Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 3. marz 1948 FRÉTTAPISTLAR ÚR SKAGAFIRÐI: Smíði Héraðsskóla Skagfirðinga hafin í Varmahlíð Lokið skólabyggingu á Sanðárkróki Þegar Snorri námsstjóri Sig- fússon var hér á ferð í vet-ur, stakk hann upp á því, að sérstak- ur góðviðrisskattur yrði lagður á Skagfirðinga. Oefað er nú nóg rúmið í ríkiskassanum, en trúlegt þætti mér að Skagfirðingar gerð- ust háværir um það leyti, sem slík fyrírmæli yrðu lögfest. Hinu er ekki að neita, að veðurfar hef- ir verið með ágætum hér í Skaga- firði, það sem af er þessum vetri. Er það þó engin nýlunda að hér sé góðviðri, því að fram-Skaga- fjörður mun tvímælalaust með veðursælustu héruðum landsins. Að vísu snjóaði töluvert út með firðinum austanverðum fyrri- partinn í vetur. Nokkur snjór féll einnig út að vestan, svo að jarð- lítið varð jafnvel á tímabili. En um miðbik héraðsins getur varla heitið að fest hafi snjó. Nokkuð hefir verið stormasamt, einkum í framanverðri Blönduhlíð. Keyrði þó fyrst um þverbak að kvöldi hins 1. febrúar sl., en þá gerði hér eitt hið mesta rok, sem menn muna. Skaðar urðu töluverðir. Þök fuku af hlöðum og heytjón varð víða, en allt varð það þó vonum minna. ★ Eins og geta má nærri hafa mjólkurflutningar gengið mjög greiðlega um héraðið í vetur. En mjólkurframleiðsla fer hér alltaf vaxandi. Bændur leggja að von- um áherzlu á að fjölga kúm, því að sauðfjárstofninn gengur alltaf saman, enda undirlagður hinum illræmdu karakúlpestum. Fjár- skipti hafa verið ákveðin vestan Héraðsvatna á næsta hausti og í austanverðri sýslunni gera menn ráð fyrir að viðurskurður fari fram haustið 1949. Um það munu svo nokkuð deildar mein- ingar hvort vænta megi að pest- unum verði útrýmt með þessum aðgerðum, en vart mun nú hægt að snúa við á niðurskurðarbraut- inni úr því sem komið er. Mjólkurbú er starfandi á Sauð- árkróki og er það rekið í sam- bandi við kaupfélagið. En kaup- félagið eykur nú starfsemi sína eins og vera ber. Á sl. ári byggði það stórt vörugeymsluhús og ostakjallara. Þá kom það og á fót vélaviðgerðarverkstæði. Að vísu munu 2 eða 3 slík verkstæði hafa verið starfandi fyrir á Sauðárkr., en þau önnuðu hvergi nærri því, sem gera þurfti. Og ef að sú von manna rætist, að vélakostur sýslubúa aukizt fremur en minnkti, þá má vera ljóst, að við- gerðaverkstæði K. S. kemur í góðar þarfir. Forstöðumaður þess er Ingi Sveinsson. ★ Á SL. HAUSTÍ var hafin bygg- ing væntanlegs héraðsskóla í Varmahlíð. Aðstæður leyfðu þó ekki að langt yrði komizt með verkið að þessu sinni. Lokið var við að steypa sundklefa og grafa fyrir aðalbyggingunni. En hálfn- að verk þá hafið er, segir mál- tækið og oft hefir sú orðið raunin á. Eftir er svo að vita hvort hinni dásamlegu gjaldeyrisstjórn Ólafíu sálugu tekst ekki að afsanna þetta spakmæli, hvað viðkemur Varmahlíðarskólanum a. m. k. Þegar fyrst var rætt um stofn- un héraðsskóla að Varmahlíð ótt- uðust ýmsir að hann myndi draga nemendur frá Hólaskóla. Eg held að sá ótti sé ástæðulaus. Reynsla Borgfirðinga sýnir, að Reykholt og Hvanneyri geta auðveldlega verið nágrannar og vegnað þó báðum vel. Bændaskólarnir eru