Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. maí 1948 ÐAGDR Eriiitt vér Eftir ÓLAF — Síðari HVAÐ ÞARF AÐ KENNA BÖRNUNUM? Eg liefi nú hellt úr skálum reið- innar yfir það skólaskipulag, sem hér hefir þróast á síðastliðnum áratugum, og er mér því skylt að benda á í höfuðdráttum, hvernig eg vil skipa þessum málum, þótt eg geri ráð fyrir að reynast muni all örðugt að fá þar nokkru um þokað. Undir fermingu eiga skyldu- námsgreinar barna aðeins að vera lestur, skrift og réttritun, grund- vallaratriði stærðfræðinnar og venjuleg kristileg uppfræðsla. — Þær þrjár undirstöðu-námsgrin- ar, sem fyrst eru taldar, og þó einkum tvær þær fyrst töldu, eru lyklar að allri menntun og bók- fræði, og ber því að leggja sér- staka alúð við þær. Allt annað, sem nú er troðið í unglinga á þessu reki, er óþarft og aðeins sóun á tíma. Þó tel eg rétt og sjálfsagt að styðja hneigðir barna til sérstakra námsgreina, ef í ljós koma, en þó aldrei á þann hátt að þrengja náminu upp á þau. Það er augljóst, að væri þessi háttur upp tekinn, mundi sparast mjög mikill tími, bæði hjá kenn- urum og nemendum og einkum þar sem eg tel að stytta beri skólatímann og skipta honum í fárra vikna nám í einu, með löng- um hléum á milli. Það mundi þó jafnhliða þessu æskilegt, að kennararnir hefðu nokkurt eftir- lit með börnunum utan þess tíma, er þau sitja í skólunum. Framkvæmdu eins konar hús- vitjanir og leiðbeindu þeim við að æfa lestur og skrift í heima- húsum. Þann mikla tíma, sem sparast frá fastri skólagöngu á þennan hátt, á að nota til þess að temja unglingunum algeng vinnubrögð, kenna þeim rétt handtök og að- stöðu við ýmsa algenga vinnu, kenna þeim ýmisleg iðnstörf, sem að gagni mega verða á hverju heimili, venja þá við að hirða um heimili og mati'eiða og að lok- um temja þá við hóflegar íþróttir og hollar líkamsæfingar. Gera þá í fáum orðum sagt að starfsömu, verklega sjálfbjarga fólki. - Unglingui', sem er vel læs og skrifandi, hefir lært að tala og rita móðurmál sitt skammlaust, kann algengustu reikningsaðfei'ð- ir og hefir þroskast við líkamleg viðfangsefni, er prýðilega undir- búinn og kann allt, er hann þarf, til þess að geta valið hvert það nám, er hugurinn girnist að ferm- ingu lokinni, og hann er miklu líklegri til að velja viðfangsefni sín af skynsemi, heldur en hinn, sem í átta ár hefir sveittzt áhuga- laus á skólabekk, staglandi upp aftur og aftur legio af námsgrein- um, sem orðnar eru að saman- tvinnuðum óskapnaði eða mar- tröð í huga hans. FRAMHALDSNÁM. Ekki tel eg neina aðkallandi nauðsyn að troða nýfermdum á villigötum í fræðslumáluin? JONSSON grein — unglingum, hvað þá yngri börn- um, í framhaldsskóla og sjálfsagt tel eg, að allt framhaldsnám sé háð vali unglinganna sjálfra, en engin skylda. Þá, er enga löngun hafa til bóknáms, á eigi að setja í þann gapastokk, sem aðeins get- ur orðið þeim armæða, tíma- eyðsla og spillt hneigð þeirra og þroska til verklegra viðfangsefna. Hinum, sem hneigjast til bók- náms, er það hollt, að vera orðnir allvel þroskaðir ei' þeir hefja framhaldsnám og mun oft hag- kvæmt að bíða til sautján eða átján ára aldurs. í mörgum tilfell- um mundi biðin valda því, að unglingarnir sæktu námið fastar og gætu lokið því á skemmri tíma en ella, en við bóknám er