Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 8
Dagur Miðvikudaginn 14. apríl 194S Dúntekja landsmanna nemur 4-5000 kg. á ári Smekklegar iðnaðarvörur úr æðardún geta verið dýrmæt útflutningsvara Brezkir skíðamenn iáta vel af dvöl sinni hér á Akureyri en benda á ýmislegt, sem betnr iuá f ara Ólafiir Sigurðsson ráðunautur á Heilulandi í Skagafirði hefur verið gestkomandi liér í bænum undanfarna daga. ,,Erindi mitt liingað að þessu sinni er m. a. að athuga um möguleika á að koma hér upp hreinsunarstöð fyrir æð- ardún,“ sagði Ólafur í viðtali við blaðið. — „Ársframleiðslan af æðardún nemur 4-5000 kg. á ári, en alls hafa hartnær 400 jarðir hlunnindi af dúntekju. Aðeins ein dúnhreinsunarstöð er til í landinu, í Stykkishólmi, og annar hún hvergi nærri hreinsun á öllum dún, sem til fellst í land- inu. Er því mikil nauðsyn að koma upp nýrri hreinsunarstöð. Hefur Samband ísl. samvinnu- félaga áhuga fyrir málinu og er unnið að undirbúningi á þess vegum, þykir mér líklegt að mál þetta komizt á rekspöl á næst- unni.“ Er dúnframleiðslan í vexti, eða hnignar vörpunum yfirleitt? Yfirleitt má segja, að dúntekj- an gangi saman. Veldurþvífólks- fæðin á hlimnindajörðunum, en það er reynsla allra, sem til þekkja, að ef vörpin njóta ekki nægilegrar umönnunar, þá hrak- ar þeim. Of lítið er gert að því, víða að halda vargi í skefjum og hirðingu yfirleitt ábótavant. Til þess að örfa vörpin aftur, þarf að bæta úr þessu og líklega væri nauðsynlegt jafnframt að koma upp útungunar- og uppeldis- stöðvum fyrir æðarfuglinn. Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu lauk sl. föstudag og hafði þá'stað- ið í nokkra daga. Helzta mál fundarins var uppkast að reglu- gerð fyrir rafveitusjóð Eyjafjarð- arsýslu. Ekki var gengið frá mál- inu á fundinum, heldur ákveðið að beina því til hreppsfunda í sýslunni, sem síðan sendi oddvita sýslunefndarinnar ályktanir sín- ar og verði því lokið í maímánuði. Var svo ráð fyrir gert, að kall- aður yrði saman aukafundur sýslunefndar til þess að taka end- anlegar ákvarðanir í málinu. Gagnfræðadeild M. A. Sýslunefndarmenn Arnarness- hrepps, Saurbæjarhrepps og Svarfaðardalshrepps báru fram tillögu, þar sem sýslunefndin skorar á ríkisstjórnina að fresta, fyrst um sinn, framkvæmd þess ákvæðis hinna nýju fræðslulaga, að gagnfræðadeild skuli lögð Reynslan sýnir að mikið af ung- unum ferst árlega áður en þeir ná að verða sjálfbjarga. Þyrfti að hjálpa stofninum með útungun og uppeldi. „Hvað verður um dúnfram- leiðsluna? Notum við hana inn- anlands eða er hún flutt út? Nú hin síðustu ár hefur mest af framleiðslunni verið selt hér innanlands. Með auknum pen- ingaráðum hefur fleira fólk en áður komið sér upp æðardúns- sængurfatnaði og er það ágætt. Eitthvað mun hafa verið flutt út. Æðardúnninn íslenzki er eftir- spurður á erlendum markaði, enda sjaldgæf vara. Það er vafa- laust að við gætur unnið hér verð mætar útflutningsvörur úr dún- inum, t. d. alls konar stoppuð teppi, svefnpoka o. s. frv. og fengið dýrmæta dollara og ann- an gjaldeyri fyrir. Þessi tæki- færi, til þess að fullvinna þessa vöru í landinu sjálfu og gera hana eins verðmæta og kostur er, hafa ekki verið nótuð hér.Þettaþarf að breytast. Við þurfum .að vinna að því að auka dúntekjuna, og koma henni í sem bezt verð. Virðist mér nú vUxandi skilningur með- al ýmsra ráðamanna á þessu máli.