Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 1
Fimmta síðan: Síðari grein Snorra Sig- fússonar um skólamál þjóðarinnar. AGUK Forustugreinin: Skrif Mbl. um félags- mannaskrár kaupfélag- anna eru fávísleg. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2, júní 1948 22. tbl. Brezkt flskiveiðibiað ræðst á ísSenzka landhelgisgæzlu Gef ur villandi upplýsingar um landhelgi íslands Hið víðlcsna, brezka fiskiveiði- blað, „Fishing News", sem gefið er út í Aberdeen, flutti hinn 15. maí sl. ritstjórnargrein, þar sem ráðist er harkalega að landhelgis- gæzlu íslands og íslenzkum dóm- stólum. Kallar blaðið sektir þær, sem brezkir togarar hafa orðið að þola fyrir landhelgisveiðar ofsa- legar eða villimannlegar (savage) og landhelgismörk íslendinga „býsna furðuleg" (soinewhat fantastic). Tilefni þessarar greinar mun vera það, að skozkur togari var fyrir nokkru tekinn í landhelgi við Suðurland og sektaður, eins og lög stóðu til, um 12000 gull- krónur eða 28000 ísl. krónur, að viðbættum 300%, sem er nýlegt ákvæði. Togari þessi var staðinn að veiðum á svæði, sem óumdeil- anlega er landhelgi íslands og þessi landhelgi er, eins og Brei- um æti að vera manna bezt kunn- ugt um, 3 mílur frá yztu annesj- um, en ekki, eins og blaðið held- ur fram, að landhelgin „sé ekki sl.röng þriggja mílna mörk, eins og vér þekkjum við strendur vor- ar, heldur heilir flóar og sund, mælt frá nesi til ness, sem inni- fela hundruð mílna góðra fiska- miða, sem mundu vera heimil til veiSa fyrir alla í öðrum löndum." Þessi lýsing blaðsins á landhelg- ismálum íslands er algjörlega villandi og furðulegt að slíkt Sr. Pétur Sigurgeirsson eini umsækjandinn um nýja prestsembættið Umsóknarfrestur um hið nýja prestsembætti hér, skv. lögum i'rá síðasta Alþingi, var útrunn- inn 31. maí. Aðeins einn umsækj- andi er um embættið, séra Pétur Sigurgeirsson, sem verið hefur aðstoðaprestur hér að undan- förnu. Kosning hefur verið á- kveðin hinn 13. júní n. k. Þótt umsækjandi sé aðeins einn, þarf kosning eigi að síður aðfarafram. Til þess að prestur sé löglega kos- inn þarf hann að fá rösklega 25% atkvæða á kjörskrá, þ. e. a. s. helmingur þeirra, sem á kjörskrá eru, þurfa að kjósa og hann að fá helming greiddra atkvæða. I Akureyrarsókn og Lögmanns- hlíðarsókn eru samtals 4252 menn á kjörskrá og þai-f séra Pétur því að fá a. m. k. 1064 atkv. hinn 13. júní til þes& að vera löglega kos- inn prestur hér. skuli birtast í ábyrgu, brezku fiskiveiðiblaði. Hlutdrægni dróttað að dómstólum. Þá er látið liggja að því, að ís- lenzkir dómstólar séu hlutdrægir ef íslenzk skip eiga í hlut. Segir blaðið að „ekki sé vitað", hvað gert sé við íslenzka fiskimenn, sem brjóti landhelgislögin. Loks kvartar bláðið yfir því, að nauð- syn sé að koma fastara skipulagi á landhelgismál þjóðanna ,því að á sama tíma og Bandaríkin og fleiri þjóðir færi út landhelgi sína stórlega, og íslendingar og Norðmenn túlki landhelgi sína með reglunni „frá nesi til ness", þ. e. með innilokun stórra flóa, geti hver, sem er, veitt fisk við strendur Bretlands. Landhelgismál rædd í ýmsum tóntegundum. Eins og áður er tekið fram, er þessi túlkun blaðsins á landhelgi íslands mjög villandi. Það er ekkert „furðulegt" við landhelg- islínu íslands. Núverandi land- helgi var afmörkuð með samn- ingi Stóra Bretlands og