Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. marz 1948 DAGUR 5 Frumsýning Leikfélags Akureyrar á eftir séra Jakob Jónsson Vissulega er það ekki hvers- dagslegur viðubrður, að okkur Akureyringum og öðrum leik- húsgestum hér um slóðir gefist tækifæri íil að sjá nýjan, íslenzk- an sjónleik eftirkunnanrithöfund — og það meira að segja Reykvíking — frumsýndan á leiksviði hér í bænum. Hitt er miklu tíðara, svo sem vonlegt er og alkunnugt, að við fáum þá fyrst að sjá slíka leiki, er þeir hafa gengið sér til húðar á leik- sviði höfuðstaðarins og hlotið þar sinn dóm, illan eða góðan, sem sjaldnast verður áfrýjað með nokkrum markvei'ðum árangri til annar sog æðri dómstóls. Hill er þó raunar stórum athugaverðara og ískyggilegra fyrir okkur „út- skæklamennina“ í þessu sam- bandi, að meðferð leikaranna á hinum einstöku hlutverkum og öll önnur túlkun og skilningur á leikritinu sem skáldverki, er með þessu móti venjulega fallin í ákveðið, hefðbundið form, er naumast verður breytt að veru- legu ráði, þegar leikarar okkar fá það loks til meðferðar. Kveð- ur svo rammt að þessu, að tæp- ast þykir viðhlítandi, þegar mik- ið er í húfi, annað en að einhver hinna ,heldri leikara höfuðstað- arins fylgi leikritinu norður hingað til þess að tryggja það sem rækilegast, að hvergi verði í markverðu matriðum brugðið út af hefð þeirri og erfðavenjum, er skapazt háfa við fyrsta flutning verksins á leiksviði hins drottn- andi tízkuhöfundar — höfuðstað- arins sjálfs. Ræður að líkum, hversu ófrjó og auðmýkjandi þessi aðstaða er, svo á þessu sviði sem öðrum, þótt leikhússmenn okkar gætu að vísu bætt hér nokkuð úr skák með því að leit- ast jafnan við að kryfja hvert nýtt viðfangsefni til mergjar að nýju með eigin skilningi og per- sónulegu mati, í stað þess að feta jafnan troðnar slóðir, þar sem hvergi reynir til nokkurrar hlít- ar á sjálfstæða og glaðvakandi hugkvæmni þeirra og sköpun- argáfu. Það hlýtur því að hafa verið sérstakt fagnaðarefni fyrir l.eik- húsfólk okkar að fá annað eins verkefni og „Hamarinn“ til þess að spreyta sig á — ferskt og nýtt úr penna höfundarins. Hér er heldur ekki um neitt marklaust amlóðaverk að ræða, því að hið nýja leikrit séra Jakobs Jónsson- ar er vissulega þannig vaxið, að það mundi vekja fulla athygli, hvar sem það væri sýnt. Leikur- inn er mjög líklegur til mikilla vinsælda, allstórbrotinn í snið- um, atbui'ðarásin hröð og „spennandi" í bezta lagi, samtöl- in eðlileg og þróttmikil, enda sums staðar sérlega snjöll og hnitmiðuð. Leikurinn fjallar einnig að verulegu leyti um að- kallandi vandamál líðandi stund- ar — drykkjuskaparbölið, en þó ekki í hversdagslegum prédikun- artón, heldur eru einstakir við- burðir og harmsöguleg atburða- rás látin tala sínu eigin, sterka og skorinorða máli. Persónurnar eru yfirleitt eðlilegar og sannai', en þó hver um sig steyptar í sínu sérstæða móti — sumar há- dramatískar, aðrar dálítið skringilegar, svo að góðlátleg glettni og brosleg tilbrigði varpa auknu lífi og ljóma andstæðn- anna yfir hina dapurlegu óminn- iselfi, þar sem fórnardýr Bakk- usar „fljóta sofandi að feigðar- ósi“. Hinu er svo heldur ekki að neita, að sums staðar virðist teflt á tæpasta vaðið um líkindin, svo sem þegar brúðguminn er látinn freistast til að drekka frá sér ráð og rænu á sjálfa brúð- kaupsnóttina og hverfur alfarinn frá hinni ungu og