Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR MiSvikudaginn 2. júní 1948 SKRIF BRAGA: Það veður mesra á honum í „Alþýðumanninum“ 4. maí s. ]. er bent á hvað áunnist hafi við núverandi stjórnarátarf, og þar á meðal tilfærir Bragi þetta: „í þjóðarbúsáætlun Fjárhags- ráðs eru nú 25% útflutningsverð- mætanna ætluð til nýsköpunar atvinnulífsins en 15% eftir samn- ingsum fyrrverandi stjórnar.“ Síðan bætir ritstjórinn við í svigum: „Þetta er öll hrunstefn- an!“ Eins og kunnugt cr, var það „nýsköpunin", sem fyrrverandi stjórn og' flokkar hennar stærðu sig mest. af, þar á meðal Alþýðu- flokkurinn, og taldi hana svo mikilvæga, að hennar vegna hefði verið tilvinnandi að bindast stjórnarsamstarfi. við kommún- ista. Eftir því sem Braga segist frá,' var nýsköpunin í því fólgin í tíð fyrrv. stjórnar að verja 15% út- flutningsverðmætanna til hennar. Að þessariráðstöfun stóð Alþýðu- flokkurinn ásamt Sjálfstæðis- og kommúnistaflokknum. Nú upplýsir ritstjóri Alþm., að eftir að stjórnarsamstarf tókst með Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Framsóknarflokknum hafi fjár- framlög til nýsköpunar atvinnu- veganna hækkað svo „prósent- vís“ af útflutningsverðmætum, að nú séu þar 5 á móti 3 við það, sem áður var. Þetta ætti að vera allglögg bending um þa8, a'ð Fvamsóknar- flokkurinn sé síður en svo eftir- bátur hinna flokkanna í nýsköp- unarstarfinu. Það er líka kunn- ugt, sem oft hefur verið tekið fram, að Framsóknarmenn lögðu til á sínum tíma, að varið yrði þriðjungi hærri upphæð til ný- sköpunarframkvæmda en hinir flokkarnir gátu fallist á. Sam- svarar það langdregið þeirri hækkun, sem Alþm. segir að orð- ið hafi við komu Framsóknar- manna í ríkisstjórnina. Þrátt fyrir þessa gömlu og nýju reynslu um Framsóknarmenn í garð nýsköpunar atvinnuveganna komu stuðningsflokkar fyrrv. stjórnar sér saman um að stimpla þá í ræðu og riti „fjandmenn“ alh’ar nýsköpunar, og stefnu Framsóknarflokksins kölluðu þeir hrunstefnu. Loks virðist svo sem Bragi Sigurjónsson hafi átt- að sig á því, að Framsóknarmenn séu jafnvel enn meiri nýsköpun- armenn en hans eigin flokksmenn og Sjálfstæðisflokkurinn, því að þegar hann hefir skýrt frá því, að nú séu eftir komu Framsóknar- manna í stjórnina 25% útílutn- ingsverðmætanna ætluð til ný- sköpunar atvinnulífsins í stað aðeins 15% eftir samningum fyrrv. stjórnar, þá skellir hann á lær sér og hrópar upp: Þetta er þá öll hrunstefnan, sem við höf- um verið að bera Framsóknar- flokknum á brýn. Bragi þessi telur sig eflaust mikinn nýsköpunarkappa og mætti ætla, að hann væri Fram- sóknarflokknum þakklátur fyrir öflugan stuðning sinn við þá stefnu. Að m. k. mætti ætla að hann talaði ekki hraldega um þann flokk, sem svo drengilega hefir hlaupið undir bagga til auk- ins framgangs þessu hjartfólgna áhugamáli hans. En svo kynlega bregður við, að í hvert skipti, sem Bragi minnist á Framsókn- arflokkinn, hreytir hann í flokk- inn ónotum og eys hann brigzl- yrðum, segir, að Framsóknar- menn eigi enga sanngirni til, þeir setji met í óheiðarlegri málsókn, og asklok samvinnufélaganna hafi gert þá sálblinda. Dagur leyfði sér að gagnrýna nokkuð