Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 1
Þriðja síðan: Sigurður GuSmundsson, fyrrv. skólameistari, kveð- ur Akureyringa við brott- för sína. Forustugreinin: Hliðarárásir Morgunblaðs- manna á kröfur landsfjórð- unganna um jafni'étti í verzlunarmálum. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. inaíl948. 18. tbl. 170 manns í kröf u- göngu kommúnista Komniúnistar settu svipinn á háíiðahöid þau, er fóru hér fram hinn 1. maí sl., þrátt fyrir allt tal þeirra um einingu verkalýðsins. Enda voru hátíðahöldin hér held- ur fábreytileg og báru sízt vott um einingu. Kommúnistar sátu yfir hlut verkamanna á útifundi og skemmtunum, höfðu sína menn hvarvetna f rammi og ráku ósvif- inn flokksáróður í nafni verk- lýðssamtakanna. — Kröfugangan hér var engan veginn eins fjöl- menn og útvarpið vildi vera láta í fréttaflutningi sínum. Tóku þátt í henni um 170 manns, fyrir utan óvitabörn, er smalað var undir spjöldin. Heí'ir ki-öfuganga hér oft verið fjölmennari. Samkomur voru í Samkomuhúsi bæjarins og var þar húsfyllir, en fámennt í Nýja-Bíó. Kommúnistar stefna nú óðfluga að því, að eyðileggja hátíðisdag verkamanna með því að gera hann að áróðuisdegi fyrir ein^ ræðis- og ofbeldisstefnu alþjóða- kommúnismans. Þennan áróður ber hæst í ræðúm þeirra. Hitt láta þeir sig litlu skipta, að gera þennan dag að sameiningartákni fyrir lýðræðislegri framför þjóð- félagsins, sem tryggi verkamönn- um öryggi, frelsi og alhliða bætt lífskjör. Af þessum sökum er 1. maí ekki lengur sá hátíðisdagur launþega, sem áður var. Mikill fjöldi þeirra, í félögum og lands- | samböndum, tók engan þátt í þessum 1. maí hátíðahöldum. Sú almenna þátttaka verður ekki fyrr en boSendum ofbeldisins og hins rauða einræðis, hefir verið ýtt frá völdum í verklýðssamtök- unum. Kennaranámskeið að Hólum Samband norðlenzkra barna- kennara gengst fyrir námskeiði fyrir kennara að Hólum í Hjalta- dal, og á það að hef jas 22. júní n.k. Verður þar leiðbeint í móður- málskennslu, reikningskennslu, hljóðkennsluaSferð og vinnu- bókagerð og e. t. v. fleiru. Leiðbeinendur verða: ísak Jónsson kennaraskólakennari, Friðrik Hjartar skólastjóri, Jón Þorsteinsson kennari, Sig. Gunn- arsson skólastjóri og máske fleiri. Erindi munu flytjac Dr. Broddi Jóhannesson, Snorri Sigfússon, Hannes J. Magnússon ög máske fleiri Kennarar eiga að tilkynna þátt- töku fyrir 25. maí. „Kaldbakur" skilaði góðum arði „Kaldbakur", togari Útgerðarfélags Akureyringa, stundaði veiðar 7 mánuði á sl. ári og varð afkoma skipsins svo góð, að unní reyndist að afskrifa bað um röskar 400 hús. kr. og greiða hluthöfum 5% arð að auki Sjá frásögn af aðalfundi félagsisn annars staðar í blaðinu. — Rangfærir fréttir af aðalfundi félagsins Morgunblaðið, sem kom út í gær, birti óvenjulega ósvífna rit- stjórnargrein, þar sem því er beinlínis dróttað að stjórn og for- ráðamönnum KEA að þeir falsi félagaskrár kaupfélagsins, að tala sú, sem ár sskýrsla félagsins birt- ir um löglega félagsmenn í kaup- f élaginu — 4656 manns — sé ekki rétt, heldur sé hún fengin með þeim hætti, að bætá „skylduliði" félagsmanna, „konum, börnum og gamalmennum" við félags- mannatöluna. Þótt blaðiS nefni KEA sérstak- lega í þessu sambandi, lætur þaS skína í þaS ,aS þannig muni fleiri kaupfélög útbúa félagaskrár sínar og sé ekkert mark á því takandi, hvað samvinnumenn telja marga félagsmenn í kaupfé- lögunum. Allur þessi málatilbún- aSur blaSsins er gerSur til þess aS gera tortryggilegar kröfur kaupfélaganna um meiri hlut- deild í innflutningsverzluninni meS aukinni þátttöku lands- manna í samvinnuhreyfingunni. Ósvífnar aðdróttanir. Það er óþarfi að taka það fram, að þessar aðdróttanir blaðsins eru ósvífinn uppspuni. Á félagaskrá KEA er enginn talinn nema sá, sem er löglegur félagsmaður með skyldum og réttindum sam- kvæmt samvinnulögunum. Þeir (Framhald á 9 síSu) Fisksðlusamlagið feki Togbátar hafa fengið ágætan afla - Fyrsta flutningaskipið byrjar fisktöku SL mánudag kom m.b. Narfi með um 25 tonn af fiski til frysti- húsanna í Daivík og Hrísey, eftir tveggja daga útivist. Er þetta ágætur afli. Munu menn gera sér vonir um aS afli togbáta verði góður hér fyrir norðan aö þessu sinni, en flestir bátarnir eru nú komnir á veiðar. Flutningar hef jast. M.s. Snæfell fór héðan í gær á vegum Fisksölusamlags Eyfirðinga til fisktöku úr togbát- unum hér úti í firðinum. Er gert ráð fyrir því, að skipið flytji fisk- inn til Bretlands. 