Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 4
1 D AGUR Miðvikudaginn 5. maí 1948 Kaupféiag Norður-Þingeyinga greiddi 5% arð af viðskiptum síðastiiðins árs Aðalfundur félagsins mótmælti afnámi gagn- fræðadeildar Menntaskólans hér og vítti ástandið í verzlunarmálunum Aaalfundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga var haldinn í fundarsal félagsins á Kópaskeri dagana 26.—27. apríl 1948. Fundinn sáíu 42 fulltrúar frá öllum deildum félagsins auk stjórnar, framkvæmdastjóra og útibússtjóra svo og allmargir gestir. Tala félagsmanna í árslok var 444. Vörusala árið 1947 var 3.239.000 kr. og hafði aukist um full 750.000 kr. á árinu. Sala innlendra af- urða og framleiðsluvara félags- ins nam kr. 2.783.000 Innieignir félagsmanna námu alls 3.390.000 kr. og höfðu aukist um kr. 270.000. Samþykkt var tillaga frá stjórn félagsins um 5% arð af ágóða- skyldri vöruúttekt ,er renni ó- skift í stofnsjóð félagsmanna. Sjóðeignir félagsins höfðu vax- ið um 72 þús. kr. og nema alls kr. 949.000 að meðtöldum stofnsjóoi féíagsmanna. Á árinu var lokið byggingu gistihúss á Kópaskeri og komið upp húsi fyrir vélaverkstæði og keypt nokkur áhöld og vélar til þess. í ráði er að hefja byggirtgu nýs slátur- og frystihúss á Kópa- skeri á komandi sumri. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir. Mótmæli r afnámi gagnfræðadeildar. „Aðalíundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga haldinn á Kópa- skeri dagana 26.—27. apa'íl 1948 telur að niðurfelling gagnfræða- deildar við Menntaskóla Akur- éyrar sé hið mesta tjón fyrir þetta hérað, sem og aðra landshluta, og skorar fastlega á ííkisstj órn að láta deildina starfa áfram, svo sem verið hefur, og fresta þar með framkvsemd þess atriðis nýrra fræðslulaga.“ Tillagan flutt af 16 mönnum úr öllum sveitum félagssvæðisins. 3amþykkt einróma. Vítir afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis til verzlunarmálanna. „Aðalfundur Kaupfélags Noi'ð- ur-Þingeyinga haldinn á Kópa- skeri dagana 26.—27. apríl 1948 lýsir fylgi sínu yfir við það höf- uðtakmark í verzlunarmálum, að allir borgarar þjóðfélagsins hafi jafna aðstöðu til kaupa á erlend- um vörum, hvar á landinu sem þeir búa og við sem lægstum innflutnings- og dreifingarkostn- aði. Fundurinn átelur harðlega afskipti og ábyrgðarleysi Al- þingis og ríkisstjórnar í verzl- unarmálum og skorar á stjórnar- völdin að gera umbætur tafar- iaust. Til þess að ráða bót á ríkj- andi verzlunarólagi leggur fund- urinn til: í fyrsta lagi, að innflu-tnings- -.•ei'zlun landsins sé breytt í þ.rð horf, að verzlunarfyrirtæki í hverju héraði fái stofnleyfi til ínnkaupa á erlendum vörum í samræmi við verzlunarþörf og rétt viðskiptamanna. - í öðru lagi, að hverjum þjóð- félagsborgara sé heimilt að afhenda verzlunarfyrirtæki skömmtunarreiti sína sem pönt- un á þeim vörum er seðlarnir gilda um, en eru ekki fyrirliggj- andi til sölu. í þriðja lagi, að skömmtunar- reitir, sem verzlunarfyrirtæki slcilar, skuli gilda sem innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir við- komandi vöfum, og hafi verzl- unarfyrirtækið fullan ráðstöfun- arrétt yfir leyfum þessum og gildi ekki önnur leyfi um þær vörur nema stofnleyfi. — ‘ Sam- þykkt samhljóða. Happdrætti S.