Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Kommúnistar þjóna herr- um símim. AtburSirnir í Tékkóslóvakíu. AGU Fimmta síðan: „Hamarinn", hið nýja, ís- lenzka leikrit og frumsýn- ing Leikfélags Akureyrar sl. laugardagskvöld. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 3. marz 1948 9. tbl. Lítil þorskveiði í Húsavík Frá fréttaritara blaðsins: Stormasamt hefir verið hér að undanfö.rnu og gæftir strjálar. Afli hefir verið rýr, þegar bátar hafa róið: Telja sjómenn aflaleys- ið stafa af því, að mikil loðna sé á miðunum og fiskurinn taki því illa frosnu síldina. Tveir dekk- bátar og nokkrar trillur stunda róðra. Sunnan hlýviðri eru hér á degi hverjum og hefir snjó tekið að mestu af láglendi. Bifreiðafæri er ágætt um allt héraðið. Á sunnudaginn voru haldnar þrjár samkomur hér til ágóða fyrir bax-nahjálpina. Voru þær ágætlega sóttar og komu inn um 4000 kr., eða um kr. 3.50 á hvert mannsbarn í bænum. Til viðbótar þessari söfnun hafa gengið listar um bæinn og hefir safnast á þá svo skiptir þúsundum. - Látinn er hér í bænum Maríus Benediktsson, bóndi og sjómaður, 83 ára gamall, kunnur borgari, yel metinn. Ennfremur er nýlega látin hér Kristín Jónsdóttir á Túnsbergi hér í bæ, 79 áva, ekkja Steingríms Hallgrímssonar, sem lengi var afgreiðslumaður í Káupfélagi Þingeyinga. Maður slasast í Kelduhverfi Stormur hamlaði sjúkraflugi Um helgina varð slys í Keldu- hverfi. Unnið var að viðgerð símalínunnar í milli Kópaskers og Húsavíkur. Einn þeirra manna, er að þessu störfuðu, var Indriði Hannesson bóndi og gest- gjafi í Lindarbrekku. Er verið var að strengja einn símastreng- inn í milli staura, brast hann og féll Indriði úr staurnum til jarð- ar. Hlaut hann alvarleg, innvort- is meiðsli. í gærreynduflugmenn Flugfél. íslands að komast aust- ur í Kelduhverfi á Grumman- flugbát til þess að flytja hinn slasaða mánn á sjúkrahúsið, en afspyrnurok varnaði því að bát- urinn gæti setzt á Lónið, eins og fyrirhugað var. Komust flug- mennirnir alla leið austur, én urðu frá áð hverfa. Indriði var þungt haldinn er síðast fréttist. Tvö prestaköll á Akureyri Fram er komið á Alþingi frv. um að skipta Akureyrarpresta- kalli í tvö prestaköll. Frv. er flutt af Sigurði Hlíðar og fylgja því meðmæli aðalsafnaðarfundar hér. Líklegt má telja að frv. þetta verði samþykkt. verðl í virkjun neira fallsins í Laxá Nýja f jórðungssjúkrahúsið á Akureyr ¦ ¦¦ill$IIBI«]|l«i , IÍ5V öilliglági? j Þessi mynd af nýja f jóf ðungssjúkrahúsinu hér var tekin á síSastl. hausti; ér þak hafði verið reist á húsinu. Gluggar eru margir á hús- inu. Eru þeir keyptir í Svíþjóð og í síðasta tbl. var upplýst, að flutn- ingskostnaður á hvern glugga hefði orðið kr. 61,50, bar af 16 kr. um- hleðslukostnaður í Reykjavík. — Af öllu bessu varð að greiða toll'. Framsóknarmenn hafa í hyggju öma upp flokksskrifsfofu hé Frá aðálfuiidi Framsóknarfélags Akiireyrar síðastliðinn föstudag Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar var haldinn í Gildaskála KEA sl. föstudagskvöld. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, var það helzta verkefni fundarins að ræða möguleika á bví að koma upp skrifstofu hér í bænum fyrir flokksstarfsemina og ráða sérstakan erindreka flokksins. Voru menn sammála um nauðsyn þess og ríkti mikill áluigi fyrir því, að þessu máli yrði sem fyrst koinið í fram- kvæmd. Samþykkt var einróma, að fela stjórn félagsins og full- trúaráði að undirbúa málið og hrinda því í framkvæmd eins fljótt og kostur er. KOSNINGAR. Stjórn félagsins var endurkjör- in að mestu leyti. Marteinn Sig- urðsson er formaður, Kristófer Vilhjálmsson gjaldkeri og Eirík- ur Sigurðsson ritari. Meðstjórn- endur Halldór Ásgeirsson og Björn Þórðarson. Þorsteinn Stef- ánsson, bæjargjaldkeri, sem sæti átti í stjórninni á sl. ári, baðst undan endurkosningu og var Halldór Ásgeirsson kjörinn í hans stað. í fulltrúáráð félagsins fyrir næsta ár voru k^>snir'þessir menn auk stjórnar félagsins: Brynjólf- ur Sveinsson, Jakob Frímanns- son, Haukur Snorrason, Þor- steinn M. Jónsson, GuðVnundur Guðlaugsson, Gunnar Jónsson, Ingimar Eydal, dr. Kristinn Guð- mundsson, Þorsteinn Stefánsson, Ólafur Magnússon, Björn Sig- mundsson og Jóhann Frímann. NYIR FÉLAGAR. Á fundinum bættust 15 nýjir meðlimir í félagið. Rætt var um að auka félagsstarfsemina á næstunni m. a. með fleiri skemmtifundum. Hagur félags- ins er góður. Barhahjálpin: Samskotin hér komio yf ir us. Að kvöldi þess 1. þ. m. var fjár- söfnunin hér í bænum og í næsta nágrenni hans til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna orðin rösk- lega 100.000 krónur í peningum og þar að auki allmikið af fatnaði. Stærstu upphæðinni söfnuðu skátafélögin s. 1. sunnudag eða um kr. 33.000,00 Til afgreiðslu Dags höfðu borist um 22.000 kr. þar af ágóði af skemmtun Kven- félags Alþýðuflokksins og hljóm- sveitar Jóns Sigurðssonar kr. 8387,80 og í gær bárust blaðinu þar að auki ýmsar upphæðir, sem ekki eru meðtaldar í þessu yfir- liti. Þá söfnuðu börnin í Barna- skóla Akureyrar um 13.000 kr. í peningum og miklu af fatnaði, gagnfræðaskólanemendur 6160 kr., hjá íslendingi söfnuðust 2700 kr. og afgangurinn á lista í skrif- stofum Kaupfélags Eyfirðinga. Gjafir eru enn að berast, og þar að auki var ekki vitað í gær um söfnunina á öllum listum þeim, sem í umferð eru. Má því telja vist, að söfnunin nemi allmiklu meiru en hér er talið. Er því auð- séð að undirtektir fólks hér um slóðir hafa orðið með ágætum og til mikils sóma. Annars staðar í blaðinu er greint frá einstökum upphæðum, sem Degi hafa borizt. Söfnunin heldur áfram. Samningar hafa enn ekki tekizt með Akureyrarbæ og ríkinu um sameigin- legar framkvæmdir Viðbótarvirkjun við efra fallið nú talin óhentug Eins og frá var greint hér í blaðinu fyrir skemmstu, samþykkíi bæjarstjórnin ályktun um rafmagnsmálin á þá lund, að hún teldi heppilegast að Akureyrarbær fengi að fullvirkjá efra fall Laxár fyrir eigin reikning og framkvæmdum yrði hraðað sem mest. Jafnframt var ákveðið að senda ráfveitunefnd kaupstaðarins á fund raforkumálastjóra til við- ræðna og samningagerðar við ríkið um þessi mál. Þessum við- ræðum er nú lokið í bráðina og eru flestir nefndarmanna komnir heim. Eftir því, sem blaðið hefir frétt, náðist ekki samkomulag við raforkumálastjóra um fram- kvæmdir þessar, og bíður málið nú frekari afgreiðslu bæjar- stjórnarinnar. Tilboð raforkumálastjóra. Raforkumálastjóri ríkisins mun vera því mótfallinn, aS efra fallið svokallaða sé fullvirkjað, og telur hann heppilegra að ráðist verði í stórvirkjun — allt að 14000 hest- öfl — við neðra fallið. Ástæðan til þessa er sögð sú, að viðbótar- virkjun verði tiltölulega dýfari en nýja virkjunin og vatnsskorts í ánni að vetrinum, sem stund- um veldur truflunum á straumn- um, mundi síður gæta með því að virkja ána á ný á öðrum stað. Raforkumálastjóri mun leggja til, að Akureyrarbær og ríkið geri með sér samning um sameigin- legar framkvæmdir og sé virkj- unin öll sameign ríkisins og bæj- arins. Akureyrarbær leggi fyrri virkjun sína til fyrirtækisins með kostnaðarverði og hlutur ríkisins í fyrirtækinu á hverjum tíma sé í hlutfalli við rafmagnsnotkun ut- an Akureyrarbæjar. Til dæmis, að ef 1/5 raforkunnar er notaður utan bæjarins sé hlutdeild ríkis- ins í fyrirtækinu talinn 1/5 og síðan vaxandi eftir því sem raf- magnsnotkunin utan bæjarins fer í vöxt. Nú munu forráðamenn raforkumála ríkisins hugsa sér að leiða straum frá hinni nýju stór- virkjun til héraðanna austan og vestan við Akureyri. Er því aug- Ijóst að hlutdeild ríkisins í fyrir- tækinu mundi fara mjog vaxandi. Mundi reka að því, að ríkið eign- aðist helming þess eða meira, og þá þar með hina gömlu virkjun bæjarins, sem er mjög ódýr mið- að við virkjunarkostnaS nú. Nefndin héSan mun hafa veriS ófús að ganga að þessum kjörum, með því að með slíkum samning- um mundi bærinn leggja ríkisraf- veitunum tiL með tíð og tíma, hinar eldri virkjanir sínar við ákaflega vægu verði. Varð því ekki af samningum og bíða málin frekari ákvarðana bæjarstjórnar- innar. Þess er vert að geta, að þetta samningsuppkast raforku- málastjóra mun í aðalatriðum sniðið eftir samningum Reykja- víkurbæjar og ríkisins um hina nýju Sogsvirkjun, sem nú er haf- in. Akureyri hefir heimild til virkjunar. Fari svo, að ekki náist þeir samningar við ríkið, sem bærinn telur sig geta unað við, er sú leið eftir ,að bærinn virki fyrir eigin reikning. Til þess hefir hann heimild og énnfremur er í lögum frá í fyrra heimild til fíkisstjórn- arinnar til þess að veita bænum ríkisábyrgð fyrir láni til virkjun- ar. Ef að þessu ráði yrði horfið, er eftir að vita hvort ríkisstjórn- in notar þessa ábyrgðarheimild og hvort fjárfestingarleyfi og gjaldeyrisleyfi verða fáanleg, svo og lánsfé. Talið er að vélar til nýffar vii-kjunar séu ékki fáan- legar með sæmilegum afgreiðslu- fresti annars staðar en í Banda- ríkjunum, en þá er eftir að út- vega dollara til kaupanna, en al- gjör dollaraþurrð hér mun fyrir- sjáanleg á næstunni. Af þessu er ljóst, að alllangt er í land að nývirkjunarmál bæjar- ins komizt á rekspöl. Hins vegar mun það álit bæjarfulltrúanna, að hraða verði afgreiðslu málsins hér og vinna ötullega að því, að grundvöllur fyrir framkvæmdir á næstunni verði lagður. íí LEIKFÉLAGIÐ: vning á amrinum í kvöld Leikfélagið sýndi hið nýja leik- leikrit séra Jakobs Jónssonar fyr- ir fullu húsi áhorfenda um sl. helgi, og er frumsýning rædd annars staSar í blaSinu í dag. — Næsta sýning leiksins er í kvöld og sýningar verSa á laugardags- og sunnudagskvöld. — Það er ástæða til þess að vekja athygli bæjarbúa og héraðsbúa á því, að sýningum leiksins verður hraðað. Hefir leikfélagið ekki umráð yfii húsinu nema til 20. marz. Ættu menn því að tryggja sér aðgöngu- miða í tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.