Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 14.04.1948, Blaðsíða 6
 6 ■^^★^★^★-^★★★^★^★^★^★^★^★^★-K^-K^-K^-K^-K MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ------ 25. DAGUR. ___ Framhald. Díana var í leigubíl. Henni var mikið niðri fyrir. Karl var búinn að vera fjarverandi í heilan mánuð og hún hafði ekkert heyrt frá honum. Það kom ekki til mála að hann skrifaði henni. Móðir hennár hafði þann sið að opna öll bréf til hennar. En Díönu hafði tekizt að afla sér upplýsinga um ferðir hans. Blöðin höfðu lauslega getið um að Karl Guilick og hljómsveit hans hefðu verið á ferðalagi og sum þéirrá höfðu getið þess, að þeir hefðu víðast hvar fengið ágætar móttökur, og spáðu honum frama á hljómlistarbrautinni. Raunar skipti það ekki máli, hvort Karli hlotnaðist frami þar eða ekki, nema ef hann ætti eftir að verða einn af hinum þjóðfrægu hljómsveitar- stjórum. Þá gat vel komið til mála, að hún hefði kjark til þess að sýna móður sinni hann og krefjast leyfis til þess að giftast honum. Hann mundi þá verða orðinn annar Tommy Dorsey eða Benny Goodman. En hann var nú bara' Karl Guilick, sonur pylsugerðar- manns í öðrum enda borgarinnar. Hann gat, sem slíkur, aldrei kómizt inn fyrir þröskuld á Carver-heimilinu. Þetta stefnumót, sem hún var nú að fara, hafði verið ákveðið fyrir mánuði, þegar Karl hafði kvatt hana. „Eg verð kominn aftur þann fimmtánda," hafði hann sagt. „Eg mun bíða þín á sama stað og venjulega klukkan fimm. Bíllinn verður þar og eg bíð þín í honum.“ Klukkan var nú tíu mínútur yfir fimm og kannske Karl mundi hættur við að bíða? Allar stúlkur voru á hælunum á honum. Hann var stór og karlmannlegur bjartleitúr og ljóshærður, og það var eitthvað í fari hans sem kom hjarta stúlknanna til að slá hraðar. Þegar hann sat við stóra píanóið og leit yfir það út í salinn, á stúlku, sem var að dansa, og brosti til hennar, þá bráðnaði hún fyrir þessu brosi. Það var einmitt þetta, sem hafði komið fyrir Díönu í fyrra sumar á velgjörðarmálefna dansleiknym, §pm haldinn hafði verið í klúbbnum. Henni hafði raúnar ekki flogið í hug þá, aö nokkuð.byggii undir þessu brosi því áð margar af stallsystrunutn.liöfðú'sagt, að hann hefði brosað við þeim líka. Díána Vissi'ekki til að nokkur þeirra hefði frá meiru að segja en brosinu einu. Stundum kom hann að vísu niður í salinn og dansaði við einhverja þeirra á meðan hljóm- sveitin hans lék, og það hafði líka orðið hlutskipti Díönu. Hún hafði ekki einu sinni dansað neitt sérlega vel en auðvitáð var hann,'bezti dansmaður sem sögur fóru af. „Þú kemur sjaldan niður af pállinum til að dansa,“ hafði Díana sagt, áköf og rjóð, þetta kvöld. Hann hafði aftur brosað við henni. Augu hans voru dökk og dular- full. Það var eiginlega ómögulegt að iýsa þeim. „Eg hefi alltaf Verið veikur fyrir litlum laglegum stúlkum," hafði hann sagt og hert takið um mitti hennar. Svona hafði það byrjað. ,Stanzið hér,“ kallaði Díana til leigubílstjórans, „eg fer úr hér.“ „Ertu viss um að þetta sé réttur staður? Hér er ekki gott að vera einn á ferð,“ sagði bílstjórinn. . „Eg veit hvert eg er að fara,“ svaraði Díana. Það hafði byrjað fyrir þremur mánuðum. Og hver sekúnda, sem þau höfðu verið saman síðan, hafði verið stolin. Karl skildi það vel. „Eg veit eg má ekki hringja til þín,“ hafði hann sagt. „En þú getur alltaf hringt til mín og við getum þá alltaf komið okkur saman um eitthvað.