Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2. júní 1948 Ð A G U R ij Eeioinaar um sKoiamaim r r I tilefni af grein Olafs Jónssonar Eftir SNORRA SIGFÚSSON, námsstjóra — SEINNI GREIN. — Svokallaður annarsdagsskóli hefir stims staðar verið reyndur í sveitum, þar sem löng var heimangangan. Hefir þá yngri hópurinn komið annan daginn, en hinn eldri hinn. Þetta hefir víðast gefist þar vel. En eg er hræddur um að öðru máli myndi gegna í bæjunum. Það hefir lítillega verið reynt í þorpi, en þar varð sagan önnur. Þó held eg að annarsdags- skóli yrði líklegri til þrifa í þétt- býlinu heldur en það fyrirkomu- lag, að börnin væru svo sem mánuð í skóla í einu og svo ann- an heima eða svo. Sannleikurinn •» er nú sá, að þrátt fyrir allt, er dagleg skólaganga öllum fjölda bæjarbarnanna uppeldislegnauð- syn, eins og málum er háttað nú, enda held eg að allur þorri for- eldra líti einnig svo á. Um lengd skólaársins má deila. Það er nú frá 12 vikum í allt að 36 vikur. En aðgætandi er, að þeir sem lengst hafa skólaárið hafa stuttan skóla- dag, aðeins 2—3 40 mínútna stundir, og svokallaður vor- og haustskóli bæjarbarnanna fer að mestu í útivist og kennslu þar. En aftur á móti á að stefna að því, að heimanám barnanna minnki eða hverfi að'mestu, og yrði það stór léttir bæði fyrir börnin og heimilin. Á eg hér einkum við stóru þorpsskólana og bæjarskól- ana, sem lengst hafa skólaárið, því að þeirra tími á að vera næg- ur til þess að börnin læri það, sem rétt er og sanngjarnt af þeim að heimta, þar sem framhaldsnám blasir nú við flestum, sem vilja. Þá munu og hin margendurteknu próf í lesgreinum barnaskólanna einnig smátt og smátt hverfa, og önnur vinnubrögð og gpnað mat tekið upp á vinnu og athugunum barnanna, sem lyft gæti meir undir áhugann til sjálfsnáms. Og ef námsþreytan er eins almenn og ýmsir vilja ætla, sem raunar hinir fullsetnu framhaldsskólar benda til að ekki hafi við nægileg rök að styðjast, mun mega ætla, að minnkandi lexíunám og prófaþvarg og þá einnig minna heimanám, létti nokkuð á börn- unum og gefi þeim meira svigrúm til að sinna leikjaþörf sinni og frjálsræði. Á því hefi eg aftur á móti litla trú, að kennarar séu á stjái milli heimilanna í bæjunum og kenni þar einu og einu barni í einu. Öll aðstaðan þar mælir gegn slíkum vinnubrögðum. , Eg er sammála Ó. J. um það, að litlir skólar séu heppilegri upp- eldisstofnanir en stóru skólarnir, en þeir verða aftur á móti dýrari í rekstri, og hefir það sjónarmið líklega verið allþungt á metum hingað til. Skólabákn eins og Austurbæjarskólinn í Rvík verð- ur ekki framar byggt hér á landi. Nú er þar í ráði að byggja smærri skóla og víðar um borgina. Þann- ig mun þróunin víðar verða, t. d. hér á Akureyri, því að hin nýja viðbót við húsið hcr var meir gerð til að koma fyrir Ijósa- og lækningastofum og gera litlar kennslustofur viðunandi, en beinlínis til þess að stækka skól- ann að verulegu ráði. Næst mun lítill skóli reistur niðri á Oddeyr- inni, ætla eg. Á vegamótum. Það má kalla að við stöndum nú á vegamótum, máske fremur en nokkru áinni fyrr. Mikil þjóðlífs- bylting og ískyggileg er að gerast. Sveitauppeldis njóta nú miklu færri en áður. Og það er erfitt fyrir þjóð, sem ætíð hefir búið dreift, að vera í svo að segja ein- um svip varpað inn í kös þéttbýl- isins, með öllum þeim uppeldis- legu annmörkum, sem því fylgja. Það