“ Haesta sala „Kaldbaks44 Kalóbakur seldi afla sinn í Bretlandi í s.l. viku, 4336 kits fyr- ir 14.181 sterlingspund. Er þetta hæsta sala skipsins til þessa. niður við Menntaskólann á Akur- eyri.' Var till. samþykkt einróma. — Á bæjai'stjórnarfundi Ak- ureyrar fyri-a þiiðjudag hafði bæjarstjórn samþykkt ályktun sama efnis og Stúdentafélag Ak- ureyrar gerði svipaða ályktun á fundi sínum fyrir nokkru. Önniir störf sýslunefndar. Sýslunefndin samþykkti þá ráðstöfun sýslumanns, að heimila Dalvíkurhreppi að kaupa jörðina Böggvisstaði fyrir kr. 207.000. — Breytmg var gerð á fjárskila- reglugerð sýslunnar, verða aðeins tvær löggöngur, en þó er hrepp- um heimilt að ákveða þrjár, að fengnu leyfi sýslumanns. Sýsluvegasjóðsgjald var ákveð- ið 12% af jarðeignum, 6% af hús- um. — Sýslunefndin veitti 38700 kr. til menntamála, 32000 kr. til heilbi-igðismála og 11950 kr. til búnaðarmála. Gegnir erf iðu hlutverki Lucius D. Clay yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í Þýzkatandi, gegnir erfiðu hlutverki. Rússac ieggja nú mikla áherzlu á að gera Vesturveldunum sem erftðast fyrir um hersetu í Berlín, mcð hverskonar hindrunum á sam- göngum og óbilgirni í allri sam- búð. Clay hefur vaxið að áliti fyr- ir stjórnsemi, skipulagshæfileika og einurð í skiptum við Rússa. Tilboði Akureyrar í dráttarbrautina ekki lekið Gísli Kristjánsson, framkv.stj. fyrir byggingu dráttarbi-autar Akureyrar, hefir undanf arið ■ dvalið í Reykjavík við athugun á kaupum dráttarbrautar, sem Slippfélag Reykjavíkur vill selja, svo sem greint var frá í síðasta blaði. Braut þessi er um 16 ára gömul og er talin nú geta tekið upp 500 tonna skip. Með Gísla til athugunar á gæðum brautarinnar var Gunnl. S. Jóns- son, fyrrum framkvæmdastjóri Odda. Samkv. tillögu Gísla og hafnar- nefndar heimilaði bæjarstjórn honum að gera 335 þús. ki*. tilboð í dráttarbrautina, ef vitamála- stjóri samþykkti hana hæfa til að njóta fjái'framlags ríkissjóðs til hafnarmannvirkja. Vitað var, að Marzilius Bernharðsson, skipa- smiður á ísafirði, og sennilega fleiri, mundi gera tilboð í drátt- ai-brautina móti Akureyrarbæ. — Þegar tilboðin voru opnuð, reyndist tilboð Marziliusar 350 þús. kr., en Slippfélagið hefir lýst yfir, að það láti eigi dráttarbraut þessa undir 375 þús kr. Er hún því enn óseld. Stórum æskilegra væri að fá nýja og vandaði’i dráttarbraut, en orsök þess, að boðið hefir ver- ið svo hátt í 16 ái*a gamla braut í Reykjavík, er sú, að búizt er við allt' að 2ja ára afhendingax-tíma dráttai-brautar erlendis frá. Theodór Friðriksson látinn Nýlega lézt í Reykjavík Theo- dór Friðriksson, rithöfundur, 72 ára að aldi'i. Theodór var Þing- eyingur og' dvaldi lengst æfinnar hér nyrðra. Ritaði hann margar bækur, skáldsögur og frásagnir, úr lífi norðlenzks alþýðufólks. Fyrir páskana dvaldi hér brezkur skíðamaður úr British Ski Club og varáskíðumhér.íná.- grenninu og nú hafa tveir brezjcir skíðamenn dvalið hér í nokkra daga og hyggjast verða hér eina 10 daga enn. Loks er von á nokkrum gestum í viðbót nú um og eftir miðjan mánuðinn. Skíðamennii*nir, sem hér dvelja nú, eru þeir Mr. Morrel og Mr. Reid frá London. Er Mr. Reid meðlimur í British Ski Club en lögfræðingu rað starfi. Mr. Morr- el hefir nýlokið herþjónustu og er þetta fyrsta orlof hans nú um langt skeið. Dagur hittl þá félaga að máli að Hótel KEA og ræddi við þá um dvölina hér. Auglýsing í tímariti brezka skíðafélagsins vakti athygli þeirra á því, að e. t. v. væri hentugt að stunda vetrar- íþróttina hér og eftir að þeir höfðu kynnt sér fræðslubækling sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefir gefið út, ákváðu þeir förina. Þeir félagar láta yfirleitt mjög vel af dvölinni. Þeir hrósa matn- um