Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 11. febrúar 1948 DAGUR 3 ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Það er — fyrir Akureyringa — gleðilegt til þess að vita, að jól og áramót síðustu komu svo og liðu hjá að lítið bar á ólátum og ó- knyttum í bænum. Reyndar ætt- um við að mega telja þetta bara eðlilegt og sjálfsagt, en bæði hin- ar hörmulegu fréttir í útvarpi frá Rvík á nýársdag og viss atvik í bæjarlífi Akureyrar undanfarið, benda til þess, að annars var hægt að vænta. Og því segjum við: Gleðilegt, hvernig gekk. Á Þorláksdagskvöld var reynd- ar margt að sjá og heyra hér á Akureyri og er það e. t. v. eðli- legt, þar sem þá er svona stutt til jóla og vínverzlunin nýbúin að taka á móti 80 þús. kr. frá íbú- um bæjarins og nágrönnum fyrir áfengi — á einum degi! Og þó eiga sumir enn aura til að kaupa fyrir — og í flestum búðum er ös — eins og skóhlífaslagur væri! í glugga bókabúðar gaf að líta og lesa á bókum hlið við hlið: Fag- ut mannlíf í sálarháska hjá vondu fólki! Á götum og gangstéttum ægði líka öllu saman og vissi víst enginn hvort hann var hjá vondu fólki eða góðu stadd- ur. Fáir þóttust vera í sálarháska en margir hræddir um líkamann, því að eldfleygar klufu loftið, sþrengingar kváðu við í sífellu og blossar gusu upp í öllum áttum — en mest þar sem flestir voru saman. Undravert má heita, að ekki skyldi „kínverji“ komast upp í neinn hér, eins og syðra, því að ýmsir voru nú með opinn munninn — svona í viðlögum! En árásir „kínverjanna' reyndust hættuminni en kjaftshögg „land- anna“ þegar leið á kvöldið! Kjör- orðið er: „Allt í lagi„‘ — og hug- arfarið og tilgangurinn er víst alltaf góður: „Þökk sé þér, drott- inn, fyrir dag heilags Þorláks og blessuð jólin á morgun“-------- eða hvað? Sumum finnst jólaundirbún- ingurinn vera farinn að ganga í öfgar, á ýmsum sviðum, en hve- nær sameinumst við í einlægri viðleitni að laga hann eitthvað til, í einfaldara, umbrotaminna snið? Oðru hvoru tökum við hér á Akureyri undir bæn faríseans: „Þakka þér, drottinn, að eg er ekki eins og aðrir menn — Reyk- víkingar“ o. s. frv. Æskulýðurinn hér þykir — a. m. k. sumum okkar — betur á vegi staddur en unglingarnir í aðal-höfuðstaðn- um! En aðrir segja, að þetta sé nú bara í hlutfalli við stærð stað- anna. Með sama fjölda Akureyr- nga, sem þeim, er saman kemur á götum Reykjavíkur, myndu af- rekin geta orðið nokkuð svipuð hér og þar. Og víst er, að við er- um í hættu staddir ef stefnu- breyting verður ekki í hegðun og framferði — ja, bæði hinna yngri og eldri. Það voru fullorðnir menn, upp- aldir og skólaðir í siðmenntuðu þjóðfélagi í sjálfum Akureyrar- bæ, sem með óhljóðum óg ólátum fórum um götur bæjarins um há- nótt sl. haust, skelltu skolleyrum við leiðbeiningum lögreglunnar, gerðu hróp að henni og aðsúg, þegar forsprakkar ólátanna voru teknir og „settir inn“. Þegar ekki var orðið við kröfum hópsins, að fá út aftur foringja sína, var far- ið í bíla lögreglunnar, vélar rifnar sundur og meira og minna eyði- lagðar. — Það var hópur 15—18 ára unglinga, sem eg sá kvöld eitt velja sér að skotmarki ljósaperu við eina aðalgötu bæjarins. Það var bjart yfir öllu, er þeir byrj- uðu, en varð myrkraverk að lok- um og mátti heyra fliss og óvand- að orðbragð í dimmunni. Það voru 14—16 ára piltar, sem á helgum degi sl. vor lögðu leið sína ofan á „Tanga“ og bi'utu þar með steinkasti rúður í geymslu- húsi, sem hundruð króna kostaði að fá lagað aftur. Það eru piltar frá 5 og upp í 20 ára, sem iðulega sjást hangandi aftan í bílum á fjölförnustu göt- um bæjarins. Og hverjir brjóta svo brunaboðana, stela bílum og hjólum, brjótast inn í skíðaskála og skátabústaði og skilja þar við sem mest og flest skemmt og eyðilagt? Hér er aðeins bent á nokkrar alþekktar staðreyndir, — en þær eiga að nægja til þess að sýna öll- um, sem