Dan- merkur löngu áður en íslending- ar fengu sjálfir þar um nokkru að ráða, og þessi samningur er ekki þannig úr garði gerður, að sjálfstætt ísland geti unað við hann til frambúðar. Umráðasvæði íslands er þar SKERT meira en sanngjarnt er. Allt tal um furðu- lega stóra landhelgi íslands nú, er út í bláinn og mjög villandi. Þa'ð er eftirtektarvert, að þetta brezka blað virðist ræða land- helgismál þjóðanna með ýmsum tóntegundum, eftir því, hver í hlut á. Nýlega greindi það frá fyrirætlunum Ástralíustjói'nar um að færa út landhelgi sína með lagasetningu til verndar fiski- veiðum landsins og fiskistofnin- um. Engar athugasemdir voru við það gerðar af blaðsins hálfu. En þegar smáþjóð á í hlut, er reynt að gera núverandi landhelgi hennar tortryggilega. Sú spurn- ing hlýtur að vakna, hver til- gangurinn sé. Er hann sá, að tor- velda fyrirfram skilning brezkra fiskimanna á nauðsyn íslands fyrir rýmkaða landhelgi? Hvern- ig, sem á grein þessari stendur, hljóta menn hér að harma það, að ábyí-gt, brezkt blað, skuli birta grein um þessi mál, byggða á jafn röngum forsendúmog litlum skilningi og nefnd grein í -„FishT ing News, hinn 15. maí síðastl.. Arabaleiðtogar Þessir tveir þjóðhöfðingjar Araba eru helztu forvígismennirnir í innrás Arabaríkjanna í Palestínu, auk Abdullah Transjórdaníukon- ungs. Þeir eru Farouk Egypta- landskonungur (t. h.) og Ibn- Saud, konungur Saudi-Arabíu. Umdæmisþing Rótaryklúbbanna laldið á Akureyri Annað umdæmisþing Kótary- klúbbanna íslenzku verður hald- ið hér á Akureyri dagana 3.—6. þ. m. — og munu sækja það full- trúar frá öllum klúbbum lands- ins, en þeir eru núi 8 talsins. — Er ísland sérstakt Rótaryum- dæmi (74. umdæmi) og hefir svo verið í 3 ár, en áður heyrðu ís- lenzku klúbbarnir undir Dan- merkurumboðið. Rótaryfélagsskapurinn er ekki gamall, aðeins rúmlega fertugur. Var fyrsti klúbburinn stofnaður í Chicago í Bandaríkjunum 23. fe- brúar 1905. — Nú eru yfir 6 'þús. klúbbar í heiminum, og er fé- lagatala þeirra komin nokkuð yf- ir 300 þúsundir, — svo ör hefir vöxturinn verið. Rótaryklúbbarnir eru félags- skapur hinna ýmsu starfsgreina í þjóðfélaginu og telur aðeins einn fulltrúa fyrir hverja starfsgrein. Er aðaltilgangurinn að vinna að kynningu og þróun þeirra og efla frið, og bræðralag manna á með- al. Dr. Helgi Tómasson hefir verið umdæmisstjóri frá því íslenzka umboðið var stofnað, en nú standa umdæmisstjóraskifti fyrir dyrum og hefir séra Óskar Þor- láksson, Siglufjarðarprestur, ver- ið kjörinn eftirmaður dr. Helga. Mikill afli í Húsavík Frá fréttaritara blaðsins: Mjög góður afli var á línubáta í s 1. viku. Er mikil fiskigengd á smábátamiðum á flóanum og er langt um liðið síðan önnur eins aflahrota hefur komið héi'. Fisk- urinn er saltaður og hraðfrystur. Tíð hefur verið köld hér a'ð und- anförnu og hafa bændur átt í miklum ei-fiðleikum með lambfé vegna kuldanna. Gjaldeyrisleyfi fyrir 6,3 millj. fil kaupa á landbúnaðarvélum á þessy ári Þar aí 1,3 millj. nú fyrir nokkrum döguin til kaupa á heyvinnuvélum Landbúnaðarráðherrann, Bjami Ásgeirsson, sagði í viðtali við blaðið í gær, að á þessu ári væri búið að veita gjaldeyrisleyfi til kaupa á landbúnaðarvélum fyrir samtals 6,3 millj. króna og skortir því ekki nema 200 þúsund krónur á að veitt séu leyfi fyrir allri þeirri upphæð, sem áætluð var