Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 3. marz 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1G6 Blaðið kemur út á hverjum miðvikutlegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjakltlagi er 1. júlí Prentvork Odds Björnssonar h.f. Akureyri Kommúnistar þjóna lierrum sínum S. 1. fimmtudagskvöld sagði Patrick Smith, fréttamaður brezka útvarpsins í Prag, frá því, sem fyrir augun bar, daginn eftir að kommúnistar „leystu“ stjórnarkreppuna í Tékkóslóvakíu, eins og frægt er orðið. Fréttamaðurinn sagði, að hann hefði hvergi orðið var við þá hrifningu, sem sagt var í opinberum tilkynningum að gripið hefði al- menning við þau tíðindi, að leiðtogar borgara- flokkanna voru fangelsaðir, blöð bönnuð og alls- herjar „hreinsun11 að rússneskum sið hafin í land- inu, Miklu frekar virtist honum drungi og von- leysi hafa lagzt yfir borgina. Á leið sinni til út- varpsstöðvarinnar, til þess að lesa fréttapistil sinn, var hann í fylgd með öðrum Englendingi. Þeir töluðu ensku saman. Allt í einu gekk kona nokk- ur fram úr þeim, greip í jakkaermi annars þeirra og sagði: „Eg heyri, að þið eruð brezkir. Eg vil að- eins að þið vitið, að ekki eru allir landsmenn hrifnir af því, sem nú er að gerast hér“. Að svo mæltu hvarf þessi ókunna kona út í myrkrið. Þannig virtist hinum brezka fréttamanni hugar- þel margra tékkneskra manna. í síðasta tbl. var greint nokkuð frá átökunum í Tékkóslóvakíu. Voru þar höfð eftir upplýsinga- málaráðherra Tékka þau ummæli, að „andstaða gegn kommúnismanum væri landráð." Þessi skila- boð fengu háskólastúdentar frá honum. Atburðir síðustu daganna hafa sýnt, að þessi orð voru við- höfð í fyllstu alvöru. Þannig er hið‘pólitíska frelsi, þar sem kommúnistar hafa tögl og hagldir í sínum höndum. Það var skömmu eftir að þessi komm- únistaleiðtogi hafði látið svo um mælt, að Benes forseti flutti löndum sínum boðskap í útvarps- ræðu. Þar minnti hann á frelsishetjuna Karel Ha- vlecik og fordæmi hans. Hann var óþreytandi að berjast fyrir málfrelsi, ritfrelsi og pólitísku frelsi undir kúgun Austurríkismanna eftir aldamótin síðustu. Forsetinn minnti á, að hann hefði notið sérstaks stuðnings háskólastúdenta í baráttu sinni. Ummæli þessi urðu ekki misskilin og þau varpa Ijósi á þá staðreynd, að menntamenn lands- ins hafa sýnt mesta andspyrnu gegn kúgun komm- únista. Og stjórnin hefur líka óspart látið þá kenna á því, að andspyrna gegn kommúnisman- um séu jafngild landráða í augum forustumann- anna. Lögreglan skaut á mótmælafund stúdenta og háskólaprófessorar, rektorar og kennarar í ýmsum skólum hafa verið reknir úr stöðum sín- um fyrir þær einar sakir, að vera ekki viljalaus játningarþý kommúnismans. Það er táknrænt um ástandið í Tékkóslóvakíu nú, að rauði fáninn rússneski blakti við hún við hlið tékkneska fánans á öllum opinberum bygg- ingum fyrsta daginn, sem nýja stjórnin sat við völd. Og litlu síðar gaf menntamálaráðherra kommúnista út tilskipun, sem mælti svo fyrir, að mynd af Stalin skyldi hengd upp í allar skólastof- ur landsins. Þannig standa kommúnistarnir vörð um sjálfstæði og sögu lands síns. Blöð í lýðfrjálsum löndum hvarvetna um heim hafa bent á skyldleika atburðanna, sem nú hafa gerzt og þeirra, sem gerðust 1938, er Tékkóslóva- kía var limuð sundur með ofbeldi. Vissulega er þessi samanburður ekki út í bláinn. Árið 1938 voi'u það tékkneskir kvislingar — Súdeta-Þjóð- verjarnir — sem gáfu Hitler tækifærið til þess að FOKDREIFAR Endingargóð forgylling. Meðan Bfynjólfur Bjarnason var í fullu pólitísku fjöri, útgekk andi hans af munni útvarpsþula og fyrirlesara daglega yfir þjóð- ina. Þá voru haldnar innfjálgir fyrirlestrar um hið austræna lýðræði og stefna Rússa í al- þjóðamálum fegruð og gyllt eins og verða mátti með öðrum hætti. En nú hefur þessi kommúnista- foringi legið í pólitískri gröf hátt á annað ár. Maður skyldi því ætla, að