það tvímælalaust ávallt vinning- ur að ná sem mestum árangri á skömmum tíma. Það geta aðeins þeir, ef hafa góða námshæfni, eru sæmilega þroskaðir og vita hvað þeir vilja. Fyrir svo sem tveimur til þrem- ur áratugum, þóttienginnýlunda, að þroskaðir nemendur, einkum úr sveitunum, lykju stúdents- námi án þess að sitja í skóla nema 2—4 ár, þrátt fyrir það, þótt þeir hefðu notið mjög lítillar upp- fræðslu í barnæsku. Nú er slíkt að verða mjög fátítt. Flestir sitja nú sex árin í menntaskólunum, þrátt fyrir allt barnaskólanámið og veitir ekki af. Þjóðfélagið hefir ekki ráð á því og einstaklingarnir hafa ekki heldur ráð á því að eyða allt að tuttugu æskuárum á skólabekk, bara vegna þess, að það, sem læra á, er hvorki lært á réttan hátt eða réttum tíma. Þjóðfélagið óg einstaklingarnir hafa ekki heldur ráð á því að kosta fjöld akennara, byggja dýr skólahús og eyða mörgum árum í það að troða alls konar náms- greinum í þá, er hvorki geta né vilja læra bókleg fræði. Slík barátta verður ætíð unnin fyrir gíg og getur aðeins borið þann árangur að gera þá nem- endur, sem hlut eiga að máli, að landeyðum, frábitnum líkamlegri áreynslu og framleiðslustörfum. SVEITAUPPELDI OG SKÓLASKIPAN. Enginn vafi er á því, að hvergi er unglingum hollara að alast upp heldur en í sveitunum við landbúnaðarstörf, og er því mik- il fásinna að vilja hrifsa þá úr þeim skóla og senda þá í aðra lakari. Fjölbreytileg storf sveit- anna og náin viðskipti við gró- andi grös og vaxandi dýr, þrosk- ar bæði andlega og líkamlega. Það ætti því að kosta kapps um, að sem flestir unglingar, á aldrin- um 10—18 ára, geti orðið þess uppeldis aðnjótandi, er sveita- störfin veita. Ekki aðeins í tvo til þrjá mánuði um hásumarið, held- ur allan ársins hring, jafnhliða barnafræðslu þeirra, er áður hefir verið rætt um. Slík tilhögun mundi eigi aðeins losa oss við unglingana af götunni, heldur einnig bæta að nokkru úr fólks- skorti sveitanna, en jafnframt fengju þeir heilnæmt uppeldi, skilning á atvinnulífi og fram- leiðslu sveitanna og gildi vinn- unnar. Fjöldi kaupstaðabúa er fús að senda börn sín til sumardvalar í sveit, einkum meðan þau þykja eigi gjaldgeng til annarra starfa. Sumir hafa þó áhyggjur af því, að þeim sé ofþjakað með vinnu í sveitinni og mega alls ekki til þess hugsa, að börnin dvelja þar árlangt. Unglingar, sem hneigjast til sveitarstarfa og fúsir eru að dvelja í sveit, fá því eigi ráðið fyrir foreldrum eða öðrum venzlamönnum í kaupstöðum, sem heldur vilja gera þá að sendlum, koma þeim að við af- greiðslu, á skrifstofur, í verk- smiðjur eða hafa þá hangandi á götunni, vokkandi yfir óvissum snattstörfum. Svo eiga þeir auð- vitað umfram allt að verða bók- lærðir, hvort sem námsgáfur eru nokkrar eða engar. Um tilhögun barnafræðslunn- ar mætti margt ræða, en hér verður vikið að fáu einu. Líklegt þykir mér að farkennslan hafi á ýmsan hátt verið hagkvæm í sveitum, en dagar hennar munu þó senn taldir, þar sem óvíða á heimilum munu nú nokkur tök á að annast um slíkt skólahald. Heimangöngu- eða heimavistar- skólar verða því úrræðið og er ekkert við því að segja, ef að þessum skólum er þannig búið, að þeir líkjast sem mest heimili í sveit, en þeir eru ekki einangr- aðir á einhverju óræktarholti eða eyðimel fjarri öllu, sem