Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 14. apríl 1948 Naisðsyn þjóðiegrar vakningar Eftir PÁL H. JÓNSSON SUNNAN FRÁ SUNDUM ★ ★ Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík. í 5. hefti 6. árg. „Heimili og skóla“ er smágrein eftir Eirík Sigurðsson kennara: Norrænt kennararnámskeið í Askov. — Grein sú og uppástungur þær, sem henni fylgja, eru svo athygl- isyerðar, að eg vil ekki láta undir höfuð leggjast að styðja þær ör- fáum orðum. Eg hefi átt þess kost að kynnast lítilsháttar starfsemi danskra og sænskia lýðháskóla, og veit, eins og allir þeir, sem slík kynni hafa haft, hve þjóðernistilfinningu og ættjarðarást er ætlaður þar veg- legur sess. Það er gert vegna þess, að skólarnir vita og skilja, hve ómetanlega þýðingarmiklir hlutir slíkt er, í menningar- og sjálfstæðisbaráttu þjóðanna. Eg he-ii enga trú á því, að íslending- ar eigi erfiðara með að unna landi sínu og þjóðlegum verð- mætum heldur en aðrar þjóðir. En séu þjóðernismálin vanrækt í upphafi og menntun þjóðarinn- ar, er vanrækt eitt þýðingarmesta og öflugasta virkið í sjálfsvörn hennar. Það er rétt hjá Eiríki Sigurðssyni, að þessa hefir ekki verið gætt hér sem skyldi. Sú þjóðarvakning, sem verður að rísa til viðreisnar þessum mál- um, verður að koma frá skóla- stjórum og kennurum barna- skóla, gagnfræðaskóla og hér- aðsskóla landsins. Án þess í stuttri grein að geta rökstutt það nánar. verður þessi vakning að hvíla á fjórum hornsteinum: kristindómi, bókmenntum, þjóð- búningum kvenna og karla og vikivökum eða þjóðdönsum. Engin þjóðleg menningarbar- átta getur náð tilgangi sínum án þess að hvíla á kristilegum grundvelli. Læt eg kennimönn- um í kennarastétt eftir að rök- styðja það. Enginn hlutur er betur fallinn til þess að glæða ættjarðarást og þjóðlegan metnað, heldur en úr- vals bókmenntir þjóðarinnar. Eg held að mikilu meiri áherzlu eigi að leggja á íslenzkar bókmenntir i efstu bekkjum barnaskóla og gagnfræða- og héraðsskólum. — Það kann ekki góðri lukku að stýra, að fáir aðrir en þeir, sem framhaldsnám stunda í íslenzk- um bókmenntum, viti deili á þeim, svo að teljandi sé. Og fvrst svo er komið, sem öllum kennur- um er kunnugt, að fornbók- menntirnar eru ekki lesnar af börnum og unglingum á heimil- unum, og tæpast nema örlítið af beztu bókmenntum síðari alda, verða skölarnir að talca málið í sínar hendur. Ekki með þurri bókmenntasögu, nema að litlu leyti, heldur bókstaflega með lestri þeirra. Eg vil skjóta því til þeirra, sem á því hafa sérþekkingu, hvort líklegra sé til árangurs um við- hald tungunnar, lestur íslend- ingasagna og úrvalsrita 19. og 20. aldar höfunda, heldur en mál- fræði- og réttritunarkennsla, til handa þeim, sem ekkert eða mjög lítið hafa af þeim lesið. Þjóð, sem skilin er úr tengslum við þjóðlegan húsbúnað, þjóð- legan heimilisiðnað og þjóðlegan klæðnað, hefir liðið mikið tjón. Þegar frá er tekinn heimilisiðn- aðurinn, sem margir skólar og handavinnukennslukonur þeirra hafa stutt og eflt, má segja að við höfum lítil tengsl við þjóðleg verðmæti í þessum efnum. Það er stærra mál en margur vill vera láta. Þjóð, sem á engan hátíða- búning nema tízkuklæði, stendur höllum fæti í sjálfstæðisbaráttu sinni. íslenzkar