Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 12

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 12
12 Miðvikudaginn 5. maí 1948 Ársþing ÍBÁ vill hraða byggingu íþróttasvæðis austan Brekkugötu Rætt um togbrautir fyrir skíðamenn i Snæhólum Sýnishorn af skriffinnsku og ofríki: Starfsmenn Reykjavíkurbæjar gefa vottorð át á vottorð til þess að lögum sé fullnægí Farmiðasalar í liöfuðstaðnum neita að taka gildar yfirlýsingar löglegra skattayfirvalda úti á landi um skattgreiðslur útlendinga! Fjórða ársþing ÍBA var haldið í Félagsheimili ÍBA í íþróttahús- inu dagana 7., 18. og 23. apríl sl. Þingið sátu 31 fulltrúi frá 12 fé- lögum og sérráðum innan banda- iagsins, auk formanns og varafor- manns, Ármanns Dalmannssonar og Hermanns Stefánssonar. — Fundarstjórar voru dr. Sveinn Þórðarson, Tryggvi Þorsteinsson og Ámi Sigurðsson, en fundar- ritari Halldór Helgason Ármann Dalmannsson flutti skýrslu stjórnarinnar um störf bandalagsins síðasta ár. Bar skýrslan með sér, að störfin höfðu verið víðtæk og með ágætum. Meðal samþykkta má nefna. íþróttasvæðið við Brekkugötu. Samþykkt var að leggja kapp á, að byggja fyrirhugað íþrótta- svæði austan Brekkugötu á eins stuttum tíma og frekast er unnt. Kaus þingið þá Ármann Dal- mannsson, Martein Friðriksson og Tryggva Þorsteinsson til samninga við bæjarstjórn og í framkvæmdanefnd. — Samþykkt var að gera lagfæringar á Þórs- vellinum, svo að hægt sé að æfa þar frjálsar íþróttir, þar til hið nýja íþróttasvæði verður nothæft. Akureyrarmet. Þá var samþykkt, að þeir ár- angrar, sem náðust í Meistara- móti Akureyrar í frjálsum íþrótt- um sl. sumar, verði staðfestir sem Akureyrarmet. Gildi síðan sömu reglur um staðfestingu þeirra og íslandsmeta. Togbraut í Snæhólum. Ákveðið var, að í sumar fari fram keppni í frjálsum íþróttum milli íþróttabandalags Hafnar- fjarðar og ÍBA. Verði keppt í þrem stokkum, þrem köstum og þrem hlaupum, auk boðhlaups. Þá var rætt um vegagerð að skíðalandi í Snæhólum og bygg- ingu togbrautar, og kosnir þrír menn til að vinna að því máli, þeir Hermann Stefánsson, Ár- mann Dalmannsson og Kári Sig- urjónsson. í láganefnd, er starfi til næsta þings, voi-u kosnir: Halldór Helgason, Jónas Jónsson og Tryggvi Þorsteinsson. Verzlunarskóla- nemendur heimsækja Akureyri Nemendur Verzlunarskólans í Reykjavík koma til bæjarins með Esju nú í vikunni. Munu þeir hafa skemmtikvöld í Samkomuhúsinu á föstudaginn og keppa í hand- knattleik við M. A. á laugardag- inn För þessi er árleg skemmti- ferð skólans að vetrarnámi loknu. Ýmsar fleiri ályktanir voru gerðar. Kosningar. Formaður bandalagsins var endurkjörinn í einu hljóði Ár- mann Dalmannsson. Með honum eiga sæti í stjórninni: Eggert Steinsen fyiir Skautafélag Akur- eyrar, Kári Sigurjónsson fyrir Þór, Haraldur Sigurðsson fyrir ÍGA, Hermann Stefánsson fyrir ÍMA og Marteinn Friðriksson fyrir KA. Fonnenn sérráða voru allir endurkjörnir, nema í stað Friðþjófs Péturssonar, er baðst undan endurkosningu, sem for- maður Knattspyrnuráðs, var kos- inn Sveinn Kristjánsson Fulltrúar á ársþing ÍSI voru kjörnir: Árm,ann. Qalmannsson, Halldór Helgason, Tryggvi Þor- steinsson og;. Jónas. Jónsson. Til vara': Martéinn Friðriksson, Árni Árnason, Kári Sigurjónsson og Þorsteinn Svanlaugsson. j,Kaldbalmr“ selur í Þýzkalandi Síðastl. mánudagsmorgun seldi ,,Kaldbakur“ afla sinn í Bremer- haven í