Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 3. marz 1948 Baguk Atomorkusýning opnuð hér nú í vikunni Fræðsla um kjarnorkuvandamálið, með kvik- myndum, Ijósmyndum, téikningum og líkönum Uppbygging eða tortíming? Þetta er táknmynd Atómorkusýningarinnar, sem opnuð verður hér í bænum á morgun. Mannkyn- ið á um að velja uppbyggingu með tilstyrk hins inikla afls, sem mannsandinn leyst úr læðingi, — eða tortímingu í stórveidastyrjöld. Nánar er greint frá sýningunni annars stáðar í blaðinu. Kommúnistar reyna að koma af stað úlfúð í milli fuilfrúa verziunarsfaðanna Blöð þ eirra flytja blekkingar um kaupstaða- ráðstéfnuna í Réykjávík Atomorkusýningin, sem höfuð- staðarbúar sáu fyrir skemmstu, er nú komin hingað norður og verð- ur opnuð í Gildaskála KEA nú í vikunni og verður opin daglega í nokkra daga, sbr auglýsingu í blaðinu. Tilgangur sýningarinnar er að veita fræðslu um kjarnorkuna og hvetja menn til umhugsunar um þessi mál, sagði Jörundur Páls- son, teiknari, sem hefur séð um sýninguna, í viðtali við blaðið í gær. Reynt er að skýra, á eins auðskiljanlegan hátt eins og mögulegt er, áhrif kjarnorkunnar í stríði og möguleika til þess að nota hana til friðsamlegrar upp- byggingar. Er þetta gert með kvikmyndum, ljósmyndum, teikn ingum og líkönum. Kvikmynd- irnar, sem sýndar verða daglega, eru tvær, fjallar önnur þeirra um BARNAIIJALPIN: 22 þúsund krónur hafa borizt til Dags Hér á eftir er listi um það fólk, sem hefir skilað gjöfum til barnahjáiparinnar á afgr. Dags, til viðbótar því, sem áður er birt: Ragnh. O. Björnsson 100.00. Fimm systkini 500.00. N. N. 50.00. Siggi og Svana 500.00. Árni Magnússon 100.00. R—15 50.00. Gunnlaug og Jóhannes 100.00. D. Þ. Z. 50.00. Hlíf Eydal 100.00. Guðbjörg Bjarnadóttir 100.00. Guðrún Halldórsdóttir 100.00. Halldór Halldórsson 200.00 Jón Friðriksson 100.00. Margrét og Guðbj. Guðmundsd. 100.00. Frið- rik Sigurðsson 50.00. Haraldur Ólafsson 30.00. Helga Þórðard., Skjaldarvík 100.00. S. H. 450.00. Benedikt Þorleifsson 70.00. Starfsfólk Vélabókbandsins h.f. 900.00. Zóph. Jónásson 100.00. N. N. 100.00. Guðjón Einarsson 50.00. N. N. 100.00. Jónas Tómas- son 100.00. Jónas Þorleifsson 50.00. Sigrún Jónsd. 20.00. Sigtr. Jóhannesson og frú 100.00. Braéð- urnir Balli og Steini 200.00. Jó- hannes Bjarnason 100.00. Fjöl- skyldan Brávöllum 175.00. Sigurl. Sigurðard. 25.00. Skemmtiklúbb- urinn Allir eitt 1300.00. Halldór Jónsson 100.00. B. B. 100.00. Soff- ía Þorkelsdóttir 100.00. Guðm. Guðmundsson Holtag. 50.00. M. A. 800. Starfsstúlkur Kristnesi 60.00. Kristín Sigfúsdóttir 50.00. Guðrún Pálmadóttir 50.00. Ólafur Söívason 100.00. J. S. 120.00. K. V. A. 80.00. Jakob Stefánsson 65.00. J. N. H. 60.00. Halldór Jak- obsson 100.00. Jón Bæring 25.00. Haukur Stefánsson 150.00. Stein- gr. Jóhannesson 50.00. Alfa litla 100.00. Stþ. Helgason 100.00. U. M. F. Framtíðin, Hrafnagilshr. 1000.00. Brynh. Axfjörð 50.00. Maren Vigfúsd. 