og aðbúð allri, en finnst dýr- tíð mikil. Þeir hafa verið mjög heppnir með veður hér og hafa unað sér hið bezta á skíðum í ná- grenninu. Segja þeir snjóinn ágætan og brekkur skemmtileg- ar, en nokkurn galla hvað þær séu fjarri bænum. Annar þeirra bendir á, að ef ætlunin sé að gera Happdrætti um 10 bíla 15. maí Hinn 15. maí n. k. vei'ður dreg- ið í happdrætti SlBS um 10 bíla og verður aðeins dregið úr þeiin númerum, sem seld eru. Fé það, sem safnast í þessu happdrætti fer til þess að fullgera stórhýsi það, sem SÍBS hefur nú í smíð- um í Reykjalundi. Til þess að verkinu verði lokið á tilskyldum tíma og Sambandið hafi fé til framkvæmdanna, þarf að selja um 50 þúsund miða enn. Heitir SÍBS á landsmenn að styðja þetta stórmerka mál enn með því að taka þátt í happdrættinu og kaupa miða. Framtak SÍBS hefur vakið mikla athygli erlendis. í sumar fer hér fram stofnþing Norræns berklavarnasambands, að Reykjalundi, og verður hið nýja hús þá vígt. Fimm fulltrúar Norðurlandanna sækja stofn- þingið. Er það haldið að Reykja- lundi í heiðursskyni við starf SÍBS, en berklavarnastarfsemin er lengst komin hér á landi fyrir forgöngu þess. Vefnaðar og prjónavélanáms- skeið verða haldin í Tóvinnusicól- anum að Svalbarði 27. og 28. apríl. Sjá auglýs. í blaðinu. Akureyri að miðstöð fyrir vetrar- iþrótkir,. þyrftu ferðamenn að éiga aðgang að föstum skíðakennara og leiðbeinanda og eiga kost á fari í skíðabrekkurnar á vissum tímum. Þótt þessari skipan hafi ekki verið komið á, hefir það ekki komið að sök hvað þeim félög- um viðkemur, segja þeir, þar sem ýmsir skíðamenn hér hafa leiðbeint þeim og aðstoðað þá og eru þeim mjög þakklátir fyrir það' Þótt þessir brezku gestir séu hinir hressustu og uni sér hér vel, getur þó hvorugur orða bundizt, að þeir sakni bjórsins. „Hvers vegna er ekki hægt að fá bjór á íslandi?“ spyrja þeir. „Er það trúarbragðaatriði að banna bjór- brugg? Bjór er svo ósköp sak- laus drykkur." — Þeir eru hræddir um að erfitt verði að sætta brezka skíðamenn við vist- ina á íslandi, ef ekki er hægt að útvega þeim almennilegan bjór! Samsöngur Karlakórs Mývatnssveitar Karlakór Mývatnssveitar, und- ir stjórn Jónasai* Helgasonar á Grænavatni, hafði samsöng í sámkomuhúsinu í Húsavík s. 1. sunnudag við húsfyllir og ágæt- ar viðtökur. Varð kórinn að end- urtaka mörg lögin og syngja aukalög. Einsöngvarar voru: Sigurður Stefánsson, Steingrímur Kristjánsson og Þráinn Þórisson. Um kvöldið endurtók kórinn hljómleikana að Breiðumýri. Bókaríregn „Hver gægist á glugga?“ Barnasögur eftir Hug- rúnu. Bókaútgáfan Osp, Reykjavík. í þessari síðustu barnabók sinni, segir Hugrún börnunum sögur úr sveit og kaupstað. — Fyrsta sagan og sú lengsta heitir „Vinnan göfgar manninn“, og gæti það nafn raunar verið eink- unnaroi-ð bókarinnar. Þar er sagt á skemmtilegan og aðgengilegan hátt frá störfum barnanna í sveit og við sjó, hollum leikjum, og samvistum við dýrin. Sögurnr.r 'iFifa allar meira takmark en að- eins það, að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan þau lesa þær. Þæv miða að því að vekja hjá þeim góðar og göfugar tilfinning- aia, virðingu fyrir því sem goít er og samúo rueð þeim, sem h’ti's rnega s n. Þær eru ritaðar á iéitu og aðgengilegu máli. Þessi bók lætur ekki mikið yfir sér liið ytn. en það er óhætt að mæla með henn < > við •foreldra. Frágangt; r ei góður og verðinu stillt í hóf. Sýslunefnd og bæjarstjórn vilja fresta afnámj gagnfræðadeildar Rætt nm rafveitusjóð Eyjafjarðarsýslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.