heit- ir búskapur og framleiðsla. Kennslan ætti aðeins að nokkru leyti að fara fram á þessum skól- um, en að sumu leyti sem hús- vitjunar- og leiðbeiningarstarf á heimilum barnanna. f kaupstöðum hygg eg að hag- kvæmast sé að hafa dreifða smá- skóla, en ekki þau stóru skóla- bákn, er nú tíðkast. Stórskólarnir skapa hópmenningu og geta ver- ið handhæg tæki þar, sem ein- ræðisskipulag ríkir og tilgangur- inn er að ala börnin upp eftir fast mótuðum, fyrirfram ákveðn- um kerfum en ekki sem persónu- legar, sjálfstæðar verur. Eg segi ekki, að stórskólarnir íslenzku geri þetta, en auðvelt væri að breyta þeim í þetta horf og það er á engan hátt hentugt eða heilbrigt að hrúga miklum barnafjölda saman í einn skóla. Fari kennslan fram í dreifðum smáskólum, þar sem megin áherzlan er lögð á grundvallar- námsgreinarnar: léstur, skrift og reikning, þá hefir hver kennari sitt ákveðna hverfi,sinnbarnahóp og annast algerlega fræðslu hans. Kennarinn hefir þá miklu nánari samband og kynni af börnunum, skapgerð þeirra, kostum og veil- um, heldur en í stóru barnaskól- unum, þar sem börnin eru send frá einum kennara til annars. í smáskólunum verður kennarinn náinn vinur barnanna og ráðgjafi, auk þess sem hann á að geta kynnst heimilisaðstæðum þeirra og tilhneigingum all náið. Það skal viðurkennt, að við stóru skólana geta kennararnir að nokkru bætt hver annan upp og kemur eigi mjög að sök, þótt lítt starfhæfir kennarar slæðist með. í smáskólunum; mundi þó vandhæfni kennarans fljótt segja til sín, og er þá verkefni þess, er yfirstjórnina hefir í hverju skóla- hverfi, að ráða bót ásIíku.Eghygg því, að er til lengdar lætur mundi smáskólatilhögunin skapa trausta kennarastétt þar sem hún krefst miklu meiri ábyrgðar af hverjum einstökum kennara og veitir hon- um enfremur miklu meiri reynslu og þroska, heldui' en óbreyttir kennarar stóru skólanna geta fengið. VINNA BARNA Á SKÓLA- SKYLDUALDRI SAMHLIÐA NAMI. Áður hefir verið að því vikið, að tilhögun sú, sem eg hér hefi stungið upp á við barnaupp- fræðslu, spari mikinn tíma, meiri tíma en börnunum, einkum í bæjunum, sé heilnæmt að eyða í leik eða iðjuleysi. Á þetta er oft bent af formælendum langrar skólaskyldu, og skólasetunni tal- ið það mest til ágætis, að hún forði börnunum frá götunni, iðju- leysinu og afleiðingum þess. Þessa furðulegu staðhæfingu gleypa fjölmargir athugunarlaust. Það er þó harla ósennilegt, að þaulseta barna við bóknám í skólum, sé hagkvæmasta ráðið til þess að örfa starfslöngun þeirra og starfshæfni, líklegra er, að hún geri þau að líkamlegum aumingjum, úrræðalausum og lötum. ■ Vandamálið mikla að forða börnunum frá götunni, iðjuleys- inu og fullnægja athafnaþrá þeirra, verður aðeins leyst þarm- ig, að börnunum verði séð fyrir heilbrrgðum líkamlegum athöfn- um. Þau þurfa að venjast hóf- legri, daglegri vinnu, en því er líkast sem uppeldisfræðingar vorir og kennarar hafi eigi komið auga á þessa einföldu, augljósu staðreynd. Nú mun einhver segja, að ekki sé auðvelt að finna vinnu við hæfi barna og unglinga, en þetta er hin mesta fjarstæða. Stálpuð börn og unglingar geta að mestu unnið sömu, líkamleg störf sem full- orðnir og vilja helzt vinna slík störf. Það þarf aðeins að ætla þeim af við vinnuna og leiðbeina þeim. Eg