Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 11. febrúar 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla. auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddági er 1. júlí Stjórnvizka og skattlendur I ÞAÐ ER GOTT að búa í Reykjavík, segir Morg- unblaðið, hún er athafnaborg. Þar stjórna Sjálf- stæðismenn. Þeim sé heiðurinn og' dýrðin. Öðru máli gegnir með ýmsa staði úti á landi. Þar er ellt að fara í niðurníðslu, fólkið flýr þessa staði og sezt að í Reykjavík. Á þessum stöðvum stjórna Sjálfstæðismenn ekki og það gerir gæfumuninn. Þannig er tónninn, ár eftir ár, í þessu aðalmál- gagni Reykjavíkuríhaldsins og þannig er enn sung ið nú nýlega. Það er hin árlega fjárhagsáætlun borgarinnar og útsvarsálögur sem gefa hið ytra tilefni til þessa áróðurs. Hann mun þó ætlaður Reykvíkingum einum, en ekki borgurum á ör- tröðum „útskæklanna", eins og þetta sama blað nefndi eitt sinn aðra landsfjóðunga. Málgögn Sjálf- stæðisflokksins úti á landi hafa ekki fundið hvöt hjá sér til þess að benda á vöxt Reykjavíkur og hrörnun byggðánna sem sönnun fyrir ágæti „sjálf- stæðisstefnunnar“, og er það skiljanleg hófsemi andans og þó nokkur vottur af virðingu fyrir dóm- greind lesendanna. Þeim mun flestum skiljast, að ofvöxtur höfuðborgarinnar, og hið mikla fjár- magn, sem bæjarsjóður Reykjavikur hefur úr að spila á ári hverju, er að verulegu leyti sprottinn af sjúku þjóðfélagsástandi, en ekki af fjármála- og stjórnvizku bæjarstjórnarmeirihlutans þar, og á- framhald þessarar þróunar felur í sér mikla hættu fyrir þjóðfélagið í heild. ÞÓTT REYKJAVÍK hafi úr miljónatugum að spila á ári hverju og geti þess vegna haldið uppi verulegum framkvæmdum í bænum, hefur útsvars stiginn þar hingað til verið mun lægri en orðið er hér í bænum. Ástæðan til þessa er augljós. Það er betra að leggja á í Reykjavík en úti á landi. Menn hafa miklum mun hærri tekjur þar. Þær miklu tekjur eru að verulegu leyti sprottnar af því að á sama tíma og borgarar sveitarfélaganna úti um land, streitast við að greiða háa skatta og skyldur til þess að standa undir framkvæmdum og menningai-lífi í héruðum sínum, eru þeir jafn- fram allt árið um kring að, greiða þunga skatta til Reykjavíkurbæjar, leggja fram nokkurn hluta af getu sinni til þess að hægt sé með nokkrum sanni að segja, að það hafi verið gott að lifa í Reykja- vík nú um sinn Öll landsbyggðin er orðin skatt- land Reykjavíkur. Það er augljóst mál hverja þýðingu það hefur fyrir bæjarfélagið, að hafa 90 próeent af innflutningsverzlun landsmanna innan landamerkja sinna og mega njóta þeirra fríðinda að leggja útsvar á nær allan innflutningsverzlun- arágóðann og þær atvinnuframkvæmdir, sem í kring um verzlunina þróast. En það er jafn aug- -Ijóst hverja þýðingu þessa þróun hefur fyrir byggð irnar úti á landi. Vistin þar verður erfiðari með hverju árinu og fólkið flytur burt. Meira að segja héðan úr bænum, sem á þó við sæmilega blóm- lega atvinnulíf að búa nú um sinn, liggur straum- urinn til Reykjavíkur. Þessir fólksflutningar hafa verið blóðtaka fyrir fjárhag og getu