50.00. Sig. L. Pálsson 50.00. N. N. 50.00. Kven- fél. Alþýðufl. og Hljómsveit Jóns Sigurðssonar, ágóði af skemmtun og happdrætti 8.387.80. Áður birt kr. 3025.00. Samtals mótt. á afgr. Dags til 1. marz kr. 21.842.80. byggingu efnisins og rafmagnið, en hin er hugvekja um kjarnorku vanúamálið. Sýning þessi er ein hin fyrsta fræðslusýning, sem efnt hefur verið til hér á landi. Hefur hún ekki notið neins opinbers styrks, og ef sýnt þykir, að slíkri fræðslu sé vel tekið af almenn- ingi, er líklegt að efnt verði til sýninga í framtíðinni um ýms efni. í Reykjavík vakti sýningin mikla athygli og var vel tekið. Sáu hana um 10 þúsund manns þar, þar með taldir skólanemend- ur, en allir skólarnir sóttu sýn- inguna undir leiðsögn kennara. Líklegt má telja, að skólarnir hér muni einnig vilja kynna nem- endum sýninguna og að bæjarbú- ar almennt muni nota þetta tæki- færi til þess að afla sér fróð- leiks um merkilegasta og örlaga- ríkasta vandamál samtímans. Samsæti fyrir séra Jakob Jóiisson Eftir Ieiksýninguna sl. sunnu- dagskvöld, efndu leikendur og stjórn Leikfélags Akureyrar til kaffisamsætis fyrir séra Jakob Jónsson, höfund „Hamarsins11, í Samkomuhúsinu. Við það tæki- færi fluttu ræður Þorst. M. Jóns- son, skólastj., Jón Norðfjörð, leikstjóri, Guðmundur Gunnars- son, form. Leikfélagsins og séra Jakob Jónsson Lét höfundurinn í ljósi ánægju sína yfir þeim mót- tökum, sem „Hamarinn" hefir fengið hér ,svo og yfir frammi- stöðu leikstjóra og leikenda. Eins og grein var frá bér í blað- inu fyrir nokkru, ákvað Flugfélag íslands h.f. að hefja daglegar áætlunarferðir héðan frá Akur- eyri til Siglufjarðar, ennfremur að hefja flugferðir héðan til Aust- ur- og Vesturlands, eftir því sem flutningaþörf væri, með flugvél, sem bækistöð hefðí hér í bænum. Þetta áætlunarflug er nú hafið. Grumman-flugbátur frá Flugfé- laginu er fyrir nokkru kominn hingað og mun hafa fasta bæki- stöð hér. Flugvélin mun fara til Siglufjarðar alla virka daga, þeg- ar veður og aðrar aðstæður leyfa, og austur og vestur á land, eftir því sem þörf þykir. Fluginu til Siglufjarðar verður hagað þann- ig, að vélin mun yfirleitt aðeins hafa mjög skamma viðdvöl í Siglufirði hverju sinni. Er svo ráð fyrir gert, að hliðsjón verði höfð af flugferðum frá Reykjavík hingað, þannig, að Siglfirðingar geti keypt sér farseðil til Reykja- víkur með flugvélum, með stuttri viðkomu hér, svo og farþegar að sunnan til Siglufjarðar, með því að skipta um flugvél hér. Með Miklir vatnavextir sunnanlands í hlýviðrunum og úrkomunum sunnanlands hafa orðið miklir vatnavextir í Ölfusi, þeir verstu, sem komið hafa þar í 20 ár. Varmá hefir flætt yfir bakka sína á stóru svæði og valdið miklum spjöllum á gróðri og mannvirkj- um. í gær voru tveir bæir ein- angraðir með öllu, Reykjakot og Gufudalur, Hveragerði var vatnslaust, því að áin hafði sópað burtu vatnsleiðslum. Þá hefir hún grafið undan brúarstólpum og sópað burtu göngubrúm og unnið fleiri spellvirki. þessum flugferðum kemst Siglu- fjörður beint í samband við aðal- áætlunarflugleiðir landsins og eru að því mikil þægindi fyrir alla þá, sem þangað og þaðan þurfa að