hugsa um þessi mál og ekki láta sig einu gilda hvert straumurinn ber, að nauðsynlegt er að reyna að finna hér bætur á — sem beztar og sem fyrst. í Barnaskóla Akureyrar er stundum minnst á þessi mál og í sambandi við þær umræður fengu börnin í „minni deild“ — V. bekk — að skrifa stíl um efnið. Þau skoða málið frá sinni hlið, gera athugasemdir og benda á leiðir til úrbóta Þótt eðlilega sé barnalega á sumu tekið, þótti mér margt þarna réttilega skoðað og sumar tillögur ýmist skynsamleg- ar eða fyndnar. Læt eg því fylgja hér útdrátt og smákafla úr nokkrum þessara stíla: Allmörg benda á, að bezt muni að foreldrar reyni að tala einslega við drengi þá, sem með óknytti séu á götunum, sýna þeim fram á hve þetta sé ljótt og hverjar af- leiðingarnar geti orðið, ef áfram er haldið. Það á að reyna að vinna þá með góðu. Svo á að hrósa þeim ef þeir leitast við að bæta ráð sitt. Ein telpan lýkur hugleiðingunum með þessum orðum: „Eg vildi að eg væri svo gáfuð að geta gefið ráð við þessum vandræðum. En það er víst ekki svo vel, því að það er víst ekkert, sem hindrar þessa götustráka. — Ætli þeir myndu samt ekki skammast sín, ef þeir væru klæddir í svartan jakka með hvítu striki á bakinu. Svo þegar þeir væru úti á götu vissi fólkið hvaða drengir þetta væru og mundi benda á þá.“ (Framhald). Fimleikaflokkur I. B. A. Þáttaka í fimleikum hjá íþrótta- félögum bæjarins hefir verið mjög dauf í vetur. Fiml. og glímui-áð Ak. lagði til nýlega, að reynt yrði að sameina flokka karla í fimleikum og starfaði flokkur sá — og e. t. v. fleiri en einn — á vegu mí. B. A. Banda- lagið hefir nú ákveðið að gera til- íaun með þetta og er ákveðin fyrsta æfing — sem jafnframt verður tekin til að ákveða eitt og annað viðvíkjandi starfsemi flokksins um æfingatíma o. xl. — þriðjud. 17. þ. m. kl. 8 að kvöldi. í raun og veru þurfum við fyr.st og fremst létta, skem’ .itiloga leikfimi, til að efla þátciöKu og áhuga Erfið sýningaþjálfun æíii að koma síðan, — þótt æskiiegt væri að hafa hér góðan sýninga- flokk. f því sambandi má geta þess, að áætlað er Norðurlanda- mót í fimleikum hér á landi eitir 2—3 ár. í. B. A. hefir einmg rætt um að koma af stað fimleika- flokki kvenna. — Þess er vænzt, að þegar fimleikahóparnvr stæ’cka vaxi ánægjan og áhugirm og er þess full þörf. Hér er um undir- stöðug'iein allra íþrótta að raeða. Leiðréttinq Bagalegar prentvillur urðu í „leiðbeiningu um notkun tilbúins áburðar" í síðasta blaði. Rétt er: Á karltöflugarða einvörðnugu I. 450 kg. ammoníaksaltpétur (ekki 150 kg.). — Á tún með liálfri þvagbreiðlu II. 200 lcg. kalkamm- onsaltpétur (ekki 400 kg.). Sá, er kynni að hafa orðið var við nýja, svarta kvenhanzka úr skinni, i óskilum eftir áramót, vin- samlegast geri aðvart í síma 403. Lyídakippa með á lyklum tapaðist 4. iþ. m. — Vinsamlega skilist á afgreiðslu blaðsins. Til sölu Kjólföt, ásarnt hvítu vesti, skyrtu og lakkskóm, á frek- ar lítinn mann. Saumastofan Hrönn. Karlm.-armbandsúr tapaðist á skautasvellinu á Leirunum s. 1. sunnudags- kvöld. Finnandi góðfúslega beðinn að skila því á B.S. A. verkstœði. Sendisvein vantar á LandsímastöS- ina nú þegar. Minningarorð Nýlega var til moldar borinn í Húsavík Jón Ágúst Árnason, fyrrum bóndi í Skörðum í Reykjahverfi, fæddur 22. ágúst 1857, dáinn 24. des. sl. — Jón Ágúst — svo var hann jafnan nefndur — var sonur Árna bónda í Skörðum Jónssonar á Geira- stöðum við Mývatn Jónssonar Brandssonar hins sterka. Var Árni bróðir jóns Jónssonar blinda á Mýlaugsstöðum, alkunna manns í Þingeyjarssýlu o. v. En móðir Jóns Ágústs var Sigríður Sigurðardóttir Flóventssonar Péturssonar, er um sinn bjó í Holtakoti, en síðar í Skörðum. — Var hann þannig kominn af hraustum, þingeyskum stofnum í báðar ættir. Hinn 28. des. 1893 kvæntist Jón Ágúst eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Þuríði, dóttur