landsbyggð- arinnar, en þeir hafa verið fjárhagslegt happ fyrir höfuðborgina á meðan hægt er að leggja álögur á þær eignir og það fjármagn, sem þetta fólk hefur tekið með sér suður. Loks má benda á, hverja þýðingu það hefur fyrir bæjarfélag, að hafa innan sinna vébanda 2500 ríkisstarfsmenn og í þeim hópi alla hæst launuðustu embættismenn landsins. Slíkt mundi þykja búbót annars staðar, þótt fækkað væxi liðinu. REYKVÍSKIR kaupsýslumenn hafa nýlega haldið ráðstefnu um verzlunarmálin og hefir hún hlot- ið mikið rúm í Mbl. Þetta þing, sem kenndi sig við ísland, lagði megináherzlu á það, að halda bæri innflutningsverzluninni í sama horfi og fyrr. Um hag dreif- býlisins var ekki rætt þar, að því séð verður af Mbl. Bæjai'stjómin í Reykjavík hafði áður skorað á stjói-narvöldin að skerða ekki hlutdeild bæjarins í verzlun og innflutningi. 90 prósentin eru því framtíðarmúsíkkin en ekkert stundarfyrii’bi’igði, þótt það væi'i látið í veði'i vaka meðan verið var að koma einokuninni á laggii’nar. Það er auðséð af öllu, að leiðrétt- ingar verða ekki auðsóttar í hend ur þessa valds. Það mun ráðstefna kaupstaðanna og verzlunai'stað- anna, sem nú er saman kvödd, sann reyna. En þótt ekki megi gei-a sér þær vonir, að þessari ráð stefnu takist að fá fullt réttlæti viðui'kennt fyrir hönd lands- manna, er hún eigi að síður merki leg. Hún er upphaf nýrrar stefnu, nýrrar bai'áttu fyi'ir framtíð byggðanna til sæmilegrar af- komu og menningai-lífs. Ef lands- menn bera gæfu til að standa saman um þessi mál, hvort sem flokksstjórnum líkar betur eða vei'i', mun sigur fást fyrr en vonir standa til nú. MÓÐIR- KONA-MEYJA Athugaðu vel! Það er afar mikilvægt fyrir konur að velja sér réttan skófatnað um meðgöngutímann. En því mið- ur verður oft og einatt mikill misbrestur á þessu atriði, en þreyttir og sárir fætur hafa áhrif á allan líkamann og líðan þess, er í hlut á. Gæta ber þess vel og vandlega að fæturnir séu vel hreinir og hirtir. Háir hælar eru hættulegir, en lágir hælar eru nauðsynlegir þennan tíma og ættu að vera breiðir. — Þá er lögun skónna og mikilvæg, og þurfa þeir að vera það breiðir og rúmir að tæi'n- FOKDREIFAR Mammons-þrettándinn um garð genginn. ÞÁ ER HINN mikli 31. janúar 1948 — lokadagur eignakönnun- arínnar miklu og margnefndu á íslandi — kominn og liðinn. Próf- um, framburði og vitnaleiðslum hinna ákærðu er lokið. Mál okk- ar, íslenzkra skattborgara, hefir verið tekið til dóms og meðferðar skattyfirvaldanxra. Aðeins fáeinar eftirlegukindur og svo goðasvarið sjálft — skattreikningurinn — er eftir. Héðan af fáum við engu breytt, en vei'ðum aðeins að bíða dómsorðanna með hendur í .skauti. FlQÍrum mun vafalaust finnast sem mér, að meira veður hafi verið .gert út af þessum ráð- stöfunum og meira taugastríð hafi verið þeim samfara en nokkur bi'ýn ástæða var til. Meira að segja var skattfi'amtals-eyðu- blaðið sauðmeinlaust að kalla og tiltölulega lítið breytt frá því, sem áður var, þégar það loksins kom norðui' hingað á útkjálkana, og voru þó sunnanblöðin sum bú- in mikið af því að guma, að spurningai' þess