í. B. S. Akureyringar. Nú eru aðeins 10 dagar þar til dregið verður í happdrætti Sambands íslenzkra berkalsjúklinga. Dregið verður um 10 bíla og aðeins úr seldum happdrættismiðum. Styrkið þetta mikla menningarmál og kaupið happdrættismiða SÍBS. —_Hér á Akureyri fást happdrættismiðar í öllum bókaverzlunum, verzl. Brynju, verzl. London, Sport- vöru- og hljóðfæraverzlun Ak., Pöntunai'félagi verkalýðsins í Eiðsvallagötu, verzl. Baldurs Halldórssonai', Baldurshaga og á skrifstofu Flugfélags íslands og í Glerárþorpi í verzluninni Glerá. Samsöngur Barnakórs Akureyrar Síðastliðinn sunnudag var ný- stárlegur samsöngur í Nýja-Bíó. Það var samsöngur Barnakórs Akureyrar, sem nú kemur fram í fyrsta sinn undir þessu nafni méð sjálfstæðan samsöng. Þetta eru allt börn á skó.la- aldri, en þjálfari og söngstjóri kórsins er Björgvin Jörgenson kennari. Kórinn er mjög fágaður og vel æfður, en styrkleiki afar lítill og mun ýmsum hafa fundizt heldur lítið raddmagn hópsins. En skoð- un söngstjórans á barnsröddinni og meðferð hennar mun vera sú, að hamra á móti „forseringu11 og hlífa þar með röddinni. — Þrjú börn sungu einsöng og urðu öll að endurtaka lög sín. — Söng- skráin var fjölbreytt af innlend- um og erlendum lögum. Húsfyllir var og undirtektir hlustenda ágætar. Brezkir fiskkaup- menn ræða fisk- sölu íslendinga til Þýzkalands Brezka blaðið Fishing News birti nýlega grein um samning þann, sem gerður var í milli ís- lands og Brctlands um fisksölu til Þýzkalands í sumar. Birtir blaðið ummæli fulltrúa togaraútgerðarmanna og fisk- kaupmanna um samning þennan og áhrif hans á fiskmarkaðinn í Bretlandi. Mr. J. Croft Baker, forseti Sambands brezkra togara- eigenda lét svo ummælt: „Ef þessi ráðagerð er til þess að beina fiski, sem undir venjuleg- um kringumstæðum væri landað í brezkum höfnum af íslenzkúm skipum, til annarra markaða, þá fögnum við því._Eg er viss um að möguleikarnir á því að viðhalda hámarksverðinu í sumar eru ekki miklir og landanir íslenzkra skipa í Þýzkalandi ættu að geta orðið að liði til þess að viðhalda verð- lagskerfinu og brezka markaðn- um og forða offramboði." For- maður sambands fiskkaupmanna í Gi'imsby tók öðruvísi í málið. Hann lét svo ummælt: „Landanir íslenzkra skipa ei-u mjög þýðing- armiklar fyrir Grimsby, og svo lengi, sem hægt er að halda uppi verðlagsákvæðum er okkur mik- ið áhugamál, að hámarksmagni verði landað hér. Meðan verðlag helzt, væri það miður farið að ís- lenzkum skipum væri vísað frá Grimsby til Þýzkalands. Góður fiskur úr íslenzkum skipum er alltaf mjög eftirspurður hér.