sækja. Stórstígastar jarðabætur á öllu landinu í Eyjafirði Nýlega birti Tíminn merkileg- ar upplýsingar um veittan jarða- bótastyrk til jarða í öllum sýsl- um Iandsins á árabilinu 1925— 1946. Hefur Hannes Pálsson i Undirfelli gert yfirlitsskýrslu um þetta efni eftir gögnum Bún- aðarfélags íslands. Samkvæmt þessu yfirliti og frásögn Hann- esar hafa jarðabætur verið hlut- fallslega mestar í Borgarfjarðar- sýslu á þessu tímabili, en stór- stígastar hin síðari ár á öllu land- inu í Eyjafjarðarsýslu. Blöð kommúnista hafa gert at- hyglisverða tilraun til þess að rýra gildi samstárfs verzlunár- staðanna fyrir norðan og austan með því að flytja landsmönnum blekkingar um störf ráðstefnu þeirrar, sem nýlega var haldin í Reykjavík til þess að krefjast leiðréttinga á ríkjandi ástandi í gjaldeyris- og innflutningsmálum. Samkvæmt frásögn kommún- istablaðanna eiga fulltrúar kaup- staðanna að hafa heykst á því að fylgja eftir sinni eigin tillögu um gjaldeyrismálin og hafi komm- únistar einir gerzt málsvarar landsbyggðarinnar í þessu efni. Blað kommúnista hér gefur í skyn í frásögn sinni af ráðstefn- unni sl. föstudag, að fulltrúarnir hafi verið kúgaðir af ríkisstjórn- inni til þess að taka þessa afstöðu. Þessi skrif kommúnistablað- anna geta ekki skoðast annað en tilraun til þess að koma af stað úlfúð og illindum í milli fulltrúa verzlunarstaðanna og rýra gildi ráðstefnunnar, því að þau eru vísvitandi blekkingar og þvætt- ingur. Sannleikurinn í málinu er sá, að nefnd sú, er kjörin var á ráð- stefnunni til þess að semja upp- kast af tillögum, er lagðar skyldu fyrir opinbera aðila, gerði m. a. ráð fyrir því, í fyrstu tillögum sínum til ráðstefnunnar, að settar yiðu upp gjaldeyrisúthlutunar- nefndir í fjórðungunum. Það kom í ljós á ráðstefnunni, að þessi hluti tillögunnar átti ekki ein- róma fylgi að fagna. Það var álit allra fulltrúanna — kommúnista eins og annarra — að heppilegast væri, að allar samþykktir, sem lagðar væru fyrir hin opinberu ráð, væru afgreiddar samhljóða frá ráðstefnunni, til þess m. a., að ekki væri hægt að halda því fram, að stjórnmálaágreiningur setti svip sinn á störf hennar. Með þessum forsendum ákvað nefnd- in að fella þann hluta tillögunnar, sem fjallaði um gjaldeyrisnefndir í fjórðungunum, niður. Hreyfðu kommúnistar þá engum mótmæl- um og töldu þetta sjálfsagt. Síðar gerðizt það svo í málinu, að fulltrúi frá ísafirði, sem telst til kommúnistaflokksins, flutti einn þennan hluta tillögunnar inn á ráðstefnuna aftur, og auglýsti síðan í Þjóðviljanum að hann hefði þar með gerzt málsvari landsbyggðarinnar, en hinir full- trúarnir hefðu látið kúgast. — Verkamaðurinn hér, tekur síðan upp þesSi blekkingaskrif. Þessi málsmeðferð kommúnista er sízt af heilindum gerð. Með þessum hætti er reynt að gera störf ráð- stefnunnar tortryggileg og þar með rýra gildi þeirra og von um árangur. Þannig reynast komm- únistar hvarvetna í samstarfi. Daglegar flugferðir milli Akoreyrar og Siglufjarðar hafnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.