þessa grein Braga frá 4. maí, og er auðséð, að sú gagnrýni hefur hitt í markið, því að 18. s. m. veður hann fram á ritvöllinn í blaði sínu með ógurlegum bægslagangi og veður þá enn meira á honum en áður. Hann er sýnilega gulur af öfund út af því, að ritstjóra Dags hafi hlotnast heiður New York-borgar, og nú má nærri geta að sú metnaðar- sýki sé þjáningarfull. Hann dreg- ur dár að Hermanni Jónassyni fyrir það, að hann hafi ekki brugðist þagnarskyldu sinni í sambandi við ályktanir Fjárhags- ráðs. Hann lýsir ritstjóra Dags sem taugaveikluðum aumingja og lætur í það skína, að sjúkdómur- inn stafi frá þrásækinni van- máttarkennd gagnvart ritstjóra „Alþýðumannsins", þessu líka heljarmenni! Ritstj. „Alþm.“ viðurkennir á nýjan leik, að tryggingarlögin hafi fæðst í synd og spillingu. Þetta sáu Framsóknarmenn líka og vildu ráða þar bót á strax í byrjun. Þetta, að vilja vanda betur til löggjafarinnar, kallar Bragi að sýna lögunum „furðu- lega óvináttu.“ Málefnalega þarf ekki að svara þessari síðari grein Bragh, því að þar er engu að svara, af því að hún er tómur vaðall. Bragi Sigurjónsson virðist vera Framsóknarflokknum reiður fyr- ir tvennt. í fyrsta lagi fyrir það, að Framsóknarflokkurinn styð- ur samvinnustefnuna og í öðru lagi vegna gagnrýninnar á stefnu fyrrv. stjórnar Þá gagnrýni þolir hann ekki, af því að Alþýðuflokk- urinn tók þátt í þeirri óheilla- stefnu. Bragi vill koma allri verzlun í ríkisfjötra, en sér, að samvinnu- stefnan muni verða þar Þrándur í Götu. Þess vegna kallar hann kaupfélögin klíkur í háðungar- skyni. Framsóknarmenn staðhæfðu margoft, að dýrtíðarstefna fyrrv. stjórnar kæmi nýsköpuninni á kaldan klaka. Reyríslan hefur skorið úr um það, að þetta var rétt á litið, enda hafa andstæð- ingar Framsóknarflokksins nú viðurkennt það. Til skilningsauka nýsköpunarkappanum, Braga Sigurjónssyni, skal honum bent á ummæli Vísis fyrir fáum dög- um um þetta. Vísir segir: „Þegar kommúnistar hrökkl- uðust úr ríkisstjórn, eftir þriggja mánaða stjórnleysi í landinu og tveggja ára óstjórn, var svo kom- ið hag landsmanna, að erlendur gjaldeyrir var allur eyddur, en hæst nam inneign þjóðarinnar í pundum og dollurum tæplega kr. 600 milljónum. Af þessari fjár- hæð var varið 300 millj. kr. til svokallaðrar nýsköpunar, aðal- lega bygginga á skipum og öðrum framleiðslutækjum. Hins vegar hafði ekki verið ráð fyrir því gert, að nýsköpunartækin ein saman nægðu þjóðinni, heldur þyrfti einnig að verja verulegum gjaldeyri til þess að gera þau starfhæf. Af þessu leiddi að gjald- eyrisbirgðir þjóðarinnar þurru með öllu, þannig að skortur var á gjaldeyri til kaupa á brýnustu nauðsynjum. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var þannig í algjört óefni komið, þannig, að grípa þurfti til hreinna óyndisúrræða til þess eins að tryggja rekstur þjóðarbúskaparins og af slíkri •illri nauðsyn var fjárhagsráð skipað og gefið það mikla vald, sem það fer nú með. Fjárhagsrráð gerði þjóðinni réttilega grein fyrir hvernig málum var komið og má segja að sá boðskapur kæmi eins og þruma úr heiðskíru lofti eftir allt sólskinsfleiprið, sem á undan var gengið, en sem kommúnistar