konur standa karlmönnunum miklu framar i þeim efnum, þó að þeim sé þar mikilla umbóta þörf líka. En svo gjörsamlega eru karlmennirnir slitnir þar úr tengslum við for- tíð sína, að þeim farast ekki ásakanir í garð kvenfólksins um eftiröpun tízkunnar og annars slíks. Engar stofnanir í landinu hafa aðra eins möguleika til áhrifa í þesum efnum, sem skólarnir. Það má máske segja, að heim- ilin hafi það, og að minnsta kosti er málið auðleyst af skóla og heimili í sameiningu. Hitt. þarf svo all mikillar athugunar við, hvernig rétt og skynsamlegt er að leysa það. 0 Skemmtanalíf þjóðarinnar er flestu öðru máttugra til ómenn- ingar. En það getur líka verið máttugt til menningar. Skólarn- ir verða að taka þau mál enn fastari tökum. Þjóðdansar og vikivakar eru, auk sinna þjóð- legu meðmæla, bæði holl og fög- ur skemmtun. Félagslegt gildi þeirra er margaflt á við flestar aðrar skemmtanir. Þeir sameina söng, ljóð, leik og fagra íþrótt, ef vel er á haldið. Þeir hafa möguleika fyrir alla, allt frá stirðum kiaufa til listfengs í- þróttamanns. Það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón þjóðinni allri, að vera án þeiira Því mun til svarað, að íslendingar eigi sjálf- ir enga þjóðdansa. Hjá öllum hinum noi-rænu þjóðunum hefir ótt sér stað þjóðlega vakning í þessum efnum, með miklum á- rangri og vinnu áhugamanna. nema þá í Færeyjum ,þar sem samhengið hefir aldrei slitnað. Þessi vakning hefir verið byggð á þjóðlegum dönsum, en mikið hefir líka verið búið til og lag- fært. Ágæt og myndarleg til- ráun í þá átt hefir verið gerð hér með vikivakabók Helga Valtýs- sonar. Það er tómlæti þjóðar- innar að kenna að ekki hefir meira gott af hlotist. Hinir fornu íslenzku vikivakar hafa efalaust verið mjög svipaðir því, sem tíðkast hefir á þeim tíma annars- staðar á Norðurlöndum. Þeir dansar sem nú eru dans- aðir þar, eru svipaðir og meira og minna skyldir. Okkur er engin vanvirða, að gera okkar dansa í svipuðum stíl. Með því móti yrðu þeir byggðir á því sem þjóðlegt er. Þá er okkur heldur ekki nein vorkunn að taka í notkun ýmsa þá dansa, sem nú eru dansaðir hjá nágrönnum okkar, ef við fá- um við þá íslenzk Ijóð. Þá er og ekki að efa, að þegar þjóðin tæki að stunda slíka dansa, myndu ýmsir verða til þess að gera nýjá. Annarsstaðar á Norðurlöndum hafa skólarnir tekið þennan þátt ijóðlegra verðmæta á sína arma og svo verður einnig að vera hér. Þeir eru til þess móttugastir, auk úess er það þeim sjólfum fyrir beztu. Það er athyglisvert, að úr ýms- um áttum heyrast nú raddir sem hníga í sömu átt og hér að fram- an ræðir og Eiríkur Sigurðsson, með svo miklum rétti, bendir á. Færi betur, að það væri tákn þess, að jarðvegur væri fyrir þjóð- lega vakningu í þessum efnum. Mörgum mun finnast, að ég hafi hér að framan all mjög tek- ið upp tillögur Eiríks. Það er að vísu satt, enda er greinarkorn ^etta til þess skrifað að árétta nokkrar þeirra, og tjá þeim fylgi. Væri full þörf á að fleiri tækju í þann sama streng. Páll II. Jónsson. Munið bílahappdrætti SíKS. Dregið verður 15. maí n. k. um 10 bíla. Tékkneska stjórnin befir nú birt tilskipanir um þingkosning- arnar í maí. Að rússneskun sið, verður aðeins einn listi — listi