Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 5. maí 1948 DAGUR 3 Sigurður Giiðmiindsson, skól ameistari, heftir beðið blaðið fyrir eftirfarandi ÞAKKAR-ÁVARP FRA BOKAMARKAÐINUM Skömmu síðar en ég lét af embætti, sýndi Akureyvarbíer, forráðamenn hans, ýmsir íbúar hans og gamlir samkennarar mínir mér og konu minni marg- vísleg vináttu-merki og gerðu okkur mikla sæmd. Mér finnst ég eigi mega flytjast alfari frá Ak- ureyri án þess, að ég þakki slíkt. Þótt opinber þakkargerð sé, ef til vill, meðallagi viðfelldin og miður smekkvísleg, verð ég að tjá þakkir okkar hjóna á opinberum vettvangi. Eg á ekki annars kost, ef koma á þakklætiskveðju okkar til allra þeirra, er við vilj- um koma henni til. Eg færi alúðarþökk bæjar- stjóra, Steini Steinsen, forseta bæjarstjórnar, Þorsteini M. Jóns- syni, bæjarráði og bæjarstjóin fyrir álitlega peningagjöf. Finnst mér slík rausn því þakklætis- verðari, af minni hálfu, er þvílík- ar gjafir orka.jafnan nokkurs tvi- mælis, eins og eðlilegt er. Finnst mér ég vera bænum næsta skuldbundinn fyrir slíkt vinar- bragð og vii'ðingarbragð við mig. Þó tel ég mig bæjarfélagi voru eigi skuldbundinn á þann hátt, að eigi mætti ég segja á því kost ög löst, ef það dytti í mig, að rita um Akureyri, einkenni hennar, bæjarbrag og hlutverk hennar í þjóðlífi voru og menn- ingu. Væri það og eigi vinar- greiði, að benda þar eigi á það, er miður fer. En þótt vera kunai ofmetnaður, er hitt einlæg ósk mín’ og jafnframt von, að mér auðnist, í viðléitrii og verki, að sýria bænum merki þakklætis míns c?g þakkarþeís. Enn þakka ég formanni Stú- dentafélagsins á Akureyri, hin- um gagnholla granna mínum hér fyrir neðan brekkuna, Stein- grími Jónssyni, bæjarfógeta, öðr- um stjórnendum Stúdentafélags- ins og félagsmönnum þess, er af góðum hug áttu þátt í fögru sam- sæti, er mér og konu minni var haldið, sátu það og sóttu. Bæjar- stjórn þakka ég einnig hlutdeild hennar í því. Gömlum samkenn- urum mínum og „meðhjálpur- um“ í starfi og stjórn og eftirver íriínum í embættinu, Þórarni Björnssyni, votta ég og hjart- fólgna þökk okkar hjóna fyrir tígulega gjöf 'og dýrlega veizlu, er þeir bjuggu okkur hjónum og buðu í og var með afbrigðum ástúðleg og höfðingleg í senn. Þakkir séu yður öllum, hverja stétt, hvern sess og hverja stöðu sem þér skipið, er á þessum miklu gatnamótum ævinnar hafið orpið á okkur hjón vinsemdar- og góð- vildarkveðju, hvort sem slík kveðja var flutt á stígum eða torgum úti, heima hjá okkur eð- ui' í glæsilegum vinboðum með skemmtilegum veizlugestum og höfðinglegum veitingum. Mér lék í fyrstu löngun á að nefna hér nokkra bæjarbúa, t. d. suma blaðamenn, gamla alþingis- menn og granna, er á undan- förnum aldarfjórðnngi hafa lagt mér og skólanum liðsyi'ði, veitt styrk og stuðning á ýmsan hátt. Eg hvarf þó frá því eftirlæti við sjálfan mig. Slík skrá yrði löng. En hitt væri þó lakara, að hætt er við, að í slíku framtali gleymd- ist einhver, er eigi mætti þar með nokkru móti gleyma, að slík skýrsla yrði eigi laus við tíundar- svik eða þakklætissvik. En ég fæ þó eigi látið það á móti mér, að minnast hér ekki með þakklæti einnar stofnunar og eins fyrir- tækis, sem skólinn og ég hafa átt stöðug skipti við, síðan ég haustið 1921 fluttist búferlum í þennan bæ. Fyrir skólans og sjálfs mín hönd hefi ég skipt við Útibú Landsbankans á Akureyri um 26 ár. Eg minnist