4 Góð afkoma „Kaldbaks" á síðastliðnu ári - hluthafar fá 5% arð Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. var haldinn í fyrra- kvöld. Lágu bar fyrir reikningar félagsins fyrir sl. ár, en bað var fyrsta starfsár félagsins. Var togarinn Kaldbalcur gerður út 7 mán- uði ársins 1947, Skipið kom hingað snemma í maí og fór í fyrsu veiði- förina 22. maí. Upplýst var á fundinum að úíkoman á rekstri skips- ins á þessu túnabili er ágæt, enda aflaði skipið jafnan vel og seldi ágaetlega eriendis. Gömul bábilja kveðin niður. Formaður stjórnarinnar, Helgi Pálsson, skrifstofustjóri, setti fundinn. Tilnefndi hann Þorstein M. Jónsson, forseta bæjarstjórnar til fundarstjóra og Indriða Helga- son, bæjarfulltrúa, varafundar- stjói-a. Var síðan gengið til dag- skrár. Helgi Pálsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Rakti hann nokk- uð starfrækslu togarans. Skipið fór alls 9 sólu- og veiðiferðir á 7 mánuðum sl. árs og urðu brúttó- tekjur þess kr. 2.644.366.00. Afla- sala samtals kr. 2.628.459.00. — Meðalsala 11.133 stpd. — Skipið kostaði, þegar það lagði út í fyrstu veiðiför sína, ásamt kostn- aði við stofnun Utgerðarfélagsins og við annan undirbúning, kr. 3. 645.418.73. Þó er þessi tala ekki alveg endanleg, þar sem fullnað- aruppgjör um byggingarkostnað er enn ókomið frá Fjármálaráðu- neytinu. Samkvæmt heimild í lögum var skipið og útbúnaður þess, afskrifað um 20% fyrir 7 mánuði ársins, eða samtals 425.298.00, og skilar þó samt rösklega 44000 kr arði, sem næg- ir til þess að greiða hluthöfum 5% arð af hlutafé þeirra. Bókfært verð skipsins um áramót er kr. 3.220.120.00. Taldi formaðurinn að útgerð Kaldbaks hefði afsann- að á gömlu bábilju, að togaraút- gerð frá Akureyri værí óhag- stæðari en frá öðrum stöðum á landinu. Gat hann þess í sam- bandi við hvað þessi trú virtist útbreidd, að ýmsir Sunnlending- ar vhtust álíta, að togari, sem gerður væri út héðan, kæmi ör- sjaldan til bæjarins. Sannleikur- inn væri hins vegar sá, eins og öllum bæjarmönnum væri kunn- ugt, að skipið kæmi nær ævin- lega hingað bæði í heimferð og útferð og væri ekki sjáanlegt að það hefði beðið neitt tjón viS það. Flestir skipsmenn bæjarmenn. GuSm. GuSmundsson fram- kvæmdastjóri félagsins lýsti reikningum í einstökum atriSum og ræddi nánar um rekstur fé- lagsins. Hann upplýsti, að félag- iS stai-frækti nú netaverkstæSi á Oddej'rartanga og vinna þar 15— 16 manns aS jafnaði. Eru trollin hnýtt þar. Þá upplýsti hann enn- fremur að af 32 manna skipshöfn væru 24 nú bæjarmenn en 8 ut- aríbæj armenn. Ákveðið að auka hlutaféð. Stjórnin bar fram tillögu, þar sem ákveðið var að auka hlutafé félagsins upp í allt að eina og hálfa millj. króna með það fyrir augum að félagiS óski eftir kaup- um á togara þeim, sem Akureyr- arbær á í pöntun í Englandi og væntanlegur er hingaS um næstk. áramót. Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Kosningar. í stjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Steinn Steinsen, bæjarstjóri, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, Helgi Páls- son, skrifstofustjóri, Gísli Krist- jánsson, útgerðai'maður og Tryggvi Helgason, útgerðarmað- ur. Varastjórn skipa: Albert Sölvason, vélsmiður, Þorst. M. Jónsson, skólastjóri, Gísli Kon- ráðsson, framkvæmdastj., IndriSi Helgason, rafvirkjameistari og Steíngrímur Að'alsteinsson, alþm. EndurskoSendur voru endur- kjörnir þeir Þorsteinn Stefáns- son, bæjargjaldkeri og Jón E. SigurSsson, framkvæmdastjóri. í fundarlok þökkuSu fundar- menn skipsmönnum á Kaldbak, stjórn félagsins og framkvæmda- stjóra þess, ötullega unnin störf, meS almennu lófataki. Háar sölur á þessu ári. Á þessu ári hefir skipiS selt fjórum sinnum í Englandi fyrir samtals 51.551 stpd. SkipiS er nú (Framhald á 9 síSu) „Geysir" söng í gærkveldi Karlakórinn „Geysir" hafði samsöng í Nýja-Bíó í gærkveldi undir stjórn Ingimundar Árna- sonar. Píanoundirleik annaðist Árni Ingimundarson. Á söng- skránni voru 11 lög eftir ýmsa höfunda, innlenda og erlenda og komu fram 5 einsöngvarar fram með kórnum, þeir Jóhann Ög- mundsson, Guðmundur Gunnars- son, Sverrir Pálsson, Kristinn Þoisteinsson og Henning Kon- drup. Þar sem blaðið var tilbúið í pressuna í gærkvöldi áður en söngnum var lokið, er ekki unnt að greina nánar frá hljómleikum kórsins að þessu sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.