Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 05.05.1948, Blaðsíða 2
D'AGUR Miðvikudaginn 5; maí 1948 Andsfaððn gegsi koitimýiiisfum Forustulið Sjálístæðisflokksins hefur tvisvar hossað einræðisflokknum Sú var tíðin, að fyrrv. stjórnar- tlokkar báru lof hver á annan. Það var á þeim tímum, er komm- únistar voru í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- og Alþýðuflo'kks- mönnum og gengu ötullega fram í þvi að eyða upp í mold 1300 millj kr. gjaldeyrir á tveimur ár- um og safna auk þess miklum lausaskuldum. Einkum voru það þó Sjálfstæð- isflokksforingjarnir og forráða- menn kommúnista, sem hældu hver öðrum og voru samtaka um að blekkja þjóðina með því að lofa henni gulli ög grænum skóg- um í framtíðinni, aðeins ef hún hlýddi ekki á ,,barlómsvæl“ hinna vondu manna í Framsókn- arflokknum og léti það ekki hafa áhrif á sig. Svo leið og beið, þar til fyrrv. stjórn og hávaðamenn hennar gátu ekki lengur dulið með blekkingum hið raunverulega ástand. Þá vaknaði þjóðin við vondan draum og sá um seinan, að Framsóknarmenn höfðu sagt henni sannleikann, en hinir flokkarnir haft hana að ginning- arfífli og hlunnfarið hana. Nú sýpur þjóðin seyðið af gá- leysi sínu í tilfinnánlegum gjald- eyrisskorti og fleiri vandræðum. Alþýðulýðræði — kommúnista- einræði. Síð'an kommúnistar hurfu úr ríkisstjórn, hafa þeir hagað sér á þann veg, að þeir mæta nú sam- éínáðri andstöðu allra þriggjá lýðræðisflokkanna. Kommúnist- ar hafa bylt um staðreyndum og hugtökum og gefið þeim nýja merkingu. Nú tala þeir og rita um „alþýðulýðræði", en alþýða eru kommúnistar sjálfir og aðrir ekki. Allir utan flokks þeirra eru bara biksvartir nazistar, sem eiga að vera réttlausir eftir þeirra skilningi. Valdarán minni hluta kalla kommúnistar frelsi þeirra þjóða, sem fyrir því verða, ef það er framið af þeim sjálfum. Um þetta vitnar m. a. valdarán kommún- ista í Tékkóslóvakíu, Eins og kunnugt er, eru þeir óþreytandi að hlaða á það lofi og dásama frelsi þjóðarinnar í því landi, þó að þeir viti vel, að stjórnarand- stæðingar þar séu hraktir og hrjáðir fyrir það eitt að vera and- stæðingar valdaránsins. Valdarán með ofbeldi kalla kommúnistar frelsi, þegar það er framkvæmt í umboði Rússa af 5. herdeildum þeirra. Engum vafa er það undirorpið, að kommún- istar mundu gefa þessum aðför- um allt annað nafn, ef þeim væri beitt gegn þeim sjálfum. Þá mundi það heita svívirðilegur Jiíðingsháttur og ofsóknir. Setjum svo, að einhver stjórn- málaflokkur hér á landi, t. d. Sjálfstæðisflokkurinn, hefði að- stöðu til og vilja til að svifta kommúnista rétti til kosninga, þá ættu þeir, til þess að vera sjálfum sér samkvæmir, að telja það mik- ið frelsi sér til handa, og að þessi réttindamissir fullnægði sönnu og fullkomnu lýðræði. En þó mundi þá þjóta öðruvísi í þeim skjá. Þá mundi ekki verða sparað að tala um tröðkun „alþýðulýðræð- isins“ og ofsóknir „dollaraflokks- ins“. Það hefir margsýnt sig, að kommúnistar heimta rétt sér til handa, sem þeir vilja meina öðr- um að njóta .tiL jafns. við sig. Og svo langt ggnga Jjeir í þessum .sérréttindakröfum sínum, að þeir skirrast ekki við að rugla föstum og ákveðnum hugtökum og gefa þéim áður óþekkta merkingu. Kommúnista dreymir um dýrð- .arríki kommúnismans í öllum löndum. Þessi draumur er orðinn þeim að trúarbrögðum, og þeir eru ofsatrúarmenn, er fylgja reglunni: Tilgangurinn helgar meðalið. Þess vegna er umturn- un staðreynda þeim kærkomin tæki í hinu heilaga stríði. Þess vegna úthúða þeir frjálsum kosn- ingum á ítalíu, þar sem þeir biðu ósigur, en ljúka lofsorði á kosn- ingarnar í Rússlandi og leppríkj- um þeirra, þar sem andstæðingar kommúnista eru gerðir áhrifa- lausii' með því að þeim er ekki leyft að bera frám kosningalista. Þegar íslenzkir kommúnistar bera fram bænina: Til komi þitt ríki, þá meina þeir, að ríki Stalins og Lenins verði gróðursett á ís- laridí. Þeir hossuðu kommúnistuni. Eins og ri'ú standa sakir, hafa árigu allra lýðræðisflokkanna þriggja opnast fyrir því, að kommúnistar, sem kalla flokk sinn Sameiningarflokk alþýðu, eru skaðræðismenn, sem meta meira þjónustu við erlent