Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1948, Blaðsíða 6
DAGUR Miðvikudaginn 2. júní 1948 6 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees -------- 32. DAGUR. ____ (Framhald). „Afsakaðu, að það er bara eg,“ sagði Maggie vingjarnlega, „því að María á í annríki og enginn heima nema eg og hún.“ Maggie ýtti bunka af blöðum. og tímarit- um til hliðar og setti bakkann á borðið við rúmið. Á meðan Díana horfði þögul á hana, gekk hún inn í baðherbergið, náði í þvotta- poka og handklæði og fékk henni. „Koddarnir fara illa,“ hélt hún áfram og lagaði þá og sæng- ina. „Þú þarft ekkert að skipta þér af mér,“ sagði Díana „Allt í lagi góða, en einu sinni gerir ekkert. Hérna, drekktu kakóið þitt.“ „Eg átti ekki við-------“ stam- aði Díana, og roðnaði. „Alveg sama við hvað þú áttir, við skulum ekki hugsa um það núna. Þegar maður er lasinn, meinar maður ekkert yfirleitt, heldur hugsar um það eitt að láta sér batna.“ Díana reis upp við dogg og horfði erin a Mággié.1 ‘Loks’ tók hún bóllánn og byrjaði áð clrekka og borða brauð með. „Eg var eiginlega að hugsa um þig, þegar þú komst inn,“ sagði hún. „Þér versnar bara kvefið af því,“ svaraði Maggie. „Þegar maður er lasinn á maður að hugsa um eitthvað fallegt og kærkom- ið.“ Díana roðnaði enn meira. — „Viltu ekki setjast?“ sagði hún loksins. „Þú ert allt öðruvísi í dag en venjulega. Og fyrir löngu sagði eg, að e. t. v. gætum við talað við þig' eins og þú værir ein af okkur, eg meina af-------“ „Eg skil, við skulum sleppa því. En hvað mundir þú þá hafa sagt við mig?“ „Við skulum nú sjá,“ sagði Dí- ana gætilega, en kom ekki meiru upp, því að ákafan hnerra setti að henni. „Þú smitast af mér,“ sagði hún svo. „Nei, nei, eg er stálhraust og verður aldrei misdægurt.“ „Þú ert kannske hraust og sterk. Eg hefi aldrei verið þannig. Þegar eg var lítil, var alltaf eitt- hvað að mér. Eg ætlaði að segja þér frá því, ásamt fleiru.“ Maggie beið eftir áframhald- inu. „Eg veit, að þú heldur að við höfum veric hamingjusöm af því að við höfum haft næga peninga. En það er-«kki öll sagari. Móðir okkar hefir véi'ið' álvég" eins óháíriingjusöm í ríkidæminu og hun hefði verið í fátækt. Hún er raungmanneskja á margan hátt, og eg er hrædd um að hún þoli ekki mikið í viðbót. Hún á svo bágt' méð svefn og notar svefn- pillur. Eg vakna stundum á nótt- unni og fer að hugsa um að e. t. v. hafi hun nú tekið of mikið af þeim------“ „Mér þykir leitt að heyra þetta,“ sagði Maggie. „Eg veit ekki hvernig það er, kannske heldur þú að hún gæti verið sterkari á svellinum, ef hún bara vildi. En sjáðu nú til. Fvrst var það eg, og eg var alltaf veik, Hún vildi að eg yrði hraust og glæsileg, en í staðinn er eg eins og þú sérð. Eg tek mér það nú ekki svo nærri héðan af, því að eg er búin að eignast------“ Hún þagn- aði snögglega og beygði af. „Og svo misstum við pabba. Hjóna- bandið var' alltaf innilegt og hún saknaði hans ákaflega. Hann var stór maður og myndarlegur, eins og Georg, og hann var líka gáfað- ur, og þegar hann dó, varð mamma að taka við stjórninni á öllu, öllum fyrirtækjunum og eignunum og hún vissi svo lítið um svoleiðis hluti. Auðvitað hefir hún lögfræðinga og fram- kvæmdastjóra, en ábyrgðin hvílir á henni. Því