sérfræðiskólar. Þangað sækja þeir, sem nema vilja búvísindi. Satt er það að vísu, að nokkuð skortir á að Hólar og Hvanneyri séu fullskipaðir, eins og er. Or- sakanna til þess er þó ekki að leita í því, að skólar séu of marg- ir á íslandi. Þær liggja dýpra, en um það.skal annars ekki rætt.hér að sinni. Þá er að mestu lokið byggingu skólahúss á Sauðárkróki. í því starfa 3 skólar: barnaskóli, ungl- ingaskóli og iðnskóli. Við Steinsstaðalaug eru Lýt- ingsstaðahreppsbúar að reisa heimavistarbarnaskóla. Loks hefir svo'staðið yfir hús- mæðraskólabygging að Löngu- mýri. Skóli hefir að vísu starfað þar undanfarna vetur, en átt við óhentugan og ófullnægjandi húsakost við að búa. ★ Á öndverðum yfirstandandi vetri átti karlakórinn „Heimir“ 20 ára starfsafmæli. Minntist kór- inn þessa tburðar með ágætum samfagnaði að Varmahlíð. Voru þar ræður fluttar í stórum stíl, mikið sungið, mikið dansað og mikið drukkið — af kaffi. Sagt hefir verið um okkur Skagfirð- inga, að við værum hestamenn, gleðimenn og kvennamenn. Nú er mér málið of skylt til þess að eg vilji um það dæma. En víst er, að ekki skorti gleðskapinn í afmæl- ishæfi „Heimis“. Að öðru leyti mun þess ekki hafa orðið vart á því þingi, að áðurnefndir eðlis kostir væru sérstaklega einkenn- andi fyrir Skagfirðiriga. Það kunna nú einhverjum að þykja það lítil tíðindi og fáfeng- leg þótt líkt þekktur sveitakór verði 20 ára. Það er þó misskiln- ingur. Að baki þessu tvítugsaf mæli liggur mikið starf, sem á rætur sínar í dugnaði, áhuga og fórnfýsi þeirra, sem í kórnum hafa starfað. Þess er vert að geta að í kórnum starfa enn 6 af stofn- endum hans. Kórfélagarnir eru dreifðir um 5 hreppa sýslunnar og héfir svo verið lengst af. Má því nærri geta að oft hafi verið erfitt að sækja æfingar. Áður fyrr komu menn ríðanai, á skaptum eða bara tveimur jafnfljótum, en nú orðið geta flestir notað bíla. „Það bendir allt til þess, að við söngfélagarnir getum horft von- glaðir fram á veginn, hvað kórinn okkar snertir, en nokkru sinni fyrr,“ sagði einn þeirra við mig nú nýlega. Eg held, að Skagfirð- ingar muni almennt taka undir þá ósk. Þeim er yfirleitt ljóst, að kórinn vinnur í raun og veru margþætt menningarstarf og hér-" aðið okkar yrði fátækara ef „Heimir“ hyrfi af sviðinu. ★ Annar skagfirzkur menningar- félgasskapur á merkisafmæli á þessu ári. Það er Leikfélag Sauð- árkróks, sem verður 40 ára. — Undanfarna áratugi hefir það haldið uppi leikstarfsemi, einkum í sambandi við hina nafnfrægu Sæluviku Skagfirðinga. Eiga hér- aðsbúar áreiðanlega margar ánægjulegar endurminningar frá leiksýningum félagsins á liðnum árum og munu, á þessum tíma- mótum, minnast þess með þakk- læti og óskum um vaxandi gengi á ókomnum árum. Sá maðurinn, sem að öðrum ólöstuðum hefir borið hitann og þungann af starfsemi fél., nú upp á síðkastið, er Eyþór Stefánsson. Hann er nú þjóðkunnur orðinn af hinum sviphýru og hugljúfu sönglögum sínum. Hitt vita e. t. v. færri, að hann er einnig fjöl- hæfur, smekkvís og öruggur leik- ari og leikstjóri. Vonandi fáum við Skagfirðingar sem lengst að njóta hæfileika Eyþórs Stefáns- sonar. í tilefni afmælisins