Sigurðar Guðmundssonar, er lengi bjó í Hvömmunum — Presthvammi og Miðhvammi, — og konu hans, Solveigar Grímsdóttur Jóakims- sonar, föðurömmu minnar. Þó að mér sé málið skylt, mun sá dóm- ur ekki orka tvímælis, að Þuríð- ur sé merk kona og myndarleg, svo að af beri. Nú gerist hún elli- móð og þreytt, enda alblind, og hefir nú fyrir all-löngu skilað húsmóðurstörfum í Skörðum í hendur dóttur sinnar, Solveigar Unnar. í skjóli hennar og manns hennar,.. Jóns Þórarinssonar, prests Þórarinssonar á Valþjófs- stað eystra, dvöldu þau, gömlu hjónin, og þar er Þuríður enn og verður sjálfsagt, unz yfir lýkur. Þau Jón Ágúst og Þuríður bjuggu farsælu búi í Skörðum. Eg hygg, að jörðina hafi þau setið vel. En búskaparsögu þeirra er eg ekki fær um að segja, enda ætla eg mér ekki þá dul. Hins vil eg mgð gleði minnast, því að það þekkti eg vel, hve frábær dýra- vinur Jón Ágúst var. Eg hygg, að nærgætni hans og umhyggja fyrir vellíðan allra þeirra skepna, sem hann hafði undir höndum, hafi verið sjaldgæf. Hann átti líka gott og arðmikið fé og oft góða hesta, enda var hann hestamaður ágæt- ur, eins og þeir margir, frændur hans, og hafði hann vel vit á hest- um. Hann þótti laginn tamninga- maður og tók marga ótemjuna „til kennslu". Var hann þó fatl- aður maður, mikið haltur, en ekki virtist það koma að sök í viður- eigninni við „fjörgarpana". En kærleikur Jóns Ágústs og alúð náði til fleiri aðila en dýranna. Engan mann hefi eg t. d. þekkt öllu barnbetri en hann. Þeirra þjáning var hans þjáning. Þeirra málstaður hans málstaður. En þeirra gleði var líka hans. í upp- eldismálunum trúði hann tállaust á kraft kærleikans — hann og ekkert annað. Mörg fátæk og um- komulítil börn nutu líka ýmislegs góðs á og frá Skarðaheimilinu. Nokkur voru þar langdvölum, en önnur tíma og tíma, ekki sízt, þegar hart var í búi heima hjá þeim. Eg held í raun og veruy að 'ljúfast hafi Jóni Ágúst verið að mega kalla þau öll fósturbörn sín, en í venjulegum skilningi þess orðs voru fósturdæturnar líklega aðeins tvær: Aðalheiður Jóns- dóttir Sigurgeirssonar, hjúkrun- arkona, og Kristín Helgadóttir Flóventssonar, kona Sigurðar Hinrikssonar útgerðarm. á Norð- firði Þorsteinssonar Hinrikssonar prests á Skorrastað. En vel má vera, að fleiri vilji mega kalla gömlu Skarðahjónin fósturfor- eldra. Jón Ágúst var maður bók- hneigður og langaði til að eiga bækur. Skaparinn var honum svo náðugur, að hann fékk að halda sjóninni fram í andlátið og gat hann því lesið „fram að hinztu stund“. Hann var líka greindur maður og athugull og ræðinn. Naut hann þess vel, er góða gesti bar að garði. Var oft gestkvæmt í Skörðum í vetrarferðum Mý- vetninga og oftar, og kunnu þau hjón bæði vel gestum að fagna. Þessi fátæklegu orð læt eg ekki verða fleiri. Þau eru aðeins þakkarvottur frá mér fyrir liðna, ljúfa daga. Vald. V. Snævarr. Stúlka óskast til hreingerninga í Barnaskólanum. Gott kaup. Upplýsingar lijá umsjónar- manni skólans. Atvinna. Aðstoðarstúlku vantar í eldhús. Gott kaup. — Her- bergi fylgir. . . ■ • ■ • A-. v. á. íbúð fil leigu 2 herbergi, eldhús og að- gangur að þvottahúsi er til leigu 14. maí n. k. eða fyrr í Byrgi, Glerárþorpi Egg h-í- NYJA BIO................| | Næsta mynd: | Villihesturinn } Reykur (,,Smoky“) í Amerísk lit-kvikmynd frá { 20th Century Fox. I Aðalhlutverkin leika: \ | Fred Mac Murray | Anne Baxter ....................... Skjaldborgar-Bíó......“"} Mynd vikunnar: STORKURINN j (Tlie Slork Club) Fjörug, amerísk músík- | og gamanmynd. Aðalhlutvérkin leika: \ BETTY HUTTON \ BARRY FITZGERAID \ DON DE FORE. riiiiniiiiii tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit ii iii mivi ii ii •11111111111? TIL SÖLU Tvær íbúðir og útihús í Norður- götu 12. — Semja ber við Leonard Albertsson, Eyrarlandsvegi 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.