þessi forgyllingarstarf- semi hefði verið látin niður falla með brotthvarfi hans. En það er fleira á himni og jörð en augað nemur. Brezkur útvarpsfyrir- lesari sagði frá því nýlega að Lundúnaþokan hefði komið með flugvél alla leið vestur yfir haf. Áþekkt fyrirbrigði hefur gerzt í útvarpinu. Andi Brynjólfs Bjarna sonar virðist ennþá loða við veggi fréttastofunnar, þótt einhverju af hreinu lofti kunni að hafa verið hleypt þar inn, síðan hann leið. Reimleikarnir í útvarpinu. Útvarpið les fréttir frá Lond- on á hverju kvöldi. Nú í seinni tíð — einkum er atburðirnir í Tékkóslóvakíu stóðu sem hæst — voru þessar Lundúnafréttir ís- lenzka útvarpsins ærið undarleg- ar stundum. Það, sem brezki þul- urinn las af fregnum frá Tékkó- slóvakíu á 5-7 mínútum, hespuðu þeir hér af á 2-3 mínútum. Hefur fréttamönnum íslenzka útvarps- ins líklega fundist, að oft mætti satt kyrrt liggja og hafa hagað sér eftir því gamla orðtaki. Það var mjög eftirtektarvert, í sam- bandi við hinar markverðu frétt- ir s. 1. viku, hvenáer á deginum var skýrt frá ýmsum atriðum í ís- lenzka útvarpinu. Eg skal nefna dæmi — Fi'ásögn brezka útvarpsins af því, að tékkneski menntamálaráðherrann hefði fyr- irskipað að nú skyldi, „pólitískt uppeldi“ barnanna hafið og mynd af Stalin hengd upp í hverja skóla stofu, var lesin í morgunfréttum, kl. hálf níu, en ekki síðan. Frá- sögnin um að rauði fáninn rússn- eski hefði verið dregin að hún á opinberum tékkneskum bygging- um, var aðeins lesin einu sinni. Yfirleitt var það venjan, að lesa það, sem varpaði skýrustu ljósi á hið raunverulega ástand, aðeins einu sinni. Nú kann einhverj- um að þykja einu sinni ærið nóg og ekki ástæða til að margend- urtaka fréttirnar. En víst er um það, að ekki er það ævinlega skoðun fréttamanna útvarpsins. Lítið dæmi skýrir það bezt. Fyrir nokkru lét Harold Stassen, stjórn málamaðurinn ameríski, svo um- mælt í ræðu, (að sögn ísl. út- varpsins) að Bandaríkin ættu að setja það skilyrði fyrir Marshall- hjálpinni, að ekkert það land, sem hefði þjóðnýtingu á stefnu- skrá sinni, skyldi verða hennar aðnjótandi. Frjálslyndum mönn- um mun ekki hafa þótt þetta varpa neinum ljóma á þennan stjórnmálamann eða hinar airier- ísku hjálparráðstafanir, frekar en þeim mun finnast það samrýmast þjóðarstolti Tékka að hafa mynd af Stalin hangandi fyrir augum barna þeirra árið um kring. En fregnina um Stassen lét frétta- stofan lesa kl. hálfníu, kl. hálf- eitt, kl. fjögur og kl. 8. Fregnina um hina nýju dýrlingamynd tékknesku barnanna var aðeins lesin einu sinni. Mörg fleiri til- efni hafa gefizt til svona saman- burðar. Væntanlega sjá allir, hverjum þessi ríkisstofnun hyggst hossa með þessari aðferð. Það er draugur í útvarpssalnum, sem gerir vart við sig, þegar átt- in er austlæg. Mikil er trú þín, kona! Atburðirnir í Tékkóslóvakíu — og í Finnlandi — eru enn aðal- umræðuefni blaða og almennings í vestrænu lýðræðisríkjunum. — Kommúnistar hafa nú fengið tékkneskum þingmönnum skjal nokkurt til undirskriftar, þar sem þeir eiga að lýsa yfir fylgi sínu við nýju stjórnina. Vilji þeir það ekki, verða þeir ekki taldir hæfir til þess að sitja á þingi. Það munu hafa verið þessar aðferðir, sem blað kommúnista hér átti við þegar það sagði lesendum sínum þær fréttir, að stjórnar- kreppan í Tékkóslóvakíu hefði verið leyst „á grundvelli stjórn- arskrárinnar, lýðræðisins og þingræðisins.