að Anthoný hefir ekki reynt að feta í fótspor pabba. Hann vill það ekki. Hann vildi selja allt saman ,því að hann kær- ir sig ekkert um námur eða hlutabréf eða um að græða mikla peninga. Bara selja allt saman og láta það duga fyrir framfæri fjölskyldunnar meðan það entist. En mamma vildi það ekki. Því að þá mundu ekki hafa verið stórir sjóðir handa öllum, og þeir mundu hafa farið fljótt, þegar aldrei bættist við þá. Hún sagði Anthony það, en hann er dálítið skrítinn. Hann sagði að við vær- um nógu lengi búin að græða og tími væri til kominn að aðrirr fengju að græða eitthvað líka. Maður ætti ekki að reyna að vera blaðamaður, og hann kom halda í gróðafyrirtæki til eilífð- ar. Alveg eins og margt fólk græði ekki á okkar fyrirtækjum! En mamma hlustaði auðvitað ekki á hann og síðan hefir hún alla ábyrgðina." Maggie sagði ekkert. Pabbi varð fyrir vonbrigðum með Anthony líka,“ hélt Díana áfram. „Hann hefir alltaf verið svo einkennilegur. En mér þykir nú samt vænt um hann. Þegar hann var tvítugur, fékk hann starf við dagblað með 18 dala launum á viku, eða eitthvað ámóta lítilræði, en Anthony vildi (Framhald). | Þökkum innilega öllum beim, er sýndu samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, ÁRNA KETILS. Laufcy Árnadóttir, Friðrik Ketilsson. Þakka hjartanlega skeyti, gjafir og auðsýncla vináttu d sextugsajmœli minu, 24. rnaí s. I. Guð blcssi ykkur öll. GRÍMUR J. STEFÁNSSON. kr*iO|0|t>i0|0|0|0|0irt|0|O|t>|0|0|rt|0|0g>|O|rtf0|0|0|0|0|O|0|0|0|r>|f%0iWt0|rt|0|0|t>|t>|0|t>|0|tl|t >|0|0|( krtiOioJMSfOrOtrtttMSiOiOiOiOiOiOtrttrttrtirttrttOiOtrtirttrttOiOtrttOtrtirttOitMMMtiOtrliOfOitVMltrtiOiOtn Innilegar þakkir vottum við öllum vinum okkar og vandamönnum, sem sýtvdu okkur volt vindttu sinnar með heillaskeytum, heimsóknum og höfðinglegum gjöf- um á 25 ára hjúskaþarafmœli okkar, þann 25. maí s. I. Gcefan fylgi ykkur öllum i bráð og.len.gd. Finnastöðum, 31. maí 1948. HÓLMFRÍÐ UR PÁLSDÓ TTIR KETILL S. GUÐJÖNSSON. «•1111111111111111II Mll IUIIIIII lil III1111111111IIIIIIII llil IIIIIII! IIIIII llllll II (II111111111 ■11111111111 IIIIIHIIIIIM ■111111111111111111(11» [ Frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupst. 1 Þeir félagsmenn, sem eru atvinnulitlir og ekki 1 i ltafa ráðið sig í atvinnu í sumar, eru beðnir að i gefa sig fram \ ið skrifstofu verkalýðsfélaganna. | í Skrifstofan er opin daglega kl. 2—6 e. h. i i Verkamannafélag Aku reyrarkati p8ta)ðaj. • imi ■■ 11111111111 iii iii iii .. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii iiiiii ■ 11 ITTi 111111111111111111 a 11111? * iiiiiiiiiiiiiiii ii iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiaiiii iii iiiiiinii ii ii n iii iii 11111111111111 iii iiiiiiiuii iii iii i iii iii iii mtiiiiii n iiMiiiniiiiii ii* | ULLARDÚKAR, margar gerðir, ) KAMGARNSBAND, margir litir, i f LOPI, margir litir, i i venjulega fyrirliggjandi í öllum i í kaupfélögum landsins. i Ullarverksraiðjan GEFJUN «»»111111111111111111111111111111111111 iiiuiiíiiiiiiiiii|iiiuiii iii iii nimi iii ii uuiiiiiiiMn iiim, n,||ll|l|llllllll|llllllllllllll||||« MYNDASAGA DAGS — 1 Kjölfar Rauða drekans Rall sá, hvað um var að vera, og bjargaði mér. „Úr þcssu geta orðið málaferli.“ Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger l^G HEITI Sam Rosen, og eg er meðeigandi seglskút- unnar „Drottningin frá Melbourne“, sem er flutn- ingaskip. Líklega hefði eg aldrei gerzt meðeigandi og félagi Ralls, ef Tilden King Carter hefði ekki snögglega orðið veikur. Eg hafði talið Carter á það, að ganga á skip með mér í San Fransisco, og þegar til Sidney kom, þurfti að flytja hann á sjúkrahús. — Eg var staddur í veitinga- húsi nokkru og var að velta því fyrir mér, hvað eg ætti að taka til bragðs, þegar tveir sjómenn, af skipi frá Chile, byrjuðu að ýfast við mig að ástæðulausu. En sner- ist hart til varnar og þeir lágu báðir flatir eftir andartak. Rall var þai na nærstaddur og hann kom mér út, áður en lögreglan kom á vettvang. Hann gerði mér tilboð um að ráða mig á „Rauða drekann“ og lofaði að lána mér pen- inga, til þess að Carter gæti greitt sjúkrahúsvistina. Eg kom um borð í Rauða drekann við sólarupprás og innan stundar voru segl að hún og skipið tók skriðinn fyrir þungum staðvindum. Mér leizt skipið undarlegt. Það var í þessari ferð í þjónustu banka nokkurs, en ekk- ert þar um borð virtist minna á íhaldssemi og stöðug- leika bankafyrirtækja. Einhver leyndardómsfullur blær var yfir öllu, og skipstjórinn sór sig meira í ætt sjóræn- ingja en bankafulltrúa. Hann hellti í sig með vissum millibilum og líktist þá einna mest hvirfilbyl á hápunkti, lét skammirnar og höggin dynja á hásetunum, en ekki urðu nein tíðindi af þessu. Skipið hélt sína leið. Kvöld nokkurt bauð Rall skipstjóri mér til káetu sinnar. Þegar inn var komið tvílæsti hann hurðinni, hellti í glös handa okkur og tók svo til orða: „Eg hefi fyrirætlun í huga, sem líkleg er til þess að gefa góðan pening. Vilt þú vera með, Rosen?“ „Það þykir mér líklegt. Ekkert jafnast á við að afla sér peninga með heiðarlegu móti.“ „Seðill er alltaf seðill,“ sagði hann. „En það er bezt að þú vitir það strax, að þessi ráðagerð getur leitt til mála- ferla.“ Eigandi „Rauða drekans“ var útgerðarfélagið Batjak á Java, og farmurinn var milljón dala virði í gulli. í stuttu máli var hugmynd hans sú, að sigla skipinu af réttri leið, stranda því á rifi, sem ekki var merkt á kort- um, en honum var kunnugt um, og láta það síga í hafið þar, en koma aftur til baka og hirða gullið, þegar örlög skipsins væru ekki lengur á hvers manns vörum. Annar skipsmaður, Ripper Arrezo, var tekinn með í félagið. Loringe, fyrsti stýrimaður, var eini maðurinn, sem við þóttumst þurfa að óttast. Rall sá um hann. Hann var lokaður inni og meðhöndlaður þannig, að óþarft var að óttast nokkuð af hans hendi fyrst um sinn. Eftir það var eg útnefndur fyrsti stýrimaður. Dag eftir dag sigldum við ýmsar krókaleiðir, unz skipshöfnin var orðin svo ramvillt, að engir nema sam- særisfélagarnir vissu, hvar við vorum í rauninni staddir, Fyrirtækið tókst með ágætum. Kóraltennurnar á rifinu skáru djúpar raufir í botninn og Rall hrópaði, að menn skyldu yfirgefa skipið, Allir komust í bátana og Rall tók með sér nokkrar stengur af gulli í pakka. Rétt í því að við ýttum frá, seig „Rauði drekinn“ aftur á bak í hafið, tígulegur til hinztu stundar. Bismarkhafið luktist yfir honum. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.