hyggst fé- lagið nú að taka til meðferðar Gullna hliðið hans Davíðs. Er að vísu mikið í fang færst, einkum vegna þess hve óhentugt er hús- næði það, sem félagið verður að hlíta. Á hinn bóginn er ekki ástæða til að ætla, að félaginu revnist ofvaxið að flytja leikinn, að því er kemur til kasta leikar- anna. Þeir eru margir góðir „í Króknum". Hefir það jafnvel vakið undrun og eftirtekt leik- menntaðra manna hve miklir og góðir kraftar finnast í ekki stærra þorpi en Krókurinn þó er. Hér hlakka allir til að sjá Gullna hliðið. Þórir jökull. Mánudaginn 1. þ. m. var dregið í happdrætti því, sem stofnað var til á skemmtunum þeim, sem haldnar voru á sunnudaginn í Hótel Norðurlandi fyrir barna- söfnun Sameinuðu þjóðanna. Þessi númer voru dregin út: Nr. 3 hrærivél. Nr. 81 svefnpoki. Nr. 182 þýddar skáldsögur. Nr. 313 rjómaterta. Nr. 700 Ódáðahraun I—III. Nr. 58 Töframaðurinn.skálds. Nr. 386 Don Quixote, skálds. Nr. 60 100 kr. í peningum. Munanna skal vitja sem fyrst til frú Þorbjargar Gísladóttir, Strandgötu 29. Bílgrind, Chevrolet ’42, til sölu. Lengsta gerð. Jón Ólafsson, Bifreið A 337. Fermingarkjóll til sölu í Norðurgötu 35 Sími 468. SUNNAN FRA SUNDUM ★ ★ Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík. FJÖLDI UNGRA Reykvíkinga, pilta og stúlkna, hverfur úr bæn- um um hverja helgi, þegar færð og veður leyfir, og heldur upp á heiðar með skíði sín. íþróttafélög bæjarins hafa flest reist myndar- lega skála einhvers staðar á Hellisheiðinni, eða þar í grennd, og eru þeir viðlegustaðir unga fólksins á þessum ferðalögum. — Virðist „hreyfing" þessi líkleg til andlegra og líkamlegra heilsu- bóta, og allir, sem skíðagöngur hafa iðkað, vita hve heilnæm og hreystiaukandi sú íþrótt er, sé hún iðkuð með gætni og forsjá. En þetta tvennt, gætnina og forsjálnina, virðist sumt af þessu fólki skorta tilfinnanlega, og hef- ir oft reynst mesta heppni, að ekki skuli alvarleg slys hafa af hlotizt. Mest brögð eru að fyrir- hyggjuleysi þess, hvað klæðnað snertir, og kunna björgunarmenn jess margar sögur að segja, því til sönnunar. En svo fer auðvitað hér,-sem oft vill verða, að nokkrir glópar vekja meiri athygli heldur en þeir mörgu, sem haga sér hyggilega og komast allra sinna ferða aðstoðarlaust, og efla hreysti og dirfsku í hóflega örð- ugum átökum við snjóinn og vetrarveðráttuna á heiðum uppi. Eg hefi.stundum séð þessa skíða- mannahópa leggja af stað í „rútu- bílnum" skömmu eftir hádegi á laugardögum. Og eg hefi sáröf- undað þá um leið og eg hefi hugs- að með mér, að þarna sæi eg vott reirra mestu framfara, sem orðið hafa í uppeldi æskulýðs borgar- innar á síðustu árum, — og heill sé þeim, er að slíkum framförum standa. OG ÞÁ IIEFIR mér komið annað til hugar. Það er að vísu gott og blessað, að einhver hluti þeirra tekna, sem Áfengisverzl- un ríkisins skapar, renni til stúkna og annarrar bindindis- starfsemi, — en væri þeim hluta, — eða nokkrum hluta hans — ekki eins vel varið, eða jafnvel betur, til þess að styrkja og efla þessa „hreyfingu“ og það, sem henni er tengt? Væri þeim pen- ingum ekki vel varið, ef reist væri fyrir þá leyfisdvalarsetur á fjöllum