Dagur - 25.02.1948, Page 3
MiSvikudaginn 25. febrúar 1948
DAGUR
3
Smjörleysið
Vírmanilla,
114”, ls/4”, 2”, 2i/4”, 21/4”,
f tilefni af ummælum, sem birzt
hafa í bæjarblöðunum um smjör-
leysið og ástæðurnar fyrir því,
hefir blaðið snúið sér til Jónasar
Kristjánssonar mjólkursamlags-
stjóra og beðið liann að gera les-
endum blaðsins grein fyrir
ástandi og horfuin í þessu efni. —
Fer greinargerð Jónasar hér á
eftir.
Blöðin á Akureyri eru mjög
óánægð fyrir hönd almennings,
að skortur skuli vera á smjöri í
bænum og telja það vera mikið
ranglæti, að Mjólkursamlag K.
E. A. skuli ekki framleiða smjör
handa bæjarbúum í stað þess að
senda mikið af rjóma til Reykja-
víkur og víðar um land.
Það er mjög skiljanlegt að al-
menningur sé óánægður út af
smjörleysinu, einkum þar sem
ríkisvaldið hefir að undanförnu
séð neytendum fyrir þessari vöru
með innflutningi á erlendu smjöri
og úthlutun eftir skömmtunar-
seðlum — og svo skuli þessari
skömmtun hætt af hálfu ríkis-
valdsins án frekari fyrirvara.
Þegar miðað er við það fyrir-
komulag á þessum málum og þau
verðlagsákvæði, sem gilt hafa í
landinu, þá er mjög óréttlátt að
áfella bændur eða félagssamtök
þeirra fyrir það, að framleiða
ekki nægilega mikið af smjöri
fyrir almenning í kaupstöðum
landsins jafnskjótt ogfTÍthlutun
ríkisins á hinu erlenda smjöri
fellur niður.
Að vísu er það mjög slæmt að
landbúnaðarframleiðsla okkar
skuli ekki vera nægilega mikil og
alhliða til þess að fullnægja þörf-
um fólksins, og að því þarf þjóðin
að keppa, að vera sem mest sjálfri
sér nóg á þessu sviði sem öðrum.
En útlitið í þessu efni er engan
veginn glæsilegt fyrir þá sök,
hversu lítill hluti þjóðarinnar
vill stunda landbúnað. En þessir
fáu bændur gera vissulega það
sem þeir geta, bæði til að rækta
landið og auka framleiðsluna.
En svo vikið sé að rjómasölu
Mjólkursamlags K. E. A. til
Rvíkur og út um land, þá er það
ekkert launungarmál, að rjóma-
salan er framleiðendum miklum
mun hagstæðari en framleiðsla og
sala smjörsins. Hér er þvi hagað
sér algjörlega eftir eðlilegu og
viðurkenndu viðskiptalögmáli, að
hver og einn selji vöru sína og
vinnu við sem hagkvæmustu
verði og geta mjólkurframleið-
endur naumast verið ámælis-
verðir fyrir þetta umfram aðra,
sem selja vinnu sína og fram-
leiðslu ,enda fara þeir eftir opin-
berum verðlagsákvæðum í þessu
efni.
Hin ástæðan fyrir rjómasölunni
er sú, að sala á íslenzku smjöri
hefir allt fram undir síðustu ára-
mót gengið mjög erfiðlega, þar
sem ríkisvaldið seldi almenningi
erlent smjör fyrir meira en helm-
ingi lægra verð en ísl. smjörið var
skráð fyrir, og ríkisvaldið vildi
ekki taka ísl. smjörið upp í
skömmtunina, og á síðastliðnu
hausti lágu í geymslum, bæði hér
á Akureyri og annars staðar á
landinu um eða yfir 50 þús. kg. af
ísl. smjöri. Lá það víða undir
skemmdum og voru mjög daufar
horfur með sölu þess, eða allt til
þess tíma, að innflutningur er-
lenda smjörsins stöðvaðist.
Einnig má minna á það, að á
árunum fyrir síðustu styrjöld var
ísl. smjöi'framleiðsla svo torseld,
að blanda varð allt að 15% af
smjöri í smjörlíkið til þess að
geta á þann hátt losnað við
smjörið.
Fyi'ir mjólkurframleiðendur er
smjörsalan í landinu alveg örygg-
islaus, eins og hér hefir verið
bent á og ríkisvaldið getur hve-
nær sem er byrjað aftur á inn-
flutningi og sölu erlends smjörs,
og út frá því sjónarmiði mega
mjólkurframleiðendur ekki van-
rækja rjómamarkaðinn í landinu,
enda virðist svo sem rjómi sé
ómissandi fæða fyrir margt
heilsubilað fólk og fullkominn
skortur á rjóma mundi mjög auka
óánægju og vandræði margra
manna, svo að það gæti jafnvel
orðið ennþá vafasamari ráðstöfun
fyi'ir almenning að rjómasölunni
væri hætt, en smjör gert í stað-
inn; enda mundi sú litla smjör-
framleiðsla hrökkva skammt, þó
ekki væri hugsað um aðra en Ak-
ureyri og Siglufjörð og nærliggj-
andi staði.
Þegar þetta er ritað hefir frétzt
að ríkisstjórnin sé- að kaupa inn
(
smjör frá Argéntínu tíi þess að
fullnægja ákvæðum vísitölulag-'
anna um smjörskömmtun.