stjórnai'innai' — í kjöri. Engin grímá verður því hötð ó „aust- ræna lýðræðinu“. í Tékkósióvá- kíu vei'ða menn því að kjósa kommúnista eina eða kjósa ekki og lögreglan mun sjá um það, að boigaravnir sitji ekki heinia. Ff slÍKt „lýðræði" verður koinið á hér við næstu Alþingiskosningar, geta menn fengið að kjósa Stein- grím, fyrrv. forseta, Tryggva Helgason, Jón Ingimarsson og frk. Elísabetu, eða sitja heima ella! ★ Háskólinn í Prag á 600 ára af- mæli um þessar mundir. Var bú- ið að bjóða fulltrúum háskóla um víða veröld á hátíðahöld áð- ur en kommúnistar rændu völd- unum í Tékkóslóvakíu. Allir norrænu háskólarnir afþökkuðu boðið til þess að leggja áhei-zlu á vanþóknun sína á ofbeldi komm- únista. ★ Eftir stríðið var stofnaður fé- lagsskapur í Noregi, sem heitir „Bygg Dit Land“. Hefir hann náð mikilli útbreiðslu. Tilgangur fé- lagsins er að stuðla að uppbygg- ingu atvinnuvega landsins og gera hina norsku jörð auðugri en áður vai'. Nýlega efndi þessi fé- lagsskapur til fjölmenns nám- skeiðs í Oslo. Var þar rætt um aukinn landbúnað, fegrun lands- ins, uppbyggingu iðnaðarins o. s. frv. ★ Tékkneska skáldið Ivan Blatny var fyrir nokkru sendur til I<on- don af kommúnistastjói'ninm í Prag. Átti hann þar að segja brezkum rithöfundum að allt væri ó friðar- og lýðræðisbraut í Tékkóslóvakíu. En á leiðinni til Bretlands, ákvað hann að seg.a heldur sannleikann um ofbeldi kommúnista og hverfa ekki heím aftur. Hann skýrir svo frá að LlFIÐ í REYKJAVÍK gengur sinn vanagang. Annað verður að minnsta kosti ekki séð í fljótu bragði. Bifreiðirnar bruna eftir götunum í hundraðatali. Leigu- bifreiðir og einkabifreiðir. Prúð- búið fólkt fyllir gangstéttir mið- bæjarins. Á síðum dagblaðanna má daglega sjá auglýstar skemmtanir, leiksýningar og tón- leika. Eigi maður leið, um bæinn skömmu eftir miðnættið, fer vart hjá því að maður mæti prúðbúnu og „glöðu“ fólki, sem er á heim- leið úr danssölum, áhyggjulaust og hávært. Þrótt fyrir takmark- anir á næturakstri, er lítið minna af bifreiðum á götunum um þetta leyti sólai'hringsins, heldur en um hádaginn, og ber nú mest á einkabifreiðum. Líf og fjör, dag og nótt. Að minnsta kosti fram eftir nóttunni. Fóllc ræðir um kvikmyndir, sjónleiki, dans- hann hafi fengið fyrirskipanir ,um að segja brezkum rithöfundum og listamönnum, að „vilji fólks- ins“ hafi verið framkvæmdur í landinu, „en samvizka mín bann-. ar mér að útbreiða lygar og sjálfsvirðing mín sem listamanns krefst þess að eg segi frá því, að Tékkóslóvakíá er orðin ófrjábt lögregluríki,“ sagði Blainy. ★ - í maizlok skrifaði Sveri-e Pat- urson í Thorshavn fréttabréf til Noregs Ilandels og Sjöfartstid- ende. Segir hann þar, að í fyrra hafi Færeyingar einkum lagt stund á að salta þoi'skafla sinn vegna þess að það hafi gefið betra verð en ísfiskflutningar til Englands. Afleiðingin varð sú, að Fæi-eyingar fullnýttu ekki fisk- kvóta sinn í Bretlandi. Nú hefir nýlega verið gerður nýr samn- ingur um fisksölu Færeyinga til Bretlands. Fá þeir að landa 24,000 smálestum á tímabilinu 1. mai'z til 1. sept. Þá hafa þeir og fengið því breytt, að þeir fá að landa í Great Yarmouth auk Aberdeen, Grimsby og Fleet- wood, og þeir eiga nú í samning- um við Bi-eta um að