er því ekki að undra þótt sitthvað sé að, því* að villigöturn- ar eru margar á leið hinnar nýju þéttbýlismenningar, sem við verðum nú að reyna að skapa, og það hygg eg og vona, að þar verði hlutur skólanna drjúgur til framdráttar aukins þroska og meiri siðmenningar. Sveitirnar verða í þessum efnum vel settar þegar þær hafa eignast sín skóla- heimili, er smátt og smátt munu rísa þar, og gleður það mig ein- læglega, að O. J. virðist eindregið hallast að þeirri úrlausn málanna þar. „Völd“ stéttar barnakennara held eg að enginn þurfi að óttast, því að þau eru harla lítil. Sú stétt er ekki ýkja stór starfshópur og hefir ekki verið aðsópsmikil í streitunni um eigin hagsmuni. Var sá hópur þó einna vérst sett- ur fram á hin allrá síðustu ár. Og enn er hinn mesti hörgull á mönnum ,sem vilja gefa sig að barnakennslu, og sýnir það, að aðrir vegir þykja fýsilegri til fjár og frama. Og af allnánum kynn- um við kennarana um fjóra ára- tugi þykist eg geta sagt það með sanni, að þar hafi yfirleitt verið og séu góðir menn og samvizku- samir að verki. «■» Allt veltur á manninum sjálfum. Eg skal svo ljúka þessum hug- leiðingum með því að vitna til niðurlags erindisins, sem eg nefndi og hefi áður vitnað til: ,;.... Við lifum á öld mikillar tækni og véla. Voldug öfl hafa verið leyst úr læðingi. En enn er óséð hvort hin mikla þekking og tækni verður til þess að þroska mannskepnuna eða tortíma henni. Það fer eftir því, hvort hinn sprenglærði óviti kann og vill nota þau vopn, er hann ræður nú yfir, sér og öðrum til farsældar eða eyðileggingar. Allt veltur á manninum sjálfum, hvort hinar beztu eigindir í eðli hans, eða hinar lakari, ná þar yfirhönd- inni. Mannræktin er því hið mikla stórmál allrar veraldar nú, ræktun guðseðlisins í hugarfari og hjartalagi manhanna. Sú rækt á og þarf að vera æðsta markmið alls uppeldis, bæði í heimilum og skólum. Og þar hvílir hin þyngsta skylda á heimilunum. Þau leggja grundvöllinn. Skólinn á óhægra um vik. Hann tekur við hópum ólíkra einstaklinga, meira og minna mótuðum af heimili og umhverfi, verður að sinna öllum og á því örðugra með einstakl- inginn. Skólanum kann því jafn- an aðvera hætt við að nota sama mælikvarðann á alla, og freista þess ógernings, að steypa þá í sama mótið. Þetta eru hinir miklu vankantar á öllu skólauppeldi eins og það er nú, og mun máske jafnan verða. En þó verður að vænta þess, að kennslu og upp- eldishættir skólanna fái þá end- urskoðun og endurbót í framtíð- inni, að einstaklingurinn fái þar sem bezt notið sín.“ í fyrri hluta þessarar greinar slæddust m. a. þessar prentvill- ur: í 6. línu 4. dálks að ofan stendur: — Skólinn á líka við þann yfirstíganlega örðugleika að etja, — en á að vera óyfirstígan- lega öi'ðugleika að etja o. s. frv. — í næst síðustu línu kaflans: Nám eða iðjuleysi, stendur---að séu þegar vaxandi ungviði nauðsyn- legur þroskagjafi, en á að vera: hverju vaxandi ungviði-------o. s. frv. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). halda uppi 1100% dýrari lögreglu nú en fyrr. Þá eru það þrifnaðarmálin. Þau eru nátengd lögreglumálunum. Ar- ið 1934 var kostað til þrifnaðarmála kr. 14.000,00, en nú kr. 238.000,00. Virðast því fjárframlög til þessara mála nú og fyrr mjög liagstæð fyrir nútímann, bæði miðað við fólks- fjölda og hækkun verðlags. Gunnar Jónsson. Hersýningin á Raúðatorginu. ÞEIR HEITA ÝMSUM nöfnum, foringjar kommúnista eins og aðrir dauðlegir menn. Dimitroff er lor- sjón Búlgaríu og Tító allsherjarguð Júgóslaviu. Hér á íslandi lieitir leið- togi rétttrúaðra Brynjólfur Bjarna- son. Og yfir öllum litlu spámönn- unum vakir alsjáandi auga föður Stalins. — Það er venja í þeim lönd- um, sem tekið hafa átrúnað komm- únista, að merkisdagar þessara for- ingja eru, með valdboði, gerðir að þjóðhátíðardögum. Þá eru hersýn- ingar miklar haldnar, dagskipanir útgefnar, og risastórar myndir og áróðursspjöld liengdar á annað hvert liús .Þá lirópar lýðurinn sig hásan — undir eftirliti lögreglunnar — yfir þeirri náðargjöf forsjónar- innar, að senda þjóðunum slíka menn. Hér á íslandi hefur þjóðin ekki þennan austræna átrúnað því ella mundi miðvikudagurinn síð- asti hafa verið lögskipaður frídagur um land allt. Heljarstórar myndir og risavaxnar áletranir hefðu þá uppfrætt fólkið og fjöldafundir á hverju torgi mundu hafa samþykkt ályktanir, sem lögreglan hefði haft tilbúnar á vélrituðum blöðum í vösum skrautlegra einkennisbún- inga. Því að s. 1. miðvikudag voru liðfn finnntíu ár síðan Brynjólfur Bjarnason sá ljós þcssa heims. En þótt þessi framtíðardraumur komm- únista — um einræði Brynjólfs og sálufélaga hans — liafi ckki rætzt, er hugarþel litla safnaðarins úti á ís- landi með sama markinu brcnnt og fÞRÓTTIR OG ÓTILÍf Vormót, II. fl., Þór — K. A. 4:0.-— Þessi leikui' fór fram á þriðjudagskvöld, 23 .maí, í kulda- veðri. Fyrri hálfleikur var skemmtilegur, þótt ekki væri til- komumikill, og lauk með 1 : 0 Þór í vil. — Síðan jók Þór sókn- ina, Hinrik og Haddi — t. d. — tilþrifagóðir, en K. A. dalaði heldur, eins og oft vill verða, þeg- ar verulega fer að halla á. Freyr varði þó vel, — sérstaklega fram- an af, — en er ekki nógur fljótur að átta sig, hvort hlaupa skuli úr marki rnóti knetti eða ekki. Þarna léku margir efnilegir menn í báðum liðum. Verður áreiðanlega til þeirra horft og hrópað á næstu árum, ef þeir halda áfram að œfa og gæta hófs bæði í því og öðru. Sveinn Kr. dæmdi leikinn. Á fimmtudagskvöldið sl. var svo háður síðasti leikur vormót- anna, meistarafl., K. A. og Þór 5 : 2 mörkum. Eftir hálftíma leik, nokkuð jafnan, stóð' l: 1 mark' Upphlaup voru góð á báðar hliðar og vörn- um vel upp stillt, — Þór skoraði næsta mark og fékk rétt á eftir annað færi — upp úr góðru horn- skoti, en knöttur missti aðeins marksins. Þetta var nóg, en ekki of mikið, fyrir.K. A.-liðið, sem nú hóf harða sókn. Lauk þeirri vörn með ágætu skoti — frá Baldri — neðan í slána og inn í netið. Stóð svo litla stund 2 : 2. Upphlaup á báðar hliðar, en vörn Þórs varð óstöðugri en áður og fyrir leikhlé hafði K. A. skorað 2 mörk í viðbót Én þá fékk Þór goluna til liðs við sig og var að- allega leikið á vallarhelmingi K. A. síðari hálfleik., Þór fékk mörg ágæt færi, fríspörk á st.uttu feéri í mark, hornskot og „fría fætur“, en alltaf brást síðasta viðbragðíð, „punktinn 'ýfir í“ — gott mark- skot. Vissúlega vóru menn um- setnir, vörn K. A. fljót og örugg: Ottó, Jósteinn, Helgi, en það virt- ist í mörgum tilfellum varla geta dugað. En Sveinn gætti líka marksins mjög vel í þessum leik. Þórsliðið vantaði sýnilega æfingu, og fór, er á leið, að bregðast sóknarviljinn og samleikur. En fengi framlína K. A. knöttinn voru upphlaupin hröð. Oftar en hjá játningarbræðrunum úti í hin- um stóra