uppi, fyrir borgaræskuna, og samtök mynduð, til þess að venja hana á ferðalög upp um fjöll og firnindi, enn meira en verið hefir? Eg örvænti ekki um framtíð reykvískra æskumanna. Fjöldi ungra karla og kvenna get ur hiklaust talizt jjl kjörsprota á íslenzkum þjóðarmeiði. En — allt of margir unglingar höfuðborgar- innar eru á villugötum. Maður þarf ekki annað en að koma í suma danssali borgarinnar, til þess að sannfærast um það, og sízt eru frásagnirnar af sukki og svalli þeirra ungmenna, er þá sali gista, oi'ðum auknar — því miður. Nokkrir þeirra kunna að sjá að sér og verða nýtir menn. En fjöl- márgir þeiri'a hljóta óhjákvæmi- lega að farast; verða ólánsaum- ingjar og þjóðfélagsbyi’ði.------- VIÐ HÖFUM með okkur öflug og merk slysavarnafélög og styrkjum þau, sem maklegt er, — og þó ekki nóg. Og í hvert skipti, sem þeim tekzt að bjai'ga mönn- um úr háska, vekur það óskipta gleði okkar, eins og það oi'sakar þjóðarsorg, þegar svo illa fer, að ekki verður bjöi'gun við komið og menn farast. Og auk harmsins teljum við þá jafnan að þjóð vor hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni; hún er svo fámenn, að hún má helzt engan úr fylkingu missa á starfsaldi-i. — En, hversu marga missir hún úr fylkingu sinni, þá er áfengið og allt, sem því er samfara, gerir að voluðum aum- ingjum á bezta aldri? Og hví harmar enginn það tjón, eða eflir þar til slysavarna? Eg þori að fullyi ða, að þjóð vor missir á ári hverju mai-gfalt fleiri í glötunar- djúp þeirrar spillingar, en í sjó— inn. Og við, sem álösurn, og það með réttu, þeim mönnum, sem eru svo kaldrifjaðir, að sigla fram hjá nauðstöddum báti, án þess að veita hjálp, — við horfum á fjölda ungmenna farast, án þess að við hefjumst handa um aðstoð og björgun. EG ER sannfærður um, að eitt bjargráðið, sem þessum ungling- um mætti helzt að gagni koma, væri það, að fá þá til að verja tómstundum sínum til holli'a ferðalaga og þeirra íþrótta, sem þeim eru tengd. Geti æskulýður höfuðborgarinnar ekki fundið sjálfan sig og köllun sína í faðmi fjalla og öræfa, er eg hræddur um, að hann leiti annars staðar án árangurs. Eg hefi satt að segja ekki nærri eins mikla trú á stúkustai'fseminni í þessu sam- bandi, enda þótt hún hafi verið allnotatfi'júg á því sviði á sínum tíma. NÝJA BIO synir kvöld: Hátíð í Mexico | (Holiday in Mexico) 1 Metro Galdwyn Mayer- \ kvikmynd í eðlilegum lit- § um, tekin oi Joe Pasternak, \ eftir sögu William Koz- i lenko og Isobei Lennart. | Aðalhlutverk leika: ^ WALTER PIDGEON | ILONA MASSEY | }OSE ITURBI IANE POWELL RODDY MC DOWALL i Meðal laga, senx sungin eru og I leikin i myndintii, má nefna: | „Polonaise“ (leikið af Jose Iturbi), j „Liebestod", eftir Wagner (Jose : Iturbi leiknr), og I „Ave Maria", eftir Schubert (sung- É ið af Jane Powell, með kór og I hljómsveit undir stjórn Jose : Iturbi). iKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKil Karlakórinn „GEYSIR“ lieldur AÐA L F U N 1) fimmtudaginn 4. marz í „Lóni", kl. e. h. STJÓRNIN. KHKtblKHKHKHKHKHKilKHKHKKH immiiiiiiiiiÍMmiiiiiiiiiimmmmiHMiiiniii iiiiiiimmiiiniiM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.