hefi áður* ó það. bent, að kenna mætti börnunum ýmiss konar iðnir, ekki sem ómerkilegt dútl, eins og nú er gert í handa- vinnutímunum, heldur til hlítar og mætti haga þeirri kennslu nokkuð eftir því, hvað hvert þeirra langar til að læra. Aldrei er loku fyrir það skotið, að slík kunnátta geti orðið þeim að not- um síðar á lífsleiðinni, jafnvel þótt þau leggi annað fyrir sig. Svo má líka skipuleggja algenga vinnu barna við fjölmargt, sem nú er nær einvörðungu unnið af fullorðnum, svo sem við að grafa fyrir húsum og leiðslum, leggja vegi, steypa hús eða önnur mann- virki, moka snjó og fjölmargt fleira. Þetta mætti vinna í flokk- um þannig, að hver flokkur inni aðeins* 3-4 tíma daglega eða minna. Kaupgreiðslan fari eftir afköstum. Líka mætti venja börnin við innanhússtörf á heim- ilum og utan þeirra, kenna þeim hljúkrun, matargerð og margt fleira. í smáu þjóðfélagi eins og voru, sem byggir víðáttumikið og erf- itt land, sækir meginhluti út- flutningsverðmæta á djúpmið og er háð, bæði til lands og sjávar, svipulli veðráttu, er það eitt meg- inatriði, að allir heilbrigðir þegn- ar þjóðfélagsins séu vel verkfær- ir og hliðri sér ekki hjá að vinna hvert það starf, sem þörfin kref- ur og framleiðslu þjóðarinnar er nauðsynlegt. Þessu mikilsverða skilyrði fæst svo aðeins fullnægt, að verkkunnáttan verði eigi sett skör lægra en bókþekkingin, og að börn og unglingar séu vanin við líkamleg störf jafnhliða bók- náminu. Það er sannfæring mín og auðvelt að i'ökstyðja, að slíkt uppeldi rýrir á engan hátt and- legt atgerfi og þroska heldur eyk- ur hvorutveggja. Meiri líkamleg vinna en minna bóknámsstagl barna, tefur á engan hátt mennta- feril þeirra, en slík tilhögun gæti orðið atvinnulífinu drjúgur styrkur, ef rétt er með farið. Ekki fyrst og fremst vegna þess vinnu- skerfs, sem börn og unglingar legðu af mörkum, þótt það megi eigi vanmeta heldur fyrst og fremst vegna þess, að þeir, sem ungir venjast líkamlegri vinnu og læra að meta gildi hennar á rétt- an hátt, eru líklegir til að verða alla æfina starfhæfir menn. ENDURBÓT EÐA AFTURIIVARF Búast má við því, að einhverj- ir telji þessar hugleiðingar fjar- stæður og afturhvarf til þess á- stands, er ríkti hér í fræðslumál- um fyrir síðustu aldamót. Vér eigum oft svo örðugt með að viðurkenna, að framfarir, er vér höfum vænst mikils af, og vér höfum klofið þrítugan hamarinn til þess að koma ó laggirnar, hafi reynst að meira eða minna leyti blekking. Vér göngum heldur í berhögg við reynsluna og stað- reyndirnar en að viðurkenna mistökin. Eg vil nú sýna fram á, að þótt eg deili hart á þá stefnu, er nú ríkir í fræðslumálum vorum, og vilji gerbreytingu, þótt eg telji að draga berþúr bóklegri fræðsiu, og þótt eg vilji að öllum skuli frjálst, hvort þeir ganga í fram- haldsskóla eða eigi, þá er hér ekki um neitt afturhvarf til nítjándu aldar ástands að ræða og getiu* aldrei orðið. í fyrsta lagi vil eg, að öllurn börnum, sem geta lært sé veitt sem bezt kennsla í þeim náms- greinum, sem eru undirstaða clls náms, en jafnframt sé lögð rækt við að þroska líkama þeirra og verklega kunnáttu og í því skyni sé þeim séð fyrir sem hæfustum leiðtogum. í öðru lagi vil eg, að öllum, se.n (Framhald á 8 síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.