þessara skipta með einberu þakklæti, engu nema þakklæti. Þar skyggja engin kólgu- né sortaský á hugþekkar minningar. Eftir læsing banka- hússins hefi ég oft drepið þar á dyr eða glugga, og jafnan var m'ér Ijúfmannlega boðið inn að ganga og lúka þar erindum. Oft leitaði ég hjálpar bankans í kröggum og þröng. Bankinn leysti jafnan eftirtölulaust og með gíöðu geði vandræði mín. Eg átti þar jafnan von trausts og halds, og mér brást aldrei von mín í því efni. Þakka ég bankanum margan greiða og hjálp og einkum traust, sem ekki var reist á digrum sjóði. Mæli ég þessi þakkarorð til bankastjór- anna beggja, þeirra Júlíusar Sig- urðssonar og Olafs Thorarensens. Starfsmönnum bankans þakka ég einnig óbilandi kurteisi yið rellu mína, kenjar og kvabb, þolinmæði þeirra við mig óþolin- móðan, sí-alúðlega afgreiðslu og framkomu. Nefni ég þar til Þor- vald Vestmann, er mér var ein- læglega harmdauði, og ég hafði í hyggju að rita um nokkur orð, þótt ekki yrði úr. Kynntist ég honum og eigi annarstaðar en í Útibúi Landsbankans, en fannst þar mjög til um vinnubrögð hans og viðmót. Fyrir lipurð, greiðvikni og liðleika í afgreiðslu 4iann ég og þökk þeim Guðmundi Ólafs- syni, Jóni Sólness, Sigurði Ring- sted og féhirði Útibúsins, Þengli Þórðarsyni, hinum eðlis-kurteisa manni og prúðmenni. Eg hefi jafnan kunnað vel við mig í húsa- kynnum Útibús Landsbankans á Akureyri, hvort sem því var búið í húsi Júlíusar Sigurðssonar eða þar sem það er nú. Eg minnist og þakksamlega langra viðskipta við Prentverk Odds Björnssonar. Það var sem þeim feðgum, Oddi Björnssyni og Sigurði O. Björnssyni, væri gerð-, ur greiði, ef þeir fengu færi á að gera greiða. I þessari prent- smiðju vinnur nú einn hinn sam- vizkusamasti prentari, vand- virkasti og færasti, sem ég hefi unnið með um dagana, Snorri Áskelsson. Þá er minnst hætta á prentvillum, er prentara er það kappsmál, að þær verði eigi fundnar í því, er hann setur eða gengur frá. Kveð ég svo Akureyrarbæ, með þökk fyrir blítt og strítt. Eg veit, að margs mun ég sakna. Nú er vinnuhjúaskildaginn fer í hönd, hafa rifjast upp fyrir mér orð, er Einar Hjörleifsson Kvaran, rit- höfundur, sagði eitt sinn við mig, áður en ég fluttist hingað norður. Hann kvaðst, að sumu leyti — en ekki öllu—hafa kunnað betur við sig á Akureyri en í Reykjavík. Þar hafi verið svo „stutt á gras“, eins og hann orðaði það. „Akur- eyri er vel af guði gefin,“ reit ég eitt sinn. Og grasið á alla vegu er ein guðsgjöf hins norðlenzka höf- uðstaðar. Landslag er fjölbreytt, fullt lifandi sálarfriðar, að mér finnst. Kunna og margir útlend- ingar mjög vel við sig á Akureyri. Hér var og löngum gott til mat- fanga, auðvelt að fá hinar göfugu fæðutegundir, smjör, skyr og rjóma, ef eigi skorti skotsilfur til kaups eða greiðslu, og var slíkt hinn mesti kostur. Því miður er nú slíkt tekið að breytast. Nú neyðist margur til að hafa smjörlíki til viðbits og þakkar sínum sæla, ef hann fær smjör- líkisögn á boi'ð. (En er það ekki öfuguggalegt, andhælislegt, óheilbrigt, er aldrei þrýtur brennivín, en ég- fæ ekki fyrir glóandi gull smjörsneið né smjörklínu handa sjúkum vanda- manni? Að því á að stefna, að smjör sé jafnan á hvers íslend- ings matborði). Eg óska Akur- eyri þess, að hún eigi eftir að verða mesti smjöi'bær og glæsi- legasta smjörbúr landsins barna. Sumum þykii' slík ósk, ef til vill, óskáldleg, sælkeraleg