höfðu átt ríkastan þátt í, þótt aðrir legðu þar af skammsýni og ábyrgðarleysi nokkuð af mörkum." Bragi Sigurjónsson afsakar þátttöku Alþýðufl. í stjórn með kommúnistum með því, að vin- átta Sjálfstæðisfl. og kommún- ista hafi verið svo heit, að engin tök hafi verið á því fyrir Alþýðu- flokkinn að komast í dýrtíðar- stjórnina, nema að sætta sig við að hafa kommúnista með og láta þá ráða mestu um stjórnar- stefnuna, eins og Vísir segir, að þeir hafi gert. Ekki er þetta nú karlmannlega af sér vikið. Auð- vitað finnst Braga það hafa verið ógurleg tilhugsun, að Alþýðufl. hefði lent utan stjórnar 1944, og því eðlilegt að valdalöngunin hafi borið allt annað ofurliði. En það sem máli skiptir er þetta: Stjórn- arstefnan á árunum 1944—1946 varð íslenzku þjóðinni til van- sæmdar og stórskaða, sem trauðla verður úr bætt um langa framtíð. Og það bætir ekkert úr skák, þó að Sjálfstæðis- og Alþýðufl. sé eftir á að reyna að skella allri skuldinni á kommúnista. Þeir áttu þó ekki nema 2 ráðherra af 6 og voru í enn meiri minni hluta í þinginu. Skáldið Benedikt Gröndal átti eitt sinn í ritdeilu við mann nokkurn og endaði lokasvar sitt til andstæðingsins með þessum orðum: „Hér stendur Gvendur á hausnum“ og mun hafa átt við að málstað hans væri þannig komið. Fjarri fer því að Dagur vilji hafa svo óheflað orðalag um prúðmennið, ritstjóra Alþm., að hann standi á hausnum, en þó munu allir réttsýnir menn líta svo ó, að málstaður hans sé nú mjög tekinn að hallast. AKUREYRI. — SÍMI 444. Gróandi jörð: Vakning meðal æskunnar imdan- fari nýrrar aldar í atvinnu- og memiingarlífi Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON IIÉR ÞARF að taka til beirra ráða, er valdi straumhvörfum á sviði landbúnaðarins, er verði bess megnug að stöðva fólks- strauminn úr sveitunum. Það á að vera allra áhugamál að fólkstalan þar komizt sem fyrst upp í 50% af íbúum landsins (úr tæplega 30%) til þess að bjóðin miði að bví að ná jafnvægi bæði á verklcgu og andlegu sviði. Annars missir hún fólk úr hinum ofstóru kaupstöðum aifarið af landi burt og framleiðsl- an bognar undan of bungri byrði, sem myndast við offjölgun fólks í hinum ofstóru kaupstöðum landsins, fólks, sem hefir enga hugsjón að lifa fyrir, enga liugsjón cr til nytja og menn- ingarverðmæta taki. Fyrst og fremst verður sveitafólkið sjálft að gera sér grein fyrir livað til þess friðar heyrir. íslenzkt bændafóik er yfirleitt mjög duglegt við störfin, en bað á að meta gildi þeirra til þjóð- megunar og dýrmætis miklu meira en bað gerir. Sveitafólkið þarf árlega að halda vakningar- og útbreiðslufundi fyrir land- búnaðinn. Það eldra verður að ganga á undan og hrífa hina yngri með. Hcntugastur tími fyrir svona samkomur væri að haustinu eftir heyannir og upptekt úr görðum. Svona sam- komur ættu að nefnast uppskeruhátíð, þar sem gjafaranum allra góðra hluta, væri þakkað fyrir sumarið og upnskeruna. Þarna ætti að flytja erindi um ágæti landbúnaöarins og sveita- lífsins. Auk bess ætti að vera fjölbreytt skemmtiatriði. Sam- komur þessar ættu svo að þróast upp í það að vera sýning um leið á ýmsum afurðum: heyi, garðmat, ull o. fl. Fundarsvæðið