Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 10
10
DAGUB
Miðvikudaginn 5. maí 1948
I
MAGGIE LANE
Saga eftir Frances Wees
------------------ 28. DAGUR. ______________________'
í Framhald.
1 „Þekkir þú eitthvaS til hennar, Karl? Gœtir þú ekki komizt á
snoðir um fortíð hennar, sem okkur gæti orðið hagur að? Hún hlýt,-
ur að leyna einhverju. Annars hagaði hún sér ekki svona.“
Karl leitaði tortryggnislega á hana. „Nei, eg veit ekkert um hann
annað en það sem eg sagði þér. Eg sá hana bara í næturklúbbnum —
utan einu sinni — og það er orðið langt síðan. Hún hefir rödd, stúlk-
an ,mikla og fallega rödd. Það veit eg. Og það er allt önnur rödd en
sú, sem hún notaði í klúbbnum. Þegar hún beitir henni, þá er ekkert
ísmeygilegt hvískur, heldur mikil og fögur söngrödd og hún kann
talsvert að beita henni. Eg kom eitt sinn að henni að morgni dags,
niðri í klúbb, þegar hún var að æfa sig. Hún átti kunningja, hann
var fiðluleikari, og hann lék undir fyrir hana á píanóið. Eg hugsaði
þá að hún mundi komast langt á sönglistarbrautinni, ef hún kærði
sig um. En hún varð æfareið þegar eg klappaði frammi í sal, að lagi
loknu. Hún vill ekki að nokkur viti að hún sé að æfa sig á almenni-
legum söng.
„Jú, hún á gott,“ sagði Díana mæðulega. „Hún er falleg og hún
getur sungið, hún er ekki eins og eg.“
„í minum augum er enginn þinn jafningi,11 svai'aði Kai'l.
Það var kominn tími til þess að halda heim. Mínúturnar höfðu
flogið á meðan hún sat þarna með Karli. Á leiðinni upp hæðina sagði
hann: „Þú skalt aldrei láta Maggie Lane heyra að þú þekkir mig.
Hún er ekkert blávatn og hún yrði ekki lengi að. leggja saman tvo
og tvo, ef hún vissi að þú þekktir mig. Hún mundi spilla öllu áður
en við gætum nokkuð gert“
„Hvers vegna skyldi hún vilja það?“ ..
1 „Hún kærir sig ekki um kunnuga í sínu nágrenni. Eg þekki hana.“
Það kom fyrir,’áð Karl var henni hálfgerð ráðgáta. En í þetta
skiptið þurfti hún ekkert að brjóta heilann um hvað hann var að
fara. Hún ætlaði sér ekki að láta Maggie Lane eða nokkurn annan
vita að hún færi á stefnumót með honum .Hún ætlaði ekki að taka
á sig neina áhættu.
Rétt áður en hún steig út úr bílnum, mundi hún eftir dálitlu.
„Heyrðu Karl,“ sagði hún. „Hvar var það, sem þú sást Maggie í þetta
eina sinn, sem þú sagðist hafa talað við hana utan næturklúbbsins?
Var það heima hjá henni?“
„Nei, eg heimsótti hana aldrei. Það var úti á landi, í litlum bæ,
sem heitir Penfield. Það var dálítið, skrítið atvik. Eg ók í gegnum
bæinn og sá hana þá ganga yfir götuna. Eg þekkti hana á göngulag-
inu. Eg hallaði mér út um bílgluggann pg j^allaði til. hennavésjHálló,
Maggie.“ Hún sneri sér við og leit á mig. Hún var með sólgleraugu
og skýluklút, en eg þekkti hana samt. Hún svaraði engu, en það var
nú eiginlega ekkert nýtt. Hún talaði ekki við mig.“.
Ef stúlka að nafni Maggie Lane hefði reynt að komast á fund Hans
Borgmann, má telja víst að það hefði verið til einskis. En það var
létt verk fyrir konu Georgs Carver.
Borgmann var maður við aldur, stór og þreklegur með söngvara-
brjóstkassa Hár hans var hvítt og úfiði Augnabrúnirnar voru miklar
og augnaráðið var rólegt og athugult. Það var engin sérstök vin-
semd, sem skein úr því, þegar Maggie koin inn til hans.
Maggie horfði í móti, rólega og feimnislaust.
„Eg er kona Georgs Carver," sagði hún. „Eg var búinn að biðja
um viðtal.“
„Jú,“ svaraði hann. „Eg féllst á að tala við yður. Þér haldið að
þér getið sungið!“
„Eg held það ekki, eg veit það.“
„Það var gaman að heyra,“ sagði hann háðslega. „Hver hefur sagt
yður það? Vinir yðar? Hafið þér verið hjá öðrum kennara? Þeir eru
allir heimskingjar hér í borg. Mér þykir ólíklegt að þér getið sungið.“
„Eg hef ekki verið hjá neinum kennurum,“ svaraði Maggie ákveð-
ið, og tók af sér jrattinn. „Enginn, sem nokkuð kann, hefur sagt mér
að eg geti sungið. En eg get það samt. Eg kann bara ekki að beita
röddinni rétt. Þess vegna hefi eg komið til yðar.“
Hann leit á hana eins og hann væri að rannsaka líkamsbyggingu
hennar. Viðurkenningarglampa brá fyrir í augum hans. Hann leit
aftui' í augu hennar, en Maggie leit ekki undan „Það er skap í yður,“
sagði hann. „Haldið þér að maður geti sungið af því að maður er
skapstór? Herra minn trúr! Eg hefi ekki áhuga fyrir að kenna yður.