“ Norðmenn selja hval- lýsi fyrir 110 sterlings- pund tonnið j Samband norsku hvalveiðiút- gerðarmannanna hefir nýlega til- kynnt, að það hafi selt 100.000 tonn af hvallýsi frá vertíð þeirri í Suðurhöfum, sem nú er nýlega lokið. Af þessu magni keyptu norskar herzluverksmiðjur 42000 tonn, og er ekki getið um verð á því, en 58000 tonn eru seld úr landi og er verðið 110 sterlings- pund fyrir tonnið, frá Sandefjord eða Fredriksstad. KIRKJUKÓR AKUREYRAR. Æfing í kvöld kl. 8.30. Frá Kvenfélaginu Hlíf Kvenfélagið þakkar bæjarbúum ágætan stuðnmg við fjársöfnunina á sumardaginn fyrsta — góðan skilning, velvild og lipurð í garð felagsms og rausnarleg framlög ínargra. Een- fremur þakkar „Hiif“ þvi góða fólki, sem lagði fram hæíileika sína, krafta og margvíslega eð- stoð við kvöldskemmíun fclags- ins án alls endurgjalds. Fjársörn- un „Hlífar“ nam aö þessu sinni kr. 12.852.50. Sumardagheim'lis- sjóður félagsins er í dag að upp- hæð kr. 90,651,30. — Kugheilar þakkir! — F. h. Kvenféjagsins „Hlífar" Nefndir barnailagsinr, Skákjiingi Akureyrar lokið Skákþingi Akureyrar er nýlega lokið. — Skákmeistari Akureyrar 1948 varð Unnsteinn Stefánsson með 3!í> vinning. Efstir í meistaraflokki urðu: 1. Unnsteinn átefánsson 3V2 v. 2. —3. Jón Ingimarsson 3 v. 2.—3. Júlíus Bogáson 3 v. I. flokkur: 1. Ottó Jónsson 4V2 vinnging. 2. Björn Halldórsson 3V2 v. 3. Haraldur Bogason 3 v. II. flokkur: 1—2. Guðm. Benediktsson 5 v. 1,—2. Haraldur Ólafsson 5 v. 3.-4. Anton Magnússon 4V2 v. 3.—4. Þorst. Svanlaugss. 4V2 v. Þjóðlegur, norskur félagsskapur Hér i blaðinu var fyrir nokkru getið um merkan norskan félags- skap, sem nefnist „Bygg ditt Land!“ og hefir það markmið að auðga náttúru Noregs með sam- tökum. Samkvæmt ársskýrslu þessa félagsskapar, hafði hann með höndum margþættar fram- kvæmdir á sl. ári. Sérstaklega beitti hann sér fyrir skógrækt, námskeiðum í trjágróðursetn- ingu, heimaplöntun skólabarna og auðgun norskra silungs- og laxveiðivatna með klaki. Félagið hefir starfandi deildir í 80 norsk- um bæjum og héruðum. Námskeið fyrir norræna iðnaðar- menn Níimskeið fyrir norræna iðnaðnr- menn, verður haldið í Noregi dagana 3.—10. júnf n.k. Það eru félögin „Nord- cn“ og „Nörges Handverkerforbund" sem gangast fyrir þessu, en tilboð um þátltöku og tilhögúnarskrá hefir Landssambandi iðnaðarmanna borist l'rá Norra'na félaginu í Reykjavík. Tilhögunin vcrður í stórum dráttum þcssi: Námskeiðið hefst í Oslo fimnu i- daginn 3. júní, kl. II árdegis, j,ar ara formaður íélagsins „Norden", Harald Grieg, og formaður „Norges Hand- verkerforbund", l’eter Höeg, haida raður. l'yrirlcstrar um iðnaðarmál terða flnttir, skoðuð verða ýms iðn fyrirtteki, iðnaðardcildir í þjóðsöfnutn, iðnskólar o. fl. Til Bergen vcrður haldið að kvcl.li I. júní, og komið ]>angað laugardags- morgtininn 5. júní. Þár verða haldnir fyrirlestrar, skoðuð iðnaðarfyrirtæki, og vörusýning er |,.ar verður, einnig fá jrátttakendur að vera viðstaddir af- hendingu sveinsbréfa, cr fer hátíðléga franr í salarkynnum Iðnaðarmanna- félagsins I Bcrgcn. jráttfakendum verð- ur og sýnd horgin eftir því sem tíini vinnst til. Mánudaginn 7. júní verður farið í bilreiðum til Hardanger og Voss, J,ar \erða fundir og fyrirlestrar og sýnt verður ],að sem mikdvægast og merkilegast er á þeirri leið, en mið- vikudagsmorguninn 9. júní