Auk þess mun mjólkurfram-
leiðslan brátt aukast, þegar nær
dregur vorinu, og þar með einnig
smjörframleiðslan, þótt sú fram-
leiðsla geti á engan hátt fullnægt
núverandi eftirspurn á þeirri
vöru. Jónas Kristjánsson.
nýkomin.
Kaupfél. Eyfirðinga
Jdrn- og glervörudeildm
Asbest-pakkning
(plötur)
Kaupfél. Eyfirðinga
Jdrn- og glervörudeildin
„NECCHI“-
saumavélar
Þeir, sem hafa fengið
hjá oss „NECCHI“-
saumavélar eftir ára-
mótin, geta fengið
nokkra varahluti
í þær.
Kaupfélag Eyfirðinga
Jdrn- og glervörudeildin
Afhugið!
Fiskbollur
í heil- og hálfdósum
Fiskbviðingur í dósum
Saltsíld
Fiskfars, daglega.
NÝJA FISKBÚÐIN
Simi 307.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
IIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIMIIIIIIIIIMMMM
Píanó-stillingar
[ Píanó-viðgerðir [
Talið við mig sem fyrst.
OTTÓ RYEL. !
E |
Gúmmístakkar
Gúmmísvuntur
Gúmmílianzkar
Gúmmíhitapokar
Plasticsvuntur
Vöruhúsið h/f
Molasykur
(litlu molarnir)
nýkominn.
Vöruhúsið h/f
Karlmanna-náttföt
Karlm. og drg. nærf öt
Axlabönd
Sokkabönd
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Eversharp-
sjálfblekungur, svartur, tap-
aðist s. 1. laugardag, senni-
lega á kirkjutröppunum. —
Góðfúsl. skilist á afgreiðslu
Dags gegn fundarlaunum.
1
Barnavagn til sölu
Afgr. vjísar á.
Einbýlishús
til sölu. — Upplýsingar gef-
ur Jón Kristjdmson, Sölu
skálanum, sími 427.
pMIMMMMMIMmilMMIlMMUMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIMMMMMMIlMMIMI^^
| Iðnaðarmannafélag Akureyrar
AÐALFUNDUR
i Iðnaðarmannafélags Ákureyrar verður haldinn í Gagn- i
j fræðaskóláhúsinu sunnudaginn 29. febrúar, og hefst j
\ kl. 4 e. h. 1
\ DAGSKRÁ: \
Skýrsla formanns. |
Reikningar félagsins og sjóða j>ess.
Reikningar Iðnskóla Akureyrar.
Skýrslur nefnda. I
Norræn iðnaðarkeppni. f
Bensínskömmtun. \
Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður félagsins. 1
Kosning skólanefndar Iðnskóla Akureyrar.
Önnur mál. |
Stjórnin. |
MIIIIMMIIIIIMMIMIIMIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIMIMM.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIMlMMIUIlI
iMMMIMMMMMMMMMMIMMMIMIMMMMIMMMMMMMIMMMIMIMMMMMMIIMMIMIMMIMMMMMMMIMMMIMIMMMMIMUMl"J|
I Litaði lopinn
1 er nú að byrja að koma aftur á lager. |
Ýmsir fallegir litir þegar komnir, svo \
sem hárautt, ryðrautt, og fleiri litir |
I eru á leiðinni. I
Ullarverksmiðjan GEFJUN
I Sími 85.
7MlllUMIIIIIIIIIIIIIIIimilllMIMIMIMMIMIIIIIIIIUIIIUmUIIIIUI»IIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIim»IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl7
IMMIIIUIMIM|UM|IUUM|IUI|IIMIMI|l)llimMIMIIIMIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMtlllllMIIIIIIMIÍIIIIIIIIIIMIIIMIII||>
j Skagfirðingamót
i verður haldið að Hótél KEA laugardaginn 6. |
marz. Hefst það með samdrykkju kl. 7 síðdegis, i
stúndvísl'ega. |
I Aðgöngumiðar verða seldir í Verzl. London tvo i
síðustu dagana fyrir mótið. — Er þess fastlega j
vænzt, að sem allra flestir Skagfirðingar hér í bæ |
i sæki samkomu þessa. i
í Stjórn Skagfirðingafélagsins.
..............mmmmimm.......
‘imiiimiiiiiiimiimiiiiiiimiimmimimmimiiiiiiimmiiiimmiimmimmmimmiimiimmmiimiiiiiiimmiimmmimimmmimmiiiiii II*
Tilkynning
Ár 1948, þann 20. febrúar, frámkvæmdi notárius \
l publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á I
i skuldabréfum bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni til i
i raförkuveitu frá Laxárvirkjun. i
i Þessi bréf voru dregin út:
| Litra A: Nr. 73 - 79- 93 - 100- 104 - 110 - 119 - j
| 143.
j Litra B: Nr. 1 — 67 — 72 — 89 — 97 — 121 — 138 — 141. |
j Liira C: Nr. 3 - 22 - 23 - 25 - 27 - 68 - 81 - 93 - j
134 - 217 - 222 - 274 - 309 - 339 - 351 - j
380 - 384 - 396 - 402 - 413 - 42*4 - 447 - í
461 _ 481 _ 586 - 608 - 617 - 620 - 654 - j
I 677. ' I
Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjald- j
i kera Akureyrar þann 1. júlí 1948, ásamt hálfum vöxtum i
j fýrir yfirstandandi ár. j
Bæjarstjórinn á Akureyri, 21. febr. 1948.
j Þorsteinn Stefánsson
1 — settur — í
...........................................MIIIIIIMMM..
AUGLÝSIÐ í DEGI