Þýzkalandi, samtals 308 fonn (4850 kit) fyrir 12.320 ster- lingspund. Skipið er nú á heim- leið. Berst fyrir rýmri landhelgi Chifleý, forsætisráðherra Ástr- alíu og stjóm hans hafa í hyggju að færa út landhelgislínuna við strendur landsins með einhliða löggjöf ástralska þingsins. Þetta er líklegt til þess að vekja athygli hér á landi. Sjá frásögn annars staðar í blaðinu. Samningar tókust við Iðju, en hakaraverkfall hófst 1. maí í sl. vilcu var gengið frá samn- ingum SIS og KEA hér við Iðju, félags verksmiðjufólks. Fékk Iðja 3Vz% grunnkaups- hækkun, miðað við fyrri kjör, en að öðru leyti eru samningarnir að mestu óbreyttir. Engir samning- ar hafa orðið í bakarasveinadeil- unni og hófst verkfall hér, í Rvík, á Akranesi og ísafirði hinn 1. maí. Brauðbúðir bæjarins eru lokaðar. Með lögum frá 9. des. 1946 er svo ákveðið, að skattayfirvöld á hverjum stað skuli ákveða skatt- greiðslur og útsvör útlendinga, sem fengið hafa leyfi til þess að dvelja í landinu. Er skipafélögum og flugfélögum bannað að af- henda þessu fólki farmiða úr landi „nema færðar séu sönnur á með vottorði innheimtumanns að annast hafi verið greið'slu opin- berra gjalda,“ eins og segir í lög- ununi. Samkvæmt þessu eru það því lögleg yfirvöld á hverjum stað, sem gefa eiga útlendingum þess- um fullnaðarkvittun fyrir skatt- greiðslum og er farmiðasala þá heimil. Þessi lagaákvæði eru hins vegar framkvæmd þannig, að skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefir að því er virðist, einkaleyfi á því að gefa út fullnaðarkvittanir, sem farmiðasalar taka gifdar, og verður hver útlendingur, sem ætlar að ferðast heim frá Reykjavík, þótt hann hafi aldrei unnið þar neitt, að út- vega sér slíka kvittun frá þessari skrifstofu Reykjavík- urbæjar. Skipafélögin neita að taka gildar fvdlnaðarkvitt- anir frá lögmætum skattayf- irvöldum úti á landi. Fyrir utan rnikil óþægindi, t. d. ef menn ætla að afla sér farmiða með bi'éfaskiptum, er þessi að- ferð, að hundsa kvittanir lög- mætra skattayfirvalda úti á landi, og heimta kvittanir frá starfs- mönnum Reykjavíkurbæjar, bein móðgun við hlutaðeigandi yfir- völd og að því bezt verður séð, hreint lögbrot. ,‘,Skuldlaus við Reykjavíkurhæ og ríkið.“ Nýlega þurfti danskur borgari, sem dvalið hefir hér í atvinnu- leyfi og hvergi annars staðar, að fara heim til sín, og pantaði far með skipi til Danmerkur. Fékk hann yfirlýsingu hjá skattstjór- anum hér, þar sem tilgreint er að skattar til þess tíma er hann hverfur af landi burt, hafi verið greiddir og skýrt tekið fram, að hann „skuldi engin opinber gjöld hér á landi.“ Þegar þessari yfirlýsingu var framvísað við famúðasöluna í Reykjavík, var hún ekki tekin gild, heldur krafizt sams konar yfirlýsingar frá skrifstofu borg- arstjórans í Reykjavík, sem þó er • ekki samkvæmt lögunum neinn yfirdómari í þessu máli. Farmið- inn félrkst ekki fyrr en nefnd skrifstofa hafði gefið út yfirlýs- ingu, sem vitaskuld var byggð á vottorði skattstjórans hér, að borgari þessi væri skuldlaus við yfirvöldin. Er þetta orðað svo í þessu reykvíska plaggi, að nefnd- ur maður „er skuldlaus við Reykjavíkurbæ og íslenzka rík- ið. . . .“ „og er því heimill farseðill til útlanda.