fá að landa í Hull. ★ Færeyingar veiða talsverða síld við eyjai-nai' og hefir það verið skoðun manna, að þetta væri far- andsíld, sem ekki væri þar um kyrrt. En nú hefir danski haf- rannsóknafræðingurinn Vedel Thaning rannsakað þetta og heldur því fram, að síldin sé um kyjrt við eyjarnar en leggist svo djúpt að illt sé að veiða hana. Hafa Færeyingar í hyggju að fá síldina til að grynna á sór með því að láta sterk rafmagnsljós lýsa hafflötinn. TIL SÖLU: Vörubifreið A 630. Varahlutir geta fylgt. • Uplýsingar gefur IJifreiðastöðin Stefnir. ÓI.AFUR GÍSLASON, skemmtanir, bifreiðir, nýtízku íbúðir, langferðir og annað þessu líkt eins og munað, sem tiltölu- lega auðvelt sé að veita sér; — og sem margt af því á tiltölulega auðvelt með að veita sér, enn sem komið er. Og þeir, sem fyrir löngu hafa veitt sér allt þetta, tala um atburði þá er gei-ast á al- rjóðavettvangi, aðfarimar í Tékkóslóvakíu og flugslysið í Berlín, eins og fjai'læga atbui'ði... En dagblöðin flytja ekki aðeins skemmtanaauglýsingar og fi'egn- ir frá útlöndum. Þau flytja einn- ig fregnir af því, sem innanlands gerist. Fregnir sem flestir láta sér nægja að renna augunum yfir, nema um húsbruna, þjófnaði eða árásii' sé að ræða. Undanfarna daga hafa blöðin sagt fi-á aflabresti í flestum vél- bátaverstöðvum sunnanlands og vestan, og getið þess, að hann hlyti óhjákvæmilega að hafa al- varlegustu afleiðingar, — ekki aðeins á afkomu þeirra, er ver- stöðvarnar byggja, heldur og á gjaldeyi'isöflun okkar og þjóðar- hag. Ymislegt er það og annað, sem í innlendum fregnum má lesa, sem að sumu leyti minnir á letui’ það, er höndin skráði forð- um á vegginn. Og eg er ekki frá því, að við tökum, enn sem komið er, þeirri aðvörun á líkan hátt cg veizlugestii'nir þar í salnum. Það ber ekki mikið á þeirri fregn, að allur dollaragjaldmiðill okkar sé nú upp urinn.--------- Eitt fyrirbæri er það, sem nú vei’ður fjölséðara með degi hverj- um í Reykjavík. Það er biðrað- irnar fyrir framan verzlanir. Mest ber á kvenfólki í röðum þessum. Einhver vörutegund, sem ófáan- leg hefur vei'ið í borginni um skeið, er þarna skyndilega á boð- stólum. Fregnin hefur flogið um borgina með ótrúlegum hraða og eftir ótrúlegum leiðum. Og fólk- ið fjölmennir að dyrum verzlun- arinnar, svo að því verður aðeins hleypt inn í smáhópum. Og auð- vitað gengur hin eftirsótta vara upp fyrr en nokkurn varir,ogþeir eða þær, sem síðast komu í röð- ina, verða að hverfa heim án hennar, og væri þá ekki kynlegt, þótt einhver meðlima hins háa fjárhagsráðs fengi hikstanokkurn Satt að segja er eg hissa á, að þeir skuli ekki fyrir löngu hafa látizt. úr hilcsta, og mun nú ekki alla ís- lenzka þjóðtrú vera lengur að mai'ka. Allmikið er og rætt um þá rögg, er yfii'völdin tóku á sig, er her- ferð var hafinn á hendur þeim atvinnubifi-eiðarstjórum, er sek- ir höfðu gerzt um ólöglega á- fengissölu, og öðrum, er stunduðu slíkan „aukabisness“. Hefur það framtak yfirleitt mælst vel fyrir. Er og að vona, að sá smánarblett- ur hverfi af reykvísku borgar- lífi. En því miður eru riokkrir blettir þar enn eftir, sem gjarna mættu hverfa. Sveiiui suðræni. Út um hvippinn og hvappinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.