vcrður haldið frá Voss með járnbraularlest fyrir fjöllin til Oslo. Állur kostnaður við dvölina í Nor- egi, er áætlaður kr. 250, norskar. Þeir iðnaðarmenn cr óska að taka |>átt í þessu námskeiði, gcta fengiö nánari uppiýsingar á skrifstofu Lands- sambands iðnaðarmanna í Kirkju- I.yoli. Iðnskólaimm á Akureyri var slitið 27. f. mán. 134 nem- endur stunduðu nám í skólanum á þessu skólaári, en 125 nemend- ur þreyttu próf, og stóðust 103 þeirra prófið. Hæstu einkunn við próf í skólanum hlaut að þessu sinni Guðlaugur Friðþjófsson, húsasmíðanemi í 3. bekk, I. ág. 9.45. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir beztu iðnteikningu, er.gerð var í skólanum á þessu starfsári, en einn úr hópf brottskr.áðra nemenda úr 4. bekk, Lárus Zóp- honíasson, bókbandsnemi, hlaut verðlaun fyrir beztu fríhendis- teikningu skólans að þessu sinni. V'ar sýning á iðnteikningum og fríhendisteikningum, ásamt flat- ar- og rúmteikningum nemenda, opin í skólahúsinu sunnudaginn 18. f mán., og sótti hana fjöldi bæjarbúa. 33 nemendur úr 4. bekk þreyttu brottfararpróf, og fengu 28 þeirra brottfararskírteini sín afhent að þessu sinni. Fara nöfn þeirra og aðaleinkunnir hér á eftir: 1. Baldur Halldórsson, skipa- smiður I. 8?86. 2. Benjamín Jó- sefsson, húsgagnasm. I. 7,38. 3. Björgvin L. Pálsson, húsasm. III. 5,87. 4. Björn Halldórsson, rakari II. 6,00. 5. Eiríkur Jónsson, húsa- smiður III. 5;68. 6. Eyólfur Eyfeld, rennismiður lL 6.90. 7. Balur Friðjónsson, húsgögnasm. III. 5,82. 8; Finnur Vésteinssón, bólstrari I. 8,27. 9. Gunnar Jó- hannesson, bakari III. 5,17. 10. Hróar B. Laufdal, húsasmiður I. 7.46. 11. Ingi Birgii’ Stefánsson, rafvirki II. 6,43. 12. Jóhann Birgir Sigurðsson, rakari -III. 5,27. 13. Jóhann Gauti Gestsson, bifvéla- virki II. 6,80. 14. Jóhann G. Ingi- marsson ,húsgagnasmiður II. 6,23. 15. Jóhannes G. Hermundsson, húsasmiður II. 7,13. 16. Jón Óli Þorsteinsson, rennismiður TII. 5,02. 17. Jórunn Kristinsdóttir, hárgreiðslumær III. 5,63. 18. Kristján Jónsson 11.6,52. 19. Lárus Zóphoníasson, bók- bindari I. 8,61. 20. Óskar Ósvalds- son, prentari II. 6,53. 21. Páll Lúthersson, klæðskeri I. 7,33: 22. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, bólstrari III. 5,56. 23. Rögnvaldur Árnason, húsgagnasmiður. 11.6,85. 24. Sigurður Guðlaugsson, raf- virki II. 6,66. 25. Sigurður Har- aldsson, húsasmiður III. 5,41. 26. Torfi Leósson, húsgagnasm. 1.7,43. 27. Valdimar Jóhannsson hús- gagnasmiður. I. 8,15. 28. Þorst. Björn Jónsson, bifvélavirki I. 7,45. Eftir að Jóhann Frímann skóla- stjórihafði afhent brottskráðum nemendum prófskírteini þeirra og gefið skýrslu um störf skólans á liðnu starfsári, flutti hann raeðu, er fjallaði m. a. um breytt viðhorf í skóla- og uppeldismálum iðn- aðarmanna. — 12 kennarar störf- uðu við skólann í vetur, auk skólastjóra. Um sl. helgi snjóaði sums stað- ar sunnanlands meira en dæmi eru til áður. í Vestmannaeyjum kom tveggja feta þykkur srijór, urðu flugvélar að halda kyrru fyrir á flugvellinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.