yndislegu brúði sinni, sem hann ann þó hugástum, út í drykkjuæði og slark með öðrum konum, strax eftir það, að hjónavígslan er um garð gengin. En veikust virðast þó hin sálfræðilegu og efnislegu rök fyrir atburðarásinni í síðasta þætti, þegar öllum aðalpersónun- um er stefnt saman á bæjar- stjórnarfundi, — þar á meðal manninum, sem örlögin hafa fyrr þann sama dag rekið út í háska- lega sjálfsmorðtilraun, og mætir hann þarna reifaður víða um líkamann af þeim sökum — og ennfremur eiginkonu hans, for- eldrum, tengdaforeldrum og öðr- um einkavinum og vandamönn- um, er öll hafa nýskeð — eða nánar tiltekið fyrir örfáum klukkustundum — orðið fyrir hinu þyngsta áfalli og geðshrær- ingum í sambandi við sjálfs- morðstilraun þessa ástvinar síns. Nú stefnir höfundurinn öllu þessu fólki saman á einn stað í fundarhúsi bæjarins, til þess, að hætti reyfarahöfunda, að láta all- ar hörmungarnar leysast og falla í ljúfa löð, en ástvinina fallast í faðma, um leið og tjaldið fellui'. Eg get ekki varizt því, að mér finnst þessi þáttur allur með full- miklum ólíkindum til þess að geta talizt verðugir endir sjón- leiks, sem að öðru leyti er á all- gildum sálfræðilegum rökum reistur og hefii' annars farið vax- andi að styrk og tilþrifum, unz þessi skrautsýning hefst, er í mínum augum dregur úr áhrif- unum í stað þess að dýpka þau og styrkja. Þá er framkoma bæjar- fógetans í þessum þætti svo af- káraleg og skopleg, að hún myndi falla betur við geðblæ gamanleiks en harmleiks, þegar dregur þar til úrslita og enda- lykta. Loks er hin dæmafáa fórn- arlund og takmarkalausa lang- lundargeð kvenhetjunnar, Ingi- bjargar, eiginkonu drykkjusvol- ans, f ull rómantísk til þess að verða sennileg. og eðlileg í mínum aug- um. En sínum augum lítur hver á silfrið, og kostir leikritsins eru svo miklir, að þeir skyggja lang- samlega á misfellur þær, sem sumum kann að virðast á því, einkum þó fjórða þættinum. Og vissulega er það rétt, sem áður var um getið, að sjónleikur þessi er sérlega lfldegur til mikilla vin- sælda og lýðhylli, og á það enda fyllilega skilið. Hvorki meira né minna en hálfur þriðji tugur leikara kemur á leiksviðið í „Hamrinum", enda er þess auðvitað enginn kostur að nefna nema fáa þeirra, né geta nánar um frammistöðu þeirra í leiknum. En að öllu samanlögðu virðist mér, að leikstjórinn, Jón Norðfjörð, hafi unnið mikið af- rek með því að æfa og samhæfa allan þennan hóp svo, að hvergi finnast veruleg missmíði á, þegar sanngjarnt tillit er tekið til allra aðstæðna hér í þessu litla bæjar- félagi. Allir, sem koma hér veru- lega við sögu, fara mjög sóma- samlega með hlutverk sín, stór og smá, og sumir með mikilli prýði og ágætum. Má þar fyrst til nefna leikstjórann sjálfan, sem fer með það hlutverk leiksins, sem tvímælalaust er vanda- samast. Þótt mér þætti orka nokkurs tvímælis, hvort ekki væri full sterkt leikið um stund í þriðja þætti, hefir mér aldrei verið jafnljóst og nú, hversu af- burðagóðan og fjölhæfan leikara við eigum, þar sem Jón Norðfjörð er, og þó langbeztan, þegar mest reynir á. Þá fór Björg Baldvins- dóttir prýðisvel með hlutverk sitt, sem er annað aðalhlutverk leiksins. Hólmgeir Pálmason sýndi refinn og skálkinn í leikn- um, Þórð Símonarson bæjarfull- trúa, mjög trúlega, og var leikur hans sterkur og samræmdur frá upphafi til enda frá leikarans hálfu, en hin skyndilegu