölu þurfa að skila stofnaukum nr. 13 til skömmtunar- skrifstofu ríkisins, eða trúnaðarmanna hennar, ásarnt sérstakri nótu með hverjum stofnauka. Á slíka nóta skál tilfæra hvaðan metravara hefir verið afgreidd, hve mikið af hverju, svo og sundurliðað verð, en kaupandi skal einnig árita slíka nótu. Innkaupaleyfi fyrir metra- vöru, verður svo veitt fyrir því verðmæti, er nóturnar sýna. Klæðskerar og sauinastofur, er framleiða og selja vörur út á stofnauka nr. 13, þurfa á sama hátt að útbúa nótur yfir það efni, sem fer til hins selda fatnaðar út á stofn- auka nr. 13, og fá svo innkaupaleyfi fyrir samsvarandi upphæð í metravörum hjá skömmtunarskrifstofunni. Reykjavík, 24. okt. 1947. SKÖMMTUNARSKRIFSTOFA RÍKISINS. Jörðin HRAUNSHÖFÐI í Öxnadalshreppi er til kaups og laus til ábúðar í næst- komandi fardögum. — Áskilinn réttur til að taka eða hafna tilboðum. Skjaldarstöðum, 23. okt. 1947. Jónas Jónsson. Tilkynning Bygginganefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt að taka ekki til afgreiðslu umsóknir um byggingafiamkvæmd- ir, sem fjárfestingarleyfi þarf til, nema fjárfestingar- leyfi sé fyrir hendi. Bæjarstjóri. Notið tómstundirnar til náms í bréfaskóla S. í. S. getið þér lært: íslenzka réttritun Reikning Bókfærslu Ensku Fundarstjórn og fundarreglur Skipulag og starfshætti samvinnufélaga Þeim, sem læra undir skóla í heimahúsum, skal bent á það, að bréfaskólinn er sérstaklega heppilegur til undirbúnings undir próf í neðri bekki framhaldsskólanna. Veitum fúslega allar upplýsingar BREFASKOLI S. I. S. Reykjavík. Skráning atvinnulausra fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 3.-8. nóvember 1947, kl. 2—6 síðdegis. Til skrán- ingar mæti allt verkafólk og iðnverkafólk, sem ekki hefur fasta atvinnu, og gefi upp atvinnu sína þrjá sl. mánuði, og annað það; sem krafist er við venjulega atvinnuleysisskráningu. . Akureyri, 27. október 1947. Bæjarstjóri. Nýkomið! Nýkomið! Prjónavörur KVENPEYSUR, hnepptar DRENGJAPEYSUR KARLMANNAPEYSUR KARLMANNASOKKAR og VETTLINGAR Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild TAÐA 100 hestar af góðri, grænni töðu, helzt súgþurrkaðri, óskast. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.