Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 3. marz 1948 DAGUR 3 BRÉF: Sjúkraliúsmál Reykjavíkur og amiarra landshluta í Morgunblaðinu, sem kom út 14. febrúar sl., er mjög hneyksl- ast á því, að Tíminn skyldi voga sér að gera athugasemdir við stjórn sjúkrahúsmálanna í Reykjavík. Mbl. kennir landlækni og rikisvaldinu þann slóðahátt, sem átt hefir sér stað hjá íhalds- bæjarstjórn Reykjavíkur um þessi mál. En hverjar eru nú staðreynd- irnar? Flestir stærri kaupstaðir á landinu hafa látið byggja og reka eigin sjúkrahús. .Nokkrar konur í Reykjavík sáu hvað ástandið var alvarlegt og gáfu Reykjavík- urbæ sjúkrahús (Hvítabandið). Þessar duglegu lconur bjuggust við að bæjarstjórnarmeirihlutinn mundi vakna til meðvitundar um sjúkrahúsþörfina og bæta ein- hverju við gjöfina, en allt situr enn við það sama. fhaldsmenn og síðar Sjálfstæð- ismenn, hafa ráðið málum Reykjavíkur síðan hún fékk bæj- arréttindi. Á því tímabili hafa setið í ríkisstjórn áhrifamiklir flokksbræður þeirra. Virðist mjög undarlegt, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi verið svo heft í sjúkrahúsmálunum, sem Mbl. vill vera láta. Athuga má nokkrar staðreyndir í' þessu sambandi. Oll sjúkrahús á landinu éru háð sama ríkisvaldi. Nú þegar er á Akureyri sjúkrahús, sem veitir móttöku 21 þúsund legudögum. Akureyrarbær er nú búinn að Fram er komin á Alþingi þings- ályktunartillaga um að fela ríkis- stjórninni að lækka um helming áhættuiðgjöld til Almannatrygg- inganna ,samlcv. 113. gr. laganna. Þessi grein fjallar um skyldu atvinnurekenda til þess að greiða sérstakt áhættuiðgjald til þess að standast útgjöld trygginganna til slysabóta og kostnað vegna nauð- synlegrar sjúkrahjálpar. Greiðsl- urnar ber að miða við slysahættu og eru ákvæði um gjaldið i sér- stakri reglugerð, sem ráðherra setur að fengnum tillögum Tryggingastofnunar ríkisins. — Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í greinargerð þessarar þingsályktunartillögu, er Skúli Guðmundsson o. fl. flytja, hafa Almannatryggingarnar innheimt áhættuiðgjald eftir reglugerð á árunum 1946 og 1947, samkvæmt bráðabirgðauppgj öri, samtals um 5 millj. króna hvort árið um sig, en ékki greitt út til slysabóta og kostnaðar í sambandi við þær byggja geðveikrahæli. Af þessum 21 þúsund legudögum voru úr Reykjavík á sl. ári 1719 legudagar og er það mjög ánægjulegt að Akureyri skuli þannig geta bætt úr þörf Reykjavíkur. Að vísu kosta þessir 1719 legudagar reyk- vískra sjúklinga Akureyrarbæ ca. 8395.00 króna reksturshalla, en það er smámál út af fyrir sig, en engu að síður rétt að komi fram. Nú er verið að byggja mjög stórt og vandað sjúkrahús á Ak- ureyri og verður ekki annars vart en bæði landlæknir og ríkisvald- ið hafi sýnt þessum sjúkrahús- málum fulla velvild. Þá er það fæðingardeildin í Reykjavík, sem Mbl. verður ákaflega tíðrætt um. Það eitt er um hana að segja, að hún er byggð með þeim myndarbrag, miðað við fólksfjölda, að í engu landi mun þekkjast annað eins. Þegar fæðingarskýrslur eru athugaðar, kemur í ljós, að deild þessi er það rúmgóð, að allar konur frá Gilsfirði suður og austur um land til Hornafjarðar, gætu legið þar. Mætti því um þá stofnun segja, að henni sé lítt stillt í hóf. Niðurstaðan af athugun á sjúkrahúsmáíum ' Reykjavíkúr, éins ömúrlég óg þáu eru, hlýtur að vera sú, að ástandið sé algjört einkamál hins hreinræktaða íhaldsmeirihluta