Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 4
4 D A GUR Miðvikudaginn 14. apríl 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri Frá Moskvu - um Jan Mayen - r til Islands Blað kommúnistaflokksins á íslandi, Þjóðvilj- inn, birti fyrir skömmu fregn um áð Bandaríkja- stjóyn hefði endurnýjað beiðni um herstöðvar á íslandi. Utanríkismálaráðuneytið birti daginn eftir yfirlýsingu, þar sem þessari kommúnistafregn var mótmælt. Ekki er vitað um neitt tilefni til þessa söguburðar kommúnista hér innanlands en er- lendis hafa gerzt atburðir, sem líklegir eru til þess að varpa nokkru ljósi á þetta athæfi kommúnista- blaðsins. Leikur ekki á tveim tungum, að slíkur fréttaburður getur verið stórskaðlegur fyrir ör- yggi landsins og hefur þar með gefist ennþá eitt tilefni til þess að gjalda varhug við kommúnistum. og öllu þeirra athæfi. Það bar til fyrir nokkrum mánuðum, að hafizt- var handa um það í Danmörku, að lagfæra flug- völl á smáey einni til að auðvelda flugsamgöngur við eyna, m. a. með tilliti til ferðamanna. Ekki hafði þetta verk staðið lengi, er svæsnar árásir hófust á dönsku stjórnina í rússneskum blöðum. Var því haldið fram, að þarna væri verið að búa til „herstöðvar“ handa Bandaríkjamönnum, og danska stjórnin mundi hafa leynilegt hernaðar- samkomulag við Vesturveldin. Állur almenning- ur í Danmörku vissi, að þessi áþurður yar með öllu tilefnislaus, en hins vegar var m.önnum ekki ljóst, í hvaða tilgangi þessi lygaherferð var hafin. Þótt hverjum þeim, sem nokkúrn kunnugleika hefur til að bera um Danmörku, væri ljóst, að flugvallargerðin á smáeynni átti ekkert skylt við herstöðvar eða átök stórveldanna, fengu Rússar liðskost nokkurn úr hópi Dana til þessarar iðju. Það voru dönsku kommúnistarnir. Þeir hófu upp í blaði sínu samskonar áróður og rússnesku blöð- in ráku, og reyndu þannig að auka á erfiðleika dönsku þjóðarinnar og gera hana tortryggilega á erlendum vettvangi. Fyrir þetta athæfi uppskáru þeir verðskuldaða fyrirlitningu þorra dönsku þjóðarinnar og hafa síðan verið að einangrast meira og meira í dönskum stjórnmálum. Ennþá er ekki ljóst, hver var tilgangurinn með þessari herferð rússnesku blaðanna og aftaníossa þeirra á hendur Dönum, en vera má, að það komi síðar í ljós. Litlu síðar hófst sams konar áróður gegn Norð- mönnum. í marzlok s. 1. birti Moskvúblaðið „Izvestia“ grein, þar sem ráðizt var harkalega að Norðmönnum fyrir samband þeirra við Bandarík— in. Hélt blaðið því fram, að brezkir og bandarísk- ir herfræðingar hefðu verið látnir rannsaka norð- ur-norskar hafnir og áætlanir væru uppi um að veita Bandaríkjamönnum hernaðarleg afnot af Svalbarða og Jan Mayen. Þessi herferð. var al- gerlega tilefnislaus og ekki flugufótur fyrir þess- um fregnum að áliti áreiðanlegra, norskra blaða, sem kalla þessi skrif hin furðulegustu. Sama máli gegnir um ásakanir í rússneskum blöðum á hend- ur Svíum, þar sem dylgjað er um að Svíar ætli leigja Bandaríkjamönnum herstöðvar. Af þessu yfirliti má sjá, að það er raunar ekki nema eðli- legt áframhald þessarar herferðar,erkommúnistar birta nú fregnir um herstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi. Ekki er ósennilegt, að lygafregn Þjóð- .viljans um þetta efni, verði sleg- ið upp í „stórfregn11 þegar austur til Moskvu er komið. Verður til- gangur íslenzku kommúnistanna þá auðsær, þótt allt sé enn á huldu, hvað Rússar hyggjast fyr- ir með þessum ásökunum. En einkennilegt má það kallast, að rússnesk blöð skuli nú ásaka Bandaríkjamenn um að ásælast yfirráð á Svalbarða. Þeim stað vildu Rússar ná undir sig til her- bækistöðva fyrir nokkru, en Norðmenn — að undanteknum kommúnistum — höfnuðu þeim kröfum. Jan Mayen er nýtt naí:i í þessum umræðum, en ekki ástæðulaust að því sé gaumur gefinn hér á landi, þar sem eyja þessi