stór- veldi, sem stefnir að landvinning- um og undirokun þjóða, en að sinnar eigin þjóðar. Þetta er svo hræðilegur ljóður á ráði komm- únista, að enginn frelsisunnandi lýði-æðissinni getur veitt þeim fylgi sitt. eftir að honum er þetta ljóst. Þess vegna er engin furða, þó að andstaðan gegn þeim sé orðin almenn og sterk. En þetta hefir ekki alltaf verið svo. Tvívegis hefir Sjálfstæðis- flokkurinn tekið upp stjórnar- sarristarf með kominúnistum. Fyrra samstarfið hófst vorið 1942. Þá hafði um hríð verið stjórnar- samvinna milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem byggðist á því að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Fi-amsóknarmenn höfðu sett það skilyrði fyrir stjórnarsamvinnunni, að ekki yrðu tekin upp ótímabær deilu- mál eins og kjördæmamálið. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hétu því og lögðu við drengskap sinn, að kjördæmamálið skyldi ekki tekið til afgreiðslu á næsta þingi.. Þetta heit sitt rufu þeir, þegar verkalýðsflokkarnir buðu þeim kjördæmabreytinguna og „sex steiktar gæsir“ á borðið. Það varð þeim og flokksmönnum þeirra meira virði en stöðvun dýrtíðar- innar og' gefin drengskaparheit. Olafur Thors varð forsætisrráð- herra í náðarskjóli kommúnista rúmlega hálft ár og tvöfaldaði dýrtíðina á þeim tíma með ötulli hjálp kommúnista. Skömmu áður en þetta gerðist hafði Mbl. sagt: „Kommúnistum er það ljóst, ekki síður en öðrum, að því meiri sem dýrtíð verður í landinu, því erfiðara verður björgunarstarfið, og ef ekkert er að gert, er alls- herjarhrun óumflýjanlegt. En það er einmitt það, sem kommúnistar sækjast eftir, því að þá er von til þess, að jarðvegur fáist fyrir und- irróðurs- og byltingastarf þeirra“. þeirrá.“ Mbl. og Ólafur Thors vissu því, að hverju þau gengju 1942. þegar stjórnarsamstarfið hófst með kommúnistum. Síðara stjórnarsamstarf Sjálf- stæðismanna og kommúnista hófst 1944. Einn trúverðugasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði þá í bréfi til kjósenda sinna, að ráðamenn flokksins hafi óð- fúsir viljað ganga með þeim rauðu og fallast nær algerlega á stefnuskrá þeirra. Þetta tiltæki meiri hluta þingflokks Sjálfstæð- ismanna kallaði sami þingmaður hreina kollsteypu í stefnu og starfi flokksins. Annar þingmaður Sjálfstæðis- flokksins komst svo að orði í bréfi til kjósenda sinna, að þar sem Kommúnistaflokkurinn væri yfirlýstur byltingaflokkur, sem stefndi að upplausn og síðan ein- ræði, gæti það ekki samrýmst stefnu Sjálfstæðisflokksins að taka upp við hann nána sam- vinnu, sem veitti kommúnistum ómetanlegan stuðning og tæki- færi til þess að koma ár sinni yel fyrir borð. Þá lýstu þessir þingmenn yfir því í bréfum sínum, að vel hefði mátt ná samstarfi við Framsókn- arflokkinn, ef foringjar Sjálf- stæðisflokksins hefðu sýnt nokk- urt vilja til þess. Bregðast þeir í þriðja sinn? Það liggur alveg ljóst fyrir, að tOefnið til samstarfs Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista var ekki það, að Framsóknarmenn hefðu hafnað allri samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn og skorizt úr leik, eins og Sjálfstæðismenn hafa haldið fram. Samvinnan milli flokkanna var rofin, af því að leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins voru svo óðfúsir til samstarfs við kommúnista, eins og Gísli Sveinsson sagði, að þeir vildu vinna það til samstarfs- ins að ganga á bak orða sinna um dýrtíðarinnar og nauðsyn á stöðvun dýrtíðarinnai' o:; garðust þar á ofan heitrofar í kjördæma- málinu. Þessi sögulegu rök standa óhögguð, þó að málgögn Sjálf- stæðisflokksins séu að reyna að draga athygli manna frá þeim með því að núa Framsóknar- mönnum þvi um nasir, að þeir hafi eitt sinn átt samræður við kommúnista um stjórnarsam- starf. Þær samræður leiddu ekki Kaupfélag SigSfirðinga hefur réit við eftsr ósijórn kommúnisia Félagið hefur markverðar framkvæmdir með liöndum - Imiflutningsreglurnar iiá eðlilegum vexti þess Aðalfundur Kaupfélags Siglfirðinga er nýlega afstaðinn. Hagur félagsins er nu góður ,og vörusala hafði aukizt nokkuð á árinu og nam 3,2 millj. króna ,sala vefnaðarvara hafði þó