“ Þótt nefndur útlend- ingur hefði skuldað öðrum hverj- um hreppi á landinu hefði honum tekizt að sleppa af landi burt. Það er aðeins „Reykjavíkurbær og ríkið“, sem skipta máli. Og yfir- lýsing löglegra skattayfirvalda í vinnuhéraði mannsins, marklaus! Táknræn dæmisaga. Þótt slík mólsmeðferð geti ekki stórmál kallast, er hún þó tákn- ræn dæmisaga um skriffinnskuna og ofríkið, sem þróast í kringum embættismannavaldið í höfuð- staðnum. Þeir, sem fylgja lögun- um, , fá ekki rétt sinn, nema Reykjavíkurbær leggi blessun sína yfir löghlýðni þeirí'a. Starfs- menn á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík eru rétthærri aðilar fyrir lögunum en réttmæt yfir- völd úti á landsbyggðinni. Ríkið í ríkinu þarf að útbúa vottorð út á vottorð til þess að mepn nái rétti sínum. Embættismenn ríkis- valdsins og bæjanna úti á landi verða í framkvæmdinni aðeins undirtyllur skrifstofumanna borgarstjórans í Reykjavík. — Þannig renna allar ár í hinn sama ós, hvort sem um er að ræða verzlunarmál, fjármál, atvinnu- mál, eða bara almenn mannrétt- indamál. „Ríkið, það er eg!“ Frumsýning revýunnar á laugardagskvöld Leikfélag Akureyrar hefur frumsýningu á revýunni „Taktu það rólega“ í leikhúsinu á laug- ardagskvöldið kemur. Fastir frumsýningargestir vitji . að- göngumiða sinna: í bókaverzlunr ina Eddu á föstudag. Skólameistara- hjónin kveðja bæinn í dag Sigurður Guðmundsson fyrrv. skólameistari og frú Halldóra Olafsdóttir, fara í dag áleiðis til Rfeykjavíkur, þar sem þau munu eiga heima framvegis. Sigurður sendir bæjarmönnum kveðju sína í grein, sem birtist á 3. síðu blaðs- ins í dag'. Ástralíustjórn ætlar að færa út landlielgis- línuna með einfaldri lagasetningu Athyglisverðar upplýsingar fyrir íslendinga Brezka blaðið Fishing News birti nýlega kafla úr fréttatil- kynningu frá áströlsku ríkisstjórninni, þar sem tilkynnt er, að stjórnin liafi í undirbúningi lagasetningu til þess að færa út Iandhelgislínuna við austurströnd landsins um ótiltekið svæði umfram briggja mílna landhelgina, sem í gildi er. f þessari stjórnartilkynningu segir m. a. svo: „Nauðsynleg löggjöf til þess að heimila ríkisstjórninni að framkvæma þessar fyrirætl- anir, hefir verið undirbúin, og hað er nauðsynlegt nú hegar að fiskimenn geri sér far um að skilja nauðsyn hessa málefnis. Það miðar ekki aðeins að því, að koma á skjótri vemd togfiski- miðanna, heldur líka að bví að gera slíka vernd mögulega í framtíðinni fyrir aðrar ástralskar fiskiveiðar, jafnframt því sem ]iær stefna að verndun ástralskra fiskiveiða yfirlcitt gegn hugsanlegum offiski erlendra veiðimanna.“ Brezka blaðið bendir á, að hin fyrirhugaða löggjöf um útfærzlu landhelginn- ar sé elckert einsdæmi. Þannig hafi Truman forseti, í septem- ber 1945, gefið út tilskipun um útfærzlu landhelgislínunnar við strendur Bandaríkjanna og síðan hafi Mexíkó, Perú og Arg- entína gert sams konar ráðstafanir. Nýja Sjáland mun og hafa svipaðar aðgerðir í huga. Þessar aðgerðir ríkisstjórna til þess að vernda fiskimið sín fyrir ásókn erlendra veiðiskipa og vernda fiskistofninn, eru vissulega athyglisverðar fyrir okkur íslendinga og nokkurt innlegg í baróttu beirri, sem hafin er, til þess að stækka umróðasvaiði þjóðarinnar umhverfis strendur landsins. Verður ekki annað séð en íslenzk stjórnar- völd hafi sama rétt til slíkra ráðstafana og ríkisstjórn Ástralíu og annarra þeirra ríkja, scm hessa lcið hafa valið. Hið brezka fiskveiðiblað gerir engar athugasemdir við þessar aðgerðir nefndra landa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.