bæj arst j órnar höfuðstaðarins. G. J. nema um 2 millj. kr. hvort árið um sig, eða innheimt 10 millj. á 2 árum og endurgreitt 4 millj., en samkvæmt lögunum á ákvörðun iðgjaldanna að miðast við það að þau hrökkvi fyrir bótum og kostnaði. Er af þessu augljóst, að innheimtunni hefir lítt verið stillt hóf, enda tilfinnanlegur kostn- aður fyrir atvinnufyrirtæki af þessum iðgjöldum. Er þess að vænta, að þingsályktunartillagan verði samþykkt, og iðgjöld þessi verði lækkuð um helming, sem sýnist rífleg greiðsla, miðað við undangengna reynslu Þá hafa Skúli Guðmundsson o. fl. þingmenn komið því til leiðar á þessu þingi, að iðgjöld, samkv. 112. gr. laganna, skuli lækka um helming, en þetta iðgjald var ákveðið kr. 1.50 fyrir hverja vinnuviku og bar öllum þeim, er launþega höfðu í þjónustu sinni að greiða það. Einnig á þessum vettvangi munu tryggingarnar hafa innheimt ríflega miðað við þá þjónustu er þær veita. ORÐSENDING til verkafólks Verkalýðssamtökin hafa ákveð- ið að taka virkan þátt í söfnun þeirri til nauðstaddra barna og kvenna á meginlandi Evrópu, sem Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir og nú stendur yfir hér á landi. Sameinuðu þjóðirnar leggja til að hver maður gefi sem svarar einu dagsverki til söfnunarinnar, og má óhætt fullyrða, að fáar þjóðir standa öllu betur að_ vígi en íslendingar að verða við þeirri áskorun. Það er skylda verka- lýðsins að gleyma ekki hungr- uðum og klæðlausum stéttar- bræðrum sínum, konum og börn- um. Hér í bænum er söfnunin þegar hafin. Fata- og peningagjöfum er veitt móttaka í skrifstofu verka- lýðsfélaganna í Strandg. 7, skrif- stofum KEA og vefnaðarvöru- deild þess og hjá blöðunum. Félagar! Gleymið ekki barna- hjálpinni, þegar þið takið við næstu launagreiðslu. Athugið hvort þið eigið ekki nothæfan fatnað, sem þið getið verið án. Komið gjöfum ykkar sem fyrst til einhverra hinna nefndu mót- tökustaða. Leggjumst öll á eitt um að veita þessu líknarstarfi öflugá liðveizlu. ! Bílstjórafélag Akureyrar, Hafsteinn Halldórsson, form. . Verkam.fél. Akureyrarkaupst., Björn Jónsson, form. Iðja, félag verksmiðjufólks, Jón Ingimarsson, form. Sveinafélag járniðnaðarmanna, Stefán Snæbjörnsson form. Verkakvennfélagið Eining, Elísabet Eiríksdóttir, form. Vélstjórafélag Akureyrar, Tryggvi Gunnlaugsson, form. Sjómannafélag Akureyrar, Tryggvi Helgason, form. Skjaldborgar-Bíó..............."j iMunid að sjá: i I CARNEGIE HALL I § Síðustu sýningar verða um i næstu helgi. I ISlcesta myrrd: TOKIO-RÓSA i Aðalhlutverk: | | Byron Barr — Osa Masson. \ } Bönnuð yngri en 16 ára. i áiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiniiiiiiiiiiiiiiiii* Tapast hafa óstífaðir, hvítir flibbar. Vinsaml. skilist á B. S. O. Hvítur kyrtill (á fermingarstúlku) til sölu í Norðurgötu 3. íbúð Þrjár stúlkur óska eftir tveim herbergjum og eld- húsi — eða aðgangi að eld- húsi — 14. maí n. k. Athugið! Til greina getur komið: Hreingerning,saum- ar og barnagæzla á kvöldin. Upplýsingar í síma 75. Almannatryggmgarnar hafa innheimt 10 inillj. kr. í slysatryggingaiðgjöld á 2 árum, en endurgreitt 4 millj. Þingsályktunartillaga um að lækka gjöldin um helming Ýtarleg grein um norðlenzkan skólamann í tímariti kennara Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastjóri, hefur minnzt skólastarfa Snorra Sigfússonar í „Menntamálum“ Eins og kunnugt er lét Snorri