“ Mikil er trú þín, kona. Sumarveður á noi'ðurslóðum. En svo er bezt að hverfa frá myrkri og harðindum hinnar andlegu kúgunar í Tékkóslóva- kíu og öðrum þeim ríkjum, sem hafa orðið einræðiskenningu kommúnista að bráð, — og frá hinum hvimleiðu reimleikum í íslenzka útvarpinu — og að geð- þekkara efni. Tíðin hér nyrðra að undanförnu hefir verið hreint dæmalaus. Sunnan hlývindar á hverjum degi, svo að snjór er all- ur horfinn úr byggð hér nær- lendis, og götur bæjarins eins og um sumadag. Hitinn meiri en menn áður muna í þessum mán- uði, t. d. 15 stiga hiti á Siglunesi sl. mánudagsmorgun. Hér í bæn- um var víst aldrei svo hlýtt, en um og yfir 10 stig suma dagana. (Framhald á 5. síðu). koma áformum sínum í fram- kvæmd. Þá var logið upp sögum um misþyrmingar og misrétti, sem þessi þýzki minnihluti átti að vera beittur af tékknesku stjórninni. Árið 1948 er það ann- ar kvislingahópur, sem gefur ráð- stjórninni rússnesku tækifæri til þess að innlima landið í hina austrænu samsteypu, sem lýtur henni. Þeir búa til sögur um sam- særi og byltingaráform og síðan er gripið til miskunnarlausra kúgunarráðstafana undir því yf- irskyni að verið sé að verja frelsi landsins. Þegar allt er um garð gengið, forustumenn lýðræðis- flokkanna komnir í fangelsi, blöð bönnuð og persónufrelsið afnum- ið, þá er óþarfi að dylja lengur, hver það er, sem stjórnar. Þá er mynd af Stalin hengd upp í allar skólastofur og fyrirskipað, að upp eldi barnanna skuli verða „póli- tíkst“, þ. e. kommúnistiskt. Þann- ig þjóna kommúnistar herrum sínum. Baunir og baunaréttir Baunir eru taldar holl fæða og til eru af þeim ýmsar tegundir og afbrigði. Sérstaklega eru Soyabaunir taldar hollar og í þeim eru miklar og góðar eggjahvítur. Allar þurrkaðar baunir eru lagðar í bleyti í nokkrar klst. eða jafnvel heila nótt eða lengur. Soyjabaunir þurfa að liggja í bleyti lengi. Vatni því, sem Soyjabaunirnar liggja í, á að fleygja. Það er ekki nauðsynlegt þegar um aðrar baunir er að ræða. Þegar lagt er í bleyti er hæfilegt að hafa 4 bolla af vatni á móti 1 bolla af baunum. Soyabaunir þurfa að sjóða 2V2—3 klst. Limabaunir þurfa að sjóða lVz klst. Bostonbaunir þurfa að sjóða 1 klst. SOYABAUNABOLLUR (úr soðnum baunum). 200 gr. baunir. 1 matsk. brauðmylsna. 1 matsk.heilhveiti. 1 egg. Laukur, salt, pipar. Baunii'nar eru malaðar tvisvar sinnum ásamt lauknum í síðari umferðinni, hveiti, kryddi og brauðmylsnu blandag saman við, eggi eða eggja- hvítu er síðan bætt saman við ásamt mjólk, sé þess þörf. — Deigið má ekki verða of þétt, því að þá verður það strembið. Ur deginu eru mótaðar bollur og þær eru brúnaðar létt í ríflegri feiti. Með boll- unum má hafa brúna sósu búna til úr baunasoðinu eða öðru grænmetis- eða kjötsoði. Ur þessu deigi má einnig búa til buff og bera það fram með brúnni sósu og lauk, sem er sneiddur nið- ur og látinn krauma í feiti, þar til hann er meyr. — Laukurinn á ekki að brúnast. o—o Kínverjar kallt Soyabaunina „hina virðulegu, litlu jurt“, og þar í landi er hún mikið notuð. — Víða er nú framleidd hin svonefnda „Soyamjólk“ og segja vísindamenn, að hún sé heldur gæðameii'i en móðurmjólk að sumu leyti, og að efnasamsetn- ingu sé hún nærri eins. — Hún inniheldur helmingi meira af eggjahvítu en móðurmjólk og er mjög auð- ug af fitu, kalki og járni. í Kína hefir þessi mjólk verið notuð í 5000 ár, en flestum öðrum þjóðum hefir verið hún lítt kunn þar til hin síðari ár. SOYAMJÓLK er gerð á eftirfarandi hátt: Soyabaunirnar eru þvegnar og lagðar í bleyti yfir nóttina, síðan er hrært dálítið í þeim, svo að hýðið losni og fljóti upp é yfirborðið. Baunirnar eru síðan malaðar og settar í grisjupoka og honum dýpt í skál með volgu vatni — eitt pund af baunum í rúmlega pott af vatni. — Pokinn er kreistur með höndunum í 10 mínútur og síðan þurrundinn. Gulleiti vökvinn í skálinni er soðinn í 30—40 mín. yfir hægum eldi og hrært oft í. Mjólkina á að geyma á köldum stað. o—o í „Úrvali“ (marz—apríl 1947) er grein, sem heitir ,.Plöntumjólkin“, sem eg vil vekja athygli ykkar allra á. Þar er nánar sagt frá þessari mjólk, og live mjög hún er talin henta ýmsum sjúklingum og hreint og beint lækna ýmsa kvilla. Greinin er þýdd úr „Magazine Digest“. AÐALFUNDUR Bílstjórafélags Akureyrar i-erður haldinn að IiÓTEL AKUKEYRI þriðjudaginn 9. marz n;estk. ki. 8.3Ó e. h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.