og búraleg. En slíkt er misskilningur. Það er göfug atvinna, að framleiða smjör og rjóma, osta og mjólk. Eg hefi oft sagt við sjálfan mig, að Akureyri gæti verið valinn staður fyrir aldraða menntamenn og uppgjafamenn. Tvenns þarfn- ast bærinn til þess, að hann geti orðið sú öldungadeild, sem fyrir mér vakir: Annað er fullkomið bókasafn. Hitt er, að hér sé ódýrt að búa, dveljast eða við hafast. En vera má, að sumum þyki lítt fýsilegt að gera bæinn að slíku gamalmennahæli. En „einhvers staðar verða vondir að vera“. Vera má og, að heilbrigð menn- ingar- og félagsþróun fái ekki komizt af án aldraðra, reynslu þeirra, vísbendinga og athuga- semda. En þá er vikið er að dýr- leika í bæ vorum, flýgur mér annað í hug, er mér hefir stund- um komið illa, mér er viðkvæmt og fær mér áhyggju, er ég hug- leiði framtíðarhorfur Mennta- skólans á Akureyri. Þá er ég hefi falað kennar-efni í vist hans, hefii' stundum verið hellt eða skvett í mig svari, sem orða má svo: „Akureyri er, sökum útsvars og álagna, dýrasti bær vors dýra lands.“ Eg óska þess Akureyri, að stjórn hennar og leiðtogum heppnist að gera hana í senn ódýran bæ og heilbrigðan fram- farabæ, hóglátlega vaxinn fram- farabæ. Þó að örðugt sé að sam- tengja slíkt eða samfella, vinna í Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Krókalda. Skáldsaga. Helga- fell. Reykjavík 1947. Ymsa lesandi menn reka minni til þess, að fyrir tveim árum síð- an gerðust þau minnisverðu tíð- indi í bókmenntaheimi okkar ís- lendinga, að hinn góðkunni blaðamaður Hannes á horninu tók skyndilega stökkbreytingu og birtist í gervi nýs og forvitnislegs skáldsagnahöfundar, Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Náttúrufræði- legt líkingamál ætti hér raunar naumast við að öðru leyti, því að bæði var það, að blaðamaðurinn líktist engan veginn kálormi, og eins hitt, að sagnaskáldið nýja var alls ólíkt fiðrildi eða öðrum dægurflugum. Hitt væri sönnu nær, ef svo væi'i að orði komizt, að Hanries á horninu hefði af- klæðzt kufli skæruliðans og fellt byssustinginn, en geystist nú víg- reifur fram með brugðnum brandi í bi'jóstfylking stríðandi riddaraliðs í þjónustu hins sama málefnis, er hann hafði áður bar- izt fyrir á öðrum vettvangi hins ritaða orðs. Hugsjó.n jafnaðar, réttlætis og bræðralags meðal mannanna stýrði enn penna hans, þótt skáldsöguformið krefðist nokkuð breyttrar tækni og ann- arra vinnubragða en hinir vin- sælu smáletui'sdálkar hans í Al- þýðublaðinu. „Brimar við Bölklett“ nefndist skáldsaga V. S. V., sú er út kom fyrir tveim árum síðan. Þar var brugðið upp skýrum og skemmti- legum myndum af lífi og baráttu fólksins í litlu og fátæku sjávar- þorpi á morgni nýrra og breyttra tíma. Lesandinn kynntist „Búð- arvaldinu“, síðustu leifum sel- stöðuverzlunarinnar á íslandi, sömu andi'ánni að hvorutveggja, ætti _það ekki að reynast ókleift, eftir því sem vindar blása í stefn- um og stjórnmálum á vorri öld. Akureyri verður og því aðeins góður menntamannabær og gott fræðimannasetur, að.