væru hai'la nær- göngular og ósvífnar, og það svo, að gefið var í skyn, að þær myndu brjóta í bág við stjómar- skrána sjálfa, svo nærri persónu- frelsi og athafnarétti manna væri þar gengið. Að því frátöldu, að það er næstum því broslegt að ætlast til þess af hinum flaumósa nútímamanni, að hann geti gefið um það nákvæma skýrslu, að viðlögðu drengskapai’heiti; hve mikilli fjái-hæð hann hafi varið á árinu til kaupa á bókum, list- munum og öðrum slíkum smá- munum — og nokkrum álíka at- riðum — má heita, að þessi skýrslugerð sé tiltölulega auð- veld og eðlileg öllum þorra manna. EN VISSULEGA er samt gott, að allur þessi gaui-agangur er nú loks um garð genginn, og engu líkai-a en að bylur detti af húsum í bili. En auðvitað verður það ekki nema stundai'hlé, unz nýj- um eyðublöðum, skjölum og skil- ríkjurn tekur að í'igna að nýju' af himnum hinna vísu landsfeðra yfir réttláta og rangláta. Líður nú senn að því — ef þróunin í þessa átt vei'ðui' jafn ör á næstu tímum og hún hefur verið á síðustu ár- um — að hvert meðalheimili verður að ráða til sín sérstakan skrifstofumann, . að heilu eða eða liálfu, til þess að annast sómasamlega alla þá skriffinnsku og skýi'slugerð, sem yfirvöldin krefjast nú af landslýðnum bæði beint og óbeint. Og senn vei'ður heimilislögfræðingui'inn væntan - lega álíka ómissandi og sjálf- sagður og heimilislæknirinn nú — til þess að fylgjast með því og léiðbeina heimilismönnum um það, hvað leyft sé og hvað bann- að, hvað lög sé og hvað ólög, á þessu blessaða og lögfulla landi! Fróðlegt verður nú að fylgjast með því, hvað hefst upp úr öll- um þessum eignakönnunar- krafsti'i. Víst er vonandi, að hann beri tilætlaðan árangur og svari ríflega öllum þeim gífui'Iega kostnaði, sem honum hlýtur að vera samfara. Og víst eru þeir ekki öfxmdsverðir, aumingja mennirnir, sem fá í hendur allan þann óskaplega grúa af allskonar yfii'lýsingum, skýrslum og skil- ríkjum, sem þjóðin hefur undan- farnar vikur og mánuði vei'ið pínd til að unga út í öllum sínum bönkum, sparisjóðum, skattstof- um og heimahúsum til þess að fi'iðþægja fyrir syndir nokkurra ófyrirleitinna fjárplógsmanna og skattsvikara, og færi betur, að til þeirra syndugustu næðist með þessum flóknu og dýru ráðum, og að þeim hefði ekki gefizt færi á að bjarga sínum rangfengna mammoni í tæka tíð á óhulta staði, þar sem refsivöndur skatt- yfirvaldanna fær enn ekki til hans náð. Því vissulega verður það mikið og erfitt verk að vinna sæmilega úr öllum þessum papp- íi'sflaumi og blekstraumi sæmi- legt og gagnsamlegt yfirlit um efnahag og afkomu þjóðarinnar og óvéfengjanlegar foi'sendur að réttlátum dómsniðurstöðum, svo sem til mun ætlazt og vera bér. Stjórn eða óstjórn? „Kveldúlfur" sendir blaðinu eft- ii'farandi hugleiðingu: „Dómsmálaráðherrann okkar hefur enn á ný dregið athygli al- þjóðar að stjórnvísi sinni og skörungsskap, — að þessu sinni með því að banna skemmtanir eftir kl. 1 að nóttu hvar sem er á landinu. Vissulega hefur slíkt bann sína kosti, líkt og pjátur- buxur riddarafrúnna forðum daga með tilheyrandi lyklum, sem