Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Álagning útsvara í Rvík og ágóðinn af innflutn- ingsverzluninni. AGU Fimmta siðan: Grein eftir Anthony Eden um alþjóðamálin og nauð- syn vestræns bandalags. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. febrúar 1948 6. tbl. Stökkbrautin í St, Moritz VöruinnfEuíningur á þessu ári fyrir 310 miilj. kr. Gjaldeyriseyðslan öll 389.3 millj. - Aðferðin, sem viðhöfð var við birtingu áætlunar Fjár- hagsráðs, er furðulegt hneyksli Kaupstaðaráðstef nan hófst íær Ráðstefna kaupstaðanna um gjaldeyris- og siglingamál, hófst í Reykjavík í gær. Vegna sam- gönguerfiðleika munu sumir fulltrúarnir ekki hafa komið suð- ur fyrr en síðdegis í gær. Munu störf ráðstefnunnar vart hefjast fyrr en í dag eða á morgun. Kvenfélag eyrarKirKju ara Þetta er stökkbrautin, sem keppt var á í St. Moritz nú fyrir he!g- ina og Jónas Ásgeirsson stökk 57% m. og 59 m. — Fyrstii menn í stökkinu voru Norðmennirnir Hughsted og Birger ltuud. æjarsijora viii ruimrKja eira raii Laxár fyrir reikning bæjarins Nefnd frá bænum fer til Reykjavíkur til samn- ingagerðar við raforkustjórn ríkisins Pótt Akureyrarbær ákvæði á sínum tíma að afsala ekki í hend- ur ríkisins réttinum til þess að halda áfram virkjun Laxár, hefir það verið mjög á reiki í bæjar- stjórninni, hvort bærinn ætti að halda áfram aukningu raforku- versins í sama formi og verið hefir eða fela ríkinu framkvæmd í samræmi við hin nýju raforku- lög. Á nýlegum fundi rafveitustjórn- ar og bæjarráðs var tekin greini- leg afstaða til þessa máls, þar sem nefndirnar samþykkja að þær telji æskilegasta fyrirkomulagið vera, að bærinn fái leyfi til að fullvirkja efra fall Laxár fyrir eigin reikning. Jafnframt var ákveðið að senda nefnd suður til viðræðna við raforkumálastjóra og fái þessi nefnd úr því skorið, hvaða samningar muni fáanlegir við ríkið um væntanlega virkjun. Nefndirnar lögðu sérstaka áherzlu á að framkvæmdir verði hafnar hið allra fyrsta' vegna hinnar brýnu þarfar bæjar og héraðs fyrir aukna orku. Á þessum fundi kom fram, að raforkumálastjóri telur sig tilbú- inn að hefja viðræður um þessi mál, og að áætlanir um virkjun- ina séu nú tilbúnar frá hendi raf- orkumálastjórnarinnar. Anægjulegt afmælishóf Síðastl. mánudagskvöld minnt- ist Kvenfélag Akureyrarkirkju 10 ára afmælis síns. Félagið bauð félagskonum til sameiginlegrar kaffidrykkju í kapellu kirkjunnar, en heiðurs- gestir hófsins voru víglubiskup- inn sr. Friðrik Rafnar, sr. Pétur Sigurgeirsson og Kristján Sig- urðsson form. sóknarnefndar. Félagskonur nokkrar höfðu út- búið mjög smekklegt kaffiborð en skemmtiatriði voru söngur o'g ræðuhöld. Frú Ásdís Rafnar, sem er form. félagsins, og hefir verið svo frá stofnun þess, rakti sögu félagsins og störf. — Aðrir ræðu- menn voru frú Jónheiður Eggerz, frú Elinborg Jónsdóttir og heið- ursgestirnir allir, sem þökkuðu félagskonum vel unnin störf á liðnum 10 árum. Að lokinni kaffidrykkju sýndi sr. Pétur tvær kvikmyndir, en hófinu lauk með ræðu vígslubiskups um hinnmik- ilvæga þátt konunnar í þjóðfé- lagsmálum ýmsum. Að síðustu var flutt bæn og sunginn sálmur. Fjöldi kvenna sátu afmælishóf þetta, sem var í alla staði hið ánægjulegasta. Áætlunarferðir f Vestmannaeyja Flugfélag íslands hefur til- kynnt, að það hafi í hyggju að taka upp fastar ferðir héðan úr bænum vegna skorts á góðu at- Siglufjarðar og halda áfram ferð- um, sem teknar voru upp á s. 1. sumri héðan til ísafjarðar og Austurlands. Ætlar f élagið að láta eina af flugvélum sínum hafa bækistöð hér í bænum, og er lík- legast að það verði Grumman- flugbátur. Aðstaða til athafna Nokkur vandkvæði eru á því að hafa flugbát að staðaldri hér í bnuæm vegna skorts á góðu at- hafnaplássi. Hentugasti staðurinn er hið steypta plan við Strand- eoan arðar ,„Of götu, er setuliðið lét gera, en þar er ekkert skýli. Þar að auki er ó- víst um framtíð þessa plans og mun ekki gert ráð fyrir bækistöð flugvéla þar í framtíðinni. Aug- Ijóst er, að skapa þarf viðlegu- aðstöðu flugvéla hér í framtíð- inni. Það er hagsmunamál fyrir bæinn, að flugvélar hafi hér