þar sé fjöl- skrúðugtbókasafn og gagnauðugt. En slíkt bókasafn fær bær né hérað ekki eignazt, nema hér verði reist nýtízku-bókhlaða, ramgerð og storkusterk. Þá er hér er risin eldtraust bókhlaða, ljær Landsbókasafn vort, að lík- indum, þangað handrit og bæk- ur til notkunar, rannsóknar og rýningar. Á slíku yrði fræði- mönnum, menntamönnum og rithöfundum heimilisfang hér hentugra og hagkvæmara en nú er raun á. Bókhneigðum unglingum væri og hinn mesti þroskagjafi, skaphafnarvernd og sálarleg heilsuvernd að slíkri stofnun. Má og leiða rök að því„ að þjóðarþörf sé á miklu safni íslenzkra bóka hér norðanlands, auk þess sem efling þvílíks safns er réttlætismál. f Sú er hin síðasta ósk mín í garð Akureyrar, að hún verði æ betri menningarbær og hóglátra og frjórra menntamanna bær, hollur æskubær, brekkusækinnar æsku vaskleikastöð og gróðrarstöð. Menntaskólanum á Akureyri, 27. apríl 1948, Sigurður Guðmúndsson. þegar hún lá í fjörbrotunum að kalla. Og fólkið í þorpinu gekk fram úr hólum hálfgleymdra minninga og lifði og hrærðist í annað sinn á síðum hinnar nýju skáldsögu. Og hið nýja líf þess var svo sterkt og raunhæft, að gjarnan vildum við fá meira að heyra og sjá, þegar tjaldið féll og huldi leiksvið sögunnar að þátt- arlokum. Og í „Króköldu“, skáldsögunni nýju, er tjaldið enn dregið frá hinu sama sviði, óbreyttu að mestu. Enn er það Skerjafjöi'ður, þorpið við sjóinn, er myndar umgerð atburðanna, og persónurnai' á sviðinu eru flestar hinar sömu og í fyrri bók- inni. Þó stendur barátta fólksins engan veginn í stað, heldur þok- ast áfram að settu marki. Sigurð- ur Þórarinsson hefir tekið við forustunni af Guðna í Skuld. Maður hins nýja tíma, einhuga og ósveigjanlegur, en dálítið kald- rænn og ómennskur, er setztui' við stýrið í stað hins sveimhuga og hógláta hugsjónamanns, sem hinn hrottalegi og óskáldlegi veruleiki hefir kjöldregið og hlunnfarið, áður en sigur var unninn. Og Sigurður Þórarins- son hefir þá hörku, þrautseigju og hlífðarleysi til að bera, sem með þarf, til þess að þoka mál- efnum alþýðunnar fram á leið. Að bókarlokum er „Búðarvald- ið“ að fullu brotið á bak aftur og kaupfélagsverzlun fólksins sjálfs setzt í sæti þess undir ötulli stjórn Sigurðar Þórarinssonar. Að vísu er ekki trútt um, að hann hafi einnig beðið ósigur í bardag- anum. Hann hefir glatað nokkru af hinum beztu og mannlegustu eiginleikum sínum, og samband hans við eiginkonu hans, Björgu í Braut — konuna mildu og hug'- þekku, en þó sterku Og töfrandi í kvenlegri tilfinning sinni og gæfuleit innan þröngra veggja heimilsins og hjúskaparbandanna — hefir kólnað og glatað við- kvæmustu og dýrmætustu eigin- leikum sínum. Einhvern veginn hefir lesandinn það á tilfinning- unni, að tjaldið muni enn dregið frá þessu sama sviði og þriðji þáttur muni veita manni innsýn og skilning á þeirri baráttu, sem háð er í leyndum mannssálarinn- ar að baki hinna félagslegu átaka og ytri viðburða. Og verða það ekki sigrar og ósigrar þeirrar baráttu — stríðsins um þroska og göfgi einstaklingsins, hugarþelið og hjartalagið, — sem mestu máli skiptir, þgar öllu verður á botn- inn hvolft? Því að hvað stoðar það manninn, þótt hann sigri hálfan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni í þeim átökum? Eg treysti Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni mæta vel til þess að gera þessu mikilsverðu efni góð skil í framhaldi þess mikla sagna- bálks, er hann hefir nú haíið að rita með skáldsögunum tveimur um líf fólksins í Skerjafirði og þar með um menningarbaráttu og fé- lagsmálaþróun íslenzkrar alþýðu á fyrri helmingi þessarar aldar. Vilhjálmur skilur vissulega þýð- ingu hinna ytri sigra á þeim víg- (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.