eiginmenn þeirra stungu á sig, þegar þeir brugðu sér í nokk- urra ára krossferð til landsins helga, eða í aðrar álíka skyndi- ferðir úr af heimilum sínum, og urðu að skilja ektakvinnur sínar eftir heima. Vissulega ei’um við öll breysk og syndug, mannanna böm, og kannske sér í lagi, ef okkur er leyft að í'ása lausbeizl- uðum eftir kl. 1 á nóttum! Og er (Tramhald á 5. síðu). ar hafi rúm til að hi'eyfa sig. Nauðsynlegt er við fótaþvott að þurrka vel og rækilega milli tánna. Ef mögulegt er, er æskilegt að hafa tvenna eða fleiri skó í takinu, og nota sömu skó aldrei tvo daga samfleytt, þetta hvílir fæturna og lengir bæði líf þeirra og skónna. — Þegar inn er komið er æskilegt að mjúkir og þægilegir inniskór séu notaðir, en í götuskóna sett ti’é eða troðið í þá pappír til þess að þeir haldi lög- un. Mjög skynsamlegt er að nota hálfu númeri stærri skó en venja er, þegar gengið er með bai-n, því að fæturnir þrútna oft og stækka um þann tíma. Það eru ekki aðeins fingurneglui'nar, sem þai'fn- ast snyi'tingar og hirða ber. Neglurnar á tánum þai'fnast þess ekki síður. Þær á að klippa í boga- dregna línu eftir „hálfmánanum“ eins og fingur- neglui'nar. Þetta kemui’ í veg fyi’ir inngrónar táneglur, sem er mjög sársaukafullur kvilli. — Þreytu fótanna má lina með því að setja edik saman við skolvatnið við fótaþvott. Einnig er gott aðhvíla þreytta fætur með því að setja þá á skemil eða annan stól, þegar hægt er að koma því við —• Ef fætui’nir bólgna er sjálfsagt að, leyta læknis. o—o Hvort sem þú átt von á bai'ni eða ekki, er með- fei'ð fótanna og hirðing nauðsynleg og sjálfsögð. —• Kenndu barni þíiiu nokkrar heilbrigðisreglur í hvert skipti sem þú baðar þáð og hlýddu því yfir þæi' sömu við næsta bað. — Fá en holl ráð í hvert skipti, geta orðið gott veganesti barni þínu og reynst því meira virði en margt annað er út í lífið kemur. R Á Ð. Þegar skór blotna ber að varast að þui'i'ka þá við mikinn hita. Með því móti springur leðrið og skórn- ir fax-a mjög illa. — Bezt er að þurrka skóna við mjög vægan hita (stofuhita) og hafa þolinmæðina í lagi, því að þeii' þorna seint, en það er eina leiðin til þess að þeir geti oi’ðið sæmilega góðir aftur. UPPELDIÐ. Mistök uppalandans geta vei'kað á þrennan hátt á barnið: í. Barnið veitir mótstöðu, sem kémur fram í: þrjózku, geðofsa, skemmdafýsn og ýmsum ruddaskap. 2. Barnið beygir sig. Það kemur fi-am sem: ótti, hræsni, ósannsögli og þjófgefni. 3. Barnið forðar sér, en það kemur þannig fram: að bai-nið foi'ðast heimilið, fer á flæking og yfirgef- ur heimilið að meira eða minna leyti. Stundum kemur viðleitni þess einnig fram sem „heimska“, „leti“, „draumórar", „hirðuleysi“ og því um líkt. Kannist mæður við nokkur þessara mistaka væri reynandi að komast fyrir meinið og lækna í tíma. Erfiðara er að fást við það eftir því sem lengra líð- ur, eins og við flesta kvilla. LEIÐRÉTTIN G. í síðasta dálki er prentvilla, sem þarf að leiðrétta. — Þar stendur á einum stað um kai'töflurækt lands- manna orðið meira í stað minna. (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.