Sigfússon, námsstjóri, af skóla- stjórn Barnaskóla Akureyrar á sl. hausti, eftir 17 ára skólastjórn hér. Hefur þessara starfa hans lítt verið minnzt hér nyrðra, hvorki í blöðum né af forráða- mönnum kaupstaðarins, sem skólann starfrækir. En nú hefur tímarit kennarastéttarinnar birt mjög ýtarlega grein um skóla- störf Snorra, eftir Jakob Krist- insson fyrrv. fræðslumálastjóra. Er þetta hefti Menntamála að mestu leyti helgáð þessu efni. Með því að Menntamál munu að- eins í fárra manna höndum hér um slóðir þykir Degi hlýða að birta hér á eftir nokkur atriði úr þessari ýtarlegu ritgerð. í niður- lagi gréinarinnar, kemst Jakob Kristinsson svó að orði: Snofri' Sigfúss'on hefir éfláUSt" fengið stj'ómandaeðli í voggugjöf. Og þó að skólaheill hans og óvenjugóður starfsárang- uí’' standi mörgum fótum, þá mun sámt meðfæddui' hæfileiki til verkstjórnar og mannaforráða ekki eiga minnsta þáttinn í því, hversu vel honum hefir farnazt ævistarfið. Nú skal í fáum orðum benda á helztu einkenni skólastarfshátta og stjórnar Snorra Sigfússonar samkvæmt því, sem hér að fram- an segir: 1) Hánn gætir þess að sam- vinna skólastjóra og kennara sé jafnan sem einlægust og bezt. 2) Hann treystir samstarfið milli heimila barnanna og skól- ans með foreldrafundum, heim- sóknum og samræðum, svo að börnin bera að jafnaði virðingu fyrir skólanum, þegar þau koma í hann. Ef snurður koma á þráðinn milli skóla og heimila, lætur hann strjúka þær sem vendilegast af áður en þær geta unnið tjón. 3) Hann hefir nákvæmt eftirlit með hverju einasta skólabarni og slakar aldrei á því, að minnsta kosti ekki fyrr en hann nær föst- um tökum á stjórn og aga í skól- anum. (Skólaborðin o. fl.). Með þessu eftirliti kemst hannaðmik- ilvægu lundareinkenni hvers barns: hvort það er hirðusamt, trassi eða einhvers staðar þar í milli. 4) Hann kemur ár sinni þannig fyrir borð, að börnin verða að hlíta settum skólareglum. Ef ekki duga orðin ein, knýr hann þau til þess með hugkvæmni og ráðsnilli. 5) Hann hagar svo til að börn- in verða meðábyrg um velsæmi, aga og stjórn í skólanum. (Bekkjaráð, bókaútlán, útgáfa smáblaða, fjársöfnun. til nauð- staddra barna og gagnlegra hluta, opinberar samkomur). 6) Hann leitast við að glæða lotningar- og trúartilfinningar barnanna og á sjálfur þessar til- finningar í ríkum mæli. 7) Hann hugsar um andlegar og líkamlegar þarfir barnanna: gætir þess að þau hafi nægilegt lesefni og verkefni óháð nám- skránni og tryggir þeim líkam- legan fjörgjafa með lýsisgjöfum. 8) Honum er meðfædd gáfa og geta stjórnanda og honum hlotn- ast æfing í því að stjórna mönn- um, áður en hann gerist for- stöðumaður skóla. Þegar allir þessir þættir, sem hér hafa verið nefndir, ern sam- an 'slungnir og samstilltir, þá er ekki að undra þótt Snorra Sig- fússyni hafi mörgum fremur tek- izt að ná afbragðs stjórn og æski- legur árangri í skólastarfi sínu..“ 4.,---------------------------------+ Ráðskona óskast nú þegar. — Upplýsingar gef- ur Bragi Eiríksson, sími 329 og 612, Akurevri. j Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri h.f. Ársfundur Mjólkursamlags KEA verður haldinn í samkomuhúsinn „Skjaldborg“ á Akur- eyri finríntudaginn '18. marz næstkomandi og lfefst kl. 1 eftir hádegi. Dagskrá fundarins verður samkvæmt reglugerð sanr- lagsins. Akureyri, 3. nrarz 1948. Féiagsstjómin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.