heimi. Reynt er að tjalda þvi, sem til er. Þessvegna var það, að „Verkamaðurinn" kom út í skrautútgáfu á miðýikudaginn var. Þetta var ekki reglulegur útkomu- dagur blaðsins, heldur var þetta nokkurs konar liersýning á Rauða- torginu, viðleitni til þess að sýna livað koma mundi, er „dagskipanir" kommúnista væru orðnar lög lands- ins. Persónudýrkun kommúnista — sem var svo spaugilega opinberuð í skrautútgáfunni — lielzt í hendur við einræðis- og ofbeldistrú þeirra. Venjulegu fólki er það lokaður lieimur, hvernig menn, sem tæki- færi hafa til þess að vefa sjálfstæð- ir, liugsandi einstaklingar, geta varpað frá sér öllum aðalmerkjum sjálfstæðra manna til þess að gerazt lágkúrulegir dýrkendur 'skurðgoða og hugsunarlaus verkfæri flokks- stjórna. En sálfræðingar hafa sjálf- sagt gildar skýriíigar á þessunl fyrir- brigðum á reiðum höndum. einu sinni bróst þá skipun varn- arliðsins hjá Þór — hopaði öll vörnin, svo að hinir fengu leikið lausum knetti upp undir vítateig. Upp úr slíku gerði K. A. 5. mark- ið, létt skot úr þvögu á markteigi. Annars vai'ði Baldur oft vel, — reyni meira á það í fyrri hálfleik — rólegui', en þó djarfur að hlaupa úr marki. Sverrir er bæði duglegur og öruggur í vörninni og í framlínu Þórs sást aldrei lát á sókn Dúlla og' Eyjólfs, þótt að þei mværi þrengt. Eyjólfur ætti þó frekar aðjeika sem framvörð- ur. — Margt fleira mætti um leik og leikmenn segja, en það verður að vera ógert nú. Meðal margra áhorfenda var knattspyrnuþjálfari landsliðsins í Reykjavík, Joe Divene, og dóm- ari var Karl Guðmundsson, pekktur leikmaður í Val. Komu teir hér norður til þess að vera við þennan leik og sjá þar að verki úrval knattspyrnumanna á Akureyri — hvort nokkur myndi hlutgengur þar í landsliði. Dómur víst ekki fallinn í því máli. Úr Glerárþorpi. í Glerárþorpi er mikill íþrótta- áhugi og dugandi fólk. Sunnudaginn 23. maí var þar keppni í frjálsum íþróttum milli þorpsins og Arnarnesshrepps (Hjalteyri). Kepptu 6 piltar frá hvorum aðila, drengir enn í eitt til tvö ár, og því hvorki fullþrosk- aðir né vel þjálfaðir. Helztu úrslit voru þessi: 100 m. hlaup: 1. Gísli Jónsson A. 13.5 sek. 2. Þóroddur Jóhannss. A. 13.6 sek. 3. Halldór Árnason G. 13.9 sek. Kúluvarp: 1. Gísli Jónsson A. 11.61 m. 2. Kristján Kristjánsson G. 10.88 m. 3. Þór Árnason G. 10.38 m. Langstökk: 1. Gísli Jónsson 5. 5.17 m. 2. Þóroddur Jóhannss. A. 5.03 m. 3. Kristján Kristjánss. G. 4.84 m. 400 m. hlaup: , 1. Oðinn Árnason G. 61.0 sek. 2. Gísli Jónsson A. 61.1 sek. 3. Einar Gunnlaugss. G. 61.8 sek. Kringlukast: 1. Gísli Jónsson A. 31.22 m. 2. Þóroddur Jóhannss. A. 29.59 m. 3. Hörður Hermannss. A. 29.52 m. Þrístökk: 1. Hörður Hermánnss. A. 10.41 m. 2. Kristján Kristjánss. G. 10.37 m. 3. Þóroddur Jóhannss. A. 10.20 m. Sjótkast — fullkomið spjót: 1. Kristján Kristjánss. G. 42.68 m. 2. Valdimar Axelsson A. 32.16 m. 3. Þór Árnason G. 30.0 m. Arnarnesshreppur sigraði í þessari keppni með 27 stigum. —• Glerárþorp hlaut 15 stig. Móts- stjóri var Yngvi Rafn, íþrótta- kennari U. M. S. E. — Þegai' þess er gætt, hve ungir þessir íþrótta- menn eru — 14—17 ára — veður kalt og aðstaða ill til keppni, má telja árangur góðan. — Við skul- um óska þessum ungu mönnum til hamingju. Afmælismót Þór — 6.—10: júní — á að hefjast með Oddeyrar- boðhlaupinu næsta sunnudags- kvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.