er nágrannaland okkar. Hinar sífelldu ásakanir rúss- neskra blaða um það, að Norður- landaþjóðirnar eigi í leynisamn- ingum við Bandaríkjamenn um herstöðvar og skrif danskra og ís- lenzkra kommúnista til þess að styrkja þennan áróður gegn sín- um eigin þjóðum og stjórnar- völdum, er óhugnanlegt dæmi um það, hversu varhugavert það er fyrir frelsi smáþjóða, að hafa innan landamerkja sinna stjórn- málaflokka innlendra manna, sem í einu og öllu ganga erinda ágjarns stórveldis. Dæmin frá Austur-Evrópu sýna og sanna, að ekki þarf alltaf stór tilefni til þess að yfirdrottnunarstefnan fái út- rás í meiru en orðunum einum saman. Á viðsjártímum er „fréttastarfsemi“ á borð við þá, sem Þjóðviljinn og danska kommúnistablaðið reka í sam- bandi við „herstöðvamál", blátt áfram þjóðhættuleg starfsemi. — Skrif rússneskra blaða að und- anförnu um Norðurlandaþjóðirn- ar eru sterk ábending um það, hverju þessi iðja kommúnista getur komið til leiðar. FOKDREIFAR Skíðagangan 1948. Rögnvaldur Rögnvaldsson í Haganesi skrifar blaðinu þessa hugleiðingu um skíðagönguna á íslandsmótin: ANNAN PÁSKADAG var keppt í 18 km. göngu á Skíðamóti íslands. Þátttakendur voru 16 frá sex íþróttabandalögum. Þar átt- ust við beztu skíðagöngumenn landsips, svo sem: Jóhann Jóns- son, göngumeistari 1947, og Guð- mundur Guðmundsson, göngu- meistari 1946, ásamt fleiri þekkt- um A -og B-flokksmönnum. Menn biðu því úrslitanna með mikilli eftirvæntingu um land allt, því, að : íþróttir eiga yfirleitt miklum vinsældum að fagna hjá þjqðinni. ,, Við, sem vorum svo heppin að geta verið áhorfendur að skíða- göngunni, munum seint gleyma þeim einstæða árangri, sem B- flokksmaðurinn, Jón Kristjáns- son frá HSÞ, náði þar, er hann vann alla keppinauta sína, bæði í A- og B-flokki með þeim glæsi- leik, sem bezt verður séð á því, að hann er sex mín og 20 sek. á und- an J. J., göngumeistaranum frá 1947 og eina mín. og 55 sek. á undan G. G., göngumeistaramim frá 1946. ÞAÐ MUN ALDREI hafa kom- ið fyrir áður, að B-flokksmaður hafi sigrað alla keppinauta sína í A-flokki á íslandsmóti, og mun þetta vera sá bezti tími, sem náðst hefir á íslandsmóti á þess- ari vegalengd. Menn, sem horfðu á skíðamót- ið, urðu því ekki lítið undrandi, þegar sú fregn kom í útvarpinu kl. 8 um kvöldið, að Guðmundur Guðmundsson hefði unnið skíða- gönguna og þar með skíðakappa- titilinn 1948. Ekki minnzt einu orði á Jón Kristjánsson, en það tekið fram, að nánar yrði sagt frá skíðamótinu í síðari fréttum. Ef tekið hefði verið fram í fréttum, að Guðmundur Guð- mundsson hefði unnið gönguna í A-flokki og þar með skíðakappa- heitið 1948, þá var ekki hægt að segja, að um vísvitandi rangan fréttaflutning væri að ræða, enda þótt A- og B-flokkur gengju í sömu braut og drægju um göngu- númer sem einn flokkur. í seinni fréttum er endurtekið að Guðmundur hafi unnið göng- una og lesin nöfn og tími 3ja beztu manna í B-flokki. Til þess svo að finna hinn raunverulega sigurvegara í göngunni verður að bera saman tíma A- og B- flokks. En þá kemur í Ijós, að tími Jóns Kristjánssonar er einni mín. og 55 sek. betri en tími Guðmundar, sem sagður er vinna gönguna. Nú vaknar sú spurning: Hvað liggur til grundvallar svona fréttaflutningi, og hverjir eru þeir menn innan íþróttahreyfing- arinnar á Islandi, sem reyna að draga fjöður yfir þann bezta ár- angur, sem náðist í umræddri skíðagöngu? ALLIR SANNIR íþróttaunn- endur fagna hverjum nýjum sigri, sem unninn er og ekki sízt, þegar nýir menn koma fram og keppa við meistarana við sömu skilyrði og sigra þá glæsilega. Hitt er svo annað mál, hvaða reglur eru látnar gilda um nafn- bætur oð verðlaunaveitingar milli A- og B-flokksmanna í göngu og ræði eg það atriði ekki frekar hér. En fólkið, sem beið eftir frét.t- um frá mótinu, átti að fá að viía, hver gekk brautina á skemmst- um tíma, því að almenningur veit ekki yfirleitt, að A- og B-flokks- menn í göngu keppa sömu braut samtímis, enda var það stóra at riði ekki upplýst í fregninni.