Eg kæri mig ekki um að kenna fólki að syngja, sem byrjar á því af
röngum forsendum.“
i Þau horfðu hvort á annað. Eftir dálitla þögn sagði Maggie. „Við
spörum tímann er þér viljið lofa mér áð syngja fyrir yður.“
[ Framhald.
•II IIIIIIIIIIIIIIM III 1111111111111111IIIIIIIIIIII
1111111111111111111111111
lltllllltll•llllflll•lllll■lllll••llllllllllllllll 11»
SÍLDARBRÆÐSLUSTÖÐIN
DAGVERÐAREYRI H.F.
tilkynnir:
Allir þeir verkamenn, sem hjá oss unnu síðast-
liðið sumar, eru áminntir um að segja til, hvort
þeir ætli sér að vinna lijá oss næsta sumar, og
gera það eigi síðar en 15. maí n. k.
Framkvæmdastjóriiin.
lllllll•lll•lllllllll■•
11111111111111111
Stór eldavél,
annað hvort kolakynding eða olíukynding, óskast
til kaups strax. — Verðtilboð óskast send skrif-
stofu vorri á Dagverðareyri, eða tilkynnt í síma
329, Akureyri.
Síldarbræðslustöðin, Dagverðareyri.
111111111111111111
1111111111111111111111111111111111111111
111111111111111111111111
Uppboð
Mánudaginn 10. maí næstk., kl. 11 f. h., verður upp-
boð haldið að Leyningi í Saurbæjarhreppi og þar selt, ef
viðunandi boð fæst, margs konar búshlutir, svo sem:
eldluisáhöld, rúmfatnaður, nýleg skilvinda, kerra, ak-
tygi, sleði, heyvinnuvélar fyrir Iiesta, sláttuvél, rakstrar-
vél, snúningsvél. — Ennfremur talsvert af trjávið og ef til
viíl mykjukerra við traktor.
Uppboðsskilmálar birtir á staðnum.
Leyningi, 3. maí 1948.
HERMANN KRISTJÁNSSON.
■ iiiinii iii n iii iii iii iii iii iii ii
iiiiiui 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii-
iiiiiiiiiiui in ■•111111111111111111111 lllllllll■■lllll■llllll■lll■l•l•lll■l■ll■■l■ 1111111111 ■■
iiiiiiiiiiiiii
Auglýsing
Nr. 11/1948
frá skömmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 15. gr. reglugerðar um vöru- j
skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu j
vara frá 23. sept. 1947, er hér með lagt fyrir alla þá, er j
hafa undir höndum skófatnað, annan en gúmmískófatn- j
að og ætlaður er til sölu, að framkvæma birgðakönnun á j
slíkum skófatnaði að kvöldi 30. apríl 1948.
Birgðirnar skal sundnrliða samkvæmt flokkun þeirri,
er um ræðir í auglýsingu skönuntunarstjóra No.
10/1948.
Skýrsla um birgðirnar, undirrituð af eiganda eða
prokuruhafa, skal senda skömmtunarskrifstofu ríkisins í
bréfi eða símskeyti eigi síðar en 3. maí 1948.
Að gefnu tilefni skal athygli þeirra, er lilut eiga að
máli, vakin á því, að þar sem ræðir um unglingaskó í
auglýsingu skömmtunarstjóra Nr. 10/1948, skulu ungl-
ingaskór teljast þeir einir, sem eru með lágum hælum,
og er þvi óheimilt að afgreiða skó með hærri hæluin gegn
minna en tólf reitum, án tillits til stærðarnúmera.
Reykjavík, 30. apríl 1948.
Skömmtunars tj ór i.
itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
AUGLÝSIÐ í DEGI
IttltlllHIIIIMll*
Skjaldborgar-Bíó
\ Aðalmynd vikunnar:
I Á SKÍÐUM
Afar falleg og skemmtileg
skíðamynd.
Aðalhlutverk:
LYNNE ROBERTS
CHARLES DRAKE.
IIIIIVItllllllllllHIII*
r r r
NYJA BIO in 1111111111111111111111: »1
I sýnir í kvöld:
í Pósturinn hringir
alltaf tvisvar
i (Tlie Postman^always
(rings twice)
i Metro Goldwyn Mayer-
\ kvikmynd, samin af Niven
i Busch og Harry Ruskin,
] efti-r hinni víðfrægu sam-
i nefndu skáldsögu James M.
| Cain.
I Kvikmyndastjórnandi:
\ Tay Garnett.
\ Aðalhlutverk:
| LANA TURNER
1 JOHN GARFIELD
I C.ECIL KELLAWAY
\ HUME C.RONYN.
(Bönnuð börnum.)
iimiiiiii.iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiih;
Svefnherbergishúsgögn
ásamt sérstökum klæðaskáp,
er til sölu.
A. v. á.
Til sölu:
Vömbifreið, Chevrollet ’34,
stærð 2l/2 tonn. Lágt verð.
Ólafur Sigurbjörnsson,
Norðurgötu 19.
2 stúlkur
geta fengið atvinnu nú þet
ar eða 14. maí n. k.
GUFUPRESSAN,
Skipagötu 12.
Til sölu
hef ég COCKS HTT sláttu-
vél, lítið notaða. — Einnig
nokkra járnglugga, hentuga
í fjós eða ömíur penings-
hús.
Magnús Árnason, járnsmiður.
Stúlka
óskast frá 14. maí n. k.
Rakarastofa Sigtr. & Jóns.
Óska eftir herbergi,
má vera lítið. Þeir, sem vilja
leigja, leggi nafn og heim-
ilisfang á afgr. blaðisns fyrir
hádegi á laugardag, merkt:
„Herbergi".
Árabátur
óskast til kaups.
A. v. á.