að- albækistöð. Ættu bæjaryfirvöldin að greiða fyrir því, að þær áætl- anir, sem nú er verið að gera um nýiar ferðir héðan komist í fram- kvæmd hið allra fyrsta. Framsóknarmenn! Munið árs- hátíðina á laugardaginn. Sjá aug- lýsingu í blaðinu. Kunnugt var, að Fjárhagsráð og Viðskiptanefnd hafa unnið að því undanfarna mánuði, að semja áætlun um innflutning til lands- ins og gjaldeyriseyðsluna á þessu ári. Var það í fyrsta skiptið, scm unnið var fyrirfram að heildará- ætlun um gjaldeyrisveitingar og í fyrsta sinn, sem sú stefna er mörkuð í þessum málum, að ekki megi eyða meiru en aflað er. , Var búist við því í s. 1. viku, að áætlun þessi mundi verða lögð fyrir ríkisstjórn og Alþingi til athugunar og síðan birt almenningi. En hið furðulega skeði, að áður en þjóðin fékk að heyra áætlunina eða alþingis- menn að sjá hana, framdí einn af meðlimum Fjárhagsráðs það hneyksli, að fara með hana á fund reykvískra kaupmanna og birta þeim hana í heilu lagi. Fengu Morgunblaðið og Vísir áætlun- ina þannig til birtingar á undan öðrum blöðum landsins, áður en hún hafði verið lögð fyrir Alþingi eða þjóðina. Þetta er furðuleg að- ferð og í fyllst máta vítaverð og sýnir mjög mikla lítilsvii-ðingu á Fjárhagsráði, Alþingi og þjóðinni í heild. Mundi tekið þungt á slíku í flestum lýðræðis- löndum, er t. d. skemmst að minnast þess, er Dalton f jármála- ráðherra Breta varð að segja af sér fyrir að láta blaði í té upplýs- ingar um f járlög landsins, áður en þingið fékk að heyra þær. Þegar veittar 117 millj. Áætlunin gerir ráð fyrir 310 millj. kr. innflutningi, en ýms önnur gjaldeyriseyðsla er áætluð Árás á kono s. L föstudagsnótt Einstæður og ruddaiegur at- burður gerðist hér í bænum sl. föstudagsnótt. — Kona, sem á heima í Þingvallastræti, og var á leið heim til sín laust fyrir kl. 1 um nóttina, varð fyrir árás karl- manns neðaiiega í Gilsbakkavegi. Kom hann aftan að henni, tók fyrir munn hennar og barði hana í höfuðið. Urðu nokkrar svifting- ar í milli þeirra á götunni. Kon- unni tókst að kalla á hjálp, og hvarf árásarmaðurinn þá burt, en greiddi konunni áður mikið högg í höfuðið. Menn úr næstu húsum komu konunni til hjálpar og hringdu til lögreglunnar, sem kom brátt á vettvang. Konan er allmikið meidd í andliti. Ekki hefir tekist að hafa hendur í hári árásarmannsins ennþá, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni. 79 millj., eru það einkum skipa- leigur, vátryggingagjöld, utan- ríkiskostnaður, námskostnaður o. s. frv. Helztu liðir innflutnings- ins eru þessir: Nýbyggingainn- flutningur, skip, vélar o. fl. 64 millj., útgerðarvörur 54 millj., byggingarefni 37 millj., vefnaðar- vara og fatnaður 20 millj., korn og fóðurbætir 25 millj. Af duldu greiðslunum eru skipaleigur hæstar, eða um 37 millj., náms- kostnaður er áætlaður 6 millj. —¦ Þa'ð hefir vakið sérstaka athygli. landsmanna, að í skýrslu þessari kemur fram, að búið er að veita 117 millj. króna leyfi á þessu ári, Nemur framlenging eldri leyfa þar af 53.9 millj., en ekki er Ijóst hvernig afganginum hefir verið ráðstafað, einkum þar sem talið var, að leyfisveitingar til inn- flutnings hefðu ekki farið fram á árinu að neinu marki. Þyrfti Við- skiptanefnd að upplýsa þetta at- riði. Með áætluninni er gerður talsverður niðurskurður á inn- flutningi * neyzluvarnings, en reynt að halda í horfinu um inn- flutning nýbyggingarvarnings og vara til framleiðslunnar. erkileg grein eftir Aethony Eden á 5. bls. Dagur birtir á 5. bls. í dag, merkilega grein um alþjóða- stjórnmálin, eftir Anthony Eden fyrrv. utanríkisráð- herra Breta. — Greinin er rituð í Lon- don 31. jan. sl. Wk að a f 1 o k n u ferðalagi t i 1 hinna nálæg- a r i Austur- landa, og birt 1. febrúar sl. í amerískum og enskum blöðum á vegum Int- ernational News fréttastof- unnar ,sem hefir veitt Degi einkarétt til birtingar hér á landi. í þessari grein heldur Eden því fram, að hið nýbyrj- aða ár verði örlagaríkt fyrir mannkynið, að á því gerizt atbur'ðir, sem ráða því, hvort friður ríkir eða stríð hefst. — Sjá blaðsíðu 5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.