til þessara nota í hinflutningsáætl- un Fjarhagsráðs. Af þessari upphæð voru veitt- ar 1,3 millj. króna nú fyrir nokkr- um dögum til kaupa á heyvinnu- vélum frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. Taldi ráðherrann að sæmilega hefði rætzt úr um öflun þessara tækja og gjaldeyrisyfir- f ærslur til kaupa á þeim og mætti vænta þess, 38 eitthvað rættist úr heyvinnuvélaskortinum, þegar búið væri að flytja tæki til lands- Fyrsti brezki ferðamannahópur- inn Eins og áður er greint frá hér í blaðinu, heldur brezka Culliford- línan uppi skemmtisiglingum hingað til lands í sumar á skipinu „Granton Glen". Mun skipið fara alls fimm ferðir og er það vænt- anlegt til Reykjavíkur hinn 4. þ. m. og hingað 8. þ. m. Hér mun ferðafólkið dvelja í röskan sól- arhring. Mun það ferðast um ná- grenni bæjarins og austur til Mývatns. Ferðaskrifstofa ríkisins annast móttöku þess hér. íltihú Ferðaskrif- ruasms mnn starfa hér í somar Ferðaskrifstofa ríkisins mun starfrækja útibú hér í sumar og er skrifstofan nýlega tekin til starfa. Stjórnar Jón Egils henni. Ákveðið hefir verið að auka starfsemina hér frá því sem verið hefir. Skrifstofan annast af- greiðslu bifreiða, skipulegguv hópferðir, útvegar ferðamönnum hei'bergi og annast hvers konar fyrirgreiðslu. Skrifstofan er í Strandg. 5 og er opin alla daga frá 9—6 og 8—9 e. h. Félóg, er hyggja á. hópferðir og þurfa á stórum bílum að halda, geta snúið sér til skrifstofunnar;. hefir hún rá'ð á stórum bílum. ins fyrir fyrrgreindar 1,3 millj. kr. króna. Ráðherrann gaf þessar upplýsingar í tilefni af gagnrýni, sem birtist hér í blaðinu í sl. viku, þar sem deilt var á stjórnarvöldin fyrir að' takmarka um of gjald- eyrisleyfisveitingar fyrir jarð- yrkjuvélum. Með síðustu leyfis- veitingum, 1,3 millj. kr., til kaupa á heyvinnuvélum, má segja að verulega hafi rætzt úr. Aburðarskorturinn ekki vegna. gjaldeyrisvandræðanna. Þá upplýsti rá'ðherrann, að það væri ranghermt, að hinn tilfinn- anlegi áburðarskortur í sveitun- um væri af völdum gjaldeyrisyf- irvaldanna. Ekki hefði staðið á gjaldeyri til kaupa á því áburð- ai-magni sem fáanlegt var. Al- þjóðalandbúnaðarstofnunin FAO stjórnar ábui'ðarútiilutuninni og ákveður það magn, sem hver þjóð fær. Ætlunin var að skera hlut íslands niður á þessu ári, en fyrir atbeina Landbúnaðarráðuneytis- ins og sendiráðs íslands í Was- hington fékkst hingað sami skammtur og árið á undan. Þótt það væri hvergi nærri nóg, væri vöntunin óviðráðanleg íslenzk- um stjói'narvöldum eins og1* ástandið væri. Ráðherrann upp- lýsti enhfremur, að gjaldeyrisyf- irvöldin hefðu mjög greitt fyrir yfirfærslum vegna áburðarkaup- anna, en þær varð þó að gera meðan gjaldeyrisástandið var mjög erfitt og stóð á yfirfærzlum fyrir margs konar nauðsynja- varningi. Ný myndasaga hefst í dag Fylgist með frá byrjun! Með þessu tbl. tekur Dagur aftur að birta hinar vinsælu myndasögur, og mun fram- haid þessarar sögu birtast í blaðinu í sumar. Nýja sagan heitir „Kjölfar Rauða drek- ans" og er spennandi sjóferða- og ævintýrasaga eftir amer- íska rithöfundinn Garland Ro- ark. Teikningarnar með sög- unni eru eftir ameríska lista- manninn F. R. Gruger. Blað;ð væntir þess, að þessi nýja saga hljóti vinsældir lesendanna. — Fylgist með frá byrjun!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.