minnkað um allt að 50%, og urðu félagsmenn að leita út fyrir félag sitt nauðugir, vegna þess hvað félagið fékk lítið af þeint vörunt. Félagið er nú að mestu búið að ná sér eftir hau tön, sem hað varð fyrir á árunúm 1943 og 1944, er kommúnistar réðu ríkjutn í félagmu, sem frægt er orðið. Framkvæmdastjóri félagsins nú er Hiörtur Hjartar. Alltaf lítið af vefnaðarvöru. Heildarvörusala kaupfélag'sins hafði fremur aukizt á árinu, en sala þess á vefnaðarvöru og skó- fatnaði minnkaði þó um nær 50% á árinu, og hafði þó ve^ið hlut- fallslega allt of lítil árið 1646. -— Láta mun nærri að félagið hafi um 40% allrar matvöruverzlunar á Siglufirði, en hlutur þess í vefnaðarvöru og skófatnaði mun vera um 10—20% og félagsmenn eiga ekki kost á á þeirri vöru hjá kaupfélaginu í eins ríkum mæli og þeir vildu. Er þannig setið á hlut kaupfélagsins, og félags- menn neyddir til kaupmanna til þess að fá þessar yöfur. meira en þeir kæra sig um. Kattpfélagið byggir upp söltunarsíöð sína. Á síðastliðriu ári endurbyggði kaupfélagið söltunarstöð, sem það á á Siglufirði. Er hún nú í ágætu ásigkomulagi og ' verður rekin næsta sumar. Utibú og stórt braúðgerðarhús. Þá er kaupfélagið og að reisa stórt brauðgerðarhús á Siglufirði og er svo ráð fyrir gert ,að það verði fullbúið í júní í sumar, og getur þá framleitt brauð fyrir síldarvertíðina. Á það að vera fullkomið og búið beztu vélum. í sama húsi og br&uðgerðin verður, setur félagið og á stofn útibú fyr- ir norðurhluta bæjarins, og verð- ur það nýlenduvörubúð og mjólkur- og brauðbúð. Úthlutað 6% arði. Á aðalfundinum var ákveðið að úthluta 6% arði af ágóða- skyldri úttekt félagsmanna. — Skulu 3% lögð í stofnsjóð félags- til neins árangurs, vegna þess að F ramsóknarmenn harðneituðu, þegar til kom, að ganga með þeim rauðu. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem staðið hefir stöð- ugur í andstöðu gegn hinum óþjóðholla flokki kommúnista. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aft- ur á móti tvisvar brugðizt í and- stöðunni við kommúnista, sjálf- um sér og þjóðinni allri til skaða og skammar. H\'aða trygging er fyrir því, að sú saga kunni ekki að endurtak- ast í þriðja sinn? manna, en 3% í innlánsdeildar- reikning hvers félagsmanns. — Fjárhagur félagsins veiður að teljast góður, og er félagið nú að mestu búið að ná sér eftir fjár- hagstöp þau, sem það varð fyrir á árunum 1943 og 1944. Út om ínippinn og livappiim Washington, 26. apríl. — Tala manna í atvinnu í Bandaríkjun- um mun verða.sú hæsta í sögunni á þessu sumri og mun íara fram úr hámarki ,sl% áys, ,.er: 6þ millj. manna voru í atvinnu. Sam- kvæmt skýrslu amerísku verka- málaskrifstofunnar er ekkert teljandi átvinnúléysi í Banda- ríkjunum riú og horfur á því, að skortur verðí á vinntiafli 'pegai- í sumar. Þó eru -unv 800.000 konum fleira við framleiðslustörf nú en á sama tíma í fyrra, • Búist er við því að ame^ísk framleiðsla muni geta fengið allt að því eina millj. fyrrv. hermanna til starfa. Flestir þessara manan fengu ókeypis skólavist að herþjónustu lokinni og eru meira milljón slíkra manna nú um það bil að ljúka námi sínu í sumar og munu þeir þá flestir bætast við tölu þeirra manna, er vinna að framleiðsl- unni. * Það bar við í smábæ einum á ítalíu, að tveir kommúnistar áttu sæti í kjörstjórn í kosningunum á dögunum. Er talningu atkvæða var lokið, kom í ljós að frambjóð- andi kommúnista hafði aðeins fengið eitt atkvæði í þessari kjör- deild. Hvor kommúnistinn um sig sakaði hinn um svik, og varð end- irinn sá að báðir voru fluttir blá- ir og blóðugir á spítala! * Brezkt blað skýrir frá því, að samið hafi verið um það, í brezk- íslenzku viðskiptasamningunum, sem nýlega voru undirritaSir, að íslendingar gefi út innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir þeim brezkum vörum, sem liggja í tollafgreiðslum á íslandi, en hafa ekki verið leystar út. Kemur þessi frásögn heim við auglýsingu Viðskiptanefndarinnar fyrir skemmstu, um að þeir, sem eiga brezkar vörur liggjandi hérf óaf- greiddar, skuli á ný sækja um leyfi fyrir þeim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.