hug- hvörf skálksins og iðrun í síðasta þætti, er hann bugast fyrir hinum blíðu augum Ingibjargar, verða auðvitað að skrifast á reikning höfundarins, en ekki leikarans, hvort sem þau þykja fullskýrð og eðlileg eða ekki. Geirmund sjó- mann og Sveinbjörgu konu hans leika þau Björn Sigmundsson og frú Sigurjóna Jakobsdóttir. Svo sem vænta má tókst þessum ágætu og reyndu leikurum að skapa sannar, eðlilegar og heil- steyptar persónur, er auka mjög á lit og ljóma sjónleiksins. Þránd- ur konsúll og Gógó kona hans eru og vel leikin af þeim Gunn- laugi H. Sveinssyni og hinni þaulæfðu og kunnu leikkonu Svöfu Jónsdóttur. Eggert Ólafs- son Ieikur Dóra járnsmið sköru- lega og trúlega, einkum í fyrri þáttunum, en hinn táknræni hamar, sem hann er alltaf látinn burðast með, er þó frekar til óprýði og verkar stundum frem- ur afkáralega. Ingólfi Kristins- syni tekst ekki að gera Martein bankafulltrúa sanna eða eftir- minnilega persónu, nema helzt í þeirri sýningunni, þar sem hann kemur fyrst fram. Aftur á móti er Elías Kristjánsson mjög rösk- legur og eðlilegur í hlutverki Bjössa sjómanns, þott hann mætti annars tala nokkuð hægar og skýrar. Kristján Kristjánsson og Jón Ingimarsson sýna rónana í „Hamrinum" veitingahúsinu afbragðsvel, og Anna S. Snorradóttir leikur Júllu veitingastúlku prýðilega. Eg tel einnig, að Guðmundur Gunnars- son sýni bæjarfógetann ágætlega, eins og það hlutverk er í pottinn búið frá höfundarins hendi, en vel má vera, að mér hafi þótt af- káraskapur bæjarfógetans og andhælisháttur skemmtilegri en ella fyrir þá sök, að hann minnti mig talsvert á yfirvald, sem eg hafði nokkur kynni af í æsku, og veit því, að ekki var hér um ein- tómar og staðlausar ýkjur að ræða. Aðrir leikendur skiluðu litlum hlutverkum yfirleitt mjög snoturlega og féllu vel inn í heildarsvip leiksins, sem var hinn prýðilegasti, leikfélagi okkar og höfundi til mikils sóma. Glöggt mátti marka það á und- irtektum hinna möi'gu frumsýn- ingargesta á laugardagskveldið, að „Hamarinn“ hafði vakið hrifningu þeirra og ánægju. — Leikstjóri og leikendur voru hylltir með miklu lófataki og blómagjöfum að leikslokum. Þá var höfundurinn, sr. Jakob Jóns- — Fokdreifar (Framhal.d af 4. síðu). Og þetta eigum við allt að þakka lægðunum á Grænlandshafinu, sem dugðu okkur bezt j sumar. Þegar þær halda sig á þeim slóð- um, er sunnanvindur og sólskin hér nyrðra. Vonandi reynast þær jafn staðfastar í rásinni og í sumar sem leið. Sumir trúa því að vorið sé þegar komið, og nafnkunnur, eyfirzkur veðurspá- maður, hefir tekið undir þær spár. Megi þeim verða að trú sinni! Enn um Eyjaf jarðarbraut. Karl Friðriksson, verkstjóri vegagerðar ríkisins, skrifar blað- inu í tilefni af umræðum um Eyjafjarðarbraut og Melgerðis- flugvöllinn. Hann segir: „Út af greinum þeirra Magnús- ar á Krónustöðum í 4. tbl. Dags og Jónasar Péturssonar í 8. tbl. íslendings þ. á., langar mig til að benda á nokkur atriði, sem virð- ast hafa farið fram hjá þessum mönnum, þegar þeir skrifuðu greinar sínar, þó báðir séu þeir gætnir og skýrir menn. Það skal strax tekið fram, að þessar at- hugasemdir mínar eru ekki gerð- ar til þess að andmæla þeirri þörf að, endurbæta Eyjafjarðarbraut því að hún hefir vissulega þörf á endurbótum. En það er annað, sem þessir menn virðast ekki hafa athugað í því sambandi og það er, að þrátt fyrir endurbóta- þörf þessa vegar, er