“ Díana flýtti sér eftir skuggalegri götunni niður á hornið hjá „sjoppunni”. ,Sjoppan“ var gömul krá, þar sem danshljómsveitin kom saman til æfinga. — Karl beið þar. Bíllinn hans stóð upp við stóra eik, sem óx meðfram götunni. Og þegar hún opnaði bílhurðina og renndi sér upp , sætið til hans, tók hann utan um hana og kyssti hana orðalaust. „Karl, Karl,“ sagði hún. „Já, það er orðið langt síðan.“ „Miljónir ára!“ sagði hún og strauk lófánum yfir vanga hans. „Hefurðu saknað mín?“ „Já, hræðilega. Það á ekki við mig að vera einmana." Framhald. DAGUR Miðvikudaginn 14. apríl 1948 AUGLÝSING um skoðun bifreiða og biflijóía í Eyjaf jarðar- sýslu og Akureyrarkaupstað Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer frain á þessu ári, sem hér segir: Hinn 4. mai 1948 m&ti A-l- -50 — 4. — — — A-31- -100 — 5. — — — A-101- -150 — 7. — — — A-151- -200 — 10. — — — A-201- -250 — 11. — — — A-251- -300 — 12. — — — A-301- -350 — 13. — — — A-351- -400 — 14. — — — A-401- -450 — 18. — — — A-4.51- -500 — 19. — — — A-501- -550 — 20. — — — A-551- -600 — 21. — — ' — A-601- -650 — 24. — — — A-651- -700 — 25. — — — ■ A-701- -750 — 26. — — — A-751- -800 — 27. — — — A-801- -850 — 28. — — — A-851- -900 — 31. — — — A-901- -950 : Ber 'öljúití; biifeiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bifreiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga við lögregluvarðstofuna á Akureyri frá kl. 9—12 árdegis og kl. 1—5 síðdegis. Farþegabyrgi vörubifreiða og jeppakerrur skulu færðar til skoðunar ásamt bifreiðunum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. apríl 1947 til 1. apríl 1948, svo og skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns, verður inn- heimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin trygging fyrir sérhverja bif- reið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra. Vanræki einhver að korha með bifreið sína eða bifhjól til skoðunar á tilsettum tíma og tilkynni eigi forföll, verður hann tafarlaust látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Skrifstofu Akureyrarkaupstaðar og Eyjaíjarðarsýsló, 13. apríl 1948. Friðjón Skarphéðinssoii. ÍH^ppp-jKHKHKHKBKHKHKK KHKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKH3W Lítil íbúð óskast nú þegar eða síðar. A. v. á. Sandalar Nokkrar stúlkur óskast í verksmiðju vora á Oddeyrartangá nú þegar. Stúlkum, sem ekki eiga heima á Akureyri, og vantar húsnæði á meðan á vinnunni stendur, útvegum við ókeypis húsnæði og fríar ferðir. Niðursuðuverksmiðjan SÍLD h.f. — Sími 490. þeir, sem verksmiðjan vinnur, liafa nú, sam- l kværnt ákvörðun viðskiptanefndar, verið gefnir j frjálsir. é Sandalar á unglinga, kvenfólk og karlnlénn eru = vinsælir sumarskór, og þar sem sumarið nálgast, j mun rétt að tryggja sér þá, meðan þeir fást og j engar hömlur eru á sölu þeirra. I Skinnaverksmiðjan IÐUNN '''rilllllllllllllllllllllllÍlllllllllllllllllllÚIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIMMÍllllllUÍllÍOllÓlVllllUÍllll'llllÍUIIIIIIIIMIIIIIIÍIIlVlllllllll Sendisveinn 1 eða 2 sendisveina vantar mig frá 1. eða 14. maí. O. C, Thorarensen. Kalda Permanentið er komið. ■ Takmafkaðar birgðir. Bylgja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.