“ HvaS dvelur brúna á Torfufellsá? Hjálmar Þorláksson í Villinga- dal skrifar blaðinu eftirfarandi: Þannig spyrjum við nú, sem yf- ir ána þurfum að fara. Það er nokkuð síðan að von var til að hún yrði brúuð, og við höfum verið eins og góðu börnin, þag að í von um árangur. En með því vonin er orðin nokkuð lang dregin, þá langar okkur að fá að vita hvort ekki er unnt að hefja framkvæmdir bráðlega, því þörf- in er allmikil eins og nú skal get- ið. Áin er þverá eins og kunnugir vita. Fellur nokkuð bratt og er stórgrýtt. Vatnsmikil mestan hluta sumars, því jöklarnir eru í fjöllunum sem að henni liggja. (Framhald á 5. bls.). r Ur bæjardyrum afgreiðslufólks Mörgum manninum hættir til að líta á afgreiðslu- fólk, karl eða konu, sem afgreiðslufólk aðeins, þ. e. a..s. sem einhvern vélrænan hlut, sem hefir verið settur á þennan stað til þess að þjóna honum, en ekki sem lifandi veru, manneskju með tilfinningar og skilning og ýmislgt annað, sem við þykjumst eiga í fórum okkar af mannlegum eiginleikum. Af þessum ástæðum m. a. er það, að menn koma oft upp um sig illilega, í verzlun eða öðrum stað, sem líkt til háttar. Afgreiðslufólk hefir sagt mér, hve óendanlega misgott sé að afgreiða fólk, og er það í sjálfu sér ekki undarlegt, þegar hugsað er um það, hve ólíkir mennirnir eru. — En sumt fólk er allt öðruvísi í • framgöngu, þegar það stendur fi'Eimmi fyrir af- greiðandanum, heldur en annars. Það gjörbreyttist, verður stíft og merkilegt og hefir allt á hornum sér — það á jafnvel til að kenna þeim er afgreiðir um, ef ekki fæst það sem það óskar eftir — og verðlagið er ekki sjaldan hans sök!! En slíkt er nú eflaust mjög fátítt og að megin- þorri fólks sé þægilegur, er reynsla þeirra, er eg hefi spurt. En svo mun okkur, sem verzlum, finnast ærið misjafnar móttökurnar og tilsvörin, en það er önn- ur saga, sem þó væri ekki úr vegi að ræða við tækifæri. Fyrir athugulan afgreiðslumann, er eflaust mjög lærdómsríkt að „standa í búð“ eins og kallað er, og fjölmörg tækifæri gefast til að rannsaka fram- komu manna og háttalag — og þegar allt kemur til alls, er nokkuð nám skemmtilegra og lærdómsrík- ara, en að kynnast þessari veru, sem kölluð er maður? En eg held að við, sem verzlum, getum gert starf þeirra, ei' afgreiða, léttara með því að vera vin- gjarnleg og kurteis — og í langflestum tilfellum munum við þá uppskera vingjarnlega afgreiðslu og kurteisa, og þá er mikið fengið. Einhverjum kann að finnast slíkt og þvílíkt smá- munasemi, og að litlu máli skipti, .hvernig honum séu fengnar eða sýndar vörur í búð. — En það er ekki rétt. Það eru einmitt litlu atriðin, sem skipta oft svo miklu máli, og af þeim spretta oft önnur stærri, svo að með því að rækta umgengni okkar og vanda í smáatriðunum, vinnum við að bættri um- gengnismenningu, sem allir munu játa, að mjög sé ábótavant. P. Poki fyrir pelsinn. Þegar vorar og hlýnar í veðri, er hyggilegt að setja pelsinn í poka eins og þann, sem myndin er af. Með því er hann varinn ryki, sól og ýmsu hnjaski, er átt getur sér stað að hann verði fyrir í forstofunni. Hvaða efni sem er má nota í RÁÐ. Þegar þú blandar edikssýru, er hæfilegt að hafa 1 dl. edikssýru á móti 5 dl. af vatni. ★ Ósteytt krydd er sterkara en steytt og geymist betur. — Steytt krydd verður að geyma í vel lokuð- um ílátum. ★ LEIÐRÉTTIN G Þeir, er sóttu fyrsta fyrirlestur fræðslunám- skeiðsins „Heilbrigð börn — hamingjusamir menn“ eru vinsamlega beðnir að leiðrétta orðið simiaskipti, sem á að vera samskipti, á blaði því, sem dreift var á fyrirlestrinum. Fræðsludeild KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.