gæti verið ein sveit, fleiri sveitir eða heilt hérað, eftir því sem bezt til hagaði og eftir áhuga og áliti fólksins. AHur félags- skapur sveitanna ó að taka höndum saman til þess að halda þessar samkomur og gera hær sem áhrifamestar: Búnaðarfé- lögin, kvenfélögin og ungmennafélögin. Ef um héraðssamkomu væri að ræða, ættu sambönd bessara félaga að standa fyrir þeim. Þessar samkomur æítu sannarlega að komast á um allar sveitir landsins og verða það óhrifamiklar, að fólkið teldi.dag- ana þar til bær yrðu lialdnar. Aðeins svona samkomu gætu hæglega aukið mjög óhugann fyrir landbúnaði og eflingu sveitanna og orðið hcss valdandi að unga fólkið- fýsti minna þaðan að fara alfarið. Félög bau, er eg nefndi hér að framan, ættu um land allt, nú þegar, að hefja undirbúning á samtökuin til framkvæmda þessu merkilega rnáli. Ekkert er jafn áhrifa- mikið til útbreiðslu hugsjóna, eins og vel lukkaðar samkomur. Svona fundir ættu líka að vinna á móti og útrýma innihalds- lausum og ósiðlegum skrallsamkomum, sem tíðkast nú meir og meir úti um sveitir landsins og valda óhrifum einum. Hið vel hugsandi sveitafólk verður að hafa leiðslu og yfirtök í sam- kvæmislífi sveitanna. Oft gætu orðið undirbúningsfundir hjó félögum sveitanna undir útbreiðslufundinn eða uppskeru- fundinn og margt gæti út af þessu gróið til menningarauka og vaxtar sveitunum. Skora eg á alla, sem lesa þessar línur, að styðja hugmynd þessa og hjólpa til að koma henni í fram- kvæmd. HENTUGT VÆRI fyrir félögin í sveitunum að láta afla landbúnaðarkvikmyndasýninga, bæði sem útbreiðslumeðal og til fjáröflunar iil útbreiðslustarfseminnar. Samhliða þeim þarf að kosta umferðafyrirlesara, sem óhuga hafa íyrir fram- þróun sveitanna og þekkingu á sveitalífinu. Bændanámskeið þau, sem Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum gekkst mjög fyrir og tíðkuð voru út um sveitir landsins, upp úr aldamótun- um, en eru nú mikið daufari, gerðu mjög mikið gagn. Er sjálf- sagt að efla þau að nýju og láta þau líka starfa að úlbreiðslu hugmyndarinnar um ræktaðar og þéttbyggðar svcitir. Margt | fleira mætti gera til að hefja útbreiðslustörf. \ Þá kemur til kasta skólanna. Það er sorglegt tímanna tákn : — og sannar það sem hér um ræðir — að í öllum skólum í landsins er fólkið að troðast undir af þrengslum, nema í bún- | aðarskólunum, þar standa bekkirnir áuðir. (Önnur undan- | tckning mun þó vera til, en það er prestaskólinn. Nú er kristn- 1 in hið nauðsynlcgasta fyrir þjóðina og þá landbúnaður. Ilvort § tveggja er í stórvanrækslu hjá þjóðinni. Það er niðurlægingar- \ stefna fyrir hana). í öllum barnaskólum á að innræta börn- \ unum lotningu fyrir almætti Guðs. í því sambandi cr hægast I að kenna þcim að meta gróður jarðar og þykja vænt um hann. | Það er mjög naúðsy’nlegt og sjálfsagt, hvort sem skólinn er í | sveit eða í kaupstað. Alþýðuskólarnir í héruðum landsins, \ (Framhald á 7. síðu). 1 iiiiiiiliiiiHiiiiéiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinii imiiimiiiiiiiniiiiniiniitiiiiniiiiiiiiiiii»MiiiiiiiiiiiiiMiiiinmiini»niiiiiimiiiiii*iiiiiniii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.