hann sterk- asti og breiðasti hliðarvegur hér innan Eyjafjarðar, það er að segja kaflinn frá Akureyri á Melgerðismela, sem nefndar greinar fjalla um. Auk þess er flutningaþörf bæði Dalvíkurveg- ar og Svalbarðsstrandarvegar meiri en Eyjafjarðarbrautar. Það væri því mjög einkennileg ráð- stöfun hjá þeim, sem fara með al- mannafé ,ef byrjað væri að end- urbæta þann veginn, sem skárst- ur er af hliðarvegum héraðsins, áður en aðalleiðin milli Akureyr- ar og Reykjavíkur væri orðin sæmileg og áður en aðrir hliðar- son, kallaður fram á leiksviðið og fagnað ágæta vel og færðir fagrir blómvendir í þakkarskyni. —• Ávarpaði séra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum hann með nokkrum velvöldum orðum fyrir hönd bekkjarsystkina skáldsins og annarra leikhússgesta, en séra Jakob þakkaði með snjöllu ávarpi. — Kvöldið var sérlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði, enda mun leiksýning þessi lengi í minnum höfð á ann- álum Leikfélags Akureyrar og leiklistarvina hér. J. Fr. Níræð sæmdarkona Elzta kona Svalbarðsstrandar, Ásgerður Gísladóttir, Mógili,varð 90 ára 23. febrúar. Hún er systir Þorsteins, föður Garðars heitins Þorsteinssonar, alþingismanns. — Hefir hún verið á Svalbarðs- strönd síðan um aldamót, lengst af þó í Mógili. Mann sinn missti hún fyrir nokkru, en hefir síðan verið í húsmennsku með börnum sínum tveim, Rögnu og Aðalsteini, sem nú er brátt 60 ára. Margar konur úr sveitinni heimsóttu Ásgerði, enda var hún með fyrstu meðlimum Kvenfélags Svalbarðsstrandar. vegir hér innan héraðs, sem bæði hafa meiri flutningaþörf og eru mun lakai'i, væru lagfærðir að verulegu leyti. Hvað viðkemur flugvellinum á Melgerðismelum, virðist mér eft- ir þeim upplýsingum, sem eg hefi fengið um hann, að réttara væri að kalla hann lendingarstað en flugvöll, því þó ekki væri farið lengra en miða við sæmilegan völl fyrir þær flugvélar, er til eru í landinu nú, þarf ábyggilega að gera við þennan völl fyrir millj. króna. Nú er það syo að ákveð- ið er að hér skuli vera fyrsta flokks flugvöllur, sem í alla staði er mjög eðlilegt og ætti því að vera sjálfsögð krafa allra hér um slóðir að staður fyrir slíkan völl yrði tafarlaust valinn og fram- kvæmdir hafnar. Mætti þá máske svo fara, ef vel tækist til um stað- arval, að hægt væri að koma upp jafngóðum lendingarstað fyrii' flugvélar nær Akureyri, en á Melgerðismelum fyrir það fé, sem verja þyrfti í vallarendurbætur þar á staðnum og vegagerð í sam- bandi við hann. Teldi eg þá betur farið með almannafé, heldur en þó farið væri að gera við lend- ingarstaðinn á Melgerðismelum fyrir hundruð þúsunda eða mill- jónir króna, bara til þess að fá frest til að ákveða hinn endan- lega stað fyrsta flokks flugvallar hér, sem, að því er mér er sagt, fáum eða engum hefir dottið í hug að ákveðinn yrði þar fram frá. Eg vil í þessu sambandi benda á að suður frá Dagverðareyri liggur stórt melastæði (Glæsi- bæjarmelar), sem frá mínum bæjardyrum séð væri þess vert að athuga. Melasvæði þetta ligg- ur rétt við þjóðveginn og fáa metra frá bryggjunum á Dag- verðareyri. Væri því mjög gott að komast þaðan til Akureyrar, hvort heldur væri á landi eða sjó. Hitt er svo ekki mitt að dæma um, hvort svæði þetta er hæft til að byggja á því flugvöll annarra orsaka vegna, til þess skortir mig þekkingu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.